Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 2
2 Mrr ■ ■ ■ T .. ii PiHii Laugardagur 30. desember 1995 Nokkurra mánaba gamall Lundúnaleikhópur stendur nú í æfingum á nýju íslensku leikriti sem nefnist Margrét mikla og er eftir Kristínu Ómarsdóttur. Tíminn haföi samband viö Björn Gunnlaugsson, leikstjóra verksins, og forvitnaðist um leikritiö og hóplimi en þeir hafa allir sótt menntun sína til Bret- lands og eru flestir starfandi þar í landi. „Leikritiö er eitt þaö skemmti- legasta sem ég hef séö á íslenskri tungu í langan, langan tíma. Hún Kristín kallar ekki allt ömmu sína. Hún tekur ýmis þjóöfélagsleg mál föstum tök- um og jafnvel — ja ég ætla nú ekki aö segja aö hún stuöi mann — en efnistökin hjá henni eru allavega mjög óvenjuleg. Hún leikur sér dálítið aö því aö láta raunveruleikann og fantasíuna mætast og þess vegna getur hún tekið á málunum á mjög skemmtilegan hátt. Hún hefur ofsalega skemmtilegan sans fyr- ir leikhúsi og skrifar inn í þetta leikrit alls konar hluti sem aö flestum heföi aldrei dottið í hug að skrifa fyrir nýjan lítinn hóp sem er aö sýna í Tjarnarbíói. Þaö er margt í þessu leikriti sem ætti fremur heima á stóra sviði Borg- arleikhússins. En viö ætlum hins vegar aö gernýta Tjarnar- bíó og koma öllum þessum trix- um og tiktúrum á sviö. Meginefnið er kvenímynd ís- lenska samtímans. Hún leikur sér aö því aö ýkja þá hugmynd aö konan eigi alltaf að vera hjálpsöm og dugleg og til reiðu fyrir alla. Það er líka veriö aö leika sér meö þaö sem ég kalla consumerisma (neysluhyggju) sem fylgir mjög gjarnan Islend- ingum í hvert skipti sem þeir lenda í einhverjum vandræö- um. Þá á að bjarga öllu meö því bara að eyða peningum. Hún slær þessu saman þannig að það kemur út svona grátbrosleg mynd af íslensku þjóðinni." Björn taldi þessi þemu ekki orðin úrelt eöa ofnýtt í þjóðfé- lagslegri ádeilu. „Ég fann mikið fyrir því þegar ég kom heim fyr- ir jólin. Ég haföi ekki verið á landinu í dálítinn tíma og þaö var töluvert sjokk að koma hérna til íslands. Sjá hvað þetta er, ekki bara ennþá við lýði, heldur aö aukast." Björn útskrifaöist sem leik- stjóri í sumar og hefur þegar sett upp tvær sýningar erlendis og þar af eina sem fór á Edinborg- arhátíðina í sumar. Hann segir sýninguna hafa gengið vel á há- tíðinni. „Þaö er nú mjög erfitt aö fá áhorfendur á sýningar þarna. Mér skilst að meöaltaliö á hátíöinni sé þrír á sýningu en við vorum með það nánast tí- falt." Leikkonurnar í sýning- unni, en í þessu leikriti sem fá- um öðrum eru eingöngu kven- hlutverk, eru fjórar. Brynhildur Björnsdóttir sem leikið hefur hér heima undanfarið. Ágústa Skúladóttir sem er stofnfélagi í breskum leikhóp sem er í augnablikinu aö vinna að leik- Aballeikkonur verksins. gerð upp úr Eftirmála regndrop- anna eftir Einar Má Guðmunds- son sem á aö setja upp úti. Vala Þórsdóttir hefur starfaö töluvert við leikhús í Bretlandi og á Spáni. Drífa Arnþórsdóttir er nýútskrifuö og fékk umboðs- mann strax að loknu námi. „Hún fékk hlutverk í sýningu í New End Theater í London sem er eitt af fremstu fringe-leikhús- unum." En fringe-leikhús eru þau kölluö sem eru á mörkum þess að vera stofnanaleikhús og frjáls leikhópur. Leikhópurinn hefur ekki sett Björn Gunnlaugsson leikstjóri. upp sýningu saman í London en ætlunin er að þýða Margréti miklu og setja hana upp þar í vor. Leikritið verður frumsýnt í Tjarnarbíó 5. janúar og áætlaðar eru 10 sýningar til 14. janúar. -LÓA Sagt var... Fatlabir eba saubklndin? „Mér finnst ab ríkib eigi ab láta bændur í fribi. Efnahagskerfi Sovét- ríkjanna hrundi vegna þess ab því var stjórnab ofan frá. Sama á eftir ab henda bændur. Ég skil ekki af hverju ríkib þarf ab framleiba kindakjöt. Hvert er eiginlega sambandib á milli ríkisins og saubkindarinnar? Ríkib verbur alveg snarvitlaust ef þab kem- ur nálægt kind. Ríkib ætti ab slappa af og láta þær eiga sig eins og þab lætur margt annab eiga sig, svo sem fatlaba. Ég held ab þab sé betra ab huga ab fötlubum en saubkindinni." Tilvitnun í Mannlífs-vibtal vib Indriba G. Þorsteinsson í tímaritinu Þroska- hjálp. Stundvísl borgar sig „í septembermánubi voru Flugleibir stundvísasta flugfélagib í millilanda- flugi mebal Evrópuflugfélaga. Þetta kemur fram í upplysingum frá AEA, Evrópusamtökum flugfélaga. Á tíma- bilinu janúar til september eru Flug- leibir í fjórba sæti af þessum sömu 20 flugfélögum meb 86.7% brott- fara á tíma í Evrópuflugi, 79.5% í Norbur-Atlantshafsflugi og 84.5% í innanlandsflugi." Úr Flugleibafréttum Hver er ábyrgur fyrlr foreldrun- um? „Ef köttur veldur nágrönnum eba öbrum ónæbi, óþrifum eba tjóni, þá ber eiganda eba forrábamanni ab leita leiba til ab koma í veg fyrir slíkt. Kattaeigendur eru ábyrgir fyrir því tjóni sem kettir þeirra sannaniega valda. Foreldrar eru ábyrgir fyrir kött- um ólögrába barna sinna." Úr drögum ab reglubálki um kattahald á Akureyri. Hætt ab borga sig ab vinna fyr- ir sér „Ríkisstjórnin hlýtur ab einbeita sér ab því á næstu mánubum ab rába bót á þessu vandamáli og koma í veg fyrir ab þab verbi almenn skob- un í landinu ab þab borgi sig ekki ab vinna fyrir sér og fjölskyldu sinni." Úr Morgunblabs-leibara í tilefni þeirra ummæla Hilmars Björgvinssonar deild- arstjóra hjá Tryggingastofnun ab marg- ir ellilífeyrisþegar hafi á orbi ab vegna jabarskatta borgi sig ekki lengur ab vinna. Maburinn meb hattinn „Sá setti kjúklinginn undir hattinn sinn og beib síban hinn rólegasti vib kassann til ab greiba fyrir abrar vörur. Meb ískalda kjúklinginn á höfbinu fór hann ab finna fyrir vanlíban, féll í yf- irlib og kjúklingurinn skaust undan hattinum og skoppabi um allt gólf, vibstöddum til mikillar undrunar." Úr Morgunbla&inu. ÓstaMest saga um búbarhnupl. Það er altalað í heita pottinum þessa dagana og menn hafa það jafnvel úr forystu Alþýbuflokksins að Alþýðublaðið sé farið að rit- skoða það sem kemur frá forystu flokksins. Gott dæmi um þetta er að í gær birti blaðið áramóta- ávarp |ón Baldvins Hanni- balssonar, formanns Alþýðu- flokksins, en ritskoðunin fólst í því að birta ávarpið með svo smáu letri að það er ekki nema fyrir menn með mjög góða sjón að lesa textann. • Og enn um Alþýðublaðið. Sæ- mundur Gubvinsson, einn reyndasti blaöamaður landsins, hefur horfib frá blaðinu eftir margra ára starf þar. Hann er sagður hafa verið orðinn leiður á að vita aldrei hvaba daga blabib kæmi út, né heldur hvenær hægt væri ab reikna meb launa- greibslum. Eitthvað mun hafa syrt í álinn hjá þeim í Alþýðuhús- inu eftir að Amundi Ámunda- son hvarf þaban með brauki og bramli í haust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.