Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 10. febrúar 1996 Haqvrðinqaþáttur Aö þessu sinni byrjum við á vísum eftir Búa, sem yrk- ir um gleði og sorgir dægurmálanna: „Eins og dæmin sanna er mikilvægt við DNA-rann- sóknir að hlutunum hafi ekki verið blandað saman. Heilræöi Efþú, strákur, iðkarfokk og eitthvað sé þá potað, brúkaðu œtíð annan smokk en aðrir hafa notað. Mörg er heims mæöa Nú er hvasst í Kanada, í Kína skelfur landið. Hörkufrost í Flórída, flest er meinum blandið. Fœrð er þung hjá Þjóðvaka. Þetta er meira standið. Hagræöing er krafa dagsins og felst hún ekki síst í því að sameina fyrirtæki. Sameining Stjómvöldum líkar standið nú; stórvirkur niðji Hannibals sameinað gœti blómleg bú Bessastaða og Selárdals. Búi" Skammdegisvísur Rís á skjáinn röðull sljór, ríslar dögg á stráum. Úlfur gapir, ýfir sjór eykt á kufli bláum. Stjama glóir, stýftr hvel, státin áttum víkur. Undrið þýðir, ýftr mél íturþanin perluskel. Jón Bergsteinsson Sprúttsalinn Öldurhúsin eru lœst, ekki er von mér hlýni. Veit þó að hjá Fúsa fœst flaska afbrennivíni. Morgunn Nóttin hörfar brátt á braut, bjarmar af morgunroða. Hverjum skyldi þyngsli og þraut þessi dagur boða? Pétur Stefánsson Vísa Vísa margan vanda jók, vísa er logi rauður, vísa stundum völdin tók, vísa er þjóðarauður. Aðalsteinn Ólafsson Afvötnun Messuvín er lífsins lind, löngum bíða þyrstir. Afvatnaðir allri synd orðið geta fyrstir. Kristinn Gísli Magnússon Horft á hóp ungmenna Hérgefur að líta glœstar dœtur og sonu, með gleði og styrk. Þau sýna, hve ástin milli manns og konu er mikilvirk. Auðunn Bragi Sveinsson Þessi barst Tímanum vegna viðtals við Matthías Bjarnason í blaðinu í vikunni: íhaldsmanna uppi er styr, úfar rísa, deilur harðna. Ekki svíkur fremur en fyrr fúllyndið í Matta Bjama. Gestur í Vík Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Bjartsýnistímabiliö, sem nú er hafiö, eykur á glæsileikann Góöar vonir em til að fram- koma íslendinga bætist til mik- illa muna vegna þess að fram- undan eru bjartsýn og góð ár. Þegar fólki líður betur, veröur það betra við hvert annað og framkoman verður hlýlegri og fallegri. Þetta er byggt á stjörn- unum og Heiðar heldur því blá- kalt fram að landið okkar, ís- land, sé að fara inn í björtustu von aldarinnar og í árslok eig- um við að brosa breiðar en viö höfum gert áður á þessari öld. Þessar góðu fréttir eru svar við spurningunni um með hvaða hætti við getum vandað og bætt framkomu okkar, en sumum þykir fullmikill misbrestur á að Islendingar umgangist hvern annan af kurteisi og framkom- an sé langt frá því að vera lýta- laus. Heiðar: Bjartsýnisspáin er mjög margþætt, en það sem að framan er rakið er mannlegi þátturinn, aö við verðum betri við hvort annað og lærum betra gildismat og að það verði meiri eðlileg trúarvakning og síðan eðlileg uppsveifla í efnahag og aö allt snúi á bjartsýnisbraut. Glæsileg trunta í stjömufræðinni er minnst á að þetta hafi byrjað líklega 1953, en þá hafi komist vísir að bjartsýni inn í þjóðlífið. En það er núna í febrúar og mars sem bjartsýnissólin fer að skína á okkur af fullum krafti og varir sú birta til 2008. Um leið og við förum að vera betri viö hvert annað, batnar framkoman. Fúllynd mann- eskja hefur alltaf leiðinlega framkomu og það er sama hvað hún er glæsileg að öðru leyti, hún virkar aldrei elegant. Við þekkjum öll háa og glæsi- lega konu, vel greidda og vel farðaða. En þegar við hugsum til hennar, dettur okkur ekki fegurð í hug af því að hún hefur alltaf verið trunta. Slæmur þokki og góöur Þegar bjartsýnin skellur á, er eðlilegt að breyta um lífsstíl. Létta veröur mataræðiö og spara viö sig þungan mat, en þó ekki með neinu offorsi eða meinlæti. Borða meira græn- meti og jurtafæðu, en spara steikurnar. Framkoma hvers einstaklings ræðst mikið af því hvernig hon- um líður, og útlit og viðmót fer einnig eftir skapferli. Bölsýn manneskja og kvíðin verður miður’ fer. Þá léttist skapið, framkoman verður fallegri og öðrum fellur betur við þann sem er bjartsýnn en þá sem eru sífellt nöldrandi og vilja ekki sjá annað en það sem elur á bölsýn- inni og lífsleiðanum. Framkoma og stíll hverrar manneskju hefur ekki svo lítið að segja um hvernig augum aðr- ir líta hana. Eiríu sinni var sagt að aðlaðandi væri konan ánægð, og er nokkuð til í því. /1 ' aldrei sjarmerandi, hvernig sem hún klæðir sig og farðar og greiðir sér. Bjartsýn manneskja og lífsglöð býður aftur á móti undantekningalítið af sér góöan þokka og fúlki líður vel í návist hennar. Ef hún þar aö auki er kunnáttusamlega og smekklega klædd og förðuð og hefur fal- lega framkomu, er glæsileikinn fullkomnabur. Sjálfsánægja Bjartsýnin, sem brátt mun ríkja, gerir íslendinga ánægðari með sjálfa sig og við það öölast fólk sjálfstraust, sem gerir fram- komuna frjálslegri. Það bætir útlitið ekki síður en góbur fata- smekkur sem fellur að tísku hvers tíma. Að vera ánægður með sjálfan sig, án þess að það komi fram í rembingi eða monti, er hverri manneskju dýrmætt. En það er svo margt sem veldur óánægju, ab margir líða fyrir það að tolla ekki innan einhverra tísku- ramma eða staðla, sem sífellt er verið að gefa fólki upp. Þab er ekki til neitt algilt lag á mannslíkama og kjörþyngd tímaritanna er óvísindalegur til- búningur. Aö bjóða af sér góöan þokka er meira virði en að vera einhver tildurrófa. Meira um útlit og framkomu næst. ■ Björtu hliðarnar Margt er hægt ab læra á stíl- og framkomunámskeiðum og þær konur, sem hafa öðlust þekkingu á þeim þáttum mann-. lífsins, eru öruggari með sig og líður betur í návist annarra en þeim sem vita ekki hvort þær eru smekklega klæddar eða kunna sig innan um annað fólk. Bjartsýni og þægilegt lund- erni er ekki hægt að kenna, en fólk getur tamið sér að líta á björtu hliðarnar í lífinu og vera ekki sífellt að hugsa um þab sem Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig a egao vera?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.