Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 4
4 flrf w WW ww Laugardagur 30. desember 1995 Wfmhm STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Þensla er ekki góð byggðastefna Þaö er venja að staldra við um áramót og líta um öxl og spá í það sem framundan er. íslendingar hafa ástæðu til að ætla að framundan sé betri tíð en þeir hafa átt að venjast undanfarin ár. Ýmis teikn eru á lofti um að efnahagur landsins sé að batna og við það hefur mönnum aukist bjartsýni. Ýmsar stórframkvæmdir eru á döfinni eða eru þegar hafnar sem líta ber á sem velkomna hvata í atvinnulífið. Flestar þessara framkvæmda eru vissulega á suðvesturhorninu — Hvalfjarðargöng, álver á Grundartanga og stækkun í Straumsvík. Það er þó barnaskapur að ætla að áhrifa slíkra framkvæmda gæti ekki um allt land. ísland er þrátt fyrir allan sinn mikilfengleik ekki nema eyja með 260 þúsund íbúa, en ekki hólfaskipt heims- álfa með aðskildum efnahags-, félags- og menn- ingarkerfum. Það er því ástæðulaust að fara á taugum þó vettvangur stórframkvæmda verði að þessu sinni einn landsfjórðungur umfram annan. Vissulega eru upplýsingar um byggðaþróun á árinu tilefni til að skoða og íhuga hvað er að ger- ast varðandi jafnvægið í byggð landsins, eins og blaðið fjallaði um hér í forustugrein fyrr í vik- unni. Hins vegar er fráleitt að rjúka upp til handa og fóta, eins og sumir stjórnarandstöðuþingmenn af landsbyggðinni hafa gert, og krefjast stórauk- inna framkvæmda á vegum hins opinbera í hin- um og þessum kjördæmum landsins, til þess eins að vega upp á móti því að álver og Hvalfjarðar- göng gætu verið á dagskrá á Suður- og Vestur- landi. Þvert á móti er brýnt aö gæta aðhalds í ríkisfjár- málum, ekki síst ef fjárfesting og nýframkvæmdir á vegum einkaaðila eru að glæðast. Sígandi lukka er best og enginn er betur settur með einhverri framkvæmdasprengingu í nafni byggðastefnu og kjördæmasjónarmiða með tilheyrandi þenslu- ástandi í þjóðfélaginu. Slysaári ab ljúka Árið, sem nú er að líða, hefur verið mikið slysa- og hörmungaár. Samtals hafa orðið 86 banaslys á árinu, sem er næstum helmingi meira en í fyrra. Þar af hafa 84 íslendingar látist af slysförum, á móti 35 í fyrra. Mest munar hér um stórslysin í Súðavík og á Flateyri, sem sett hafa sorgarmark sitt á minningar manna frá þessu ári með svo af- gerandi hætti. Á þessu eina ári hafa 35 íslending- ar látist í snjóflóðum og einn útlendingur. En öðrum tegundum banaslysa hefur líka fjölgað á árinu, og er áberandi að umferðin hefur krafist 28 mannslífa í ár, á móti 10 í fyrra. Slysaáriö mikla 1995 er senn að baki og mikill fjöldi landsmanna á um sárt að binda. Tíminn vill votta öllu þessu fólki samúð sína, um leið og þess er óskað að mikill viðsnúningur verði í þess- um efnum á nýju ári. Megi lesendur allir eiga gleðilegt nýtt ár. Tíminn þakkar fyrir það gamla. Halldór Ásgrímsson, formabur Framsóknarflokksins: Vib áramót Enn er ár að líöa í aldanna skaut og nýtt á næsta leiti. Líðandi ár er um margt merki- legt og margar ákvarðanir hafa verið teknar, sem eru mótandi fyrir framtíðina. Á þessum tímamótum lítum við yfir far- inn veg og reynum að meta hvort árið hefur verið okkur gjöfult, hvort við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur. Markmiðin reynast oft haldlítil, því marg- ir lenda í ófyrirsjáanlegum áföllum og hafa misst ástvini sína og félaga. Þannig móta óvæntir atburðir framtíðina. Nýjar vonir og þrár kvikna, en aðrar kólna og deyja. Lífið heldur áfram sinn gang og við sem búum í þessu landi erum þrátt fyrir allt mótendur fram- tíðarinnar með þá trú að leið- arljósi að við eigum gott og auðugt land, sem getur búið börnum okkar góöa framtíð. Ríkisstjórn og fjáriagahalli í aprílmánuði gengu íslend- ingar að kjörborði og var nið- urstaðan sú, að Framsóknar- flokkurinn vann ágætan sigur og Sjálfstæðisflokkurinn hélt sinni fyrri stööu. í ljósi þessara úrslita mynduðu Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur ríkisstjórn saman. Báðir flokk- arnir voru reiðubúnir að taka af festu á þeim vandasömu úrlausnarefnum, sem blöstu við. í stjórnarmyndunarviðræðunum hélt Framsókn- arflokkurinn til haga kosningamálum sínum og eru þau tryggilega bundin í stjórnarsátt- mála. Mikil samstaða var um það milli flokkanna, að helstu framfaramál samfélagsins séu undir því komin að skuldasöfnun ríkissjóðs verði hætt og velferðin sett á traustan grunn. Menn mega ekki láta umræður um einstakar ríkis- stofnanir og margvíslega þjónustu hins opin- bera setja okkur út af sporinu. Hvort sem okk- ur líkar betur eða verr, þá þurfa bæði sjúkrahús og aðrar mikilvægar stofnanir þjóöfélagsins að búa við fjárhagslegt aöhald. Það er skylda þeirra, sem þar starfa, aö veita sem besta þjón- ustu fyrir sem minnst verð. Á sama hátt og stjórnmálamenn verða að ná fjárlagahallanum niður, verða aðrir stjórnend- ur að sníða stakk eftir vexti. Stjórnmálamenn bera mikla ábyrgð í þessu sambandi og þeir verða að ætlast til mikils af öllum opinberum stofnunum. Sameiginlega berum við mikla ábyrgð gagnvart fólkinu í landinu, sem á kröfu á því að fá góða þjónustu fyrir þá skatta sem það greiðir. Þetta mikilvæga verkefni verður aðeins leyst með góðri samvinnu og ekki má útiloka neinar aðgerðir fyrirfram, svo lengi sem þær samrýmast grundvallarsjónarmiðum um jöfnuð og réttlæti. Sáttmálasamfélag Við íslendingar teljum að við tilheyrum svo- kölluðum sáttmálasamfélögum, eins og önnur ríki á Vesturlöndum. Samskipti þegnanna byggjast á sáttmálahugmyndum og samning- um. Það er nú sem fyrr ekkert sjálfgefið að sátt ríki meðal þjóða. Fáir hafa verið áhrifameiri á sviði sagnfræði og þjóðfélagsfræði á Vesturlöndum en Rússinn Pitirim A. Sorokin, sem fæddist fyrir rúmum 100 árum og vann mestu afrek sín í Bandaríkj- unum. Hann kom þeim skilaboðum á framfæri að vestræn menning væri á vegamótum. Séra Guðmundur Sveinsson, fyrrverandi skólameistari og einn merkasti fræðimaður sem við höfum átt, átti fund með Sorokin fyrir rúmum 30 árum. í grein sem Guðmundur skrifaði kemur m.a. fram: „Þjóðfélagsform framtíðarinnar mun að verulegu leyti skera úr um það hvort takast muni að skapa í kristnum löndum nýtt göfgunarskeið, nýja kristna há- menningu. Sorokin er bjartsýnn. Hann telur að kristin lýöræðishugsun Vesturlanda búi yfir þeim gróðurmætti og þeim sköpunarkrafti að takast megi að tryggja sáttarhug og góðvild. Þess vegna trúir hann aö framundan sé bjartur dagur friðar, frelsis og sannra framfara." Þar sem sáttarhugur og umhyggja fyrir nágrannan- um ræður ríkjum er þeim, sem minnst mega sín, ekki gleymt. í slíkum samfélögum er virð- ingin fyrir lífinu og öllu, sem því fylgir, aflvak- inn. Ég hef áður sagt að við framsóknarmenn vilj- um náigast þjóðfélagsmálin með þeim skiln- ingi að í gildi sé sáttmáli milli kynslóðanna í landinu. Oskrifaður en órjúfanlegur. Virðingin fyrir þeim, sem hafa unnið sitt dagsverk á und- an okkur og jafnframt fyrir þeim sem á eftir okkur koma, er grundvallaratriði þessa sátt- mála. Stjórnmálamenn og aðrir valdamenn í þjóðfélaginu hafa þær skyldur að gæta þessa sáttmála og hrófla ekki við meginmarkmiðum hans. Við, sem nýtum gögn og gæði landsins, tókum við ákveðnum skyldum um leið og við fengum landið í arf. Okkur ber að sjá æskufólk- inu fyrir betri menntun en við nutum og skila landinu í hendur nýrrar kynslóðar í betra ástandi en við tókum við því. Skyldur við kynslóðina, sem lét okkur í hendur land tækifæra og lífsgæða sem hvergi gerast betri, um að hún geti átt áhyggjulaust ævikvöld og horfið sátt frá dagsverki sínu. Okkur ber að viðhalda velferöarkerfi sem er í fullu samræmi við siðferðiskennd þjóðarinnar og tryggir hlut þeirra sem við andstreymi búa. Grundvallaratriði í sáttmálanum er að mögu- leikar til mannsæmandi lífs og velmegunar fari batnandi kynslóð fram af kynslóð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.