Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 30. desember 1995 IVIeð sínu nefi í tilefni áramótanna verður lag þáttarins gamalkunnugt ára- mótalag sem sungið er víða um heim. Upphaflega er ljóðið eft- ir Burns en Árni Pálsson gerði íslenska ljóðið en lagið er skoskt þjóðlag. Góða söngskemmtun! . HIN CÖMLU KYNNI D A Hin gömlu kynni gleymast ei, D G enn glóir vín á skál! D Em A7 Hin gömlu kynni gleymast ei Hm Em A7 D né gömul tryggðamál. G D A Ó, góða, gamla tíð D G með gull í mund! D Hm Em A7 Nú fyllum, bróðir, bikarinn Hm Em A 7 D og blessum liðna stund. Við leiddumst fyrr um laut og hól, er lóan söng í mó. En draumar svifu, söngur hvarf úr Silfrastaðaskóg. Ó, góða, gamla tíð . . . Við óðum saman straum og streng og stóðumst bylgjufall. En seinna hafrót mæðu og meins á millum okkar svall. Ó, góða, gamla tíð .. . Þótt sortnað hafi sól og lund, ég syng und laufgum hlyn og rétti mund um hafið hálft og heilsa gömlum vin. Ó, góða, gengna tíð með gull í mund! Nú fyllum, bróðir, bikarinn og blessum liðna stund. < 11 1 ( • X 0 1 2 3 0 G 2 1 0 0 0 3 Hm I 4 4 n X ( ' ° 4 n i i Em 0 2 3 0 0 0 Jólatrés- skemmtun VR Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyr- ir börn félagsmanna, sunnudaginn 7. janúar nk. kl. 16.00 á Hótel íslandi. Miðaverð er kr. 600,- fyrir börn og kr. 200,- fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á skrifstofu V.R. í Húsi verslunarinnar, 8. hæð. Nánari upplýsingar í síma félagsins 568-7100 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur BELTIN BARNANNA VEGNA Klassískur ilmur og hófsamur er abals- merki þeirra fínu Mesta samkvæmishátíð ársins gengur nú í garð. Allir fara í sitt fínasta púss og þá er vel við hæfi að klæðast svarta kvöld- klæðnaðinum, setja á sig fín- ustu skartgripina og ilmsætasta parfumið. Nú á við að vera í svörtu. En eins og komið hefur fram áður, hlýtur svarta tískan aö vera á undanhaldi á kom- andi ári, að minnsta kosti sem dagklæðnaður sem tröllriðið hefur æsingafólki íslensku tísk- unnar að undanförnu. En sem samkvæmisklæðnaður er svart alltaf í tísku, litli svarti kjóllinn er klassískur kvöldklæðnaður og karlmenn þurfa að eiga að minnsta kosti ein svört eða mjög dökk föt. Margar konur og karlar hafa fengið ilm í hverskyns mynd í jólagjöf og hefur Heiðar bent á að tískuæsingurinn íslenski sé ekki síður á því sviði en hvað varðar klæðaburð. Spurningin er hvers vegna ekki eigi að breyta til með ilm, eins og annað í tískuheiminum. Stendur af sér alla strauma Ekkert er eðlilegra en að ný ilmvötn komi á markaðinn, eins og annað í heimi tísku og breytinga. En fatatískan sækir oft í gamla tísku og segja má að til sé klassík í fatahönnun, sem kemur upp aftur og aftur, kannski með örlitlum breyting- um. í ilmefnum eru til klassískir meistarar og hafa sum parfum ekki breyst í marga áratugi. El- egant konur eiga gjarnan klass- ískan ilm, en nota svo nýjan í hófi, eins og þarf auðvitað að gera varöandi allan ilm. Til er ilmur sem staðið hefur af sér alla strauma og erlendar tískudömur og fínar konur bera kannski sama ilminn í 30 ár, og líta ekki við því þótt það komi einhver nýr. Eins og komið hefur fram, er sami ilmurinn til í mörgum formum, allt frá sápu til fínasta parfums. Þetta á bæði við um dömu- og herrailm. Nú eru herrasnyrtivörur orðnar þannig að þar er til baðgel, baðsápa, jafnvel eitthvað til að mýkja lík- amann, þar er eau de toilette, rakspírinn og rakskúmið. Það er hægt að fá þetta allt með sama ilmi og þá kemur þetta mjög mjúkt og vel út. Dömuilmur og herra Hver er svo munur á ilmi fyrir dömur og herra? í herrailmi eru yfirleitt meiri skógar- og tóbakstónar, en það er gífurlegur fjöldi kvenna, er- lendis og hér á íslandi, sem nota herrailm og herrum sem nota dömuilm. Þetta fer voðalega mikið eftir húð, þannig að karl- menn sem hafa þunna og fín- gerða húð koma oft betur út með dömuilm og kona sem hef- ur frekar þykka húð getur kom- ið betur út meö karlailm. Þykk húð hefur svona grófari áferð. Við strákarnir erum betur varðir frá náttúrunnar hendi fyrir veðri og vindum, líklega vegna þess að í gegnum aldirnar höfum viö verið meira í veðri og vindi. En svo er það bara svo, að ein og ein kona fær svona gróf- ari húð og einn og einn maður Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig áégað vera? er með ungmeyjarhúðina, sem þeir fá einhvers staðar úr gen- unum, ef forfeðurnir hafa alltaf verið inni í húsi. Þeim körlum hæfir kannski betur dömuilm- ur. Ofnotkun gerir ilm að fýlu Herrailmurinn verður stund- um dálítið sterkur á þunnu húð- ina, en herrailmir eru sterkari en þeir sem ætlaðir eru konum. Karlar eru líka miklu frekari til að nota ilm en konur. Allir þekkja aö sumir karlar lykta langar leiðir af rakspíra og komi þeir inn í stofu þar sem margs kyns ilmur er fyrir yfirgnæfir einn rakspírakarl allan annan ilm. Karlar verða að reyna að venja sig af að úða á sig rakspíranum næstum eins og þeir séu að þvo sér upp úr honum. En sem bet- ur fer gufar spírinn fljótlega upp. En þegar karlar nota sterkari ilm og endingarbetri, eins og eau de toilette, verða þeir að varast að skvetta honum á sig eins og rakspíra, því ofnotkun getur gert það að verkum að ilmur verði að dauni og þá er illa farið með góðan hlut. Konur eru hófsamari í notkun ilmefna, enda vanari þeim. All- ar raffineraðar dömur vita hvernig ilmur eykur á elegan- sinn, en subbustelpur skvetta þessu á sig og af þeim verður þefur en ekki ilmur. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.