Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.12.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. desember 1995 5 Tímamynd CS Ef okkar kynslóö, sem tók viö góöu búi, bindur hendur þeirra næstu í skuldafjötra og skilar þurr- ausnum auölindum, þá er sáttmálinn brostinn. Sparnaöur, aöhald og ráödeild eru nauösynleg til aö viöhalda sáttmálanum. í þessum anda hefur ríkis- stjórnin sett sér þaö markmiö aö ná hallalausum fjárlögum fyrir áriö 1997. Auövitaö er þaö ekki sársaukalaus aögerö, en nauösynleg er hún engu aö síöur. Mistök geta og munu eiga sér slaö, þegar aöhaidi er beitt. Þau veröa lagfærö. Framtíbarhorfur Betur horfir nú í atvinnumálum en síöustu miss- eri. Hagvöxtur og kaupmáttur fara vaxandi og eru líkur á aö atvinnuleysi minnki verulega. Markmiö um 12.000 ný störf til aldamóta ætti aö nást. Ólga hefur veriö á vinnumarkaöi og stór hluti launþega er óánægöur meö kjör sín. Vonandi næst sátt á vinnumarkaöi, enda til mikils aö vinna fyrir alla aöila. Öll teikn benda til aö bjart sé framundan í efnahagsmálum. Efnahagslegan ávinning þjóöarbús- ins veröur aö nota til aö minnka skuldir, til styrking- ar velferöarkerfis og kjarabóta. Veröi haldiö rétt á spilunum af ríkisvaldi og aöil- um vinnumarkaöar, er líklegt aö næstu ár veröi okk- ur gjöful. ísland og umheimurinn Ég hef sem utanríkisráöherra haft tækifæri til aö fylgjast meö og taka þátt í mörgum mikilvægum málum, og þó vil ég minnast á fáein atriöi. Friöarsamningar í Bosníu marka tímamót. Ógnar- öldinni hefur linnt og eiga Bandaríkjamenn lof skil- iö fyrir frumkvæöi sitt. Harmleikurinn í fyrrum Júgóslavíu eru voöalegustu atburöir í Evrópu frá stríðslokum og vonandi heldur friöurinn þar. Vestrænar lýöræðisþjóöir, sem byggja á kristnum lífsgildum, hafa stöðvaö voðaverkin og sýnt þar meö styrk sinn og umhyggju fyrir lífi annarra. Þaö er eitt af merkjum um það að ástæöa sé til bjartsýni um framtíðina. Úrslit þingkosninga í Rússlandi eru áhyggjuefni. Þó flestum beri saman um að lýðræðisþróun verði ekki snúiö við, geta þessar breyttu pólitísku áherslur orðið til þess að utanríkisstefna Rússa veröi harðari en verið hefur. Sömuleiöis getur þróun orðið ófyrir- sjáanleg í heimsmálum öllum, ef harðlínumenn vinna sigur í forsetakosningunum á næsta ári. Evrópa gengur nú í gegnum þriðja umbrotaskeið sitt á þessari öld. í raun er veriö aö endurskipuleggja álfuna frá grunni og enginn getur séö fyrir endann á þeirri þróun. ESB gegnir lykilhlutverki í þessu viöa- mikla verkefni. Ríkjaráðstefnan, sem hefst á næsta ári, er liður í aö undirbúa sambandiö fyrir þau veiga- miklu innri og ytri verkefni sem það stendur frammi fyrir, þ.ám. stækkun. Þannig er hugsanlegt aö aöild- arríkjum eigi eftir aö fjölga um tíu á jafn mörgum árum. A slíkum umbreytingartímum veröa íslend- ingar aö halda vöku sinni og leitast stöðugt viö aö skilgreina hagsmuni sína út frá breyttum aðstæðum. Ríkisstjórnin hyggst ekki sækja um aðild aö ESB á kjörtímabilinu. Astæöurnar eru augljósar. Sjávarút- vegsstefna ESB samrýmist ekki íslenskum hagsmun- um og ekkert hefur komið fram um að viö getum staöið utan viö hana eöa fengið aöra ásættanlega niðurstööu, ef viö gerumst aöilar. Vissulega eru margvísleg önnur sjónarmiö sem ber að hafa í huga, en sjávarútvegsmálin eru lykilatriöi. Ekkert er óumbreytanlegt í þessum efnum og því verðum viö aö fylgjast vel með þróuninni og kynna sjónarmið okkar og aðstæður. Þróunin í Evrópu skiptir sköpum fyrir framtíöarhagsmuni okkar og viö verðum að leggja mikla rækt viö að skilgreina þá möguleika sem skapast á hverjum tíma. Hafréttarmál Nú sem fyrr eru hafréttarmálin eitt stærsta utan- ríkismál þjóðarinnar. Fyrir ríki eins og ísland, sem svo er háð fiskveiðum, er afar brýnt aö fylgjast með og taka virkan þátt í stefnumótun- á alþjóöavett- vangi þar sem fiskveiðar eru til umræðu. A undanförnum misserum hefur veriö óvenju annríkt á þessu sviði. Auk samningaviðræðna um þorskveiðar í Barentshafi, um veiðar úr norsk-ís- lenska síldarstofninum og um karfaveiðar á Reykja- neshrygg hafa fulltrúar íslands tekiö þátt í fjölmörg- um öðrum fundum og lagt sitt af mörkum til að tryggja ábyrgar fiskveiöar. Það hefur veriö haft aö leiðarljósi í þessum samn- ingaviðræöum og fundahöldum aö ná fram sem víö- tækastri samstööu á grundvelli sanngirnissjónar- miöa. Haldiö hefur verið í heiöri sem fyrr þeirri grundvallarhugsjón að nýta beri allar auölindir hafs- ins á skynsamlegan hátt, og má minna í því sam- bandi á forystuhlutverk íslands í mótun þjóðaréttar á þessu sviði. Á þessu 50. afmælisári Sameinuöu þjóðanna var hægt aö fagna enn nýjum áföngum í því starfi sem samtökin hafa unnið á sviði hafréttar. Því miður er ekki hægt í dag aö sjá fyrir endalok deilna við nágrannaþjóöir okkar um fiskveiðar. Þótt oft hafi mátt efast um samningsvilja viðsemjenda okkar, veröur þó að vona að takast megi aö tryggja sanngjarna og réttláta nöurstööu, sem ásættanleg sé fyrir alla aðila. Samhugur Viö þessi áramót er meiri ástæða til bjartsýni en oft áöur. Árið hefur aö mörgu leyti verið gjöfult hvaö atvinnuvegi landsmanna snertir, en áfallalaust hefur það ekki verið. Hörmulegustu atburöirnir áttu sér staö í Súðavík í byrjun árs og á Flateyri í haust, og langar mig til að enda þessa áramótahugleiðingu með kafla úr ræöu sem ég flutti á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í nóvember: „ísland er fámennt land og samkennd þjóðarinnar meiri en víöast annarstaðar. Gleggst kemur sam- kenndin fram þegar náttúruhamfarir og áföll dynja yfir. Landsmenn áttu eina sál, þegar hörmungarnar urðu á Flateyri og Súðavík. Tilveran skipti um tak og sorg og samúð bjó í hverju húsi. Við íslendingar, sem allt eigum undir náttúru lands'og sjávar, vitum öörum þjóöum fremur, að hvorki veröur sköpunarverk meistarans beislað aö ráöi né skiliö til fulls. Ég sendi öllum þeim, sem 'giga um sárt aö binda vegna þeirra atburöa, samúðarkveðjur. Það er mikil- vægt aö góðvild, virðing og fórnfýsi séu rík meðal þjóðarinnar. Á þann hátt verður allt þjóöfélagiö samhentara og heilsteyptara. Sú kristna lýöræöishugsjón, sem samfélagið hvílir á, er full af krafti og hver dagur getur veriö skapandi og gefandi." Ég óska landsmönnum öllum árs og friðar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.