Tíminn - 07.02.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.02.1996, Blaðsíða 8
8 Miövikudagur 7. febrúar 1996 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOI Alþjóölegi náttúrulífssjóöurinn um landbúnaöarstefnu ESB: Gagngerrar endurskoðunar er þörf Alþjó&legi náttúrulífssjóburinn (World Wide Fund for Nature) sagói í yfirlýsingu í síbustu viku af> Evrópusambandib verbi ab taka markmiö stefnu sinnar í landbúnabarmálum til gagn- gerrar endurskobunar |>egar Maastricht-sáttmálinn verbur endurskobabur á ríkjarábstefnu sambandsins. Landbúnaöur er eins og stend- ur ekki á dagskrá ríkjarábstefn- unnar sem hefst þ. 23 mars næst- komandi í Turin á Ítalíu. „Mark- mib sameiginlegu landbúnaðar- stefnunnar eru úrelt," sagbi í yfir- lýsingu samtakanna. „Þau voru sett á sjötta áratugnum og mið- ubu aö því aö hámarka matvæla- framleiðslu í Evrópu. Nú þarf ab gera grundvallarendurbætur á þeim til þess að tryggja sem mest gæði." -GB/Reuter Leiðbeiningabæklingur með skattframtali hefur að geyma nauðsynlegar upplýsingar varðandi framtalsgerðina. Kynntu þér bæklinginn vel - og útfylling framtalsins verður auðveldari en þig grunar. Rétt útfyllt skattframtal tryggir þér rétta skattlagningu. Eyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra, og í Reykjavík í bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum. Þá er minnt á mikilvægi þess að varðveita launaseðla. Ef þörf krefur eru þeir sönnun fyrir því að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi og mundu að taka afrit af framtalinu áður en því er skilað. Skilaðu tímanlega Og for^ashii álatr^ RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI br^ Skilafrestur skattframtals rennur út 10. febrúar Tœpar tvœr milljónir flóttamanna í Þýskalandi: Fleiri en í nokkru öðru Evrópuríki Flóttamenn í Þýskalandi eru nú nálægt 1.750.000 talsins, en þab er meira en í nokkru öbru Evr- ópulandi. Mibab vib mannfjölda ná einungis Svíþjób og Austurríki sambærilegu hlutfalli, ef undan eru skilin hin stríbshrjábu lönd á Balkanskaga: Króatía, Bosnía og Serbía. Af þessum hópi er þó aðeins lítill hluti sem hefur hlotið opinbera við- urkenningu á rétti til hælis sem pól- itískir flóttamenn — árið 1994 voru það 267.000 manns, en um 340.000 að auki bíða sem stendur eftir úr- skurði í máli sínu. Árið 1995 sóttu 127.937 um flóttamannahæli í Þýskalandi, sem er aðeins um þriðj- ungur þess fjölda sem sótti um árib 1992, þ.e. áður en gerð var stjórnar- skrárbreyting sem takmarkaði mjög aögang flóttamanna að Þýskalandi. U.þ.b. 400.000 flóttamenn frá Júgóslavíu fyrrverandi bíða þess að ljóst veröi hvort friðurinn, sem j>ar var samið um og virðist enn nokk- uð brothættur, festist almennilega í sessi. Þegar er byrjað á því að senda Króata aftur til sinna heimkynna, og þessa dagana er verið aö taka ákvörðun um örlög Bosníubúa. Áætlað er að einhleypir Bosníubúar veröi sendir heim í júlí og fjölskyld- ur síðan upp úr miðju næsta ári. Langstærsti hluti flóttamannanna eru þó þeir, sem annað hvort hafa ekki í hyggju að sækja um flótta- mannahæli, eða þá að umsókn þeirra um hæli hefur verið hafnað án þess þó að hægt sé að senda þá aftur til síns heimalands vegna þess að þar bíður þeirra ýmist dauðarefs- ing, pyntingar eða borgarastyrjöld. -GB/Die Woche Aukin fótœkt í Bretlandi hef- ur alvarlegar afleiöingar: Vannæring sí- fellt algengari Fátækt hefur aukist jafnt og þétt í Bretlandi á þeim 16 árum sem íhaldsflokkurinn hefur verib vib völd, fyrst undir stjórn Margaret- ar Thatcher og síban undir stjórn Johns Major. Ein afleibingin af þessu er ab vannæring almenn- ings er nú meiri en þekkst hefur frá því á fjórba áratug aldarinnar. í óbirtri skýrslu frá bresku ríkis- stjórninni er komist að þeirri nið- urstöðu að nauðsynlegt sé að grípa til skjótra aðgerða til þess að bæta mataræði milljóna Breta. Skýrslan þykir koma mjög illa við ríkis- stjórnina og rannsóknarhópnum var bannað að ræða eða mæla með því sem sumir þeirra telja vera frumskilyrði heilbrigðari matar- venja: að auka ríkisframlög. Ásamt meiri fátækt hefur sú þróun að stórverslanir eru í æ ríkara mæli staðsettar utan bæjarkjarna átt þátt í því að „heilu samfélögin búa við ófullnægjandi aðgang að uppistöð- unni í heilbrigðu mataræði." Rannsóknin sjálf stóð yfir í eitt og hálft ár undir stjórn bæbi emb- ættismanna og sérfræðinga í nær- ingar- og heilsufræðum. Þess má vænta ab stjórnarandstaðan jafnt sem neytendasamtök muni not- færa sér skýrsluna ósapart til þess ab fordæma stefnu ríkisstjórnar- innar í efnahags- og velferðarmál- um. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á þab að eftir því sem tekjur minnka þá dregur úr neyslu grænmetis og ávaxta, ekki vegna vanþekkingar heldur peninga- skortS. -GB/The Guardian Weekly

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.