Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 12
12 ffltmtem Laugardagur 10. febrúar 1996 Getur kynhlutlaust starfsmat minnkaö hinn ólöglega kynbundna launamun? töfralausn Engin (iert er ráö fyrir aö fram- kvæma kynhlutlaust tilrauna- starfsmat hjá opinberum stofnunum og einu einkafyr- irtæki eins og fram kom í Tímanum í gær. Siv Friöleifs- dóttir fór fyrir starfshóp sem kom meö tillögu þess efnis og sagöi Siv aö reynslan heföi veriö sú erlendis og hjá sveit- arfélögum aö konur hafi hækkaö í launum og aö þætt- ir í heföbundnum kvenna- störfum hafi fengiö meira vægi eftir aö starfsmat var tengt launakjörum fólks. Nú er ekki ætlunin aö tengja fyrirhugaö starfsmat kjarasamn- ingum þannig aö þótt niður- stööur starfsmats sýni aö viö- komandi starf hafi meira vægi en launataxtinn segir til um, hækka launin ekki. Skiptar skoö- anir eru um ágæti starfsmats til aö minnka kynbundinn launa- mun, t.d. taldi Siv aö þetta væri stærsta skrefið sem stigið heföi veriö hér í jafnréttisátt. Tíminn leitaöi álits hjá þeim sem reynslu hafa af starfsmati hjá sveitarfé- lögum en þess ber að geta aö þaö var ekki framkvæmt undir for- merkjum kynhlutleysis. Ekki hliöhollt kvennastéttum Guörún Alda Haröardóttir, formaöur Félags íslenskra leik- skólakennara, segist ekki trúa blint á starfsmat. „Það starfsmat sem hefur verið gert hingaö til, tel ég ekki hafa veriö hliðhollt kvennastéttum," sagöi Guðrún en hún álítur aö starfsmatiö hafi ekki leitt til eins mikillar hækk- unar hjá lægst launuöu konun- um og vonast var til. Hún taldi að það starfsmat sem fram hafi farið hjá sveitarfélögum hafi ekki litiö hlutlausum augum á þátt kvenna og karla í störfum. „En ef þetta veröur hannaö rétt og algjörlega hlutlaust þá vil ég alveg gefa þessu möguleika og ef þaö tekst þá er það mjög gott. Svo er það náttúrulega spurning aö ef að þetta kemur virkilega vel út fyrir kvennastéttir þá er það ekkert gefið mál aö launin veröi leiörétt. Þannig aö mér finnst ekki alveg nóg að fara af stað meö svona nefnd og tilraun ef þaö á ekki að fylgja þessu eftir." „Það er til bókun í kjarasamn- ingi milli ríkis, borgar og Félags íslenskra leikskólakennara varö- andi starfsmat með tilliti til þess hvort það geti orðið liður í samningsgerð á milli þessara aö- ila. Nú er skýrslan komin og viö hefðum viljaö sjá að þessi prufu- keyrsla tæki styttri tíma og stétt- arfélög gætu fariö aö semja viö atvinnurekendur út frá þeim S Háskóli Islands Endurmenntunarstofnun Stefnumótun í meðalstórum og stærri fyrirtækjum: Hvernig skipuleggja skal stefnumótunarstarfiÖ Efni: Hvemig kemur skipuleg vinna við stefnumarkandi áætlanagerð að notum við rekstur fyrirtækis? Hlutverk og framtíðar- sýn fyrirtækis; rekstrarumhverfi og innri rekstur skoðað á kerfisbundinn hátt, m.a. til að virkja styrk til að nýta tækifæri framtíðar. Markmiðasetning; hvemig skal stefnu í framkvæmd og hvernig má tryggja sem best að árangursmarkmið náist. Tími: 13. febrúar kl. 15-19. Þorkell Sigurlaugsson Gísli S. Arason Fyrirlesarar: Þorkeli Siguriaugsson, framkvæmdastjóri hjá Eimskipafélagi Islands, og Gísli S. Arason, lektor. Skráning í síma 525-4923/24/25. Myndsími 525-4080. Guöný Gubbjörnsdóttir. niöurstöðum. Ég vona að stjórn- völd bregðist ekki væntingum kvennastéttar til raunhæfs mats á störfum þeirra." Sumir lækkubu Starfsmat hefur verið notaö sem leiö til að ákvarða laun í nokkur ár hjá Selfossbæ og árið 1994 var sameinuð starfsmats- nefnd fyrir öll sveitarfélög á Suð- urlandi. Störf voru endurmetin þegar nefndin tók til starfa og að sögn Helga Helgasonar, bæjarrit- ara hjá Selfossbæ, voru alls kyns útgáfur á því hvort matið leiddi til hækkunar launa. „Sumir hækkuöu og aörir lækkuðu." En hann segir aö eitt markmiöiö hafi veriö aö gefa umönnunar- þáttum meira vægi í starfsmat- inu og því hafi starfsfólk á leik- skólum og öörum slíkum hækk- aö eitthvaö í flestum tilfellum. í þeim tilfellum þar sem launa- viröi starfs lækkaði eftir matið voru laun viökomandi starfs- manna þó ekki lækkuð heldur kemur lækkunin til fram- kvæmda viö nýráðningar. Hann sagðist ekki geta merkt þaö aö konur hafi komið afgerandi bet- ur út úr starfsmatinu heldur en karlar. Viðtekib vibhorf ab karlar þurfi hærri laun „Ég held að þetta sé mjög spenílandi tilraun," sagöi Guð- ný Guöbjörnsdóttir, þingkona Gubrún Alda Harbardóttir. Kvennalistans, en bendir á aö starfsmat sveitarfélaga hafi ekki gefist sérstaklega vel fyrir konur. Hún bindur þó meiri vonir viö kynhlutlausa starfsmatið og aö hæfileikar kvenna verði þar metnir til jafns á við hæfileika karla. „Ég held aö þaö sé ekki spurning aö þetta komi konum vel en þetta er auðvitað mjög seinfært ferli." Guöný taldi jafn- vel að þessi framkvæmd bæri keim af sýndarmennsku þar sem starfsmatið væri einungis einn af mörgum liðum til að minnka kynbundinn launamun. „Þann- ig að ég held aö þetta sé engin töfralausn en sjálfsagöur liður í þessari vinnu. Þetta nær t.d. ekki til yfirborgana og sporslanna alla þar sem meginmunurinn liggur. Þaö þarf aö stokka launa- kerfiö miklu meira upp. Þaö þarf aö vera þannig aö fólk geti lifaö af dagvinnulaunum." Guöný álítur aö engin ein leiö sé örugg um aö minnka kynbundinn launamun, þar þurfi margir þættir að spila saman og m.a. þurfi kjarabarátta kvenna aö veröa harðari, einhverja fjár- muni þurfi aö setja á fjárlög til þess aö jafna launamun karla og kvenna í sambærilegum störf- um. „Þaö virðist vera ríkjandi viöhorf aö konur þurfi ekki eins há laun og karlar. Um leiö og konur komu í meirihluta í kenn- arastétt og bankamannastétt þá byrjuðu launin að hrapa. Þaö þarf skilning frá stjórnvöldum og hann hefur bara ekki veriö til staðar." -LÓA li S S O S k ó g u r s e I i Hjá okkur færðu ekki aðeins eldsneyti og alls kyns vörur sem tengjast bílnum. Við seljum einnig mjólkurvörur, brauð, álegg, morgun- mat, kex, sælgæti, gos, öl, tóbak, blöð og tímarit. E S S O ÞJÓNUSTA - s n ý s t u m þ i g Olíufélagiðhf —50 ára ~

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.