Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 10. febrúar 1996 Cigtarráö setur afstaö frœösluátak um bein- þynningu kvenna: Drekka mjólk og hreyfa sig Gigtarráb, sem skipab var í desember sl., mun ab tilmæl- um heilbrigbisráöherra ein- beita sér aö forvarnastarfsemi og veröur til aö byrja meö hrundiö af staö fræösluátaki um beinþynningu hjá konum. Komiö veröur af staö fræöslu- átaki, en aö sögn Arnþrúöar Karlsdóttur, formanns ráös- ins, er hægt aö vinna mjög markvisst aö forvörnum gegn beinþynningu. Helsta ráöiö til aö verjast beinþynningu er aö drekka mjólk til aö fá kalk í líkamann og stunda einhverja hreyfingu. „Mér skilst aö meö því móti sé hægt aö koma aö verulegu leyti í veg fyrir bein- þynningu, sem leggst miklu fremur á konur eftir aö breyt- ingaskeiöinu sleppir. Þá stökkna svo öll bein aö þær eru alltaf aö brjóta sig," segir Arnþrúöur. Ætlunin er aö setja á stofn Rannsóknarstofu í gigtarrann- sóknum í samvinnu Ríkisspít- ala, Háskólans og menntamála- ráðuneytis. Búist er við aö hún opni í vor og er Gigtarráðinu ætlað aö fylgja því máli eftir. Tölur frá árinu 1990 sýna að greiddir voru sjúkradagpening- ar vegna gigtsjúkdóma í tæplega 52.000 vinnudaga. Langflestir, eða um 17.000 dagar, voru vegna bakveiki. Talið er að 14.000 konur og um 11.000 karlar séu frá vinnu vegna verkja í mjóbaki einhvern tím- ann á hverju ári. „Þetta er sjúk- dómur sem tekur svo stóran toll af vinnandi mönnum í landinu, að ríkiö verður að koma miklu meira til móts við þetta vanda- mál en verið hefur," sagði Arn- þrúður. Reiknað hefur verið út að hver króna, sem lögð sé til gigtarlækninga, skili sér marg- falt til baka. Alls kosta gigtsjúk- dómar heilbrigðiskerfið Iíklega um 20% af framlagi hins opin- bera til heilbrigðismála í land- inu. LÓA Lengi Hvort er þaö flónska eða fólska þeg- ar pistlahöfundur kemur sér hjá því að bera fram rökstudda gagnrýni, en beitir þess í stað útúrsnúningum og gífuryrðum til að villa lesendum sýn? Svarið hlýtur að markast af því hversu meövitaður pistlahöf- undurinn er um framkomu sína. Höfundur fimmtudagspistla Tím- ans, sem bera heitið „Frá mínum bæjardyrum", kemur til dyranna eins og hann er klæddur, en harla virðist útsýnið frá þeim bæjardyr- um takmarkað. Pistlahöfundurinn heldur upp- teknum hætti síðastliðinn fimmtu- dag og áréttar gagnrýni sína á und- irritaðan, sem hafi búið til vand- lætingarfrétt um veðsetningar- heimildir bæjaryfirvalda í Kópavogi, sem ekki hafi átt við rök að styðjast. Þá hafi undirritaöur bit- ið höfuðið af skömminni með sleggjudómum um embættisfærslu sýslumannsins í Kópavogi. Telur pistlahöfundur að á þessu þurfi að biðjast afsökunar, en efnislega fjall- ar hann ekkert um málið að öðru leyti. Svar mitt við þarsíðustu skammargrein hans virðist engu hafa breytt. Stundum þarf þolinmæði til að útskýra einföldustu hluti og skal Gigtarráb oð störfum. Tímamynd CS / t llövji 2 ht\óp i ,1» tunn teynd' buH'ð.'g»'i0 un’ 'm'.l SkroWJÖ imaðut S«i ,nn but' '■ .uti't-bvi' ið réut*'3 „ al finn nauv gj,'inaiko«n»ö ,i bteRóau' -' Uiut Í iiöist halaWi'- ö ,( vVótntnun'. ,, tytit utanbet UtútiKópavnj i (cUgsmS'atióu úiaiiðuneyt'J- vib '“.[.löl' „ en ensinn vlí ,, nliuni 1'"""“ VlÓÖU itast tnegi f ra na Þat i mínUm 1,,-uanvaö- . .Uamlkrt b*\*r mgatheitn- ^yrUm uniiúin hclut , ck ini'tóVm viioiö uan>W .■iiiöu vali.* uúa1 2. svona traiutei Týiirs s»n,in'' vi\ monnu'n ab « SE^n'»'SLi;'ií meö vtiunaöut Filt únu . v • /ípvj-u otb varpsstoövat þcss' 't«7S | uuluui lH'gJI ,ð j i tm'S'u ma manninn reyna Utt V" s’n,v *' l^.ii vetöa , vctA ltón't-a (léiiatnenn cúi -'n' r» - íW'P'^ '*í„i i.nOU,- i Mnb h ,rov,ð,.,n,nS>'l""n' ,wi,Mi>n«'';“' ,.v, in •«' ..„„.iuiii't"’ „,löi w” :nv' »b ,,yW» nni mrt ,„,iö hol'ií"" >, ' ,lf(W.,uv Iicísinb*"0"’ i v.bp'ns' t. LOVt Lto 'uT,;'jrv.vn"' LESENDUR því endurtekiö að það er frétt þegar Kópavogskaupstaður veitir heimild til veðsetninga og tekur sjálfur veð í einstökum íbúöum sem hvergi eru til nema á skipulagsteikning- um. Um það voru þrír virtir lög- fræðingar, sem málið var boriö undir, sammála, þeirra á meðal for- maður Húseigendafélagsins. Undir- ritaður tók enga efnislega afstöðu til verknaðarins, það hafa aðrir gert. Hin megingagnrýni pistlahöf- undarins fasta hjá Tímanum er jafnvel meir út í hött en sú fyrri. Þegar hann talar um sleggjudóma um embættisfærslu sýslumanns í Kópavogi, á hann líklega við það þegar í frétt á Bylgjunni var haft beint eftir fyrrverandi fulltrúa sýslumanns í Kópavogi að þinglýs- ingarmál hjá embættinu hefðu ver- ið í ólestri. Mótmæli sýslumanns við þessu voru birt, en fréttin rétt eins og áðrar af þessum málum, stendur. Pistlahöfundurinn þykist svo al- deilis hafa komist í feitt, þegar hann undir lokin segir undirritað- an hafa „bitiö höfuðið af skömm- um" með því að segja í síðustu svargrein einn bæjarfulltrúa hafa kært málið til félagsmálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis, sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Hið rétta er að Helga Sigurjónsdótt- ir, fulltrúi Kvennalista, hefur óskað eftir lagalegu áliti frá félagsmála- ráðuneytinu og sér pistlahöfundur enga ástæðu til að geta þess í hneykslunarkasti sínu. Þetta hefur þó ekki enn verið efni í frétt á Stöð tvö, þótt annar ljósvakamiöill hafi getið þessa og hefur því ekkert að gera með gagnrýni pistlahöfundar- ins á fréttaflutning stöðvarinnar. Ekki nenni ég að eiga áfram í jafn ómálefnalegum þrætum við Leó E. Löve og hann hefur stofnað til, en bendi honum á að anda rólega þar- til lagalegt álit félagsmálaráðuneyt- isins liggur fyrir. Þá, eins og hingaö til, getur hann treyst því að Stöð tvö standi vaktina og greini rétt og skilmerkilega frá málefnum Kópa- vogsbæjar. Sigursteinn Másson, fréttarnaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar Utburðarmál í Ölfusi Athugasemd vegna viötals viö Jón Höskuldsson í Tímanum 7. febrúar Tímamynd BC 1) Kauptilboðið: Við buöum 14 milljónir í jörðina. Þegar matið fór fram hinn 13. maí 1992 var húsið hitað upp með gömlum rafmagnsofnum, sem voru flest- ir að verða ónýtir. Því var óhjá- kvæmilegt til að verja þessa eign ríkisins skemmdum að taka inn hitaveitu. Kostnaður við hana nam kr. 462.000. Endurbætur þessar voru gerðar í janúar og febrúar 1994, 4-5 mánuðum seinna en ríkið gerði kaupsamn- ing við okkur. Þessar endurbæt- ur voru því ekki innifaldar í kaupverðinu. Þegar ráðuneytið virtist ætla að gera alvöru úr því aö reka okkur af jöröunum, var því sent innheimtubréf. Því var aldrei svarað, en viö fengum þau boð frá ráðuneytinu að það væri tómt kjaftæöi að við ætt- um hitaveituofnana. Sé ekki reiknab með ofnunum sem ráðuneytið virðist ætla að reyna að hafa af okkur, nam til- bob okkar kr. 13.538.000. Til- bobið, sem ráðuneytiö tók, hljóöaði upp á kr. 13.414.637 (Heimild: Jón Höskuldsson í DV 7. febr., bls. 15). Okkur var kennt í barnaskóla ab það væri lægri tala en 13.538.000. 2) Uppsögnin: Hún var send ráðuneytinu til þess að reyna að knýja þaö til að standa við fyrri loforð, sem m.a. koma fram í þingskjali 219/1989, en þar seg- ir m.a.: „A fundi 28. nóv. 1989 ákvað ríkisstjórn íslands: Jarð- eignum ríkisins verði gert kleift að abstoba loðdýrabændur við yfirtöku eigna á ríkisjörðum." 3) Matsverðiö: Jón Höskulds- son sagði sjálfur í samtali við okkur og Ragnar á Kvistum ab engar líkur væru til að verðið lækkabi við nýtt mat og viður- kenndi með þögninni að krafa um nýtt mat væri framsett til þess að tefja fyrir afgreiðslu málsins. Vissulega er honum frjálst að halda því fram núna að þetta hafi veriö stórgreiði við okkur. 4) Mismunun eftir landsvæb- um, Jarðeignir ríkisins og Jarða- sjóður ríkisins: Samstarfsmaður Jóns, Björn Þorláksson, fullyrti fyrir nokkrum dögum í margra manna viðurvist að þegar Jarða- • sjóður hefði keypt jarðir af bændum væru þær komnar í umsjá Jarbeigna ríkisins og um þau giltu sömu lög og aðrar rík- isjarðir. Eftir Jóni er haft aö mat ráð- herra frá árinu 1991 hafi verið að standa ekki lengur í því að kaupa eignir af bændum á ríkis- jörðum án ábúðarloka þeirra. Hér fer á eftir listi yfir nokkrar ríkisjarðir þar sem ríkið hefur keypt flest eða öll hús, en bónd- inn fær að sitja áfram: a) Aubkúla í Húnavatnssýslu. Eignirnar voru keyptar á árinu 1991 og ábúandinn flutti á jörb- ina eftir nokkurra vikna fjar- veru. b) Setberg á Skógarströnd. Eignir ábúanda voru líklega keyptar fyrir 1991, en ráðuneyt- ið sagbi honum upp ábúð og bar honum að flytja af jörðinni á fardögum 1993. Uppsögnin var síðan dregin til baka og bóndinn situr jörðina enn og ríkið á öll hús. c) Vellir í Ölfusi. Bóndinn þar sagbi upp ábúð 14. nóv. 1994. Ríkið keypti hús hans öll nema skemmu þar sem hann stundar sína atvinnu. Auk þess fékk hann úthlutað nokkrum hekt- urum úr jörðinni til þess að stofna nýbýli. Um sama leyti og þetta var að gerast hafnaöi ráðu- neytiö beiðnum okkar og Ragn- ars á Kvistum um ab vib fengj- um að kaupa hús okkar aftur. d) Bakkagerði í Svarfaðardal. Eftir lát bóndans á síðasta ári fékk systir hans umráðarétt yfir jörðinni. Ráðuneytið var hins- vegar ófáanlegt til að leigja öðr- um úr okkar fjölskyldum ábýlis- jarðir okkar. Okkur er einnig kunnugt um einkajarðir sem ráöuneytið hef- ur keypt án ábúðarloka viðkom- andi bónda, en nú er mál aö linni. 5) í DV hinn 22. jan. þ.á. er Frá útburöinum á Hvoii sl. mánudag. haft eftir Guömundi Bjarnasyni landbúnaðarráðherra varðandi sölu á jörb í Stöövarfirði: „Það er rétt að ábúandi á jörðinni óskaði eftir aö kaupa hana og þá er hin almenna regla sú að ábú- andinn situr fyrir. Þá hafa jarð- irnar ekki verið auglýstar, held- ur samið við viðkomandi um að hann fengi að kaupa jörðina." Aubvelt er ab bera þessa yfirlýs- ingu ráðherra saman við af- greiðslu þá sem mál okkar og Ragnars á Kvistum fengu. Um svik Halldórs Blöndals verbur fjallað síðar, en lesend- um skal eftirlátið að dæma um sannleiksgildi þeirrar staðhæf- ingar Jóns Höskuldssonar að fjarri lagi sé að tala um mann- greinarálit. Björgvin Ármannsson, Hrönn Bergþórsdóttir, fyrrverandi ábúendur á Hvoli Aösendar greinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar geta þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt. mm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.