Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 14
14 «imim Laugardagur 30. desember 1995 JONA RUNA á mannlegum nótum: • t Orlæti Viö erum eins og gengur mis- munandi höfðingleg og gef- andi. Ef við veltum fyrir okkur gjafmildi og rausn, komust við fljótt að því að það er enginn vandi að gefa það sem við eig- um nóg af. Það er erfiðara að veita af því sem lítið er eða við eigum einfaldlega ekki. Það er mikilvægt að kunna að deila, ekkert síður en það er gott að geta veitt sér ýmislegt af því sem hugurinn girnist, ef þannig vill til. Örlæti byggist ekki einungis upp á efnahagslegum gæbum, heldur og ekkert síður á andleg- um auði.- Verðmæti eru afstæð og þau innri eru jafn áríðandi og þau ytri. Best er að eiga hvort tveggja auðvitað, en því er ekki alltaf þannig farið hjá okkur. Það er tilgangslítið að hafa nóg af öllu, en eiga ekki til sálarstyrk og ró. Við getum ekki í ölLum tilvik- um látiö nægja að veita af ver: aldlegum verðmætum. í ákveðnum tilvikum í samskipt- um getur beinlínis verið nauð- synlegt að vera hæfur til þess ab útdeila af innri sjóðum sínum. Við eignumst innri auð með því m.a. að efla meb okkur sam- kennd og mannúb ekkert síður en óeigingirni og kærleika. Eins hefur öll reynsla, hversu erfið sem hún kann að vera, ákvebin áhrif á innri þætti okkar og and- leg auöæfi. Það er því viturlegt ab við reynum eftir föngum að styrkja innri stöðu okkar ekkert síður en þá ytri. Partur af lífsreynslu okkar getur legið um tíma í gegnum öröugleika. Við sjáum sjaldnast tilgang þess ástands eða reynslu fyrr en eftir á. Ef allt sem okkur er gefið eða við eignumst er eins og sjálf- sagt, getur það haft neilæg áhrif á persónulega framvindu okkar og þroska. Vissulega er þægilegt að fá sem mest fyrir sem minnsta fyrirhöfn. Það er bara ekki það sem við eigum að telja mikilvægt. Það er mun hollara fyrir okkur flest að þurfa að hafa ögn fyrir hlutunum og ekki síst þeim sem tengjast innri auði. Við eignumst hann ekki ef allt gengur óþæginda- og áfallalaust fyrir sig í lífi okkar og tilveru. Við getum hvergi keypt slík verðmæti. Við veröum einfald- lega að vinna fyrir þeim með mismikilli fyrirhöfn. Hyggilegast er að við vanmet- um ekki þá reynsluþætti sem líf- ið færir okkur í fang, alveg sama hversu erfiðir þeir eru. Þab er gott að eiga innri sem ytri auð, sem við höfum sjálf unnið fyrir, og ennþá betra að kunna að deila honum með þeim sem geta nýtt sér hann. Við, sem erum meðvituð um kosti þess að kunna að veita öðrum af rausn og óeigingirni, líður venjulegast vel. Ekki síst vegna þess að við gerum öðrum lífið léttara með því að hafa áhuga og vilja til þess að veita þeim af örlæti það sem vib eig- um mismunandi mikið af. Ágætt er, m.a. af þessum ástæbum. og hentugt, að við ákveðum að eignast innri sem ytri auð. Það gerum við með því að leggja töluvert á okkur. í kjölfar ávinninga og árangurs er heppilegt að við veitum öbrum af höfðingsskap og örlæti, en ekki af eigingirni og ytri sem innri nísku. „Sælla er ab gefa en þiggja." ■ Iwifiwwi KROSSGÁTAN NR. 52 Við óskum íandsmönn- um gleðiCegs árs ogfar- sceídar á nýju ári. HITAVEITA REYKJAVÍKUR Við óskum Candsmönn- um gCeðiCegs árs ogfar- sceCdar á nýju ári. REYKJAVÍKURBORG Við óskum Candsmönn- um gCeðiCegs árs ogfar- sceCdar á nýju ári. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.