Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 18
18 ma*£___r.____ Laugardagur 10. febrúar 1996 1- A N D L ÁT Anna Ema Bjarnadóttir, Hraunbæ 25, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 3. febrúar. Ánna Kristín Jónsdóttir, Heiöargeröi 96, Reykjavík, lést í Landspítalanum 7. febrúar. Auöur Kristín Guöjónsdóttir, Höföagrund 8, Akran., lést í Sjúkrahúsi Akraness 4. febrúar. Ármann Guönason, Hrísateigi 18, lést 5. febrúar. Áslaug Valdemarsdóttir, Höfðabakka 9, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri 4. febrúar Ásmundur Hálfdán Magnússon, fyrrv. verksmiðjustjóri, Eyrarstíg 1, Reyöarfiröi, lést á heim- ili sonar síns í Reykjavík föstudaginn 2. febrúar. Ástríöur Sigurjónsdóttir frá Ljótshólum, Drápuhlíö 42, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 1. febrúar. Baldur Helgason sjómaöur, Dvergabakka 4, Reykjavík, síðast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfiröi, lést í Landspítalanum 2. febrúar. Elín Óladóttir, Hnífsdalsvegi 10, ísafirði, lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar aö kvöldi 1. febrúar. Ester Skúladóttir andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 19. janúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Eygló Kristjánsdóttir lést á heimili sínu aö Skriðuseli 1 sunnudaginn 4. febrúar. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Ölduslóö 43, Hafnarfirði, lést 3. febrúar. Hallgrímur P. Þorláksson frá Dalbæ lést í Sjúkrahúsi Suðurlands föstud. 2. febrúar. Helga Rósa Ingvarsdóttir, Vallholti 3, Ólafsvík, lést í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 3. febrúar. Ingibjörg Olga Hjaltadóttir, Bröndukvísl 22, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 2. febr. Jakobína Theódórsdóttir, Löngumýri 22b, lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur 2. febrúar. Jóhanq Bergmann, Suöurgötu 10, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja sunnu- daginn 4. febrúar. Katrín Guöjónsdóttir, Birkihvammi 2, Kópavogi, lést aö heimili sínu miðvikudag- inn 31. janúar. Katrín Sveinsdóttir, fyrrv. talsímakona, Fannborg 8, Kópavogi, lést í Borgarspít- alanum aö kvöldi laugardags 3. febrúar. Kristján Oddsson, Víðivöllum 2, Selfossi, er látinn. Kristmundur Anton Jónasson (Toni) framreiöslumaður, Vesturgötu 73, lést á heimili sínu laug- ardaginn 3. febrúar. Leifur Eiríksson, Hlemmiskeiöi, Skeiöum, lést í Landspítalanum mánudag- inn 5. febrúar. Leó Jónsson, Hverfisgötu 11, Siglufirði, lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar miö- vikudaginn 31. janúar. Margrét Magnúsdóttir, Suöurgötu 32, Keflavík, er látin. Marta Daníelsdóttir, Vesturgötu 7, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 6. febrúar. Óli Þór Hjaltason múrarameistari, Hringbraut 11, Hafnarfiröi, lést á heimili sínu þriöjudaginn 6. febrúar. Páll Þórhallsson frá Brettingsstöðum á Flateyjardal lést á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð 5. febrúar. Petrína Guörún Sveinsdóttir frá Miösitju, Skagafiröi, Njálsgötu 13b, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landakots 22. janúar. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Pétur Tryggvi Pétursson, Grænagaröi, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði 3. febr. Rósa Ólafsdóttir frá Vík í Mýrdal, Valsmýri 4, Neskaupstaö, lést í Sjúkrahúsi Neskaupstaðar 27. janúar. Samúel Jón Samúelsson, Espigeröi 20, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. febrúar. Sigríöur Bjarnadóttir, Holtsgötu 16, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 3. febrúar. Sigrún Guöjónsdóttir, Vatnsnesi, Grímsnesi, andaöist á Kumbaravogi 2. febrúar. Sigvaldi Kristjánsson frá Ósi í Steingrímsfiröi andaöist í Landspítalanum 22. janúar. Útför hans hefur veriö gerð. Skúli Þóröarson skipasmíðameistari lést á Sjúkrahúsi ísafjarðar 8. febrúar. Thor Jensen G. Hallgrímsson, Kleppsvegi 134, andaðist á Grensásdeild Borgarspítalans þriöjudaginn 6. febrúar. Þorgeröur Einarsdóttir, Furugeröi 1, lést í Landspítalanum að kvöldi 2. febrúar. Þorvaldur Ámason Þorvaldur Ámason frá Vatnsskarði, Freyjugötu 1, Sauðárkróki, var faeddur 29. mars 1931 og dð 14: janúar 1996. Þorvaldur var sonur hjónanna Áma Ámasonar og Sólveigar Einars- dóttur. Eina systur átti Þorvaldur, Guðrímu, sem er gift Magnúsi Bjam- freðssyni og eiga þau þrjú böm. Þor- valdur giftist Ingibjörgu Halldórsdótt- ur frá Halldórsstöðum 10. júlí 1958. Eignuðust þau fjögur böm: 1) Sólveig, f. 12. mars 1960, var áður gift Krist- jáni Alexanderssyni og átti með hon- íim bömin Inga Björgvin og Hrafn- hildi Sonju. Unnusta Björgvins er Harpa Lind Tómasdóttir og eiga þau dótturina Alexöndm Lilju. Sambýlis- maður Sólveigar nú er Gunnar Péturs- son og eiga þau dótturina Elínu Petru. 2) Guðrítn Halldóra, f. 31. maí 1961, gift Valgeiri Þorvaldssyni; þeirra böm ent Þröstur Skúli, Linda Fanney og Sólveig Erla. 3) Kristín, f. 4. apríl 1964, sambýlismaður hennar er Bjöm Pálmason og eiga þau bömin Sigríði Ingu og Þorvald Inga. 4) Hall- dór, f. 25. ágúst 1971, sambýliskona hans er Sonja Hafsteinsdóttir og eiga þau dótturina Hafhinu Ýr. Mig langar að minnast föður míns, Þorvaldar Árnasonar, sem oftast var kenndur við bernskuheimili sitt, Stóra-Vatnsskarð í Skagafirði. Það er komið að kveðjustund, tíma þjáninga er lokið. Upp í hug- ann koma minningar frá bernsku- árunum, þegar við áttum heima á Vatnsskarði. Þar snérist lífið mest um búskap og mátti ég ekki af neinu missa í því sambandi. Pabbi var einstaklega duglegur að hafa okkur með sér, þótt veður væru oft válynd á Skörðum. í minningunni verða feröimar ríð- andi með pabba niður að Arnar- stapa eins og ævintýri. Fór hann með okkur systurnar þrjár, þá yngstu á hnakknefinu og hinar hvora við sína hlið, og teymdi und- ir okkur, enda vorum við ekki háar í loftinu. Er ég viss um að börn í dag hlakka ekki meira til utan- landsferða en við gerðum til þess- ara ferða. Æöi oft fórum við með honum í mjólkurbílnum og var þá stundum komið við á Varmalæk og keypt vínber. í stóðrekstur fékk ég að fara með pabba 11 ára, frá Vatnsskarði. Fór- um við yfir Svartárdalsfjall. Var þetta stórskemmtileg ferð, pabbi þekkti öll kennileiti og bændurna á bæjunum sem við komum á. Pabbi var mikill hestamaður og átti hross allt sitt líf, hefði ekki get- að hugsað sér lífið án hestanna. Margt hrossið tamdi hann á lífs- leiðinni og var mjög oft til hans leitað með tamningar. Hann var einstaklega duglegur að fást við erf- ið hross og tókst honum oft að gera gæðinga úr hálfgerðum villidýrum. Hann gladdist mjög yfir áhuga bama sinna og barnabama á hest- unum og var óþreytandi að dútla með þeim og hjálpa. Ávallt ef járna. þurfti hest eða lagfæra reiðtygi, var hann reiöubúinn að leysa það. Hann vann mikið úr leöri af hesta- vörum og færði hann vinum og fjölskyldu marga gjöfina sem var afrakstur hans vinnu. Alla tíð prjónaði pabbi mjög mikiö og hafa margir notið hlýju af vettlingum eða sokkum sem hann gerði. Voru barnabörnin einkar stolt af að sýna vinum sínum hluti sem afi þeirra hafði prjónaö. Stytti það honum margar stundir að geta gripið í prjóna eða lesið eftir að heilsan fór að bila. Pabbi var mjög virkur félagi í Karlakórnum Heimi frá 1961, eöa í tæp 35 ár. Naut hann þess félags- skapar mjög og hafði óbilandi metnað fyrir kórinn. Má'geta þess því til staðfestingar aö á meöan hann dvaldi á sjúkrahúsinu síðustu vikurnar, seldi hann óhemju af spólum og diskum með þeirra nýj- asta söng. Mér er það einkar minnisstætt í síðasta sinn er ég kom til hans og gat talað við hann, að honum var efst í huga velgengni kórsins á þrettándaskemmtuninni. Margar ógleymanlegar ferðir fóru þau mamma og pabbi með kórnum, bæði utanlands og innan, og eru það yndislegar minningar fyrir mömmu að ylja sér við. Pabbi var harðduglegur maður, þurfti alltaf að hafa nóg fyrir stafni. Hann var ákveðinn maður og bjart- sýnn, vildi láta hlutina ganga rösk- lega fyrir sig. Hann bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg, átti erfitt með að sýna væntumþykju sína eins og t MINNING hún var. Hann notaði þá tækni að vera hulinn skel, en innan hennar var mikil ást og hlýja. Mér varð oft hugsað til þess, þegar hann var að sinna barnabörnunum. Þá var hann oft að gera fyrir þau það sem hann hafði ekki getað gert fyrir sín börn. Eftir að hann veiktist í mars s.l. breyttist líf hans mikið. Hann end- urmat svo margt og notaði hvern dag til hins ýtrasta, naut þess mjög að vera í návist við fólkið sitt. Hann var mjög stoltur af hópnum sínum og gladdist yfir árangri hvers og eins. Fylgdist hann mjög vel með þeim framkvæmdum sem við stöndum í og naut þess að geta tek- ið þátt í söng Heimis á s.l. Jóns- messuhátíðum. Hans óbilandi áhugi og trú á lífið var mjög sterk. Það sást vel á því að í nóvember s.l, tók hann á hús hross sem börnin mín eiga, og ætl- aði að dunda við að temja þau til að hafa eitthvað til að hugsa um. Á abfangadag fékk hann að fara heim af sjúkrahúsinu og var heima til morguns annars í jólum. Á jóla- dag er venja ab mín fjölskylda komi öll til okkar að Vatni; var það ein af hans síðustu óskum að kom- ast það. Honum tókst það meira af vilja en mætti og áttum við saman yndislegan dag. Var það okkur dá- samleg jólagjöf. Pabbi stóð ekki einn. Hann átti einstaka eiginkonu, sem stóð við hliö hans í lífinu, sem bæði átti sín- ar björtu og dökku hliöar. Undir það síöasta var hún hjá honum nætur og daga og sýndi fádæma dugnab og styrk; Eg held að það sé okkur öllum mikils virði að hafa haft þær aöstæður að geta dvalið hjá honum síðustu stundirnar. Eg vil fyrir hönd móður minnar og systkina þakka öllu því hjúkrun- arfólki á Sjúkrahúsinu á Sauðár- króki, sem hlut átti að máli, fyrir einstaka umhugsun á pabba, öll gæðin og hugulsemina við mömmu og hlýlegheitin í okkar garð. Að lokum vil ég þakka þér, elsku pabbi minn, allar góðu stundirnar sem við áttum saman, allt sem þú kenndir mér og gafst, allt sem þú gerðir fyrir fjölskyldu mína. Við minnumst þín eins og þú sjálfur hefðir viljað, í gleöi, ást og kær- leika. Elsku mamma, þú hefur mikið misst, en þín einstaka ró og trú á lífið vona ég að hjálpi þér í sorg- inni. Megi góður Guð leiða okkur öll, sem sitjum hljóð og söknum þín, og hjálpa til að sjá sólina þegar hún fer að skína. Sólveig systir mín komst svo að orði á kveðjustund: Hjartans þökk fyrir ásttið þína, ántm liðnttm ég aldrei gleymi. Við Gunna, Halldór og litla Stína ■ biðjuni að Guð þig œtíð geymi. Þótt okkar samleið endi um stund, skal ég ávallt muna. Til að grœða auma und við eigum minninguna. „Hafi maöur innrætt börnum sínum eldmóð og áhuga, getur maður dáið áhyggjulaus, því þá hefur maður arfleitt þau að ómet- anlegum verðmætum." (Thomas A. Edison) Guðrítn Halldóra Þorvaldsdóttir, Vatni Elsku afi, þab er svo erfitt að trúa því að við fáum ekki aö hafa þig lengur hjá okkur. Við eigum svo margar yndislegar minningar af Freyjugötunni hjá ykkur ömmu. Æði oft, þegar foreldrar okkar þurftu að bregða sér frá, voruð þið boðin og búin að gæta okkar, sækja okkur og flytja og stjana við okkur. Oft var farið í hesthúsið og dundað þar langar stundir. Þú hafðir alltaf tíma til að hjálpa okkur og mátti ekki á milli sjá hvor var glaðari, vib eða afi. Eftir að þú varðst lasinn þá var svo skrítið að koma á Freyjugötuna. Þú varst oft heima, þab var ólíkt þér, því alltaf áður þurftir þú að hafa eitthvað fyrir stafni. Þú pass- aðir okkur oft þegar þurfti og geymum við þær minningar í hjarta okkar. Við, sem yngst erum, eigum svo erfitt meb ab skiija að við fáum aldrei oftar að lúra hjá þér í ömmu- holu og fá okkur smáblund. Við spyrjum um þig og leitum ab þér, en enginn getur gefib okkur svar sem við getum trúað og sætt okkur við. Elsku afi, við ætlum að passa ömmu fyrir þig, því við vitum ab þú vilt að henni líði sem best. Við vitum að þú ert ekki lasinn lengur og ert kominn til Guðs, og þar líður þér vel. Elsku hjartans afi okkar, við vilj- um þakka þér fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir okkur. Við munum aldrei gleyma þér. Bamabömin Hinsta kveðja frá góbum frænda. Komið er, frœndi, að kveðjustund, klukkan er hœtt að tifa. Hratt flýgur tírninn, hraerð er lund, hryggur ég sit og skrifa. Ungir við uxum saman upp í fjallanna ró. Hvort sem var glens oggaman eða glímt við frost og snjó. Senn er komið að kveldi, kyrrð er um lönd og sœ. Lýsir þó enn afeldi í okkar sveit og bœ. Við kistuna stöndum, kalt er í heimi, kveðjum þig hinsta sinn. Algóður Drottinn ávallt þig geymi, ágaeti frcendi minn. Imba, þið áttuð saman árin mild og blíð. Bið ég því Guð að blessa böm ykkar alla tíð. En svona er lífið, seint því fáum breytt, sólin mun þó aftur fara að skína. Fjölskyldunni á Freyjugötu eitt fœri ég ástarkveðju’ og samúð mína. Benedikt Benediktsson, Stóra-Vatnsskarði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.