Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. desember 1995 3 Egill Jónsson: Þurfum aö fara aö nálgast byggöapólitíkina meö svolítiö nýtískulegri hœtti: Sé ýmis góð teikn fyrir landsbyggbina „Menn þurfa ab átta sig á því, aö þegar búib verbur ab ofhlaba þéttbýlissvæbin, þá stoppar fólkib ekki þar — þá heldur þab bara áfram, eins og vib höfum margfalda reynslu af. Þannig ab vib gætum þá kannski allt eins farib ab velta því fyrir okkur hvab vib eigum ab yfirleitt ab púkka upp á ab íslendingar búi hér á þessu landi okkar. Þessi byggbamál eru þannig býsna flókin," sagbi Egill Jónsson, for- mabur Byggbastofnunar. Tím- inn spurbi hann hvort ekki væri kannski ástæbulaust ab reyna ab hamla á móti stöbugum fólksflutningum af landsbyggb- inni til höfubborgarinnar. Hvort enn frekari fólksflótti af landsbyggbinni í ár heldur en oftast ábur væri ekki bara til vitnis um þab ab baráttan um jafnvægi í byggb landsins væri ósköp vonlítil. Egill minnir á, ab tregbulögmál- ib sé nú einu sinni þannig ab þeg- ar eitthvaö fer á hreyfingu þá leit- ast þab vib aö halda þeirri hreyf- ingu áfram. Þaö þurfi því kannski ekki aö koma mjög á óvart aö þessi þróun stöövist ekki í einni andrá, þótt aöstæður hafi verið að breytast til betri vegar. „í því sambandi bendi ég á að Egill jónsson. atvinnulífið hefur verið að styrkj- ast, einkanlega á landsbyggðinni, þótt vitaskuld sé ekki allur vandi leystur og verði líklega seint. Þess- ar tölur um fólksflutninga af landsbyggðinni eru þannig í and- stöðu við þróunina í atvinnulíf- inu. Ég held þess vegna að við þurfum líka almenna hugsana- breytingu. Fyrir mér er það aðalat- riðið að menn átti sig í ríkari mæli á gildi landsins og landsins gæða, sem eru vitanlega grundvöllur þess að við getum lifað og búið í Félagsfundur vélstjóra á fiskiskipum skorar á útgeröarmenn aö falla frá skilyröi um búsetu fyrir ráöningu: Vilja fá meira út úr hlutaskiptum „Þetta verbur erfibur róbur og hefst ekki nema meb abgerb- um. Ég hef ekki nokkra trú á öbru," segir Helgi Laxdal, for- mabur Vélstjórafélags íslands. A almennum félagsfundi vél- stjóra á fiskiskipum var sam- þykkt ab gera kröfuna um hækkun hlutaskipta vélstjóra á fiskiskipum ab forgangs- kröfu í næstu samningum. Krafa vélstjóra er að hlutur yf- irvélstjóra á fiskiskipum hækki úr 1,50 í 1,75, fyrsta vélstjóra úr l, 25 í 1,50 og þriðja vélstjóra hækki í 1,25. Til samanburöar er hlutur skipstjóra helmingi hærri en háseta eöa tveir. Helstu rökin fyrir þessum kröfum vélstjóra á hendur útgeröarmönnum er m. a. menntun og ábyrgð vél- stjóra og að hlutaskiptin verbi færö til samræmis viö þaö sem gengur og gerist meðal vélstjóra á norrænum fiskiskipum. Formabur Vélstjórafélagsins segir aö yfirvélstjóri á fiskiskip- um þurfi t.d. aö jafnaöi ab Ieggja allt að þrefalt lengri námstíma að baki en stýrimenn til ab öbl- ast full réttindi. Þá ber yfirvél- stjóri samkyæmt lögum ábyrgð á viðhaldi skipsins o.fl., en stýri- maður ekki fyrr en hann verður skipstjóri. Þá eru yfirvélstjórar á grænlenskum frystitogurum t.d. meö hærri hlut en fyrsti stýri- maður. Á félagsfundi vélstjóra á fiski- skipum var einnig samþykkt aö skora á þá útgerðarmenn, sem hafa gert búsetu að skilyröi fyrir ráðningu vélstjóra, ab falla frá því þegar í stað. í greinargerð með samþykktinni er m.a. bent á hvaða afleiðingar þetta skil- yrði mundi hafa ef t.d. Reykja- víkurborg gerði búsetu að skil- yrði fyrir vinnu fólks í borginni. Ibúðaverð í nærliggjandi sveit- arfélögum mundi snarlækka, eftirspurn eftir lóðum innan borgarmarka mundi stóraukast, sömuleiðis fólksflutningar þangað o.s.frv. Félagsfundurinn skorar jafn- framt á Alþingi að breyta lögum um Lífeyrissjóð sjómanna á þann veg að fulltrúa tilnefndum af Vélstjórafélagi íslands verði tryggö seta í stjórn sjóðsins. Ef Alþingi getur ekki fallist á þessa tillögu, leggur félagsfundurinn til að lögum sjóðsins verði breytt í þá veru ab félagsmönn- um VSFÍ á íslenskum skipum verbi ekki gert skylt aö greiða iö- gjöld í Lífeyrissjóö sjómanna. Þá skorar fundurinn á stjórn- völd og stjórnendur Landhelgis- gæslunnar ab tryggja að abstoð- arskip fylgi flotanum, þegar hann stundar veiðar á fjarlæg- um miðum eins og t.d. á Reykja- neshrygg. í þessu sambandi er m.a. bent á þá reynslu sem feng- ist hefur sl. tvö sumur, þegar að- stoðarskip hefur fylgt flotanum í Smugunni í Barentshafi. -grh þessu landi, þótt fleira komi þar aubvitað til. Þessi staðreynd hefur ekki verið höfð í þeim hávegum sem vert væri. Nærtækt er þar að minna á umræöuna um landbún- aðinn, og stundum hefur sjávarút- vegurinn heldur ekki verið allt of h.átt skrifaður þegar þar hefur vegnað verr." Egill minnir líka á þau vanda- mál sem fólksflutningar af lands- byggðinni hafa verið að skapa varðandi húsnæðismálin. Það gíf- urlega fjármagn, sem farið hafi í íbúðarhúsabyggingar sem standi nú jafnvel tómar, þar sem fólki viröist ofviöa að búa í þeim. Sveit- arfélög hringinn í kringum landið — sem kepptust við að byggja upp félagslegar íbúðir til ab laöa fólk til sín — sitji nú uppi með þessar íbúðir tugum og hundruöum saman. „Ég held því að við þurfum að fara að nálgast þessa byggðapólit- ík út frá breyttum forsendum og með svolítið nýtískulegri hætti. Við skulum ekki gleyma því að í tímans rás hefur margt verið gert til hagsbóta fyrir hinar dreifðu byggbir landsins. Og núna eru svo ýmsar nýjungar í samskiptum að opna leiðir til samskipta án vib- komu í Reykjavík. Hvers konar viðskipti hljóta í meira mæli að eiga sér stað beint: beint við Evr- ópu og beint við Ameríku. Reynd- ar er það eitt af því ánægjulega sem er að gerast um þessar mund- ir, að miklu meiri jöfnuður er að verða í vöruverði milli lands- byggðarinnar og þéttbýlisins. Ég sé því ýmis góð teikn á lofti fyrir landsbyggðina," segir Egill. Til marks um þær breytingar, sem átt hafa sér stað, nefndi hann reynsluna úr Byggðastofnun. Eig- inlega allt síðasta kjörtímabil hafi flætt þangað inn umsóknir um lán'til fjárhagslegrar endurskipu- lagningar, eins og það var kallað. Enda hafi verðbólgan verið búin að gera atvinnuvegina í landinu gjaldþrota. Núna séu menn farnir að sjá þar allt öðruvísi lánsum- sóknir. Fyrirtæki séu að sameinast og ný fyrirtæki að byggjast upp. Ýmislegt nýtt sé nú að vaxa úr grasi víðsvegar um landið. „Þannig að ég hef þá trú að þeg- ar þessi vöxtur heldur áfram — þegar fólkið fer ab sjá hvar mögu- leikarnir liggja — og sérstaklega ef við berum gæfu til þess að auka ráðgjöf, ekki síst á vettvangi mark- aðsmála, þá muni uppskeran verða eftir því. Ég hef ekki séð að það gagnaðist að sá óspíruöum kartöflum eba setja þær niður á klaka. En nú hafa aðstæður breyst. Stóra málið er það, að við höfum núna jarðveg stöðugleika til þess ab ná fram uppskeru í flestum greinum atvinnulífsins," sagði Eg- ill Jónsson, alþingismabur og stjórnarformaður Byggðastofnun- ar. ■ BÆIARMAL Húsavík Bæjarstjórn ' hefur samþykkt að heimila ekki ab íbúbarhúsið á hjá- leigunni Skógargerbi verbi ekki rif- ib, heldur verbi kannab hvort hægt er ab finna húsinu eitthvert hlut- verk eba hvort einhver er tilbúinn ab eignast húsib og gera þab upp í sem næst óbreyttri mynd, enda sé ástand þess ekki eins slæmt og áb- ur hafi verib sagt. • 50 manns voru atvinnulausir á Húsavík í lok nóvember síbastlib- ins. • Æskulýbs- og íþróttanefnd hefur lagt til ab gjaldskrá fyrir notkun skíbamannvirkja verbi breytt. Þar er gert ráð fyrir ab vetrarkortib fyr- ir fullorbna kosti 6.500 krónur, fyr- ir 14-16 ára 4.500 og fyrir 7-14 ára 2.100. Dagskort fyrir fullorbna kostar 600 kr. og fyrir 7-14 ára 250 kr. Hálfsdagskort kostar 500 kr. fyr- ir fullorbna og 150 kr. fyrir 7- 14 ára. Afsláttur verbur veittur fyrir fjölskyldur sem kaupa fleiri en þrjú kort. -PS Þessir ungu piltar voru oð taka forskot á flugeldasœluna viö KR-heimilib. Farib varlega um áramót! Lögreglan í Reykjavík vekur athygli fólks á ab fara varlega meb flugelda og blys um ára- mót. Hún minnir á ab enginn má versla meb skotelda í smá- sölu nema hann hafi til þess leyfi frá hlutabeigandi lög- reglustjóra og ab ekki megi selja börnum yngri en 16 ára skotelda, nema annars sé sér- staklega getib. Flugeldar eru ekki barna með- færi og fullorðnu fólki er bent á að hafa vit fyrir þeim yngri og gæta þess að ákafinn og spenn- an, sem einkennir gamlárs- kvöld, verði ekki til þess að börnunum stafi hætta af blys- um og flugeldum. Lögreglan hvetur fólk til að gæta hófs í áfengisdrykkju og foreldra ab gleyma ekki börnum sínum, svo allir megi eiga ánægjuleg áramót. Enda ljóst að meðferð áfengis og notkun flug- elda og blysa fer alls ekki sam- an. ■ Áramótabrennur í Reykjavík og nágrenni Svæbi 101 Skerjafjörður, milli Skildinga- ness 48 og 42, kveikt kl. 21.00 Austan Njaröargötu v/ Hverfa- miðstöð í Vatnsmýri, kveikt kl. 20.30 Svæbi 104 Um 100 m neðan við Laugarás- veg 18, kveikt kl. 20.30 Þróttarvöllur við Holtagarða, kveikt kl. 20.00 Svæbi 105 Neðan Fossvogskirkjugarbs í Suburhlíbahverfi, kveikt kl. 20.00 Svæbi 107 Ægisíba, kveikt kl. 20.30 Svæbi 109 Við Leirubakka milli Arnar- bakka og Breiöholtsbrautar, kveikt kl. 21.00 Svæbi 110 Útisvæði vestan Árbæjarsafns, ofan Reiðskarðs, kveikt kl. 21.00 Á Brennuhóli sunnan Fylkis- vallar, kveikt kl. 20.00 Svæbi 111 Suðurfell/Nönnufell, kveikt kl. 20.00 Neðan og sunnan við Fella- og Hólakirkju, kveikt kl. 21.00 Svæbi 112 Á opnu svæði milli Borgarvegar og Fróðengis, kveikt kl. 20.30 Gylfaflöt í Grafarvogi, kveikt kl. 21.00 Geirsnef vib Ellibavog, kveikt kl. 20.45 Svæbi 170 Valhúsahæb, kveikt kl. 21.00 Svæbi 200 Ásvellir, kveikt kl. 20.30 Svæbi 270 I landi Akra viö Hafravatnsveg, kveikt kl. 20.30 Mosfellsdalur við Lund, kveikt kl. 20.30-21.00 ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.