Tíminn - 07.02.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.02.1996, Blaðsíða 4
4 VUntom Mi&vikudagur 7. febrúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Furöufrétt um forsetaframboð Útvarpsfréttir fluttu í gær þann boðskap Svavars Gests- sonar, alþingismanns, að samkvæmt eigin hugmynd ættu forsetaefni að kveöa upp úr um það fyrir kosning- ar hvort þau ætla að beita því valdi að stöðva lagafrum- vörp sem Alþingi samþykkir eða ekki. Þessari furðufrétt fylgdi viðtal við þingmanninn sem hótaði frambjóð- endum í hönd farandi forsetakosningu, að krefja þau svara við spurningunni og væri þeim skylt að svara já eða nei. Það er næsta furðulegt að þingmaður með langa starfsreynslu á Alþingi og á ráðherrastóli skuli hafa uppi hótanir við verðandi forseta um að hann skuldbindi sig til að gefa sérstaka yfirlýsingu um stjórn- arathafnir sem upp kunna að koma í forsetatíð hans. Forseti hefur vald til að neita að undirrita lög frá Al- þingi og hann þarf ekki að tilkynna Svavari Gestssyni eða nokkrum manni öðrum hvort hann hyggst beita því valdi eða ekki. í 10. grein stjórnarskrárinnar segir að forseti vinni eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni er hann tekur vib störfum. 26. grein er svohljóðandi: „Ef Alþingi hefur sam- þykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldis- ins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær þaö þó engu að síður lagagildi, en leggja skal þab þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef sam- þykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu." Svo mörg eru þau orð og er þarna greinilega kveðið á um valdsvið forseta og skyldur hvab varöar undirskrift laga frá Alþingi. Einnig er skýrt kvebib á um ab forseti heiti að virða stjórnarskrána. Það er fráleitt að forsetaefni fari að flækja sig í ein- hvers konar kosningaloforðum um á hvern hátt það hyggst haga stjórnarstörfum sínum og hvort frambjóð- andinn hyggst ganga í berhögg við vilja Alþingis á kjör- tímabilinu án tillits til þess hvaða mál kunna að verða borin undir hann til undirskriftar. Kröfu sína um að binda hendur forseta fyrirfram byggir Svavar Gestsson á gríðarlegri lýðræðisást sem tekiö hefur sér bólfestu í brjósti hans. Hún byggist á því aö forseti leggi í vana sinn að hunsa vilja Alþingis og standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum um þau málefni sem eru hinum gamla foringja Alþýðubandalagsins hugfólgin. Vel má skjóta fleiri málum til þjóðarinnar með því að láta kjósa beint um þau og má gera það meb ýmsu móti. En að fara að skylda forseta íslands fil að gefa það upp fyrirfram hvort hann ætlar að beita því valdi sem 26. grein stjórnarskrárinnar veitir honum er fráleitt og nán- ast dónaskapur við hið háa embætti. Allir sæmilegir menn vona ab barátta forsetaefna verði drengileg og fari fram af þeim virðuleika sem embættinu hæfir. Að fara að setja frambjóðendum kost- ina er ekki við hæfi og síst ættu alþingismenn að hafa uppi ósæmilegan áróður og hvetja forsetaefni til ab ganga í berhögg við vilja Alþingis ef út í það fer. Forsetaefni geta gengið út'frá því sem vísu að þau verða ekki strengjabrúður Svavars Gestssonar og þurfa aldrei að gefa honum nein kosningaloforð. Þeim er nóg að heita að virða stjórnarskrána. Forsetaraunir s jálfstæöismanna Spakvitrir stjórnmálaáhuga- menn hafa talaö um það sem helstu pólitísku tíöindi síöustu helgar, aö teningunum var kast- aö um forsetaframboð Davíös Oddssonar þegar Guörún Pét- ursdóttir tilkynnti um framboö sitt. Framboð Guörúnar gerir það að verkum, segja menn, aö nú kemst Davíð ekki hjá að fara í framboð, vilji hann ekki eiga þaö á hættu aö eftirminnileg- asti atburöur stjórnmálaferils hans veröi sá aö hann þorði ekki í framboð gegn Guörúnu Pétursdóttur. Þau flokkssystkin- in Davíð og Guörún elduöu sem kunnugt er grátt silfur sam- an út af Ráðhúsmálum í Reykja- vík, auk þess sem Guörún hefur verið aö skattyrðast viö Hrafn Gunnlaugsson, einkavin Davíðs, út af skáldskap Hrafns. Vissulega má viö því búast að Davíö muni una því illa, ef málum veröur stillt upp þannig að hann hafi ekki þorað í framboö gegn Guðrúnu, og þaö eitt gæti stóraukið líkurnar á að hann skellti sér í slaginn. „Valhallarfræbingar'' En fleira viröist nú benda til þess að Davíð sé eftir allt á leiö í forsetaframboð, og Garra er kunn- ugt um þá skoðun fjölmargra „Valhallarfræðinga" — sem eru íslenskir arftakar hinna útdauöu „kremlólóga" — aö ýmislegt í atburöarásinni bendi eindregið til þess aö stórtíöindi séu í upp- siglingu. Einkum er þaö sú staðreynd aö verið er aö teygja flokksreglur og reyna á þanþol þeirra varöartdi tímasetningu á landsfundi. Þaö er eitt af einkennum formannsins aö láta til skarar skríöa í sínum málum í kjölfar slíkra breytinga á reglum flokksins. Minnast menn í því samhengi gjarnan á prófkjörsreglubreytingar áriö 1982, þegar núm- erakerfið var tekiö upp í stað krossa þegar kosið var. Albert heitinn Guömundsson og stuðningsmenn hans útskýröu sigur Davíðs þá með þessari breytingu. Þá minnast menn einnig á aö landsfundi var flýtt 1991 og fluttur framfyrir kosn- ingar. En á þeim fundi fór Dav- íð einmitt fram á móti Þorsteini og haföi betur eins og lands- frægt er. Verið vibbúnir! Nú hafa endurteknar frestan- ir landsfundar framkallaö væntingar hjá flokksmönnum, sem eru vel undirbúnir fyrir einhvers konar óvænt og djarft útspil af hálfu formanns síns. „Valhallarfræðing- arnir" ráðleggja því flokksmönnum aö vera viö- búnir forsetaframboði, ekki síst eftir viðtöl við formanninn í fjölmiölum um helgina þar sem hann lýsir huggulegum fundum sínum meö hin- um ýmsu stórmennum, eins og Margréti Thatcher og Símoni Peres. Benda menn á aö þaö geti verið erfitt fyrir þjóðina að hafna manni sem þjóðhöfð- ingja, sem ýmist situr viö arineld með Möggu Thatcher og er sérstaklega skemmtilegur, eöa drekkur rauövín frá Gólanhæöum meö Peres í garöveislu á Þingvöllum og hlýðir á þann ísra- elska leiötoga segja frá leyndarmálum sem ekki einu sinni Bandaríkjaforseti veit um! En allt þetta kom einmitt fram í viötölunum við ráðherrann og formanninn. Þaö væri því ótrúlegt ef slíkur heimsmaöur léti nær óþekkta stúlku (a.m.k. óþekkta í Laugarnes- inu) fæla sig frá því aö bjóöa sig fram, jafnvel þó hún sé allt í senn: vel ættuö, vel gift, vel menntuð og mikil madame. Garri Lélegt verksvit og skuldabasl Hérlendis eru undirstöðuat- vinnuvegirnir reknir með stórtapi og má ekki á milli sjá hverjir barma sér meira, forystusauðir landbúnaðar eöa stórfiskarnir í sjávarút- vegi og fiskvinnslu. Allt er þetta á heljarþröminni og er ónógum eöa of miklum af- skiptum ríkisvaldsins yfir- leitt kennt um. Stuðningur við búvöru- framleiðsluna er svo tíkarl- egur aö ekki er lengur bú- andi meö kvikfénaö eða aukabúgreinar í landinu. Ríkisvaldið skammtar út- gerðinni kvóta eins og skít úr hnefa og skattleggur sjáv- arútveginn hreint ofboðs- lega. Fulltrúar undirstööunnar í verömætasköpun og velmegun rekja raunir sínar í öllum greinum fjölmiölunar oft á dag, og er maður fyrir löngu hættur aö skilja hvað þetta fólk er aö basla viö búskap og útgerö, svo hörmulega sem þaö er leikiö af yfirvöldunum og þjóöinni allri. Er frekju- gangurinn svo mikill aö jafnvel er farið að heimta mat á verði sem lýðurinn á eyrinni ræður viö og að krefjast afgjalds af greifadæmum fiskveiðilögsögunnar. Óbjörgulegt ástand Ekki er ástandið björgulegra í ríkisrekstrinum þar sem fjármuni skortir til allra hluta og skatttekjur eru ávallt mun minni en útgjöldin. Heilbrigöisþjónustan er öll á hvínandi kúpunni og hefur þjóðargarmurinn engin efni á aö nýta öll sjúkrahúsin og tækin sem þau eru fyllt með. Deildir tæmast, álmum er lokað og í ljós kemur aö heilu stórspítalabáknunum er ofaukið og veit nú enginn hvað á aö gera viö öll ósköpin. Menntun hrakar vegna fjárskorts og ekki léttir þaö lundina aö hlusta á ræður háskólarektors um sam- bandið milli fátæktar æöstu menntastofnunarinnar og þess árangurs sem hún nær meö aö útbreiða þekk- ingu. En í svartnætti hrakandi skólakerfis er samt það ljós í myrkrinu að R-listinn mun fyrir lok kjör- tímabilsins veröa búinn aö vista öll sex mánaöa börn og eldri á menntastofnunum fósturstigsins. Þá blæs ekki byrlega í menningarmálunum þar sem til aö mynda leikhúsin ná ekki út í þær stórbygging- ar, sem reistar eru yfir leiklist- ina, og skítblönk þjóð ræður ekkert viö aö koma listaaka- demíum sínum í risavaxið sláturhús í Laugarnesi og þaö stendur sem galtómur minn- isvarði um óforsjálni og getu- leysi. Eigendurnir Sjálfhælnasta stofnun fjár- vana þjóðar, Ríkisútvarpið, er á slíku nástrái aö hún hefur ekki efni á aö nýta eigur sínar. Sjónvarpið hýrist í gömlu bílasmiðjunni við Laugaveg, en þúsunda rúmmetra bygg- ing, sem því er ætluð í Efsta- leiti, stendur auð og safnar skuldum. Þarna var sem víðar byggt stórt og dýrt án fyrir- hyggju eða vitrænnar hugsunar um notagildi. Þegar aö var fundiö á sínum tíma, var svaraö með venju- legum hroka að efasemdamenn hefðu ekkert vit á rekstri ríkisfjölmiðils eða listræn- um ar-kitektúr. Nú er sagt aö þaö kosti milljarð að flytja myndbandstækin og stúdíóið með talandi andlitum úr yfirbygginga- smiðjunni við Laugaveg í Efstaleitið, og á því hefur ríkið ekki efni fremur en að halda sinfóníuhljóm- sveit úti. Nú, eða reka heilbrigðisþjónustu eða menntakerfi sem hæfir framsækinni og tæknivæddri þjóð. Að hinu leytinu eru alltaf til næstum því nægir peningar til samgörigubóta og til að þurrka upp vot- lendi og til að standa við skuldbindingar viövíkjandi lífeyri og biðlaunum hinna göfugri stétta hins opin- bera og háttsettra ríkisbankastarfsmanna. Raunamædd stjórnvöld standa frammi fyrir þeim ofboðslega vanda að sýna verksvit og hagsýni í með- ferð fjármuna. Bögglast er við að forgangsraöa verk- efnum og standa gömlu klúörararnir í gömlu emb- ættunum fyrir því að hvergi sé hróflað við gömlu hagsmunaklíkunum, sem eiga stofnanir ríkisins, landið og miðin, offjárfestinguna að ógleymdum sjálfum landssjóönum. Og áfram verðum við skuldug og fátæk vegna þess að verksvitið vantar þegar forgangsverkefnum er raðað. OÓ * A víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.