Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 6
6 Wwmrn Laugardagur 30. desember 1995 Benedikt Davíösson, forseti ASÍ: Erfitt ár ab mörgu leyti „Árið sem er að líða var að mörgu leyti erfitt fyrir okkur og þá sérstaklega seinni hluti árs- ins," segir Benedikt Davíðsson forseti ASÍ. Ef að líkum lætur mun Benedikt láta af störfum sem forseti ASÍ á þingi sam- bandsins á næsta ári, enda segir hann að það hafi aldrei staðib til af hans hálfu ab genga því embætti nema í eitt kjörtíma- bil. Forseti ASÍ segir ab fyrri hluti ársins hafi verið skaplegur og vonir bundnar vib að framhald yrði á því er líða tæki á árið. Hinsvegar komu fram nýjar breytur í málunum, nýir kjara- samningar, kjaradómar og ann- ab slíkt. Benedikt segir að þetta hafi gert það að verkum að næsta ár muni að öllum líkind- um einkennast af breyttum áherslum hjá verkalýbshreyf- ingunni frá því sem menn höfðu gert ráð fyrir. Hann segir að það hafi orðið mönnum mikil vonbrigbi á árinu að þær yfirlýsingar sem stjórnvöld gáfu í tengslum við samningana í febrúar sl. hefðu ekki enst nema í fáar vikur. Benedikt segir að breyttar áherslur á næsta ári muni væntanlega miða að enn kröft- ugra átaki í því að væntanlegur Benedikt Davíbsson. efnahagsbati komi þeim helst til góða sem lökust hafa kjörin. Hann segir aö það þurfi að ganga mun betur fram í því en tókst að gera á vettvangi lands- sambandanna við gerb síðustu kjarasamninga. -grh Sighvatur Bjarnason, framkvœmdastjóri Vinnslustöövarinnar i Eyjum: Árib 1996 verður gott ár „Árib 1996 verður almennt gott ár," segir Sighvatur Bjarnason framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum, sem eignaðist sitt fimmta barn í vikunni' fjórða strákinn. Hann telur enga hættu á því að stöðug- leika efnahagslífsins verði ógnað meö þensluáhrifum vegna stóriðju og minnir á ab þau störf sem kunna að skap- ast í tengslum við stækkun ál- versins séu álíka mörg Vinnslustööin skapar ár hvert. Sighvatur segir að árið 1995 hafi verið tiltölulega slæmt í bolfiskfrystingu. Þótt mun betur hafi gengið í saltfiskin- um er hann á því að framleið- Sighvatur Bjarnason. endur hafi greitt of hátt hrá- efnisverb, þannig ab upp- sveiflan í saltfiskinum fór að mestu til útgerðarmanna og sjómanna. Þá telur Sighvatur að þótt veiðar og vinnsla á loðnu hafi ekki verið eins hagstæðar og árið 1994 þá voru þær í heild- ina séð nokkuö góðar. Hann er jafnframt á því að árið 1996 verði einnig tiltölulega gott hvað þetta varðar og líka í sildinni. Hann telur enn- fremur að bolfiskurinn, vinnsla og veiðar muni ná að rétta úr kútnum á næsta ári, en leggur hinsvegar áherslu á að menn aðlagi sig að breytt- um abstæbum. Hann segir að það hljóti að líða að því að þorskkvótinn verði aukinn en á móti er líklegt að afurðaverb muni eitthvað lækka vegna aukins framboðs. -grh Ögmundur jónasson, formaöur BSRB: / Valgeröur Sverrisdottir, formaöur þingflokks Fram- sóknarflokksins: Ofríki Norbmanna verður ab „Árið var vibburbaríkt. Það leiddi yfir þjóbina meiri nátt- úruhamfarir en flestir menn muna og landsmenn hafa sýnt samtakamátt sinn í verki. Og á þessu ári hefur líka tekist að snúa vörn í sókn í efnahagslífi þjóðarinnar, meðal annars með framkvæmdum í stóriðju og stefnu til lengri tíma í ríkisfjár- málum. Þetta mun leiða af sér aukna atvinnu og bættan hag," sagði Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsókn-_ arflokksins. Valgerður sagði að árið 1995 yrði minnisstætt fyrir góba út- komu Framsóknarflokksins í Alþingiskosningum, og í kjöl- farið myndun ríkisstjórnar flokksins með Sjálfstæðis- flokknum. „Ríkisstjórnin er sterk og samheldin og hefur burði og vilja til ab rífa þjóðarbúið upp úr lægðinni. Skoðanakannanir sýna og sanna að ríkisstjórnin hefur mikinn stuðing þjóðar- innar", sagði Valgerður. Valgerður sagði að sér væri ofarlega í huga bætt staða kvenna innan síns flokks, þab væri góbur áfangi til fulls jafn- réttis kynjanna. Þá sagði Valgerður að ánægjulegt væri að sjá bætt vinnubrögð á Alþingi, umræð- ur hefðu verið málefnalegri en oft áður og samstarf stjórnar og stjórarandstöðu gott. „Þegar til lengri tíma er litið hlýtur þetta að bæta ímynd Al- þingis og auka tiltrú fólks á þeirri vinnu sem þar fer fram. Veitir ekki af eftir ágjöfina sem þing og þingmenn urðu fyrir í tengslum við kjaramál þing- manna. Mér fannst ekki vel að þeim málum staðið af hálfu þingsins. Þab réttlætir þó engan veginn viðbrögð og málflutn- ing ýmissa verkalýðsleiðtoga og nokkurra fjölmiðla í málinu," linna Valgeröur Sverrisdóttir. sagði Valgerður. Valgerður Sverrisdóttir kvabst vilja nefna ánægjulegar fréttir erlendis frá, og þar bæri hæst að tekist hefur að semja um frið í ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu, efti=r miklar hörmungar og mannskaða, stríð sem hefur sett ljótan svip á Evrópu. Varð- andi norrænt samstarf sagðist Valgerður vera bjartsýn um flest, framundan væri virkt og nytsamlegt samstarf. „Því er hins vegar ekki að neita að það setur blett á þetta samstarf Norðurlandanna að ekki hefur tekist að semja við Norðmenn um veiðar í Barents- hafi og um síldveiðar. Þvergirð- ingsháttur Norðmanna í sam- bandi við Smuguna er ærinn, en þó keyrir um þverbak í síld- ardeilunni. Stjórnmálamenn í Noregi virðast telja sig þess um- komna að strika yfir sögu síld-' veiðanna. Þeir telja sig slíkt stórveldi í norðri að þeir þurfi ekki ab taka tillit til eins eða neins og geta farið sínu fram. Þessu verður að linna," sagði Valgerður Sverrisdóttir. -JBP Ar glundroða og mannskaða Svavar Gestsson, formaöur þingflokks Alþýöubandalagsins: Launafólk mun rísa upp og heimta sinn hlut „Verkefni næsta árs er sjá til þess ab aukinn hagvöxtur og bættur þjóbarhagur skili sér til þjóðarinnar allrar en þó sér- staklega til þeirra atvinnulausu. Við eigum ekki að þola það ástand að hér sé viðvarandi at- vinnuleysi," segir Ögmundur Jónasson formaður BSRB og þingmaður AB og óháðra. Hann segir að árið sem er að líöa hafi verið erfitt að mörgu leyti. Mannskaðarnir á Vest- fjörðum settu dimman skugga á allt árið, atvinnuleysið er enn mikið og vaxandi óánægja með kjörin hefur sett svip á umræðu þessa árs. í heildina tekið hefur þetta ár verið ár glundroða, ólga hefur verið á vinnumarkaði auk þess sem kosningar til Alþingis í sumar komu róti á þjóðlífið. Hinsvegar virðast efnahags- spár vera jákvæbari en um nokkurt skeið þar sem spáð er hagvexti og batnandi þjóðar- hag. Formaður BSRB segir að Ögmundur jónasson. vonandi takist þjóðinni að halda þannig á málum á næsta ári að gerð verði gangskör að því að bæta og jafna kjörin og gera atvinnuleysisdrauginn út- lægan úr landinu. -grh „Myndun ríkisstjórnarinnar skagar upp úr öbru á pólitíska sviðinu á þessu ári sem nú er að líða. Síðastliðið vor kaus Fram- sóknarflokkurinn að mynda stjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn, enda þótt hann gæti myndað vinstri stjórn. Reyndar hafði Al- þýbuflokkurinn lýst því yfir ab hann vildi mynda stjórn með Sjálfstæöisflokknum. Þessi at- burður setur mest merki á árið sem nú er að líða og hefur áhrif á árið sem nú er framundan," sagbi Svavar Gestsson, formað- ur þingflokks Alþýðubandalags- ins. „Þessi ríkisstjórn hefur reynst eins og við mátti búast. Hún hefur verið heldur fjandsamleg þeim sem þurfa að skipta við ríkið, þeim sem eru með ör- orkubætur, þurfa að kaupa lyf og annað slíkt. Að þessum hóp- um hefur heldur þrengt á ár- inu. Þab má segja að haldið Svavar Gestsson. hafi verið á sömu braut og mörkuð var á síðasta kjörtíma- bili. Nema núna eru framsókn- armenn látnir vinna verkið sem kratar unnu áður fyrir íhaldið. Að öðru leyti stendur það hátt í mínum huga að við unnum þingmann í Reykjavík í síðustu kosningum og komum vel út úr kosningunum síðastliðið vor. Persónulega er mér líka of- arlega í huga að ég kom frá mér bók sem dálitla athygli vakti," sagði Svavar. „Ég spái því ab sú spenna sem kom fram vegna kjara- samninganna 1995 muni breyt- ast í þjóðlífsveruleika þegar líð- ur á árið 1996. Að launafólk hljóti að rísa upp og heimta sinn hluta af vaxandi þjóðar- tekjum um leið og samningar losna í lok næsta árs. Ég spái því að þá verði veruleg pólitísk og fagleg spenna, vegna þess að menn muni heimta rétt sinn og láti ekki berja sig til hlýðni einu sinni enn," sagði Svavar Gestsson. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.