Tíminn - 17.01.1996, Side 1

Tíminn - 17.01.1996, Side 1
80. árgangur Forsetaframboö 1996: Talaö um Jón Baldvin sem frambjóöanda: „Ætti meiri möguleika í Litháen" Nafn Jóns Baldvins Hannibals- sonar heyrist stöhugt meira í um- ræbunni manna á mebal í sam- bandi vib væntanlega frambjóð- endur til forsetakjörs. Jón Baldvin er nýkominn heim meb sendi- nefnd Alþingismanna til Litháen, þar sem þingmönnum og þá ekki síst Jóni Baldvin var tekib meb kostum og kynjum. „Svona þér ab segja, þá held ég ab ég hefbi miklu meiri möguleika í Litháen heldur en hér," svaraði Jón Baldvin spurningu Tímans í gær og hló við. Hann sagðist vilja svara þessu síðar, spurningin kæmi frem- ur flatt upp á sig, og sér leiddist orb- ið spekúlasjónir um forsetafram- boð, alla vega í bili. - /BP Bjórsalan aukist 40% Heildarsala ÁTVR á áfengi og tób- aki nam rúmlega 12.520 milljón- um króna á síbasta ári, sem sam- svarar tæplega 130.000 kr. á hvern landsmann sem náb hefur 16 ára aldri. Þar af komu 7.940 milljónir í kassann fyrir áfengi. Áfengissala ÁTVR, mæld í lítrum hreins alkóhóls, óx nú umtalsvert annað árið í röð, eða um 3,4% frá árinu áöur — þrátt fyrir að ÁTVR hafi hætt heildsölu áfengis til veit- ingahúsa frá og með 1. desember sl. Miðað við hlut veitingahúsanna í heildarsölunni árið áður virðist ljóst að áfengissala 1996 hafi verið hátt í 6% meiri en árið áður. Öðru sinni er það stóraukin bjór- sala sem einkum einkennir sölutöl- ur ÁTVR. í fyrra var sá hluti alkó- hólsins sem íslendingar innibirtu í bjór kominn í um 40% m.v. sölutöl- ur ÁTVR. Sala brenndra drykkja heldur á hinn bóginn áfram að dragast sam- an hvað mest, eða um 18%, á Brennivíninu gamla og góða. Sala borðvína heldur aftur á móti áfram upp á vib, sérstaklega á raubvíni. ■ Umsœkjendur um opinberar stöbur: Nafnleynd afnumin Forsætisráðherra hefur sett stjórn- arráðinu reglur um afnám nafn- leyndar umsækjenda um opin- berar stöbur í framhaldi af sam- þykkt ríkisstjórnar þar að lútandi frá 29. desember sl. Samkvæmt því heyrir svonefndur „Óskar nafnleyndar" sögunni til. Þessar nýju reglur taka gildi um leið og auglýsing þess efnis hefur birst í næsta tölublaði Lögbirtinga- blaðsins. Upp frá því verður ekki þörf á að gera sérstakan fyrirvara um afnám nafnleyndar í auglýsing- um um einstaka stöbur. -grh Miðvikudagur 17. janúar 11. tölublað 1996 jón Stefánsson á cefingu meb kórnum ífyrrakvöld. Tímamynd ÞÖK Séra Flóki Kristinsson krefst uppsagnar Jóns Stefánssonar í bréfi til sóknarnefndar. Ólafur Skúlason biskup: „Kemur algjörlega í opna skjöldu" Séra Flóki Kristinsson, sókn- arprestur í Langholtskirkju, hefur ritað sóknarnefnd Langholtskirkju bréf þar sem hann fer fram á að Jóni Stef- ánssyni organista og kór- stjórnanda Langholtskirkju- kórs verði sagt upp störfum. Jón Stefánsson segir ekkert nýtt að Flóki fari fram á þetta við sóknarnefnd en herra Ólafur Skúlason bisk- up segir bréfið og opinbera birtingu þess í fjölmiðlum torvelda lausn deilunnar og það komi honum í opna skjöldu að bréfið skuli hafa komist í hendur fjölmiðla. Jón tók til starfa í kirkjunni í fyrradag eftir ab hafa verið í leyfi síðan fyrir jól. Bréf Flóka er dagsett 13. janúar en næst verður messað í Langholts- kirkju næstkomandi sunnu- dag. I bréfinu sem lesið var upp í hádegisfréttum RÚV í gær, er farið fram á að sóknarnefnd segi organista og kórstjórn- anda upp störfum og sé ástæð- an einkum framkoma Jóns sem hafi valdiö söfnuðinum og orðstír kirkjunnar miklu tjóni, auk þess sem séra Flóki segir að sér vegiö. Hann óskar þess að farið verði að lögum og ákvæði um uppsagnarfrest verði virt en frábiður sér með öllu þjónustu organistans framvegis og fer fram á það við sóknarnefnd að hún geri vib- eigandi ráðstafanir til að helgi- hald kirkjunnar geti ótruflað haldið áfram og ráðinn verði tímabundið í samráði vib Jón hljóðfæraleikari eða organisti á meðan uppsagnarfrestur renn- ur út. „Þetta er ekkert nýtt," sagði Jón Stefánsson í samtali við Tímann í gær. „Hann er marg- oft búinn að krefjast þessa við sóknarnefnd. Þetta er ekki einu sinni í fyrsta skipti sem hann gerir það bréflega. En það er augljóslega ekki mikill sátta- hugur í Flóka." Um mögulegt framhald málsins sagði Jón: „Sóknar- nefndin hefur með manna- hald að gera og ef sóknar- nefndin vill ekki reka mig er málið óneitanlega dálítib flók- ið. Ekki fyrir sóknarnefndina heldur Flóka. Þá kemur til kasta organistafélagsins sem verður að sjá um að ákvæði samninga verði ekki brotin, að einhver gangi ekki í þau störf sem þegar hefur verið ráðið í." Aðspurður hvort Jón myndi ótrauður halda sínu striki í störfum fyrir kirkjuna sagði hann að á meðan Eiríkur Tóm- asson lögmaöur ynni í málinu og fundaði með hlutaðeigandi, myndi hann reyna að halda sjó. Tíminn innti herra Ólaf Skúlason biskup eftir við- brögðum vegna bréfsins í gær. „Ég hef beðið alla aöila að gæta þess að halda þessu máli þann- ig að vatnið yrði ekki gruggað frekar. í því hefur verib númer eitt að við værum ekki að berg- mála skoðanir okkar í fjölmibl- um. Þetta eru mér gífurleg vonbrigði." -Þetta auðveldar ekki lausn deilunnar, eða hvað? „Alls ekki. Ef eitthvað er ger- ir þetta lausn deilunnar erfið- ari." Biskup sagðist ekki skilja hvernig Ríkisútvarpið komst yfir bréfið. „Mér þykir miður að bréfið skuli hafa komist í Ríkisútvarpið og skil ekki hvernig það gerist. Stjórn prestafélagsins hafði samþykkt í gær á fundi með mér að ekki yrði meira fjallað um þessi mál í fjölmiðlum. Þetta kemur mér því algjörlega í opna skjöldu." Sóknarnefnd hafði ekki tekið afstöðu til beiðnar Flóka þegar Tíminn fór í prentun í gær. -BÞ Kosningabarátta forsetaefna: Gæti vel kostaö um 10-20 m.kr. Miklar breytingar hafa átt sér stað á fjölmiðlun og kynningum síðan siðasta alvöru forsetakjör átti sér stað fyrir nærri 16 árum. Sérfræðingar um kosn- ingamennsku sem Tím- inn ræddi viö í gær gera ráð fyrir aö forsetaefnin muni nýta sér nútíma- tæknina í fjölmiðlum. Auglýsingar í fjölmiðlum og fjölmiölaumræða komi til dæmis í stað stórra framboösfunda. Það er hald manna sem vit hafa á kostnaði í kosn- ingabaráttunni að þeir sem stefna á framboð megi bú- ast vib að þurfa að greiða 10-20 milljónir fyrir kynn- ingu á sér og sínum stefnu- málum. Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill hjá GSP- al- mannatengslum, sagði að alvöru kosningabaráttu mætti framkvæma þokka- lega fyrir 10-15 milljónir króna. Ámundi Ámunda- son, víðkunnur kosninga- stjóri, sagði að áætlanir ættu þab til að hlaupa úr böndunum, dæmi væru um að herkostnaður' fjór- faldaðist á lokasprettinum. Indriði G. Þorsteinsson, fyrrum kosningastjóri við forsetakjör, tók undir þetta. -]BP Nánar á bls. 3 \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.