Tíminn - 03.10.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.10.1995, Blaðsíða 16
Vebrlö (Byggt á spá Veöurstofu kl. 16.30 í gær) • Su&url.: A og NA kaldi eöa stinninaskaldi. Smáskúrir fyrir hádegi. Heldur hægari og skýjab meb köflum síodegis. Hiti 3-11 stig. • Faxaflói og Breibafj.: NA kaldi eba stinningskaldi. Skýjab meb köfl- um til landsins og hætt vib smáskúrum á annesjum framan af, en ab mestu bjart þegar líbur á daginn. Hiti 5-11 stig. • Vestf.: Allhvöss NA átt og víba skúrir í fyrstu, en hægari NA og skúr- ir norban til þegar líbur á morguninn og yfir daginn. Hiti 4-8 stig. • Strandir, Norburl. vestra og Norburl. eystra: A og NA stinningsk. til landsins, en allhvass á annesjum og skúrir framan af. Heldur hægari og úrkomuminna síbd. Hiti 5-8 stig. • Austurl. ab Glettingi og Austf.: NA og A kaldi eba stinningsk. fram- an af, en A kaldi síbdegis. Súld eba rigning. Hiti 4-7 stig. • SA-land: NA kaldi eba stinningsk. og skúrir framan af, en NA kaldi og úrkomulítib þegar líbur á daginn. Hiti 6-9 stig. Vigdís Finnbogadóttir mun ekki fara í forsetaframboö sumariö 1996. Vigdís um framtíöarstörfin: Það er mikiö eftir af sumrinu í mér Vigdís Finnbogadóttir til- kynnti í gær á Bessastöbum ab hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem forseti íslands næsta vor, þegar fjórba kjör- tímabili hennar lýkur. Þab er því ljóst ab þjóbin mun ganga til forsetakjörs sumarib 1996. Þessi ákvörbun Vigdísar Finn- bogadóttur þarf ekki ab koma á óvart. Fyrir fjórum árum til- kynnti Vigdís á blabamanna- fundi á Bessastöbum ab hún gæfi kost á sér áfram, en þab yrbi jafnframt hennar síbasta kjörtímabil í embætti. Vib þab mun hún standa. Vigdís kallabi saman blaba- mannafund ab Bessastöbum í blíbvibrinu í gærdag og flutti stutt ávarp þar sem hún til- kynnti ákvörbun sína. Fram hafbi komib vib þingsetninguna fyrr um daginn ab þab yrbi síb- asta ræöa hennar viö þaö tæki- færi. Vigdís sagöi á fundinum ab hún gæti veriö ánægb meb árin sextán á Bessastööum. Sérstak- lega ánægö væri hún meö tvennt sem hún hefur lagt ríka áherslu á, málrækt og ræktun landsins. Varöandi þaö síöar- nefnda mætti sjá stórkostlegan árangur þar sem landiö okkar yröi grænna og grænna meö hverju árinu. „Vib höfum öölast trú á aö þab sé hægt ab græba upp landiö," sagbi forseti í gær. Vigdís sagöist ekki hafa getaö tilkynnt ákvörbun sína fyrr en nú. Hún hefði viljaö ljúka opin- berum heimsóknum sínum áður en hún tilkynnti ákvörðun sína. Það hefði getað reynst erfitt að fara í slíkar heimsóknir og vera búin áður að tilkynna um vænt- anleg endalok starfsferilsins. Forseti sagði að ýmis gagnrýni á störf hennar í fjölmiðlum að undanförnu hefði ekki haft nein áhrif á sig eða ákvörðun sína. En hins vegar þakkabi hún marg- . háttað traust sem sér hefði birst, meðal annars í skobanakönnun nýlega þar sem 75% þátttakenda studdi frambob hennar. Um væntanlegan eftirmann sinn vildi Vigdís ekki ræða, en sagði aö henni þætti vænt um að upp er að renna kynslóð sem trúir því að kona geti sinnt verk- efni sem þessu ekki síbur en karlmaður. „Það er mikið eftir af sumrinu í mér," sagði Vigdís Finnboga- dóttir þegar hún ræddi framtíð- ina. Hún sagði sín biðu ýmis verkefni og kvíbi hún engu í því tilliti. í sér byggi mikil orka og hún væri síst af öllu að setjast í helgan stein. ■ Frú Vigdís Finnbogadóttir tilkynnir um ákvöröun sína úr rœbustói Alþingis í gœr. Tímamynd: G 5 Leitab ab 14 ára stúlku Frá Þorsteini Gunnarssyni, fréttarit- ara Tímans f Vestmannaeyjum. Leitarflokkar frá Björgunarfé- lagi Vestmannaeyja, kafarar og flugvél hafa leitað að 14 ára stúlku frá Selfossi, Steinunni Þóru Magnúsdóttir, í Vest- mannaeyjum frá því á sunnu- dagskvöldið, án árangurs. Stúlkan, sem er 14 ára, sást síð- ast á vínveitingastaönum Calypso um tvöleytið aðfara- nótt sunnudags. Hún kom með tveimur vinkonum sínum til Eyja með Herjólfi á laugar- daginn. Þegar vinkonur henn- ar komu til sína heima á sunnudaginn en án Steinunn- ar Þóru, var lögregla látin vita og leitarflokkar kallaðir út. í gær var kafað í höfninni í Eyj- um og flugvél leitaði úr lofti, en skemmtistaðurinn er ná- lægt höfninni. Lögregla hefur beöið Vestmannaeyinga aö gæta aö kjöllurum, bílskúrum og görðum og gefa sér upplýs- ingar um máiið ef fyrir hendi eru. Steinunn Þóra er 14 ára, ljóshærð og grönn. ■ Útlendingar í fiskvinnslu. Hnífsdalur: Þungt á nýjum atvinnuleyfum „Viö höfum ekki fengiö at- vinnuleyfi fyrr en alveg undir þab síbasta og þá mjög tak- markab," segir Konráb Jakobs- son, framkvæmdastjóri Hrab- frystihúss Hnífsdals. Hann segir ab það hafi gengið illa aö ráöa íslendinga til fisk- vinnslustarfa og svo virðist sem stórlega hafi verib skorið nibur í leyfisveitingum fyrir nýjum at- vinnuleyfum fyrir útíendinga sem búa fyrir utan EES-svæðið. Þetta hefur gert það ab verkum ab þeir í Hnífsdal hafa einungis fengið atvinnuleyfi fyrir lítinn hluta þess sem þeir hafa áður fengið. Hinsvegar hafa engin áhöld verið á endurnýjun at- vinnuleyfa fyrir þá sem fyrir voru. Framkvæmdastjórinn segir að þeir leggi höfuðáherslu að fá ís- lendinga til starfa en það hefur hinsvegar ekki gengib sem skyldi. Frá því að skólafólkið hvarf til náms í ágúslok hefur fyrirtækið átt í vandræöum með aö fá fólk til vinnu. Frá þeim tíma hefur sáralítið fengist af innlendum starfskrafti, en laus stöðugildi hjá fyrirtækinu em vel á annan tug. Konráð segir að átak félags- málaráöuneytisins hafi litlu sem engu skilað af mannskap til þeirra. Áður en átakið hófst haföi fyrirtækinu tekist að ráða 3-4 íslenskar konur. Hann segist ekki vita hvernig ástandið er hjá öðrum fiskvinnsluhúsum sem hafa fram til þessa orðið að stóla á erlent vinnuafl vegna skorts á vinnuafli í héraði. Enn sem komiö er hefur þessi skortur á vinnuafli ekki komiö niður á framleiðsugetu fyrirtæk- isins og helgast það fyrst og fremst aí því að togari þess hef- ur verið langdvölum við veibar í Smugunni. Konráð segir að ef ekki rætist úr á næstunni meb mannskap muni það eflaust bitna á framleiðslugetunni þeg- ar togarinn Páll Pálsson ÍS byrj- ar veiðar á heimamiðum. ■ Verkamannasambandiö: Rætt um ger& nýs kjarasamnings Aöeins 11% munur á hœsta og lœgsta hreinsunarveröi á jakka, buxum og pilsi: Allt að 119% verðmunur á hreinsun silkiblússu Gjald fyrir hreinsun á jakka, bux- um og þröngu pilsi er nánast al- veg ótrúlega svipaö í efnalaugum á höfubborgarsvæðinu. Lægst er þab 495 kr. og hæst 550 kr., sem er abeins 11% verðmunur. Mis- munurinn er hins vegar margfalt meiri þegar kemur að blússum, peysum og kápum. Hreinsun á fínum kvenblússum kostar þann- ig frá 310 kr. og upp í 680 kr., sem er 119% verðmunur. Hreinsun á jakkapeysu kostar allt frá 310 kr. og upp í 550 kr., sem er 77% verð- munur. Efnalaugin Hreint og Klárt í Kópavogi virðist hreinsa hvab flestar flíkur á lægsta verbi. Hér hefur verið vitnað til niður- staðna könnunar sem Samkeppn- isstofnun gerbi nýlega á gjaldi 28 efnalauga á höfuðborgarsvæðinu fyrir hreinsun á nokkrum algeng- um flíkum og gluggatjöldum. Verð á þessari þjónustu hefur að meöaltali hældcað um 3% frá samsvarandi könnun í október í fyrra. Fréttabréf Samkeppnis- stofnunar bendir á að framan- greint verb á hreinsun á blússu mibast vib fína kvenblússu t.d. úr silki, en abrar blússur séu oft hreinsaðar fyrir mun lægra verö. Þótt 88% verðmunur komi fram í hreinsun gluggatjalda þá virbist þar um undantekningartilfelli að ræða í tveim efnalaugum, annars vegar tímabundið tilbob og hins vegar 29% hærra verb (750 kr./kg.) í Hvíta húsinu heldur en þeim efnalaugum sem næstar koma. Ab þessum tveim efnalaug- um frátöldum kostar hreinsun gluggatjalda á bilinu 480-580 kr. á hvert kíló, sem þýðir 21% verö- mun. ■ Innan forystu Verkamanna- sambands íslands eru menn alvarlega ab velta því fyrir sér hvort ekki sé ástæba til ab óska eftir vibræbum vib at- vinnurekendur um gerö nýs kjarasamnings. En eins og kunnugt er þá telur forusta VMSÍ ab forsendur núgildandi samnings hafi brostib meö ákvöröun Kjaradóms og for- sætisnefndar Alþingis í launa- málum. Björn Grétar Sveinsson for- maður VMSÍ segir ab engin formleg ákvörðun hafi verið tekin um að óska eftir formleg- um viðræðum vib samtök at- vinnurekenda. Hann telur hins- vegar nauðsynlegt ab menn viti um afstöbu atvinnurekenda til þessa máls ábur en forystumenn abildarfélaga VMSÍ koma sama til reglulegs þings samtakanna í lok mánaðarins. Búist er við að þetta mál komi til umræðu á fundi framkvæmdastjórnar VMSÍ í dag. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki veriö tekin ákvöröun um það hvenær for- ysta ASÍ mun hitta forystumenn ríkisstjórnar til viðræðna um ákvöröun Kjaradóms. En á fundi þessara abila sl. mibviku- dag var stefnt að því að halda annan fund um málib eftir ný- liðna helgi þegar Halldór Ás- grímsson utanríkisráöherra væri komin heim. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.