Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 20
Laugardagur 30. desember 1995 Vebrlb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: Austangola eða kaldi. Víbast léttskýjað. Frost 6 til 16 stig. • Breibafjörbur til Austfjarba: Hæg breytileg átt og víðast létt- skýjað. Frost 7 til 25 stig. • Subausturland: Austangola eða kaldi, skýjað en þurrt að mestu. Frost 0 til 8 stig. Formabur Sambands íslenskra sveitarfélaga um tekjumissi Reykjavíkurborgar vegna af- náms skrifstofuskattsins: Átti ekki að koma neinum á óvart „Þab á ekki að koma neinum á óvart aö Reykjavíkurborg missi tekjur þegar skattur á skrif- stofu- og verslunarhúsnæ&i verbur afnuminn eba ab frum- varp þess efnis yrbi samþykkt á Alþingi fyrir jól," segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi og formabur Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Alþingi samþykkti fyrr í þess- um mánuði frumvarp sem gerir ráb fyrir að sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæöi veröi felldur nibur í áföngum á næstu fjómm ámm. Skatturinn var lagöur á þegar abstööugjaldib var lagt nibur árib 1993. Þá þegar var tilgreint að sú ráöstöfun væri til bráðabirgða þar til Samband íslenskra sveitarfélaga og félags- málaráöuneytiö hefðu unnið ab nánari útfærslu málsins. Skattur- inn hefur skilab sveitarfélögum samtals 470 milljónum króna. Um leib og hann er felldur nibur á fasteignaskattur á atvinnuhús- næöi ab hækka um sömu krónu- tölu og bæta sveitarfélögunum þannig tekjumissinn. Þessi breyting kemur misjafn- lega vib sveitarfélögin. Reykja- víkurborg hefur sérstöðu ab því leyti ab þar er mikib af skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Borgin hefur því haft hærri tekjur en gert var ráð fyrir í upphafi af skrifstofuskattinum svokallaba (áætlab 380 milljónir á þessu ári). Reiknað er með að tekjutap borg- arinnar nemi allt ab 160 milljón- um króna á ári þegar skrifstofu- skatmrinn hefur aö fullu verib af- numinn. Borgarstjóri hefur lýst yfir undmn sinni á því hvernig Al- þingi stóö ab breytingunni á lög- unum. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi tekur undir þaö ab frumvarpib hafi veriö afgreitt í miklum flýti og því ekki gefist Össur maöur ársins nægur tími til aö huga ab afleiö- ingum þess. Sigrún telur jafn- framt aö Samband íslenskra sveitarfélaga heföi átt aö láta borgaryfirvöld vita af því hvaö breytingarnar á lögunum þýddu fyrir borgina. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi hafnar þessari gagnrýni. „Borgin missir tekjur vegna þess að það er hlutfallslega miklu meira af skrifstofu- og verslunar- húsnæöi í Reykjavík en öömm sveitarfélögum. Þetta hefur öll- um veriö ljóst sem hafa kynnt sér lagasetninguna frá 1993. Það átti heldur ekld ab koma neinum á óvart aö frumvarpið yrði afgreitt frá Alþingi á þessu ári.‘ Ég var bú- inn aö skýra frá því a.m.k. í tví- gang í borgarstjórn að þessi vinna væri í gangi. Félagsmála- ráöherra skýrbi einnig frá því aö fmmvarp lægi fyrir Alþingi á ráö- stefnu um fjármál sveitarfélaga sem haldin var í nóvember sl. Þar vom viöstaddir margir borgar- fulltrúar." -GBK Bifreibaskoöun Islands: Kerruskoðun í algleymingi Þab var nóg að gera hjá Bifreiða- skoöun íslands í gær viö skoðun á kermm, en um áramót rennur út frestur til aö skrá og skoöa bremsu- lausar kermr. Fyrr á árinu vom sett- ar reglur um aö allar kermr þyngri en 750 kg. skuli vera búnar brem- sum, en þar sem mikið er til af gömlum kermm, þá var gefin und- anþága til áramóta aö skrá bremsu- lausar kermr, en eftir áramót skulu allar kermr sem skráðar em búnar bremsum. Karl Ragnars, fram- kvæmdastjóri Bifreiöaskoöunar, sagöi aö nokkuð mikiö heföi verið aö gera á milli jóla og nýárs og þá sértaklega í gær, en þaö verður einnig opiö í dag, bæði vegna þess- ara nýju reglna og einnig vegna þess að margir eiga enn eftir aö láta skoöa bifreiðar sínar. Meðfylgjandi mynd var tekin viö kerruskoðun í gær og eins og sjá má var nóg að gera. Tímamynd: BG Ágúst Guömundsson: ÁramótaskauD með söngleikjaíva Frjáls verslun og Stöö 2 út- nefndu í gær Össur Kristinsson, stoðtækjafræðing og aöaleig- enda Össurar hf, sem mann árs- ins í íslensku viöskiptalífi. Út- nefninguna fær hann fyrir út- flutning á íslensku hugviti. ■ Þótt enginn einn atburbur eba málefni sé að þessu sinni uppi- staba í áramótaskaupi Sjón- varpsins segir Ágúst Gub- mundsson leikstjóri ab þaö sem tengi þau fjölmörgu atriði sem fyrir koma sé ef til vill það, ab flestöll músíkatribin séu byggb á lögum úr söng- leikjunum sem voru færöir upp á árinu, en þeir voru óvenjumargir. „Eins og vant er má ekki segja neitt um skaupiö, en viö getum orðaö það svo að þar sé tæpt á ýmsu sem íslenzka þjóöin hefur mátt þola á þessu ári," segir Ág- úst. Stundum hefur borið á rit- skoðunartilhneigingum af hálfu pólitísku varðliöanna í útvarps- ráöi, t.d. í fyrra þegar aöstand- Agúst Guömundsson. Frceöslusjóöur Jóns Þórarinssonar: Styrkir sálfræbinema Ragnar Gautur Steingrímsson. Ragnar Gautur Steingrímsson hlaut styrk úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar vib brautskrán- ingu stúdenta í Flensborgarskól- anum, Sjóðurinn var stofnaður meb erfbaskrá Önnu Jónsdóttur ljós- myndara í Hafnarfirði og er hlut- verk hans „að styrkja til framhalds- náms efnilegt námsfólk sem lokið hefur fullnaðarprófi við Flensborg- arskólann í Hafnarfirbi." Ragnar Gautur, f. 1966, lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskól- anum 1985 og stundaði að því loknu frönskunám við Sorbonne- háskólann í París. Hann lauk BS- prófi í tölvunarfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla árib 1991 og voriö 1994 lauk hann MA-prófi í enskum bókmenntum frá Chap- mann University í Kaliforníu. Nú stundar hann nám og rannsóknir í hugfræði — cognitive science — viö Kaliforníuháskólann í Irvine og stefnir að doktorsgráðu í sálfræði.B endur Skaupsins þóttu ganga fullnærri persónu þáverandi ráöherra menntamála, en spurningunni um þaö hvort æöri máttarvöld heföu reynt aö krukka eitthvaö í Skaupið nú svarar Ágúst Guðmundsson svo: „Nei, alls ekki. Þaö hefur verið venja aö útvarpsstjóri og fram- kvæmdastjóri horfi á Skaupiö ásamt dagskrárstjóra Sjónvarps- ins. Ég held að þeir hafi gert þaö fyrir jól en ég hef ekkert frá þeim heyrt um þetta, svo ég geri ráð fyrir aö þaö sé í lagi." Það er Hákon Már Oddsson sem sér um dagskrárgerö en handritshöfundur er Karl Ágúst Úlfsson. „Aö vísu haföi Karl Ágúst sér til aðstoðar hugmyndasmiði sem hittust daglega í mánuð," segir Ágúst Guðmundsson. „Þetta var fjögurra manna hóp- ur, Ólafía Flrönn, Siguröur Sig- urjónsson, Þröstur Leó og ég, en í framhaldinu settist Karl Agúst niður og skrifaöi þetta allt sam- an." Helstu leikendur eru Bergur Ingólfsson, Gísli Rúnar Jónsson, Guölaug Elísabet Ólafsdóttir, Halldóra Geirharösdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Kjartan Guö- jónsson, Magnús Ólafsson, Pálmi Gestsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þórhallur Sig- urösson og Þröstur Leó Gunn- arsson. ■ Ríkisstjórnin: Óskir um nafnleynd ekki teknar til greina í frétt frá forsætisráðuneyt- inu segir ab á ríkisstjórnar- fundi í gær hafi ab tillögu for- sætisráðherra verið tekin ákvörbun fyrir Stjórnarráb ís- lands í heild um ab framvegis verbi ekki unnt ab verba vib óskum umsækjenda um op- inberar stöður um nafnleynd gagnvart almenningi, þ.m.t. fjölmiblum. „í því felst að skylt verður að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um op- inberar stööur eftir aö umsókn- arfrestur er liöinn og eftir því leitað og sérstök þagnarskyldu- ákvæöi í lögum standa því ekki í vegi," segir í frétt forsætis- ráöuneytisins sem mun á næst- unni gefa út tilmæli til stjórn- arráðsins um framkvæmd þess- arar ákvörðunar og gildistöku hennar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.