Tíminn - 03.10.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.10.1995, Blaðsíða 5
Þri&judagur 3. október 1995 WMmww 5 Torfi Guöbrandsson: Vandi saubfjárbænda s Islenskir sauðfjárbændur eiga í erfiðleikum með búrekstur sinn nú um stundir vegna sölutregðu á framleiðsluvöru þeirra, dilkakjötinu. Ekki er þar um að kenna auknu vörufram- boði frá þeirra hálfu, þvert á móti hafa þeir fækkað fé sínu ár frá ári, þannig að það nálgast nú að vera helmingi færra en það var fyrir tæpum tveim áratugum. En þótt fækkunin væri ör, breytti þjóðin neysluvenjum sínum með enn meiri hraða. Auk þess varð sífellt erfiðara að selja kjöt fyrir viðun- anlegt verð á erlendum markaði, þannig að kjötbirgðir fara vax- andi og hafa nú náð þeirri stærð (2.000 tonnum) að ráðamenn landbúnaðarmála eru farnir að velta fyrir sér, hvort grípa eigi til örþrifaráða. Þegar svo er komið þurfa menn að gæta þess, að fara ekki úr ösk- unni í eldinn, eða með öðrum oröum, að úrræðin leiði ekki til þess, að bændur verði verr settir en áður. Heyrst hafa tillögur um að fækka bændum, með því að kaupa af þeim framleiðsluréttinn. Er þar annars vegar um að ræða bændur sem komnir eru yfir sjö- tugt og svo bændur með minnstu búin. En jafnframt er talað um endurúthlutun á sama kvóta til þeirra sem hafa allt ab 450 kinda bú. Hér held ég að menn séu á villi- götum. Á bak við svona tillögur býr sú hugsun, að ekki sé hægt ab lifa af- sauðfjárbúskap nema búa stórbúi. Einmitt þessi hugsun er búin að vinna bændastéttinni mikið tjón, því að hún er röng og hefur leitt til offjárfestingar. Reynslan hefur sýnt að margir hafa lag á að lifa góbu lífi á litlum búum, allt niður að hálfu vísi- tölubúi. Og ef fjárhagsstaða bænda er athuguö, kemur í Ijós ab oft eru það stórbændur sem skulda mest, en miðlungsbú og jafnvel smábú eru rekin með Heyjaö meb sláttutætara á Melum íÁrneshreppi. Mynd: Torfi Guöbrandsson VETTVANGUR „Það mœtti vera merki- legt rannsóknarefni að kanna hvemig stendur á pví, að bóndi með 250 fjár á drjíiga inneign í verslunarreikningi, en 500 kinda bóndinn er stórskuldugur og hefur enga möguleika á að framleiða ódýrara kjöt en nágranninn, sem minna hefur umleikis." hagnaði. Það mætti vera merki- legt rannsóknarefni að kanna hvernig stendur á því, að bóndi með 250 fjár á drjúga inneign í verslunarreikningi, en 500 kinda bóndinn er stórskuldugur og hef- ur enga möguleika á að framleiða ódýrara kjöt en nágranninn, sem minna hefur umleikis. En svona getur þetta nú verið í mörgum til- vikum. Þess vegna vaknar sú spurning, þegar rætt er um í alvöru að fækka bændum, hvort ekki sé þá vitur- legast að fækka stórbændunum. Spyrja má í þeirri kreppu sem bændur eru nú: Hvernig stendur á því að sumum bændum nægir ekki minna en 600-800 fjár til framfærslu? Þarna er um að ræða búskapargrundvöll fyrir tvo til þrjá bændur, sem kunna til hlítar þá list að lifa af smábúum. Allir ættu að geta séð, ab þab er meiri blóðtaka fyrir hverja byggð að missa 8-12 ábúendur heldur en 4, þó kallast megi stórbændur. Það er staðreynd að byggöin grisjast stöðugt í sveitunum. Ár- lega hætta h.u.b. eitt hundraö bændur búskap og víða em nú þegar orðnir miklir erfiðleikar með smalamennskur, skólahald og félagslíf sökum fámennis. Það er því mikið ábyrgðarleysi að ýta undir fólksflóttann úr sveitunum. Slíkur áróður væri til þess eins fallinn að flýta fyrir eyðingu byggðanna. Og ekki myndi vandi stjórnmálamannanna minnka við það, að þúsundir manna hyrfu frá framleiðslustörfum og bættust í hóp atvinnuleysingj- anna í þéttbýlinu. Nei, það er best að hætta öllu tali um að fækka sauðfjárbænd- um, enda er ekki fullreynt um aðrar úrlausnir. Mesta áherslu þarf að leggja á markaðsleit, sem hingað til virðist aðeins hafa ver- ið kákið eitt. Takist að selja lambakjötið sem villibráð og vist- væna vöru, eins og dæmin sanna að kjötið er, þá er vandinn leyst- ur. Dragist markaðsleitin á lang- inn, þá eru eftir tvö úrræði. Hið fyrra er að draga úr framleiðslu hobbýbænda, sem ala sauðfé sér til skemmtunar, og hið síðara er að setja nýjar hömlur á dilka- kjötsframleiöslu kúabænda, sem hafa ríflegan mjólkurkvóta. Báðar eru þessar aðgerðir sársaukafullar, en sú áraun er þó smámunir hjá fyrirhuguðum aðgerðum sem beita á saubfjárbændur. Ef ég þekki íslenska bændur rétt, þá munu þeir þrauka áfram og standa af sér þennan storm, eins og starfsbræður þeirra hafa gert á öllum öldum íslandsbyggð- ar. Vandi fyrirrennaranna var mikill og átti rætur sínar í nátt- úruhamförum og vondu árferði. Nú er vandinn annars eðlis og má rekja hann til breyttra neyslu- hátta annars vegar og á hinn bóg- inn til bættra vinnubragða og aukinna afkasta og þess, hve gott er að búa á íslandi. Góðir sauðfjárbændur. Lítið á björtu hliðarnar. Tíminn vinnur meö ykkur. Senn koma þeir dagar að íslenska dilkakjötið verður eftirsótt og keypt háu verði vegna yfirburða sem felast í hreinleika og bragðgæðum. Þá verður gaman aö lifa. Höfundur er fyrrum skólastjóri. Músík í upphæbum Silkisló&in rakin Fréttir af bókum Bætiefni í bókarformi Mál og menning hefur sent frá sér Bœtiefhabókina, handbók um vítamín, steinefhi og fœðubótar- efni eftir Harald Ragnar Jóhann- esson og Sigurð Ola Ólafsson. Þetta er gagnleg handbók handa almenningi þar sem finna má svör við spurningum eins og: Eru bætiefni naubsyn- leg? Hvernig verka þau? Hve mikib magn er æskilegt að taka? í bókinni er safnaö saman á ein-n stað aðgengilegum upplýs- ingum um vítamín og bætiefni af ýmsu tagi, sem eru á mark- aðnum hér á landi. Fjallað er um fituleysanleg og vatnsleys- anleg vítamín, steinefni, snefil- efni og margskonar fæðubótar- efni, jafnt þau sem hafa sannað gildi sitt, svo sem lýsi, og önnur óhefðbundnari, s.s. blómafrjó- kórn, ginseng, kvöldvorrósarol- íu, gersveppi og margt fleira. Höfundar bókarinnar, Harald Ragnar Jóhannesson og Sigurð- ur ÓIi Ólafsson, eru báðir lyfja- fræðingar. Bcetiefhabókin er 132 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda h.f. Kápuna geröi Bergþóra Huld Birgisdóttir. Verð: 1980 kr. ■ Út er komin ljóðabókin Syngjandi sólkerfi eftir Magnúx Gezzon og er þetta fimmta ljóðabók skáldsins. Magnúx er m.a. þekktur fyrir ljóba- bókina Samlyndi baðvörðurinn (ást- arljóð) auk þess að vera einn þriggja höfunda að hinum alræmdu Tröllasögum, sem kom út árið 1991. Einnig hefur hann skrifað bók- menntagagnrýni og þýtt úr erlend- um málum. Þar á meðal em þýð- ingar hans á ljóðum eins fremsta ljóðskálds Danmerkur, Sören Ulrik Thomsen, sem hann hlaut góða dóma fyrir. Magnúx hefur einnig unnið að félagsmálum rithöfunda og setið fjölda ráðstefna og nám- skeiða. Syngjatidi sólkerfi er stefnumót við óendanleikann í okkur öllum. Út er komið Almanak fyrir ísland 1996, sem Háskóli íslands gefur út. Þetta er 160. árgangur ritsins, sem komið hefur út samfellt síðan 1837. Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans, hefur reiknað almanakið og búiö það til prentun- ar. Ritið er 96 bls. að stærð. Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Þar er ab finna stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á íslandi, yfirlit um mælieiningar, veðurmet Hér birtast ljóð sem höfða til allra og leiða les- andann inn í heim nýrra hugsana og til- f i n n i n g a . Magnúx yrkir um stöðu okkar í Magnúx Gezzon. alheiminum. Hann bregður upp himinspeglum sem hrein un- un er að horfa í. Ljóðin eru ágeng og ástleitin. Kápumynd og ljósmynd af höf- undi em eftir Xnúllu. Andblær gef- ur út. Syngjandi sólkerfi fæst í öllum helstu bókabúðum og hjá höfundi, Kötlufelli 7, Reykjavík. ■ og margt fleira. Af nýju efni má nefna töflu sem sýnir veðurfar í Reykjavík og á Akureyri og grein um hlutfall birtu og myrkurs á mis- munandi breiddarstigum. Loks eru í almanakinu upplýsingar um helstu frídaga fjögur ár fram í tímann. Háskólinn annast sölu almanaks- ins og dreifingu þess til bóksala. Al- manakið kemur út í 5000 eintök- um, en auk þess eru prentuð 2000 eintök sem Þjóðvinafélagið gefur út sem hluta af almanaki sínu meb leyfi Háskólans. Aurel Stein: Pioneer of the Silk Road, eftir Annabel Walker. )ohn Murray, 393 bis., £ 25. Þessi ævisaga Sir Aurels Stein fylgir á eftir annarri, saminni af Jeanette Mirsky, sem út kom 1977. Stein fæddist í Búdapest 1862, nam við háskólana í Vín, Leipzig og Tubingen. Frá hinum síðastnefnda lauk hann doktors- prófi í persneskri og indverskri fornleifafræði 1883. Næstu fjögur ár var hann viö rannsóknir og fræðistörf á Bret- landi, í Oxford og í British Museum. — Til Indlands réðst hann 1888 sem skólastjóri Oriental College í La- hore og jafnframt ritari (registrar) Punjab-háskóla og gegndi þeim störfum til 1899. Á sanskrít gaf hann 1892 út Rajataringini, sögur hinna fornu kónga í Kasmír og síðan í enskri þýðingu sinni 1900. Hann varð skólastjóri Calcutta Madrasah 1899, en lagði í mars það ár upp í hinn fyrsta fjögurra leiðangra sinna til Mið-Asíu. Að rannsóknum á fornleifum vann hann síðan í liðlega fjóra áratugi. í ritdómi í Financial Times 17.- 18. júní 1995 sagbi: „Ab vísu eru brot úr leirkeri oft hærra metin en bikar úr gulli á kvarða fornleifa- fræði, en furðu vekur þó allt þab, sem Aurel Stein dró saman: Elstu prentaðar bækur og stjörnukort á pappír; 30.000 rituð skjöl (gögn) á fleiri en 10 tungumálum og let- urgerðum, sumum áður óþekkt- um; hundruð silkislitra með mynstri frá 3. öld f.Kr.; málverk á silki og pappír, þúsundir sleginna peninga frá ýmsum löndum, kort af áöur ókortlögðum landsvæð- um, sem sum hver eru enn í notk- un, ítarlegar lýsingar á stórum landsvæðum og fyrstu yfirgrips- miklu ljósmyndirnar af uppgraft- arstöðum; og er þá margt ótalið." „Árið 1906 kom hann til Búddaklausturs í hellum viö Dunhuang, en þá litlu ábur höfðu í þeim fundist þúsundir pappírs- handrita frá árabilinu 400 til 1000, í byrgðum helli, og fundust síðan fleiri handrit í öðrum. Söfn þessara handrita, mikilvæg fyrir kínverska sögu og menningu, eru nú í London, París, St. Pétursborg og Beijing. ... Vísað á brott úr Kína á millistríösárunum, hafnabi hann þægilegri búsetu í enskri sveit á eftirlaunum. Athygli hans beindist að íran og þangab fór hann fjóra leiðangra. Hálfáttræð- ur gerði hann fyrstu athugun úr lofti á uppgraftarstöðum í írak. Og 80 ára gamall lagöi hann upp í ferb til Afganistan, eins og hugur hans hafði lengi staöið til. Fáein- um dögum eftir ab hann kom til Kabúl, andaðist hann." Hið eina og sanna Fréttir af bókum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.