Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 10
10 ffjfnrttlW Laugardagur 30. desember 1995 Císli Gíslason bœjarstjórí á Akranesi: Næsta ár ver&ur mjög spennandi Endurskipulagning orkumála var stærsta málið á borði Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra Akra- ness, á árinu 1995. Gísli segir næsta ár verða mjög spennandi á Akranesi og lítur þar ekki síst til uppbyggingar í atvinnumál- um. „Orkumálin hafa skipað stór- án sess í starfi bæjarstjóra á ár- inu. Það var stofnuð bæjarveita á Akranesi í staö Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og Rafveitu Akraness. Þetta er eftir- minnilegast af því sem tengist starfi mínu beint. Almennt séð er glæsilegur árangur okkar manna í íþróttum ofarlega í huga og ekki síður að atvinnu- líf hefur hjarnað nokkuð við." Gísli segir að næsta ár verði örugglega spennandi á Akranesi á allan hátt. „í fyrsta lagi vonumst við til þess að það verði áframhald- andi uppgangur í atvinnumál- um. M.a. í tengslum við hugs- anlega stóriðju á Grundartanga og líka það sem snýr aö stækk- un járnblendiverksmiðjunnar. Ekki síst vonumst við til aö það verði byrjað á Hvalfjarðargöng- Císli Gíslason. um á næsta ári. Á næsta ári geta menn þannig stigið hér skref, sem munu breyta lands- laginu töluvert í átt til hins betra." -GBK Guöný Guöbjörnsdóttir, formaöur þingflokks Kvennalistans: Forsetakjörið kann að hafa stórpólitísk áhrif Guðný Guðbjörnsdóttir, al- þingismaður Kvennalista, segir að forsetakosningar á næsta sumri kunni að hafa afgerandi áhrif á pólitíska sviðinu í vetur, bæði störf þingsins og eins rík- isstjórnarinnar, ef þingmenn og jafnvel ráðherrar gefa kost á sér í forsetakjörinu, eins og rætt sé um. „Þetta var viðburðaríkt ár, ekki síst fyrir mig aö sitja fyrsta sinni á Alþingi. Kosningabar- átta okkar Kvennalistakvenna var erfið, en núna sjáum við fram á stór skref í pólitíkinni og talsverðar breytingar í starfi okkar. Annars var haustþingið frekar vandræðalegt, vorþingið aftur á móti þeim mun líf- legra," sagði Guðný Guð- björnsdóttir, formaður þing- flokks Kvennalistans. Guðný segir aö sem nýliði hafi hún tekiö eftir því hversu oft hafi verib hægt ab koma ab „femíniskri" sýn á málin í þinginu, en jafnframt hversu illa slíkt hafi skilað sér í fjöl- miðlum og þarmeð inn í um- ræðuna. Cubný Cubbjörnsdóttir. „Að sumu leyti er það mín reynsla ab Alþingi sé stofnun sem gleypi mann gjörsamlega, einskonar allsherjarstofnun sem sumir líkja við spítala eða fangelsi, þar sem maður gjör- samlega hverfur. Starfið er mjög krefjandi. En maður finn- ur ab verið er að vinna gagn. Hins vegar er maður ekki nógu sýnilegur kjósendum og gras- rótinni," sagði Guðný. Guðný segir að á árinu hafi snjóflóöin verið stærsta málið, en auk þess hin miklu bílslys; bæði málin komu inn á borð þingmanna. „Eftirminnilegast er kannski umræðan um þingfararkaup al- þingismanna. Mér fannst við- brögð verkalýösforystunnar skiljanleg og réttlætanleg, en um leið fálmkennd og allt ab því vandræðaleg. Og sömuleið- is voru hin endanlegu viðbrögö þingsins, sem þurfti að éta ofan í sig," sagði Guðný Guðbjörns- dóttir. Óþægilegast á þinginu segir Gubný sú mikla keyrsla á mál- um sem viðhöfb er, ekkert rúm sé oft fyrir umræbur um stór- mál þar sem mótrök þurfi að koma fram. Það sé tilfinning sín að framkvæmdavaldið hafi löggjafarvaldið undir hælnum. „Við þinglokin fór langmest- ur tíminn í að bíða eftir því að ríkisstjórnin kæmi frarn með stjórnarfrumvörp sín. Það fór allt úr skorbum hjá ráðherrun- um og áætluð starfslok og jóla- leyfi fóru úr skorðum," sagði Gubný. -JBP Siguröur Geirdal, bœjarstjórí í Kópavogi: 40 ára afmæli bæjarins Ársins 1995 verður fyrst og fremst minnst í Kópavogi fyrir að vera 40 ára afmælisár bæjar- ins. Sigurður Geirdal bæjarstjóri segir bæjarbúa hafa haldið upp á afmælið með uppákomum allt árið. „Heimsmeistaramótið í hand- knattleik var hér að hluta. Þab er auðvitað eftirminnilegt. En aöal- einkenni ársins er þar fyrir utan þessi mikla uppbygging, sem hefur verib í Kópavogsdalnum. Það hefur verib mikil ásókn í lóðir, bæði fyrirtækja og einstak- linga, og mikib verib byggt. Okk- ar starf hefur meira og minna snúist um þessa uppbyggingu." Sigurður segir Listasafn Kópa- vogs hafa verið eins konar mið- punkt afmælisársins. Sigurbur Ceirdal. „Það er ennþá svo nýtt að það eru margar uppákomur þar mjög eftirminnilegar, bæbi listsýning- ar, tónleikar og fleira." Mörg stór verkefni eru fram- undan í Kópavogi. Á næsta ári verður haldið áfram með stífa áætlun, sem miðar ab því að fegra bæinn, að sögn Siguröar. „Það hefur gengiö mjög vel og verður keyrt áfram. Aðaláherslan á næsta ári og kannski næstu þrjú til fjögur ár verður hins veg- ar á skólamál. Stórt verkefni framundan er einsetning grunn- skólanna og aubvitab flutningur þeirra til sveitarfélaga. Síðan verbur haldið áfram, og frekar hert á en hitt, með uppbygging- una í dalnum," segir Sigurður. -GBK Kristján Þór júlíusson, bœjarstjórí á ísafiröi: Hörmuleg slys í nagrenninu „Það, sem kemur fyrst í hugann þegar litið er yfir árið sem er að líða, eru slysin bæði í Súðavík og á Flateyri. Þá á ég bæði við áhrif þeirra á einstaklinga og á samfé- lagið allt," segir Kristján Þór Júlí- usson, bæjarstjóri á ísafirði. „Annað, sem er minnisstætt, er niðurstaða kosninganna um sameiningu sex sveitarfélaga á þessu svæði, sem fór fram 2. desember. Hún er mjög ánægjuleg og gefur til kynna að íbúar svæðisins vilja horfa fram á veginn. Þetta er mál sem horfir líka til framtíðar, og veröur spennandi ab sjá hvern- ig gengur eftir." Kristjáni er einnig minnis- stæð vígsla nýs skíbasvæðis ís- firðinga um páskana. Þá segir hann nýja vatnið úr jarðgöng- unum vera stórt skref fyrir ís- firðinga og ekki síst það mann- virki sem göngin sjálf eru. „Ef ég á að líta fram á veginn, er ég ekki í vafa um ab samein- Kristján Þór júlíusson. ingin verður til hagsbóta fyrir þetta svæði. Það verður að vísu erfitt ab vinna úr þessum mál- um öllum, en til lengri tíma er ég sannfærður um ab þetta sé til bóta." -GBK Siguröur jónsson, forseti bœjarstjórnar á Selfossi, um áriö 1995: Framkvæmdir hafnar við nýtt íbúðahverfi Góð samstaöa fyrirtækja á Sel- fossi hefur einkennt bæjarlífib á árinu sem er að líða, ab mati Sigurðar Jónssonar, forseta bæj- arstjórnar. Hann segir fyrirtæk- in hafa átt frumkvæði að því að auka umferð um Selfoss og um leið viðskipti, m.a. með sérstök- um Selfossdögum á vorin og haustin. Sigurður segist horfa til aukins vaxtar á Selfossi á næsta ári með uppsveiflu í efnahagslífinu. „Lífleg starfsemi félaga hér á Selfossi, sem halda uppi blóm- legu íþrótta- og félagsstarfi, er einnig ánægjuleg og ekki síst hefur góður árangur verslunar á Selfossi í samkeppni við höfuð- borgarsvæðið sett svip sinn á árið. Þessi árangur hefur snúið viö ákvebnum straumi fólks til höfuðborgarsvæðisins til aö versla. Það hefur orðið við- horfsbreyting að þessu leyti." Af vettvangi bæjarstjórnar stendur upp úr í huga Sigurðar að hafnar voru framkvæmdir í nýju íbúðarhverfi á Selfossi, Grundahverfi, vegna fjölgunar íbúa í bænum. „Síðan er veriö að endur- skoða aðalskipulag fyrir Selfoss og framtíðarþróun bæjarins. Við opnuðum nýjan leikskóla í samstarfi við nágrannasveitar- félögin, sem er eftirminnilegt, enda í fyrsta skipti sem þab er gert. Að lokum var síðan gefin út saga Selfoss." Selfoss átti einnig þátt í opn- un nýrrar sorpstöðvar á Subur- landi og náöst hefur samstaba sveitarfélaga á Suðurlandi um opnun sameiginlegrar skóla- skrifstofu, sem hvorutveggja voru þörf mál að mati Sigurðar. Sigurður horfir með bjartsýni til komandi árs, en stærsta verkefni þess verður á Selfossi, eins og í fleiri sveitarfélögum, yfirtaka grunnskólans. -GBK jaröskjálftahrina á Hengilssvœöinu: Fannst á Seltjarn- arnesi Jarðskjálftahrinan sem varb á Hengilssvæðinu aðfararnótt miövikudags fór rétt upp fyr- ir 3 á Richter ab sögn Ragnars Stefánssonar, jarðskjálfta- fræbings. Hvergerbingar og fólk á Stór- Reykjavíkursvæb- inu fann fyrir skjálftunum og fundust þeir jafnvel alla leib út á Seltjarnarnes. „Þaö var nokkub mikið af smáskjálftum þarna um nóttina og miðlungsskjálftum. Þetta var aðallega vestarlega á Hengils- svæðinu en aðalupptakasvæðið var svona 5 kílómetra norður af Skíöaskálanum í Hveradölum. Það dró mikið úr þessu þegar leið að hádegi og hefur verið nokkuð rólegt síðan. Þessi hrina sem hefur staðið í eitt og hálft ár, hún heldur áfram en núna er þetta allavega mjög ró- legt." -LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.