Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 30. desember 1995 11 Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi: Flutningur grunn- skólans efstur í huga Árið sem er að líða hefur ein- kennst af undirbúningi þess að sveitarfélögin taki við grunnskól- unum, hjá Sigrúnu Magnúsdótt- ur, borgarfulltrúa og formanns skólamálaráðs Reykjavíkur. Sig- rún er bjartsýn á komandi ár. „Um áramót kýs ég helst að horfa fram á veginn. Ég er mjög bjartsýn á komandi ár og á von á að þá komi ýmislegt í ljós sem hefur verið undirbúiö á þessu ári. Stærsta verkefnið er auðvitað yfirfærsla grunnskól- ans, sem er viðamesta verkefni sem sveitarfélögin hafa tekið að sér, ef af því veröur. Það er gíf- urlega spennandi, en jafnframt ögrandi." Sigrún segist einnig horfa til atvinnumála og ferðamála. „í Sigrún Magnúsdóttir. þeim málaflokkum á ég von á að ýmislegt muni glæðast og reyndar er margt fleira í deigl- unni. Mér finnst þetta nánast eins og rós, sem við vorum að gróðursetja vorið 1994 og mun byrja að sprengja utan af sér fyrstu blöðin á næsta ári." Sigrún segir engin sérstök átakamál standa upp úr í minn- ingunni frá þessu ári. „Það hef- ur ekki verið deilt um stefnu- mál eða framtíðarsýn, heldur er eftirminnilegast hvað minni- hlutinn hefur gert ótrúlega lítil- mótleg mál að einhverju deilu- efni. Hjá mér hefur árib auðvit- að einkennst af undirbúningi þess að borgin taki við grunn- skólanum, sem er jafnframt framtíðarmálefni." -GBK Drífa Sigfúsdóttir, forseti bœjarstjórnar í Reykjanesbœ: Nafnamáliö eftirminnilegast Skipulagsmál í kjölfar samein- ingar sveitarfélaga hafa verið efst á blaði á vettvangi bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar á ár- inu. Deilur um nafn á nýja sveitarfélagið eru Drífu Sigfús- dóttur, forseta bæjarstjórnar, eftirminnilegastar á árinu. „Við höfum verið að vinna að sameiningu sveitarfélaganna frá því að Keflavík, Njarðvík og Hafnir voru sameinuð á árinu á undan. Það er eftirtektarvert hvað bæði starfsmenn og íbúar hafa verið samhuga um að láta þetta takast vel. Sameiningin hefur gengið ákaflega vel. Það eina, sem voru mjög skiptar skoðanir um, var nafnamálið. Það er kannski það sem stendur upp úr í bæjarmálunum í mín- um huga, allar umræðurnar og afgreiðslan á nafnamálinu." Drífa segir að skipulagsmál hafi tekið mestan tíma bæjar- Drífa Sigfúsdóttir. stjórnar á árinu, en minna ver- ib um framkvæmdir. „Þetta er vinna sem er tímafrek, en sést lítið fyrr en hún er búin. Við urðum líka fyrir smá áfalli, þeg- ar viðlegukanturinn opnaðist í óveðrinu í haust. Það er ekki búib að gera við hann." Gott gengi íþróttamanna bæjarins er einnig eftirminni- legt frá árinu, að mati Drífu. „Bæði í körfubolta og í sund- inu. Við eigum margt afreksfólk í þessum greinum og það hefur staðið sig ákaflega vel." Drífa segist spá því að Reykja- nesbær verði eitt öflugasta sveitarfélag landsins, þegar fram líði stundir. „Við höfum fjölmarga möguleika sem aðrir landsmenn hafa ekki. T.d. ná- lægb vib alþjóðlegan flugvöll, mikla jarðorku, mikið og gott vatn og góðar og djúpar hafnir. Síðast en ekki síst eigum vib mikið af vel menntuðu starfs- fólki, sem er tilbúið að vinna." -GBK Listahátíö í Reykjavík 1996: Ljóöasam- keppni Listahátíð verður haldin í júní 1996 og hefur framkvæmda- stjórn hátíðarinnar efnt til Ijóða- samkeppni. Ljóðin eru farin að streyma inn á skrifstofu Listahá- tíðar en síðasti frestur til að skila ljóðum er þann l.jan. 1996. Hvert skáld má senda inn allt að þremur ljóðum undir sama dul- nefni í umslagi merktu Ljóðasam- keppni. Nafn höfundar verður að fylgja með í lokuðu umslagi. Dóm- nefnd, sem skipuð er Silju Aðal- steinsdóttur, rithöfundi, Vilborgu Dagbjartsdóttur, skáldi og Kristjáni Árnasyni, dósent, velur ljóð til verðlauna og útgáfu en úrval þeirra ljóða sem berast í samkeppnina verður gefið út á bók á hátíðinni. Úrslit verða kunngjörö við setn- ingu hátíðarinnar 31. maí 1996 en þrenn verðlaun verða veitt. 1. verð- laun kr. 150.000, 2. verðlaun kr. 100.000 og 3. verðlaun kr. 50.000. ■ LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Tollkvótar veqna innflutnings á blómum Meb vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleibslu, verblagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu meb lögum nr. 87/1995 og meb vísan til reglugerbar frá 28. desember 1995 er hér meb auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning: Vara Tímabil Vör- Verb- Magn- magn tollur töllur Tollnúmer: kg. % kr./kg 0601.2002 Blómstr. pottapl. undir 1 m. 01.01.-30.04. 500 30 0 0601.2003 Crænar pottapl. undir 1m. 01.01.-30.04.2.000 30 0 0603.1009 Annars (Afskorin blóm) 01.01.-30.04.4.000 30 0 Skriflegar umsóknir skulu sendar bréfleibis eba meb sím- bréfi til landbúnabarrábuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, oq skulu hafa borist fyrir kl. 16.00föstudaginn 5. janúar 1996. Landbúnabarrábuneytib, 29. desember 1995 María Ellingsen og Baltasar Kormákur. Frambærileg og vel gerö Agnes ★★★ Handrit: Jón Ásgeir Hreinsson og Snorri Þórisson Kvikmyndataka og framleibsla: Snorri Þórisson Leikstjóri: Egill Ebvarbsson Abalhlutverk: María Ellingsen, Baltas- ar Kormákur, Egill Ólafsson, Hilmir Snær Cubnason, Magnús Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Árni Pétur Cubjónsson og Cottskálk Dagur Sig- urbarson. Laugarásbíó og Stjörnubíó. Bönnub innan 16 ára. Það eru margir sem þekkja söguna af Agnesi Magnús- dóttur og Friðriki Sig- urðssyni, síðasta fólk- inu sem líf- látið var á íslandi. Sá atburður, sem gerðist árið 1830, er kveikjan að myndinni þótt sagan sé að nær öllu öðru leyti skáld- verk. Áherslan hér er á Ag- nesi og sambandi hennar við Natan. Þegar á heildina er litið tekst vel að glæða þessar íslensku sögupersónur lífi en myndin líður þó dálítið fyrir hæga framvindu í upphafi. Agnes er vinnukona hjá sýslumanni og unir vist sinni þar illa. Hann beitir hana því sem í dag væri kall- að kynferðisleg áreitni á háu stigi. Natan á í útistöðum við þennan sama sýslumann vegna sekta fyrir grasalækn- ingar sínar þótt hann bjargi síðan lífi sýslumannsfrúar- innar. Á ferðum sínum til þeirra hjóna kynnist hann Agnesi og gerist hún bústýra hans og ástkona. Framkoma Natans í garð Agnesar ein- kennist í fyrstu af ást og riddaramennsku en í skap- gerð hans eru líka afbrýði- semi, hatur og mannvonska, sem skyggja smátt og smátt á góðu hliðarnar. Þegar Agnes telur sig svikna í tryggðum og fær nóg af ofbeldi Natans tekur hún til sinna ráða. Það hefur löngum verið deiluatriði meðal kvik- myndaáhugamanna hvernig taka skuli á sögupersónum og ævi þeirra. Skemmst er að minnast mikilla skrifa sem spunnust í kringum efnistök Immortal Beloved, sem fjall- aði öðrum þræði um ævi Be- ethovens. í lok Agnesar er tekið skýrt fram að um skáldverk sé að ræða þannig að það væri varla réttmætt að fara að fetta fingur út í meðferð á sögulegum stað- reyndum, sem lúta að ævi persónanna. Handrit Jóns Ásgeirs Hreinssonar og Snorra Þóris- sonar er því uppdiktuð út- gáfa þeirra af sögunni, ef svo má að orði komast. Það er að mestu leyti mjög vel unnið og uppbyggt. Hnökrar eru þeir helstir hversu framvind- an er hæg í byrjun og einkenni- legt lauf- b 1 a ð a á t N a t a n s , sem á að vera örlagavaldur í breytingu skapsmuna hans til verri vegar. Þegar líður á tekur dramað hins vegar að magnast og dágóð spenna er yfir öllu saman. Uppgjörið á Illugastöðum, heimili Nat- ans, er óumflýjanlegt en þab vantar aðeins upp á að það atriði verði trúverðugt. Það er hins vegar greinilegt að mest hefur verið legið yfir lokaatribi myndarinnar enda er þab snilldarlega vel unniö, áhrifamikið og sterkt. Öll umgjörð og leikur er þar til fyrirmyndar og Snorri Þóris- son sýnir enn hversu góður tökumaður hann er. Hann gerir það reyndar alla mynd- ina. Af leikurum mæðir lang- mest á Maríu Ellingsen. Hún er í mynd nær allan tímann og kemur krefjandi hlutverki Agnesar mjög vel til skila. Baltasar Kormákur leikur Natan og er þar um vægast sagt erfitt hlutverk að ræða en Baltasar stenst prófið með lábi og nær að gera því trú- verðug skil. Egill Eðvarðsson virðist reyndar hafa náð að virkja leikarana sérlega vel því fáir hnökrar eru á framgöngu þeirra í myndinni en af au- kaleikurum verða Hanna María Karlsdóttir og Hilmir Snær Guönason að teljast fremst meðal jafningja. Agnes er í heildina fram- bærileg og vel gerb kvik- mynd og góður endir á þessu mikla íslenska kvikmyndaári. KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.