Tíminn - 03.10.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.10.1995, Blaðsíða 10
10 ffvmitro Þri&judagur 3. október 1995 Viö samningsgerb ísraels og PLO um stœkkun sjálfstjórnar- svœbis Palestínu- manna voru vibkvœm- ustu ágreiningsatribin snibgengin Nokkurs fagna&ar gætir út af samningi þeim milli ísraels og Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), sem gengiö var frá í Taba vi& Rau&ahaf fyrir skemmstu og sí&an undirrita&ur í Washing- ton. Og einhverjir hafa komist svo a& or&i a& nú sé 28 ára her- setu ísraels á Vesturbakka lok- i&. A& líkindum er þar um a& ræ&a einföldun nokkra. Samningnum samkvæmt verbur Vesturbakki þrí- skiptur hvab yfirráb og eftirlit snert- ir. í einum hlutanum verða borgir og þorp undir stjórn Palestínu- manna, í öðrum svæði undir sam- eiginlegu eftirliti beggja aðila og í þeim þriðja, sem verður alveg undir ísraelskum yfirráðum áfram, byggð- ir gyðinga og ísraelskar herstöðvar. Áætlun frá 1967 Þegar 1967, árið sem ísraelar unnu Vesturbakka m.m., lagði Yi- gal Allon, ísraelskur hershöfðingi og síðar utanríkisráðherra, fram áætlun um framtíðartilhögun þar. Samkvæmt Allon-áætluninni skyldu Palestínumenn hafa sjálf- stjórn í borgunum og bæjunum Jenin, Nablus, Tulkarem, Qalqilya, Ramallah, Jeríkó, Betlehem og Hebron ásamt landskikum í kring. Þessir palestínsku sjálfstjórnarskik- ar skyldu tengdir saman og við Jórdaníu með mjóum landræmum. Við samningaviðræðurnar í Madrid fyrir fjórum árum, sem Bandaríkin og Rússland gengust fyrir og komu skrið á viðleitnina til sátta með ísrael og PLO, hélt ísrael fast vib Allon- áætlunina sem samningsgrundvöll. Og sumir fréttaskýrendur skrifa ab Taba- samningurinn sé í stórum dráttum í samræmi við hana. Umdeilt er hvorir hafi meiri ástæðu til ánægju með samning- inn, ísraelar eða Palestínumenn. Samkvæmt honum stækkar sjálf- stjórnarsvæði þeirra síðarnefndu, sem hingað til hefur aðeins náð yfir Gaza-spilduna og Jeríkó, að miklum mun. En her og lögregla ísraels verða áfram alls staðar nálæg á Vesturbakka og margir telja ab sjálf- stjórn Palestínumanna þar verði þröngur stakkur skorinn í stjórn- og efnahagsmálum. Hér er ekki um stórt svæbi að ræða og ísraelskir landnemar þar, um 120.000 talsins, og palestínskir íbúar svæðisins, um milljón að tölu, verða eftir sem ábur í nábýli hverjir við aðra. En fyrirhugab er að aðskilja þá eftir því sem kostur er. í þeim tilgangi á að leggja nýja vegi framhjá borgum og þorpum Palest- ínumanna milli ísraelskra byggða og herstöðva. í blöbum er komist svo ab orði að þegar samningurinn verði kominn í framkvæmd, muni Vesturbakkinn líta út eins og ábreiða næstum alþakin bótum. ✓ Ovissa um framhald Því er haldið fram að samnings- aðilar hafi sniðgengið vibkvæm- ustu deilumál sín, en það kunna þeir ab hafa gert vegna þess að í þeim sé engin lausn í sjónmáli, að beggja mati. Til skamms tíma kann sú afstaba að vera skynsamleg. Vera má að ísraelar og Palestínumenn séu ekki síöur en vesturlandamenn hneigðir til að finna endanlegar lausnir á vandamálum, en þeir kunna að vera tilleiðanlegri til að slá slíkum lausnum á frest um ófyr- irsjáanlegan tíma. í, í Eftir sprengjutilrceöi Hamas-iiba: þeir vilja eftir sem áöur ekkert minna en tortímingu ísraels. Samkvæmt Allon-áætlun Af viðkvæmum ágreiningsmál- um, sem ekki er hreyft við í Taba- samningi (sem sumir kalla Óslóar- samning númer tvö), má nefna spurninguna um það, hvort Vestur- bakki og Gaza verði um síðir sjálf- stætt palestínskt ríki. Arafat, leið- togi PLO, fer ekki leynt með að hann telji að Taba-samningur muni leiða til þess, en ísraelskir stjórn- málamenn segja ekkert af eða á um það. Og verði slíkt ríki stofnab, nær það þá yfir allan Vesturbakka og Gaza? Verður það kannski í nánu ríkjabandalagi við Jórdaníu? Og verði svo, kemur þá „litli, vinalegi kóngurinn" (danska blaðib Infor- mation) í Amman til með að takast á hendur öryggis- og utanríkismál, sem og fleiri mikilvæga málaflokka, fyrir þab ríkjabandalag? Eba fá Vest- urbakkaarabar aldrei meira en sjálf- stjórn? BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON Varla þarf ab efa ab þeir vilji ný- byggðir ísraela á brott. Heyrst hefur að til greina gæti komið ab færa þær saman, eða jafnvel leggja þær alveg niður. Það taka landnemarnir ekki í mál og eftir því er álit þeirra margra á samningnum. Svo er það Jerúsalem. Palestínu- menn vilja fá Austur-Jerúsalem sem höfuðborg, en ísraelar þvertaka fyr- ir ab þeir muni sleppa yfirráðum sínum af nokkrum hluta borgar þessárar, háheilagrar í augum beggja aðila. En í Taba var samið um ab arabar í Jerúsalem fengju kosningarétt á sjálfstjómarsvæðum Palestínumanna. Sprengihætta á „bættri ábreiöu" Sumra fréttaskýrenda spá er að „bætta ábreiöan" muni bjóða upp á mikla sprengihættu í samskiptum þjóbanna tveggja. Hatrið þar á milli stendur ekki síbur djúpum rótum og er ekki síður glóandi en á milli þjóba fyrrverandi Júgóslavíu. Og ljóst er að óánægja með samning- inn er mikil meðal beggja aðila. Sumir af forystumönnum hægri- sinnaðrar og þjóðernissinnaðrar stjórnarandstöðu ísraels, sem vel má vera ab vinni þingkosningarnar þar í nóvember næsta ár, hafa sagt að þeir muni láta ísrael taka að nýju öll völd á Vesturbakka, komist þeir til valda. Þeir telja að öryggishags- munum ísraels sé stefnt í voða með stækkun sjálfstjórnarsvæöa Palest- ínumanna og þar ab auki kemur að dómi margra ísraela ekki annað til greina en að Vesturbakki heyri ísra- el til, þar eð hann samanstendur af svæðum sem til forna voru kjarna- lönd gyðinga og ísraelsrnanna hinna fornu. Enn kalla margir þjóð- ernissinnaðir ísraelar þetta svæði aldrei annab en Júdeu og Samaríu. Róttækir Palestínumenn, sem skipa sér á bak við bókstafssinna- hreyfinguna Hamas, líta fyrir sitt leyti á Tabas-samning sem svik við málstað Palestínuaraba og íslams. Ekki er hægt að útiloka að Hamas og aðrir álíka aðilar, sem ekkert vilja minna en tortímingu ísraels og reynt hafa að spilla fyrir sam- komulagi með sprengjutilræðum í ísraelskum strætisvögnum, muni halda slíkum hryðjuverkum áfram. Og umdeilt er hve mikinn og ákveðinn stubning Arafat hafi nú- orbið meðal síns fólks. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.