Tíminn - 03.10.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.10.1995, Blaðsíða 1
79. árgangur Þriðjudagur 3. október 1995 184. tölublað 1995 Ólafur C. Einarsson leggur til aö þingmenn sameinist um aö tala aldrei lengur en í hálfa klukkustund: Alþingi sett á sumarsamkomu á Þingvöllum? Við setningu Alþingis í gær varpa&i Ólafur G. Einarsson fram þeirri hugmynd að setning Alþingis fari fram á árlegri þjóðarsamkomu á Þingvöllum í framtíðinni. Og sem skref í þá átt að skipu- leggja þinghaldið betur varp- aði þingforseti einnig fram hugmynd um það aö þing- menn sameinist um að flytja aldrei lengri ræður en t.d. í hálfa klukkustund hverju sinni, nema í undantekning- artilvikum. Hann tók fram að þarna væri átt viö sam- komulag en ekki lagaboð. Ólafur sagbi sér hugleikiö að efla tengsl þingsins og almenn- ings og nefndi þingsetninguna í því sambandi. „Mér hefur þótt að þingsetningarathöfnin mætti skipa meiri sess í þjóðlíf- inu". Að mati þingforseta er þessi hátíðlega athöfn nú of lokuð. „Ég vil því tengja al- menning betur setningarat- höfninni og gera hana þannig að stærri þætti í þjóðlífi okkar." Og þar sem eðlilega gæti orð- ib óheppilegt að setja þing undir berum himni þann 1. október leggur þingforseti til að þingsetning yrði t.d. fyrsta Vestmannaeyjar: Nauðgun kærð Frá Þorsteini Cunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum. Nauðgun var kærð til lögreglu í Vestmannaeyjum sl. sunnu- dagskvöld. 16 ára stúlka kærði nauðgun sem mun hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudags. Lögregla yfirheyrði í gær mann sem stúlkan benti á sem gjörn- ingsmann. Að sögn lögreglu mun verknaðurinn ekki hafa átt sér stað í heimahúsi en varð- ist að öðru leyti allra frétta. Málið er í rannsókn. ■ laugardaginn í júlí, sem ekki víki svo mjög frá hinum forna þingsetningardegi. Auk sjálfrar þingsetningarinnar, sem sé í höndum forseta íslands, mætti á þessum fundi kjósa forseta, varaforseta og fastanefndir, en fresta síðan fundi til 1. október. „Athöfn sem þessi, sem al- menningur sækti, gæti orðið að viðburði í þjóðlífinu," sagði þingforseti. í ræðu sinni fjallaði Ólafur einnig um þá kjaramálagagn- rýni sem þingmenn hafa sætt og líklegra aldrei jafn harðri og undanfarnar vikur. Verst sagði hann að fjölmiðlar sem hafa meiri áhrif á skoðanamyndun í þjóðfélaginu en aðrir hafi ekki greint nægilega vel frá og „á stundum ýtt undir rangfærslur með óvandaðri umfjöllun um málið." Þar sem forsætisnefnd- in vilji ekki standa í stríði við þjóðina boðaði þingforseti að flutt verði frumvarp um laga- breytingar sem taka mið af þessari gagnrýni. ■ Þingsetning fór framigœr meö hefbbundnum hcetti. Þau merkilegu tíbindu urbu þó vib þingsetninguna ab forsetinn til- kynnti um ákvörbun sína ab gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Verald- legirog andlegirhöfbingjarrœddu málin í hlibarsölum meb jón Sigurbs- son í baksýn, eins og sjá má á inn- felldu myndinni. Sjá ákvörbun forseta á baksibu. Vinnutími hjúkrunarfrœbinga á skurb- og svœfingadeildum: „Margfalt brot á vinnulöggjöfinni" „Ef við förum út í það þá er það margfalt brot á vinnu- verndarlöggjöfinni hvernig vinnutíma hjúkrunarfræðing- anna hefur verið háttað hér. í raun og veru er það skylda vinnuveitenda að fólk fái ákveðna hvíld eftir 16 tíma vinnulotu og það hefur ekki viðgengist hér," sagði Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdarstjóri Landsspítal- ans, og sagði aöspurð að sama ætti við um aðstoðarlækna og meinatækna. Hjúkrunarfræðingar á skurð- og svæfingadeildum sjúkrahús- anna gengu út á miðnætti að- fararnótt sunnudags vegna breytinga á vinnufyrirkomulagi sem að þeirra mati þýðir um 30- 50 þúsund króna kjaraskerð- ingu á mánuði. Elín Ýrr Hall- dórsdóttir, talsmaður hjúkrun- arfræðinganna, sagði að þeir sinntu neyðarþjónustu, en beiðni þess efnis barst þeim frá sjúkrahússyfirvöldum. Vinnu- veitendum hefur ekki tekist að semja við Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga um taxta fyrir þessa vinnu. „Ég vil raka það fram að við höfum annast allar þær vaktir sem við höfum verið beðnar um þó svo að ekki hafi verið gengið frá greiðslum fyrir þær," sagði Elín Yrr. Um stöðuna í deilunni að öðru leyti sagði Elín að hjúkrun- arfræðingar biðu þess að vera boðaðir á fund og átti von á að það yrði bráðlega. Fram kom hjá Önnu Stefáns- dóttur að einhverjar viðræður væru í gangi um greiðslur fyrir neyöarvaktirnar. „Það fer dálítið eftir því hvernig spilast úr þessu í dag. Við munum ganga frá samningum um þessar greiðslur í kvöld," sagði hún í gærdag. Hún sagði hins vegar ekkert Varaformabur LIÚ í vondum málum. Fiskistofa bregst hart vib broti á reglugerb um vigtun afla: Súðavík svipt Bessa tímabundið Fiskistofa hefur lagt það til við sjávarútvegsráðuneytið ab ísfisk- togarinn Bessi ÍS frá Súðavík verði sviptur veiðileyfi tíma- bundið vegna brots á reglugerð um vigtun afla. Ingimar Halldórs- son framkvæmdastjóri Frosta hf. í Súðavík segir að svipting veibi- leyfis muni eflaust hafa einhver áhrif á atvinnuástandið í pláss- inu. Hann vildi ab öbru leyti ekki tjá sig um málib að svo stöddu. Þórður Ásgeirsson fiskistofu- stjóri segir ab þetta mál sé tilkom- ið vegna þess að Bessi hefði á sín- um tíma landað afla í Bremerha- ven í Þýskalandi án þess að aflinn færi inná fiskmarkaðinn til vigtun- ar, eins og vigtunarreglur gera ráb fyrir. Fiskistofustjóri segir að meint kvótamisferli útgerðar togarans vegna kvótasölu til þýska fyrirtæk- isins Lubbert sé þessu máli óvib- komandi. Hann segir að þab sé ákvörðun ráðuneytisins að ákvarða hversu lengi togarinn veröur sviptur veiðileyfi. Kristján Ragnarsson formaður LIÚ segir aðspuröur að málefni Frosta hf. og Bessa ÍS séu ekki álits- hnekkur fyrir stjórn LÍÚ heldur viðkomandi aðila. En eins og kunnugt er þá er Ingimar Halldórs- son varaformaður LÍÚ og formaö- ur Útvegsmannafélags Vestfjaröa. Kristján segir að það muni koma í ljós á aðalfundi LÍÚ, sem haldinn veröur síðar í mánuðinum, hvort þessi mál muni leiða til þess að skipt verði um varaformann eða ekki. Hann ítrekaði hinsvegar þau sjónarmiö útvegsmanna að öll brot gegn lögum og reglugerðum væru litin mjög alvarlegum aug- um án tillits til þess hver ætti í hlut. Meint kvótamisferli Bessa ÍS hafði einnig þau áhrif á dögunum að íslandsbanki ákvaö að hætta við að selja Frosta hf. hlutabréf sín í rækjuvinnslunni Rit hf. á ísafiröi. Sú ákvöröun er athyglisverð þegar haft er í huga að stjórnarformaður íslandsbanka er jafnframt formað- ur LÍÚ og framkvæmdastjóri Frosta hf. er varaformaöur sömu samtaka. ■ ákveðið með það hvenær hjúkr- unarfræðingarnir yrðu boðaðir á fund til viðræðna um kjara- deiluna. ■ F&M leggur upp laupana Dagvöruverslunin F&M sem Friörik Friðriksson rak frá árinu 1992 reynir nú eftir megni ab komast hjá gjaldþroti. Tryggvi Agnarsson hdl. hjá Ráði hf. hef- ur verib fenginn til ab stýra greiðslum til lánardrottna. Boðin er 30% greiðsla af kröf- um innan 30 daga og hefur Búnaðarbankinn fallist á þá beiðni. Insúla hf. var innflutningsfyrir- tæki Friðriks, stofnað 1989. Þrem ámm síðar var F&M verslunin opnuð á þess vegum. Allar götur síðan hefur Insúla átt í miklum erfiðleikum. Síðastliðið vor var rekstri F&M endanlega hætt, enda skuldir orðnar miklar. Hluti rekstursins var þá seldur hlutafé- laginu Laka og Ráði hf. falið að loka rekstri Insúlu hf. Lánardrottnar Insúlu og F&M hafa fengið í hendur yfirlýsingu til undirskriftar þar sem þeir fall- ast á aö fá aðeins 30% krafna sinna, - annars fá þeir trúlega ekki neitt. ■ Tímamyndir CS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.