Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. febrúar 1996 ðllHIÍIfll 3 Deildarstjóri á neybarmóttöku: Rannsóknaraö- ilar taki sig á Deildarstjóri slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur segir aö rannsóknaraöilar sem koma aö DNA- greiningum veröi aö taka sig saman og fara í gegnum sín mál. Trú fólks á rannsóknir geti hafa minnkaö og fæli mögulega fórnarlömb frá aö leita réttar síns. Ekki standi þó til aö end- urskoöa vinnureglur viö sýna- tökur á neyöarmóttökunni. Vegna misvísandi niöurstöðu úr DNA- greiningum haföi Tím- inn samband viö Pálínu Ásgeirs- dóttur, deildarstjóra á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, en hún hefur mikla reynslu af nauðg- unarmálum vegna starfa sinna á neyðarmóttöku fyrir kynferöis- leg fórnarlömb. Pálína sagði aö kynferðisofbeldi og heimilisof- beldi hefðu mætt nýju viðmóti í seinni tíö og fyrst á síðustu ár- um komið fram úr myrkrinu en þessi mál væru mjög viökvæm í umfjöllun. „Almenningsálitið getur litast, öll úmræða sem er neikvæð og niðurlægjandi fyrir okkar skjólstæöinga er slæm." Pálína aftók ekki aö trú fólks á rannsóknir í nauðgunarmálum gæti minnkað í kjölfar íslensku DNA- greiningarinnar og hugs- anlegt sé aö fórnarlömb veigri sér frekar viö því aö fara meö mál í rannsókn. Pálína sagði aö DNA-rann- sókn í nauðgunarmálum væri bara einn þáttur af mörgum. „Það má ekki veröa þannig eins og hefur veriö í umræöu um þetta mál að þessar þrjár DNA- greiningar yfirgnæfi öll önnur gögn sem aflaö er, s.s. sögu og lögreglurannsóknir. Þaö má ekki einblína á DNA-greining- arnar einar." Pálína sagði að lokum aö neyöarmóttakan væri ekki bundin viö lögreglurannsóknir og „menn meö gúmmíhanska", enda kæröi aöeins helmingur þeirra sem hafa komiö á neyöar- móttökuna. Fyrst og fremst væri veriö aö hlúa aö fólki, sem væri í 96% tilfella konur, og veita þeim stuðning og annað, s.s. lögfræðisaðstoð ef viökomandi hygöist kæra. 190 einstakling_ar hafa leitað sér aöstoöar síðan deildin var tekin í notkun fyrir tæpum þremur árum og er ástandið einna verst um eöa eft- ir verslunarmannahelgi. -BÞ Slysum fjölgar á börnum í bílum Slysum á börnum í bílum fjölgaði um 49 á milli ár- anna 1994 og 1995. Þaö virðist færast í vöxt aö börn séu laus í bílum og á þaö sérstaklega viö börn eldri en þriggja ára. Umferðarráð og Slysavarnafélagiö standa fyrir sérstakri viku helgaöri öryggi barna í bílum í næsta mánuöi. Herdís Storgaard, barna- slysafulltrúi hjá Slysavarnafé- laginu, segir aö svo virðist sem foreldrar séu ekki eins meðvitaöir um nauösyn þess aö börn séu fest í bílana og fyrir nokkrum árum. Þessi mál séu þó almennt í góöu horfi með yngstu börnin en fari aö færast í verra horf um leið og þau ná 2 1/2 til 3 ára aldri. Á síðasta ári slösuðust 123 börn sem voru farþegar í bíl- um en áriö 1994 voru þau 74. Sigurður Helgason hjá Um- feröarráöi segir að þótt þarna hafi orðið nokkuö snörp breyting megi sjá þróun í þessa átt nokkur undanfarin ár. Á sama tíma hefur fjöldi slysa á gangandi börnum staðiö í stað. Siguröur segir ekki síst ástæöu til að hafa áhyggjur af þróun mála á landsbyggð- inni. Sérstaklega eigi þaö viö í minni byggðarlögum þar sem fólki finnist kannski ekki taka því aö festa börnin í bílana. Einnig sé mikilvægt að fólk hugi aö því hvort bílstólar séu rétt festir í bílana. -GBK Kammersveit Reykjavíkur. Meistarar 20. aldar Kammersveit Reykjavíkur held- ur tónleika í Listasafni íslands nk. mánudagskvöld, þ. 12. febrúar kl. 20.30, og teflir þar saman nokkrum af meisturum 20. aldarinnar. Verk þessara meistara heyrast ekki oft hér á landi og munu sum verkin ekki hafa heyrst hér fyrr. Þessi tón- skáld hafa öll nú þegar markað sín spor í tónlistarsöguna og teljast nokkur þessara verka tímamótaverk. Meö þessum heimsfrægu nöfnum er settur meistari þessa tíma, Jón Leifs. Á efnisskránni eru Konsert op. 24 (1934) eftir A. Webern, Oct- andre (1923) eftir E. Varése,. Kvintett op. 50 (1960) eftir Jón Leifs, Serenata I (1957) eftir L. Berio og Madrigalar I-IV eftir G. Crumb. Einleikari í verki Berios er Martial Nardeau, flautuleik- ari. Marta G. Halldórsdóttir syngur einsöng í Madrigölum Crumbs og stjórnandi á tónleik- unum er Bernharöur Wilkin- son. ■ Rannsóknarstofa í lyfjafrœöi: Dauösföll af völdum morfínlyfja nœr óþekkt hér fyrir 7 992: Fimm dauðsföll af völdum morfínlyfja á síöasta ári Tíu dauösföll sem komið hafa til rannsóknar á vegum Rann- sóknarstofu réttarlæknisfræöi á sl. fjórum árum hafa veriö rak- in til töku þriggja morfínlyfja, ýmist meö eöa án annarra lyfja, í óhæfilega stórum skömmtum samkvæmt frétt í Læknablab- inu. Meb einni undantekningu hefur fólkib veriö á milli fer- tugs og sextugs. Helmingur allra þessara daubsfalla, eba 5, uröu á síðasta ári. En daubsföll af völdum morfínlyfja voru nánast óþekkt hérlendis fyrir 1992. Aö sögn Matthíasar Hall- dórssonar abstobarlandlæknis er ekki hægt ab rekja þessi daubsföll til þess aö læknar hafi ávísab þessum lyfjum á nöfn þeirra sem látist hafa. Spurn- ingin sé hvort þeim hafi veriö smyglab eba stolib. „Þaö vekur sérstaka athygli ok- ar, að svo mörg slík dauösföll skuli hafa orðið einungis á fjórum árum, þar eö dauðsföll af völdum morfínlyfja voru nánast óþekkt hér á landi fyrir 1992. Viö höfum raunar bent heilbrigöisyfirvöld- um á þetta með bréfi í nóvember 1994. Frá þeim tíma hafa hins vegar oröiö fimm slík dauðsföll og getum viö því ekki oröa bund- ist. Sérstaka athygli vekur aö helmingur þessara dauðsfalla skuli vera vegna töku metadóns. Finnst okkur það þurfa sérstakrar athygli viö", segir í tilkynningu Rannsóknarstofu í lyfjafræöi í Læknablaðinu (2. tbl.'96). „Vegna þessarar ábendingar höfum viö athugaö hvort þessi lyf, sem eru eftirritunarskyld, séu meira útskrifuö af læknum nú en veriö hefur, og viö höfum ekki fundið það. Þaö hefur líka verið farið yfir nöfn þessa fólks sem lát- ist hefur og þaö hefur sýnt sig aö þessum lyfjum hefur alla vega ekki verið ávísaö á nöfn þessara einstaklinga", sagði Matthías aö- stoðarlandlæknir. Hann bendir m.a. á aö amfetamínlyf, sem mik- ið er talað um um þessar mundir, séu t.d. í sáralitlum mæli skrifuð út af læknum. Til aö fá þau af- greidd þurfi raunar aö framvísa sérstökum gulum kortum, sem undirrituð eru af honum sjálfum. „Síöan er annað mál hverju menn smygla og hverju menn stela, eða fá hugsanlega út á fölskum for- sendum". Skýringar á svo mikilli fjölgun þessara dauösfalla í fyrra telur Matthías líka geta falist í því aö þá hafi verið enn betur leitað. „A.m.k. sjáum við ekki, í okkar at- hugunum, aö læknar séu að verða neitt óvarkárari meö þessi lyf, raunar þvert á móti. Ég held aö eftirlitið sé raunverulega meira nú en oft áður. Dópistarnir eru a.m.k. farnir aö kvarta svolítið undan því aö þaö sé orðið erfiöara að fá lyf hjá læknum. Læknar eru orðnir sér vel meðvitaðir um þetta og í heildina tekið finnst mér aö ástandið hafi skánaö veru- lega varöandi þau lyf sem fólk kallar „læknadóp". Matthías segir það mjög gott að fá þessa ábendingu frá Rannsókn- arstofu í lyfjafræði, sem eigi líka aö koma þeim til landlæknisemb- ættisins. Og þar verði líka tekið fullt tillit til þeirra og reynt að at- huga þær. Feröakaupstefna Flug- leiöa: Búist er viö tugmilljóna samningum Alls 130 sölumenn feröa- skrifstofa í Skandinavíu og N-Ameríku veröa - meðal þeirra 230 kaupenda og selj- enda feröaþjónustu á áfangastööum Flugleiöa, sem félagiö hefur boöiö til ferbakaupstefnu hér um helgina, 8. til 11. febrúar. í tilefni þess aö Flugleiðir hefja áætlunarflug til Hali- fax í Nova Scotia í vor koma fulltrúar frá Kanada nú á þessa árlegu kaupstefnu í fyrsta sinn. Feröamöguleikar í hverju landi veröa kynntir í 55 ferða- og kynningarbás- um, þar af 16 íslenskum. „USA-Canada/Scandinavia- Iceland Mid Atlantic Works- hop and Travel Seminar", er nafnið á feröakaupstefnunni. Reiknað er meö aö tugmillj- óna samningar milli þessara aöila muni líta þar dagsins ljós. Sem dæmi um stóraukin umsvif nefna Flugleiðir að far- þegum þeirra milli Skandinav- íu og N-Ameríku hafi fjölgaö um hátt í helming (47%) síö- ustu tvö árin, úr um 43.600 ár- iö 1993 í 64.200 árið 1995. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Dróttkvæði og fimmundarsöngur Listaklúbbur Leikhúskjallarans stendur fyrir söngvöku mánu- daginn 12. feb. þar sem Þórar- inn Hjartarson og Ragnheibur Ólafsdóttir gefa sögulegt yfirlit yfir íslensk alþýbulög í tali og tónum — allt frá dróttkvæbum og fram á okkar daga. í fyrri hluta dagskrárinnar verð- ur fjallað um þjóðlög og m.a. sunginn fimmundarsöngur og rímnalög en seinni hlutinn er helgaöur alþýöulögum frá þessari öld og verða þá m.a. flutt lög eftir Jórunni Viðar, Valgeir Guöjóns- son, Leif Þórarinsson, Atla Heimi Sveinsson, Hörð Torfason o.fl. Söngvakan hefst kl. 20.30. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.