Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 30. desember 1995 Bandarískir leyni- þjónustuaöilar og aöilar á vegum Sameinuöu þjóö- anna óttast aö bók- stafssinnar hyggist nota Bosníu sem stökkpall til aögeröa í Evrópu og fyrrver- andi Sovétríkjum Samkvæmt breskum og bandarískum blööum óttast bandarískir leyni- þjónustuaðilar aö íslamskir öfgamenn hafi í undirbún- ingi hrybjuverk gegn her- sveitum NATO, sem nú eru ab taka sér stöbu í Bosníu- Hersegóvínu til ab fram- fylgja samkomulaginu sem gert var í Dayton í Ohio. Bandarískum leyniþjónustu- stofnunum hafa ab sögn borist upplýsingar frá rábstefnu, sem haldin var í Teheran nýverið. Þar voru mættir fulltrúar frá ír- an, Líbýu, Sýrlandi og Líbanon auk herforingja í þjónustu Sarajevostjórnar. Fulltrúar frá nefndum fjórum ríkjum bubu Bosníumúslímum þar vopn og þjálfun. Þrjú höfub Bandarísku leyniþjónustu- stofnanirnar telja ab á bak við þetta séu fyrirætlanir um að „flytja Beirút 1000 mílur norð- vestur á bóginn, inn í hjarta Evrópu", eins og einn Banda- ríkjamaburinn orðaði þab. Hann bætti því vib að Iran hefði alltaf litiö á Bosníu sem „fótfestu í Evrópu fyrir bylt- ingu sína". Mudjahedin (heilagir ís- lamskir stríðsmenn) frá ýms- um íslamslöndum hafa verið í liði Sarajevostjórnar svo ab segja frá upphafi Bosníustríðs- ins, sem staðið hefur í fjögur ár. Nú er talið að í liði Sarajevo- stjórnar séu um 2000-3000 mudjahedin. Breskir hermenn í Unprofor, gæslulibi Samein- uðu þjóðanna, skutu nýlega til bana mudjahedin einn, sem ógnað hafði þeim meb skamm- byssu. Skömmu síðar myrtu mudjahedin bandarískan hjálparstarfsmann, og er talið að moröingjamir hafi haldið að hann væri Breti og drepið hann til hefnda. Margir mudjahedinanna eru í stöðvum nálægt Tuzla, þar sem eiga að verba aðalstöðvar bandarísku hersveitanna í gæsluliði NATO. Aðrir mudja- hedin eru í grennd við Zenica. Hjálparstarfsmenn í Bosníu em fyrir löngu farnir ab kvarta undan mudjahedin, þó að fréttir af því hafi hingað til far- ib heldur lágt. Um mánaða- mótin október-nóvember bár- ust fréttir um að breskar hjálp- arstofnanir væru ab yfirgefa Tuzla og Zenica, vegna hættu sem starfsmenn þeirra væru í af völdum mudjahedin. Norsk kona, Elsa Wærum, sem starf- aði í Zenica fyrir Norsk Folke- hjelp, flýði frá Zenica eftir að mudjahedin höfðu ógnað Clinton Bandaríkjaforseti meb bandarískum hermönnum sem senda á til Bosníu: mudjahedin kunna ab hafa abrar fyrirœtianir en hann. Mudjahedin í Bosníu sem starfa í Bosníu dulbúin sem hjálparsamtök. Bjóða hærri laun Eins og sakir standa virðast mudjahedin leggja hvað mest upp úr því að fá sem flesta Bo- sníumúslíma á sitt band. Mu- djahedin gera það t.d. með því að láta ýmiskonar aðstoð í té aðeins gegn því að móttakend- ur semji sig að siðum þeirra, og bjóða líka upp á hærri laun en blönk Sarajevostjórnin hefur efni á að greiða. Talsmenn Sarajevostjórnar hafa sagt að verði „réttlátur fribur" ekki tryggður í Bosníu, muni landið verða æfingavöll- ur fyrir hryðjuverkamenn, sem síðan muni gera árásir út um alla Evrópu. Ekki er ólíklegt að Sarajevostjórn eða aðilar á hennar vegum, sem kannski stendur öðrum þræði stuggur af mudjahedin, beiti þeim eigi ab síður fyrir sig sem hótun, í þeim tilgangi að tryggja að Vesturlönd þori ekki annað en að standa eftirleiðis Bosníu- múslíma megin í deilum við Króata og Serba, sem varla er séð fyrir endann á. Samkvæmt Dayton-sam- komulagi eiga allir „erlendir málaliðar" í Bosníu að hverfa þaðan, en talsmenn Pentagon (bandaríska varnarmálaráðu- neytisins) segja að erfitt geti orðið að framfylgja því ákvæði. Hótanir með orðalagi eitt- hvab á þessa leið: „í dag Saraje- vo, á morgun Berlín eða París", hafa þegar komib fram í skrif- um í íslamsheimi og af hálfu múslíma í Evrópu. Sprenginga- herferðin gegn óbreyttu fólki í Frakklandi nýverið er vísbend- ing á þá leið, að hótanir af því tagi séu e.t.v. ekki eingöngu orðin tóm. ■ írönsk sendinefnd í Bihac í sumar: „fótfesta í Evrópu". henni með skotvopnum. Þeir sögðu henni ab þeim líkaði ekki við konur sem væru stutt- klipptar og ækju bílum. Starfsfélagi hennar einn varð fyrir því um sama leyti að bos- nísk- múslímskir hermenn stöðvuðu bíl hans, er hann var á leið gegnum Zenica, og spurðu hann um skilríki. Svo- leiðis er algengt, en meðan hermennirnir voru að athuga skilríkin, kom mudjahedin nokkur til þeirra. „Hann hélt á þremur afskornum höfðum í annarri hendi á hárinu," skýrbi Elsa Wærum frá í viðtali við norska Dagbladet. „Það var karlmannshöfuð, konuhöfuð og höfuð af litlu barni." Áætlun í þremur liöum í tyrkneskum blöðum hafa birst frásagnir mudjahedin, sem hæla sér af því hvernig þeir fari að því að „skera haus- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON ana af Serbum". Langir hnífar, sem mudjahedin nota til þess- konar verka, eru meðal eftir- lætisáhalda þeirra. Dagbladet segist hafa komist á snoðir um efni leyniskýrslu, sem gerð hafi verið á vegum Sameinuðu þjóðanna. Að sögn blaðsins er því haldið fram í skýrslunni, að því fari fjarri að mudjahedin hyggist láta af starfi sínu í Bosníu, hvað sem líði fyrirætlunum annarra þar um friö. Þeir vinni nú eftir framkvæmdaáætlun í þremur liðum: 1. Ab gera Bosníu að róttæku íslamsríki. 2. Að snúa Bosníumúslímum til bókstafstrúar. 3. Ab vera virkir í árásum á „vantrúuð" ríki, þar á meöal íslömsk ríki þar sem aðrir en bókstafssinnar hafa völdin. í þessu gæti og falist ab Bosnía yrði bækistöð sem hryðjuverk yrðu flutt út frá til ýmissa landa í Evrópu og fyrrverandi Sovétríkjum. Dagbladet segir í frétt um þetta ab í skýrslunni komi fram, að veruleg hætta sé á að Bosnía komist undir ráð rót- tækra múslíma og verði fram- varðarstöð fyrir bókstafssinn- aða hryðjuverkamenn í Evr- ópu. Erlendir mudjahedin í Bo- sníu hafa margir að baki langa reynslu af stríðum og hryll- ingsverkum í Afganistan, Líb- anon og víðar. Sagt er að sumir þeirra séu svo illræmdir ofbeld- ismenn að jafnvel í þessum löndum séu þeir óvelkomnir, t.d. í Líbanon þar sem nú á að heita að ríki friður. Þeir kváðu fá fjármagn frá olíuríkum aðil- um arabískum og vera að meira eða minna leyti á vegum samtaka hryðjuverkamanna eins og Hizbollah í Líbanon,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.