Tíminn - 07.02.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.02.1996, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 7. febrúar 1996 w* VFV 5 Meginstaðreyndir íslandssögunnar Einar Laxness: íslandssaga a-ö. I- III. Al- fræ&i Vöku-Helgafells. Reykjavík 1995. Titill þessa pistils er tekinn úr inngangsoröum útgefandans Ólafs Ragnarssonar aö verki Ein- ars Laxness, sem nú er gefið út í heild í annaö sinn, aukið og endurbaett. Verkið kom fyrst út á árunum 1974 og 1977, í tveimur bindum í Alfræði Menningarsjóðs. Fyrra bindið var gefið út aftur 1987. Grein- arnar voru 530 og bætt viö 20- 30 í útgáfu fyrra bindis 1987. Þessi nýja útgáfa er fyllri fyrri géröum, uppflettiorðin eru nú „um 600" auk tilvísunarorða, ýmsar greinar eru endursamdar og miðar höfundur endurskoð- unina við áriö 1984, þ.e. í grein- um sem fyllri heimildir hafa komið fram frá fyrri gerö. Heim- ildir höfundar eru fyrst og fremst íslensk rit. Höfundur ákvað sér vissan ramma í fyrstu gerð ritsins, svo sem útilokun persónusögu, enda hefði það verið ógerlegt vegna þeirrar stærðar sem ritinu var mörkuö. Ritið er mótað sem alfræðirit í ísiandssögu, uppflettiorðin vísa til stofnana, atburða, atvinnu- sögu, pólitískrar sögu flokka og félaga og atburða og annarra efna, sem telja má til meginstað- reynda íslandssögunnar. Það sem nefnist meginstað- reyndir er breytingum háð, end- anleg útlistun svonefndra stað- reynda breytist við upplýsingar og endurskoðun heimilda. Breytingarnar fara nokkuð eftir magni heimilda. Heimildir um fyrri aldir í íslandssögu eru mun takmarkaðri en heimildir um síðustu aldir, hvað þá þá öld sem enn lifir. Einhver hefur BÆKUR SIGLAUGUR BRVNLEIFSSON skrifað: „Sagan er rannsókn á sönnunum". Sannanirnar eru skráðar, þótt fornleifafræðin veiti upplýsingar, verður að túlka þær. Þaö kemur í hlut túlk- andans. Skráðar heimildir eru fastari fyrir, ef svo mætti segja. í þessu viðamikla riti þræðir höfundurinn skráðar heimildir um meginþætti íslandssögunn- ar, eftir þeirri þekkingu þeirra sem hann hefur aflað sér á löng- um starfsferli. Hann hefur unn- ið að ritinu í þrjá áratugi, endur- skoðað og endurritað. Auk þess hefur hann aukið þessa útgáfu eins og áður segir 50-70 nýjum uppflettigreinum auk aukins magns tilvísana í uppflettihlut- ann. Heimildaskrár fylgja hverju bindi um heimildarit sem höf- undur hefur stuðst við í greina- skrifum. í lokabindi er nafna- skrá, sem spannar öll bindin, nöfn á mönnum og stööum. Mikið myndefni og hagskrár fylgja í texta. Enginn, sem athugar þessi þrjú bindi, getur dregið í efa gagnsemi þessa verks Einars Lax- ness. Ritið er mjög þarft upplýs- ingarit, uppflettirit eða alfræði íslandssögunnar. Þörfin fyrir rit- ið er mjög brýn, ekki síst fyrir kennara og nemendur þessara fræða, blaðamenn og allan al- menning. Ástæöan er sú að þótt ágæt rit hafi verið samin í ís- landssögu — ekki síst „Saga ís- lendinga" sem skráð var af Páli Eggert Ólasyni, Þorkeli Jóhann- essyni og fleirum, en þeirri rit- röð varð ekki lokið; rit Jóns Jó- Einar Laxness. hannessonar um miðaldatíma- bilið og „Saga íslands" sem Hið íslenska bókmenntafélag og Sögufélagið gefa út — þá skortir nothæfa íslandssögu til kennslu og almennrar notkunar í hand- hægu og knöppu formi. Það er ekki þar með sagt að lítið hafi verið skrifað um sögu Islendinga á síðari hluta þessarar aldar, en mikið af þeim fræðum er lítt nothæft af hlutdrægnisástæðum og ánetjun höfunda til skrifa samkvæmt söguskoðun ákveð- innar hugmyndafræði í sagn- fræði, 'sem nú er góðu heilli dauð og grafin víðast hvar, nema ef vera skyldi hér á landi. Af þessum ástæðum er vandað og áreiðanlegt uppflettirit í ís- landssögu nauðsyn. Þegar fyrsta gerð þessa rits kom út, hlaut það mjög lofs- verða umfjöllun, ekki síst frá Jóni Helgasyni við Árnastofnun í Kaupmannahöfn, en hann átt- aði sig manna best á þýðingu ritsins og einnig á því starfi og eljusemi sem lá aö baki þessu þarfa riti. Nú er ritið enn fyllra og eins og áður segir er nauðsyn þess mun brýnni en þegar fyrsta gerðin kom út fyrir rúmum tveimur áratugum. Höfundur getur þess í formála að Hannes Pétursson skáld hafi verið sér til ráðuneytis og átt mikinn þátt í því að „koma verk- inu í bókarform" á sínum tíma. Agætir sinfóníutónleikar Tölfróðir menn reiknuðu út að sennilega hafi meðalaldur tónverka á hljómleikum Sinfóníuhljómsveit- ar íslands aldrei verið lægri en 1. febrúar: RÚN fyrir hljómsveit eftir Áskel Másson (1994), frumflutning- ur; flautukonsert Caris Nielsen (1926); og 5. sinfónía Sjostakóvitsj (1937) — meðalaldur semsagt frá árinu 1952, eða 44 ár. Stjórnandi var líka ungur, ekki síður en verkin, breskur Kínverji að nafni En Shao (f. 1954), og stjórn- aði af geysilegum þrótti, kunnáttu og öryggi. RÚN eftir Áskel Másson hefst og lýkur með sóló í bassaklarinettu sem Kjartan Óskarsson tók fagur- lega, en annars er verkið knúið áfram af hröðum klifandi tónum, líkustum vélarhljóði. Einn eða tveir höfðu fengið nóg af nútímatónlist þegar þessu 10-mínútna verki lauk og létu sig hverfa, en flestum líkaði það heldur vel, jiví það er litríkt og áheyrilegt. Áskell er meðal vorra al- sprækustu tónskálda um þessar mundir. í tónleikaskrá kemur fram að tón- list Carls Nielsen (1865-1931) hlaut ekki almenna viðurkenningu fyrr en á sjöunda áratug þessarar aldar, og að Leonard Bernstein hafi vakið athygli á hinum ágæta Dana árið 1965. Nú þykja sum verka hans í fremstu röö hvert á sínu sviði, ekki síst blásarakvintettinn frá 1922. Ni- elsen ætlaði að semja einleikskons- ert fyrir hvern hinna fimm félaga í Blásarakvintett Kaupmannahafnar, en kláraði ekki nema flautukonsert (1926) og klarinettukonsert (1928). Nú lék Hallfríður Ólafsdóttir einleik í flautukonsertnum — ætli jjetta hafi ekki verið frumflutningur hér á landi? Konsertinn er víst mjög snú- inn í flutningi, en ekki virtist Hall- fríöi verða mikið fyrir því. Illu heilli er flautan eitt þeirra hljóðfæra sem ekki heyrast vel þangað sem undir- ritaður hefur sæti í Háskólabíói, þannig að sitthvað í leik Hallfríðar Höf. hefur vart getað notið aö- stoðar heppilegri aðila, því að næmi Hannesar fyrir máli og sagnfræðum er alkunn. Sexhundruð uppflettiorð greina, sem eru margar endur- skrifaðar og endurskoðaðar, eru að grunni mótaðar á viðhorfum sem eru í fullu gildi, en athuga ber að hér gildir sú ályktun Esp- ólíns í lokakafla Árbókanna: „er frásagnir verðr því vandara at semja hverjum fyrir sik, sem nær er því er yfir stendr, ok færra gjörkunnugt, þá verðr allra vandast þegar fjölbreytni eykst jafnan á öllum hlutum..." Hér er átt við atburöi tuttugustu aldar og þau breyttu viðhorf til forsendna margvíslegra atburöa heimssögunnar og áhrifa þeirra hér á landi. Þrátt fýrir nálægð „þess er yfir stendur" þá verður ekki undan því skorast að skrá samtímaþætti eftir bestu vitund og heimildum, eins og höfund- ur hefur leitast við að gera. Hann hefur sett saman greinarit, sem er nú örugg heimild svo langt sem hugtakið „örugg heimild" nær og sem er markað skilningi á réttum hlutföllum heföbundins mats á þýöingu meginatriðanna. Útgáfa ritsins er vönduð og lofar góöu framhaldi nýs flokks „alþýðlegra fræðirita sem hlotið hefur nafnið Alfræði Vöku- Helgafells" (inngangur útgef- andans). Undirrituðum finnst hér einu orði ofaukið í góöum texta, sem er orðið „alþýðlegur", því mætti sleppa og helst hinni loðmullulegu notkun þess í um- sögnum og fjöllun um fræðirit almennt. Þetta orð í sambandi við sæmilegar fræðibækur á sér uppruna í óhreinni keldu, oftar en ekki notað hugsunarlaust eöa þá beinlínis í pólitískum til- gangi. Þetta orð í þessu sam- hengi er orðið að ákaflega leið- inlegri klisju, sem menn skyldu varast aö nota. Sem sagt, mæla má eindregið með þessu riti, efni og útgáfu og ber að þakka höfundi og kostn- aðarmanni þessarar bráðnauð- synlegu bókar. TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON fór fyrir lítið. Sem var skaði, því mikið orð fer af Hallfríði sem flautuleikara. Einn kunnáttumaður taldi þó að hún hefði „rómantíser- að" konsertinn um of, en um slíkt má alltaf deila. Á hinn bóginn segir í skránni að flautan skapi fágaða andstæðu við „hina hrjúfu og klunnalegu básúnu", sem David Bo- broff spilaði á, og þess vegna var rétt að leggja áherslu á fágaðan leik flautunnar. Síðust var 5. sinfónía Dmitris Sjo- stakóvitsj (1906-1975), eins af stórjöfrum vorrar aldar meðal tón- skálda. Stjórnandinn sýndi þá kunnáttu og dirfsku að stjórna þessu mikla og margslungna verki blaðalaust og dró hvergi af sér. Enda tókst flutningurinn hið besta. Sjostakóvitsj átti sem kunnugt er í ýmsum útistöðum við sovéska framámenn og mátti stundum krjúpa í duftið, en stundum orti hann undir rós að bestu manna yf- irsýn, þannig að valdsmenn áttuðu sig ekki á jiví að hann var að sprok- setja þá. Eða eins og segir í skránni: „Verk hans spanna vítt svið mann- legra tilfinninga og eru oft þver- sagnakennd. Djúphyggni og léttúð standa þar hliö við hliö og hjá Sjo- stakóvitsj má oft merkja pólitískt innihald og um leið samúð meö þeim er hafa mátt þola ofsóknir og aðrar hörmungar vegna stefnu valdhafa." — Efnismikil tónlist. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.