Tíminn - 03.10.1995, Blaðsíða 11
UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .
Þriðjudagur 3. október 1995
Wm&nn
Ósýnilega fólkið
A bensínstöbvunum í jóhannesarborg keppist fjöldi manns vib ab þjónusta vibskiptavini, og örlítib þjórfé nœgir til ab kalla fram sœlubros.
Bandaríkjamaöur á ferö um Suöur- Afríku:
Eins og ab fara fj óra
áratugi aftur í tímann
Soweto líkist ab ýmsu leyti bandarískum úthverfum hvítu millistéttarínnar frá sjötta áratugnum, en þar er ekkert
gras í görbunum, engir bílar sjást og engin götuskilti.
I The New York Times birtist
nýlega stutt lýsing á því hvern-
ig Bandaríkjamabur upplifir
þab ab ferðast um Subur-Afríku
þessa dagana. Þab er ótrúlega
margt sem minnir hann á
ástandib eins og þab var í
Bandaríkjunum á sjötta ára-
tugnum. Vegna einangrunar
Subur- Afríku frá umheiminum
fór margt af því helsta sem
gerbist í heiminum síbustu ára-
tugina gjörsamlega framhjá
fólki þar, ab sumu leyti er eins
og tíminn hafi stabib í stab í
nokkra áratugi.
Donald G. McNeil sér bæði
kosti og galla vib ástandið eins og
það blasti við honum. Eitt af því
sem áberandi er í Suður-Afríku er
brosmilt viðmót fólks og almenn
kurteisi, sem kemur manni sem
býr í New York nokkuð undarlega
fyrir sjónir, jafnvel svo mjög að
honum finnst jaðra við geðveiki.
Þegar einhver þakkar fyrir sig er
venjulega svarað „pleasure", sem
er stytting á „it's a pleasure" —
„mín var ánægjan". í Bandaríkj-
unum láta menn sér nú orðiö
nægja ab segja „yup" — eitthvað í
líkingu við „jamm".
í Jóhannesarborg lifa borgar-
arnir raunar í stöðugum ótta við
glæpi, en í smærri borgum eins og
Durban er fólk alls óhrætt við að
skilja eigur sínar eftir um stundar-
sakir á almannafæri.
En það er ekki allt sem vekur
jafn mikla hrifningu. Meðal
hvítra tíbkast það t.d. enn að karl-
arnir vinni úti en konur ekki, og
mömmur hafa stundum töluvert
fyrir því að snyrta sig áður en þær
aka börnunum sínum í skólann.
Tékkareikningar eru ekki gefnir út
öðru vísi en á nafn eiginmanna,
en konurnar mega undirrita tékk-
ana líka meö sérstöku leyfi karl-
anna. Þær mega jafnvel nota sitt
eigiö nafn — en geta þá raunar átt
von á því að tortryggnir kaup-
menn bibji um skýringar. Og iðn-
aðarmenn, sem fengnir eru til að
sinna einhverju verki inni á
heimili, eiga það til ab ávarpa
húsmóðurina „vinan".
Fjölmiblarnir láta sér yfirleitt
nægja að éta upp eftir yfirvöldun-
um hvab sem frá þeim kemur án
þess ab gera nokkrar athugasemd-
ir, þótt eitthvað sé reyndar um
undantekningar frá þeim vinnu-
brögðum.
Garðyrkjumenn eru ráðnir á
heimilin, og þegar húsráðendur
hrósa sér af því að „vib lögðum
virkilega mikla vinnu í blómabeð-
in þetta árið" þá gleymist ab geta
þeirra sem í raun bogrubu sveittir
með skóflu við verkin.
Lögreglan hefur enn heimild til
þess að skjóta á afbrotamenn á
flótta (yfirleitt eru það svertingj-
ar), og þab getur þess vegna þýtt
að nálægir vegfarendur (sem
einnig eru oftast svartir) láti lífiö
af óheppni einni saman, eins og
það er kallað.
Umhverfisvernd er enn nánast
óþekkt hugtak. Blýlaust bensín
finnst hvergi og kolarykið hvílir
yfir borgunum þegar kalt er í
veðri á vetrum. Lítib er um endur-
vinnslu á sorpi og ekki beinlínis
verið ab hvetja fólk til þess ab
huga ab þeim málum.
En þótt aðstæður hvíta fólksins
séu um margt svipabar þeim sem
tíðkuðust áður fyrr í Bandaríkjun-
um, eru þó aðstæbur svartra e.t.v.
líkari því sem þar gerðist á fjórða
áratug aldarinnar.
Endalok aðskilnaðarstefnunnar
hafa ekki breytt miklu um efna-
hagslega stöbu svartra, a.m.k.
ekki enn sem komið er. Þeir búa
næstum því allir enn í „bæjarfé-
lögunum" svonefndu („towns-
hips"). Og þegar Bandaríkjamaö-
ur kemur til Soweto á hann e.t.v.
von á því að sjá eitthvað líkt
hverfum á borð við Harlem eða
Watts, en það er nú öðru nær.
Borgin, sem er rétt fyrir utan Jó-
hannesarborg, líkist helst banda-
rísku borginni Levittown, sem var
á sjötta áratugnum eins konar
ímynd þess sem bandarískast var
talið: endalausar raðir af húsum,
sem öll eru eins, meb snyrtilegum
görðum í kring. Munurinn er
samt nokkur: I Soweto vantar
grasflatimar og það eru engin
skilti á götunum — þótt þær heiti
•reyndar fallegum nöfnum á kort-
unum. Það eru heldur engir bílar í
Soweto, og viö húsin standa ein-
att einn eða fleiri skúrar, sem
leigbir eru til íbúbar.
1 borgunum, þar sem hvítir og
svartir blandast saman í dagleg-
um viðskiptum, getur ýmislegt
komiö ferbamanni á óvart. Ef
hvítur maður stansar t.d. augna-
blik til þess að hleypa svörtum
verkamanni meb þunga byrði
framhjá sér á gangstéttinni, þá er
ekki óalgengt að nærstaddir heyri
þann svarta segja: „Þakka yður
fyrir, herra húsbóndi."
Frakkar sprengdu kjarnorku-
sprengju í tilraunaskyni vib
Mururoaeyju í fyrrakvöld, og er
það önnur sprengjan í röbinni af
alls átta sem fyrirhugaðar eru.
Sprengjan var um 110 kílótonn
sem er um sex sinnum meira en
sprengjan sem varpað var á Hiros-
hima í Japan árið 1945, og er
reiknað meb að þetta sé e.t.v.
stærsta sprengjan sem þeir muni
sprepgja við Mururoa.
Hörb mótmæli bárust víbs veg-
Margir hvítingjar í Suður-Afr-
íku virðast þjást af ákveðnum sál-
arkvilla sem vel hefur verið lýst í
skáldsögunni Ósýnilegi maður-
inn eftir Ralph Ellison, sem kom
út 1952, og lýsir sér í því að þeir
virbast ekki sjá blökkumenn. Þeg-
ar þeir tala um þá, eða jafnvel viö
þá, þá er stutt í svipaðan tón og
fólk notar gjarnan þegar það talar
viö börn, eða um börn. Eða þá að
þeir nota frasa á borð vib „það
sem þetta fólk vill", og gefa þann-
ig í skyn að þeir geri varla neinn
greinarmun á ráðherra í ríkis-
stjórninni og innbrotsþjófi.
McNeil varð t.d. vitni aö því
þegar pípulagningarmaður sagði,
fyrir framan þeldökkan hand-
langara sinn, að svertingjar muni
steypa landinu í glötun um leið
og Nelson Mandela forseti fer frá
völdum. Bandaríkjamaður, sem
hlustar á slíkt tal, frýs og býst allt
eins við því að handlangarinn
grípi rör og láti það vaða í haus-
inn á kjaftagleiðum yfirmanni
sínum, eða láti a.m.k. eitthvað í
sér heyra. En ekkert gerist.
En þótt það sé vissulega drag-
bítur á þróuninni hvernig fólk
talar er það þó sennilega efnahag-
urinn sem ræður úrslitum. Þegar
atvinnuleysið í Soweto er 45%
gefur augaleið að handlangarinn
þarf lífsnauðsynlega á vinnunni
að halda. Yfirmaðurinn getur lát-
ið vaðalinn ganga eins og honum
sýnist, gjörsamlega áhyggjulaus.
„Hver einasti þjónn, golfsveinn
og heimilisþjónn hefur upplifað
þetta," segir Jacklyn Cock, sem er
prófessor í félagsfræöi við háskól-
ann í Witswatersrand. „Þetta er
bara grundvallarþáttur í kyn-
þáttahrokanum. Þetta er ein leið
fyrir hvíta til þess að standa vörð
um virðingu sína þegar þeir eru
háðir því að eiga náin samskipti
við svart fólk — þeir láta sem það
sé ekki til."
McNeill tekur þó fram að þótt
Suður- Afríka minni í mörgu á
Bandaríkin á sjötta áratugnum sé
þó nauösynlegt að skyggnast á
bak við yfirboröið, því margt sé
frábrugðið þegar betur er að gáð.
„Þab má ekki gleyma því," segir
Heinz Klug, sem lærði lögfræði í
Bandaríkjunum og kennir núna
við háskólann í Witswatersrand,
„að í Bandaríkjunum á sjötta ára-
tugnum var öryggi í tilverunni og
hvítir höfðu það á tilfinningunni
að lífið gæti ekki annað en batn-
að. Kannski olli kjarnorku-
sprengjan einhverjum áhyggjum,
en annað var það ekki. Hér er
raunveruleikinn annar."
„Og á hinn bóginn," sagði hann,
„fundu svartir Bandaríkjamenn
sterklega fyrir valdaleysi sínu á
stjórnmálasviðinu. Það á heldur ekki
við hér. Þeir vita að það verður ekki
framar minnihlutastjórn hvítra vib
völd. Þeir tímar eru liðnir."
Byggt á The New York Times
ar að eftir að fréttir bárust af
sprengingunni. Hörðustu mót-
mælin komu frá Japan, Ástralíu
og Nýja- Sjálandi, sem fordæmdu
sprenginguna, en Bandaríkin og
Evrópuríki lýstu yfir vonbrigðum
sínum með hana.
Allt var með kyrrum kjörum á
Tahiti, en búist var við ab óeirbir
myndu hugsanlega brjótast þar út
í kjölfar sprengingarinnar líkt og
gerðist þegar fyrsta sprengjan var
sprengd fyrir nokkrum vikum.
■
Frakkar sprengja aftur:
Mótmælist berast
hvabanæva ab
Sydney — Reuter