Tíminn - 07.11.1995, Síða 1

Tíminn - 07.11.1995, Síða 1
4- * / s. * ar \WREVF/ÍZ/ 8 farþeg a og hjólastólabí 1 Hs tBSk 5 88 55 22 79. árgangur Björn Bjarnason, menn tamálaráöherra: Grunnskólinn flyst 1. ágúst Björn Bjarnason, menntamála- rábherra, sag&i í svari viö fyrir- spurn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Norburlandskjör- dæmis eystra á Alþingi ab rekst- ur grunnskólans verbi færbur til sveitarfélaganna í landinu 1. ágúst á næsta ári eins og gert sé ráb fyrir í lögum. Undirbúningsvinna sé í fullum gangi og ekkert hafi komib fram sem bendi til annars en unnt verbi ab ganga frá málinu á til- settum tíma. Rábherann sagbi ab vissulega hefbu menn mismun- andi sjónarmiö í ýmsum atribum innan þeirra nefnda er ynnu aö undirbúningnum en engin þau ágreiningsatriöi séu til staöar er ekki myndi nást samkomulag um. Björn Bjarnason vísaöi í fjár- lagafrumvarpiö og benti á ab þar væri hvergi aö finna niöurskurö fjármuna er torvelda myndi fram- gang nýrra laga um grunnskóla. -ÞI Eldur í 9 hœöa blokk í Mjóddinni: Óupptekinn reyKskynjari kom í veg fyrir stórtjón Slökkvilibinu í Reykjavík barst um mibjan dag í gær tilkynning um eld í íbúb á 8. hæb fjölbýlis- hússins í Þangbakka 8. Eldur hafbi komib upp í eldhúsinn- réttingu og logaöi glatt þegar slökkviliösmenn komu á staö- inn. Þá var mikill reykur í hús- inu sem teygbi sig nibur á 4. hæb stigagangsins. Greiblega gékk ab slökkva eldinn en nokkurn tíma tók ab reykræsta húsib. Þab varb íbúum til happs aö íbúi viö hliö íbúöarinnar sem kviknaði í heyrbi í reykskynjara rétt eftir að eldurinn kviknaöi og má leiöa getum að því ab það hafi komið í veg fyrir stórtjón. Athygl- isvert er að skynjarinn var óupp- tekinn og lá enn í kassa ofan á eldhússkáp meö rafhlööum í. Tal- ið er aö eldsupptök megi annað hvort rekja til rafmagns eöa glóðar í sorpi. -BÞ Þaö tekur aöeins eintt ■ ■ ■virkan daq aö koma póstinum hf....... rji % þítium til skila PÓSTUR OGSÍMI STOFNAÐUR 1917 Þriðjudagur 7. nóvember 1995 209. tölublað 1995 - Frá útför jitsaks Rabíns, forsœtisrábherra ísraels, þar sem Davíb Oddson, forsœtisrábherra var mebal annars vibstaddur. Hér má sjá fulltrúa Bandaríkjanna. 8/7/ Clinton, forseti og kona hans Hillary Clinton, votta Rabín virbingu sína, en mebal annarra fulltrúa Bandaríkjanna voru tveir fyrrum forsetar, jimmy Carter og Ceorge Bush. Reuter Magnús Hallgrímsson yfirverkfrœbingur hjá Friöargcesluliöi SÞ í Líbanon: Menn virðast einhuga að vinna áfram að friði Sorg ríkti víba um heim vegna morbsins ájitsak Rabín, forsæt- isráöherra Israels á sunnudag. í Reykjavík mátti víba sjá fána blakta í hálfa stöng. Forsætis- ráöherra haföi ákvebiö ab flagg- ab skyldi viö opinberar bygg- ingar vegna útfarar Rabíns. Davíb Oddsson var viöstaddur útför hans í Jerúsalem í gær. „Þaö ríkir mikil sorg í ísrael. Þetta er gríðarlegt áfall og mikill skaði fyrir alla. Ég var aö koma heim úr vinnunni handan við landamærin. Sorgin er mikil og allir sem maður hittir eru harmi og skelfingu slegnir. Þaö finn ég á hverjum einasta manni. Rabín vann hörðum höndum aö því aö koma á friöi í þessum heims- hluta og haföi orðið vel ágengt," sagöi Magnús Hall- grímsson yfirverkfræðingur í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur starfað þar í hálft fjóröa ár. Magnús sagöi að þrátt fyrir hörmulegan atburð væru menn bjartsýnir á áframhaldandi friðarvibleitni. Þannig hefði í gær borist tilboð frá Sýrlendingum um halda áfram fribarumleitunum. Það boöaði gott. Magnús býr í Naharia sem er bær við landamæri Líbanons, en vinnustaður hans er í Líban- on. „Ég var ab sjá mynd af Davíð Oddssyni, forsætisráöherra okk- ar, í sjónvarpinu rétt áðan. Það var afar gott aö hann skyldi komast hingað alla leið með svo stuttum fyrirvara. Jarðarfarir í þessu landi fara alla jafna fram daginn eftir andlát en útför Ra- bíns var frestað um sólarhring með tilliti til erlendra þjóðhöfð- ingja. Hingað komu þjóðhöfðingjar frá nágrannalöndum sem ekki hafa komið hingað áratugum saman, frá Egyptalandi, Jórdan- íu og fulltrúar ríkjanna við fló- ann voru hér. Þab er góðs viti. Viö veröum aö vona aö þetta sé því til vitnis að leiðtogarnir haldi áfram starfi í sömu átt og Rabín gerði," sagði Magnús Hallgrímsson. Magnús sagði að milljón manns hefðu gengið fram hjá kistu Jitsaks Rabíns og vottað honum virðingu sína. -JBP Sjá einnig bls. 10 Innritunargjöld á sjúkrahús um 5000 kr? Aö sögn Svanhvítar Jakobs- dóttur, skrifstofustjóra í heilbrigbisráöuneyti, er nú veriö ab útfæra áform um auknar tekjur sem feiast í því ab samræma gjald inn- an og utan sjúkrahúsa „og til hlibar vib þab eru til skoöunar hugsanleg, lág innritunargjöld en þab er ekki búib ab útfæra þau. Ég held ab menn séu ab tala um eitthvaö til eba frá 5000 krónum." Eins og kunnugt er hefur rík- isspítölum verið gert að draga saman rekstur sinn um samtals 180 milljónir, eða um 2,5%. Af hálfu heilbrigbisráðuneytis var því gripið til þess rábs að skipa tilsjónarmenn yfir nokkrum sjúkrahúsum sem ætlað er aö hafa eftirlit með reikningshaldi og gerð fjárhagsáætlana. Til- sjónarmanni, sem settur er í fyr- irfram ákveðinn tíma, er svo ætlað að skila tillögum til ráðu- neytis um nauðsynlegar að- haldsaðgerðir. Árni Sverrisson, fram- kvæmdastjóri St. Jósefsspítala Hafnarfirði, gagnrýndi þetta fyrirkomulag en St. Jósefsspítali er eitt þeirra sjúkrahúsa sem fengið hefur yfir sig tilsjóna- mann. Hann segir sjúkrahús vera í eðti sínu þjónustustofn- anir og því sé ákveðið útstreymi fjár þrátt fyrir allar áætlanir og framhjá fjárhagslega ábyrgum stjórnanda. Hann benti á aö þarfir sjúklinga mibuðust ekki við fjárhagsáætlanir eða því hvort fjárveiting væri uppurin. Vegna þess að tilsjónarmönn- um er eingöngu ætlað að fylgj- ast með rekstri sjúkrahúsa á fjár- hagslegum forsendum telur Árni að í sumum tilvikum yfir- stígi faglegar forsendur þær fjár- hagslegu og þess vegna megi ráðherra ekki byggja ákvarðanir sínar einungis á tillögum sem fram eru settar af tilsjónar- manni. „Ég tel reyndar ástæðu til að skoba það hvort ekki sé um að ræða brot á lögum um heilbrigðisvernd". Árni telur vænlegra til árang- urs aö setja á fót samstarfsstjórn sjúkrahúsa sem hafi þab hlut- verk að endurskoða verkaskipt- ingu, vinna aö aukinni sam- vinnu og samnýtingu fjárfest- inga og starfsfólks umræddra sjúkrahúsa en sú hugmynd kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu á Alþingi. -LÓA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.