Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 5
Jón Kristjánsson:
Heilbrigðiskerfið, markmið og leiðir
Þegar rætt er um heilbrigöiskerfið í land-
inu og stefnu stjórnvalda í þeim mála-
flokki er rétt ab undirstrika þaö megin-
markmiö okkar ísléndinga aö allir eigi
kost á heilbrigöisþjónustu án tillits tii
stéttar eða efnahags. Ég veit ekki til annars
en aö um þetta sé pólitísk samstaöa hér-
lendis. Hins vegar eru skiptar skoðanir um
hvernig þetta markmiö veröi uppfyllt og
hvern hlut notendur eiga að greiöa í þess-
um málaflokki eða hvort þeir eiga yfir höf-
uö nokkuð aö greiða.
Gób þjónusta með
góbu fólki
Á undanförnum áratugum hefur veriö
byggö upp góö heilbrigðisþjónusta í land-
inu og við Islendingar eigum færu starfs-
fólki á að skipa á þessu sviði. Miklum fjár-
munum hefur veriö variö til þessarar upp-
byggingar, hvort heldur sem er byggingu
mannvirkja eða tækjabúnaðar. Hins vegar
byggist heilbrigðisþjónustan ekki síst á
þeim störfum sem heilbrigðisþjónustan
ekki síst á þeim störfum sem heilbrigbis-
stéttirnar vinna og launakostnaður er lang
stærsti hlutinn af þeim útgjöldum sem til
þessa málaflokks fara þrátt fyrir hátækni-
búnaö og fjárfestingar í bygginu sjúkra-
húsa, heilsugæslustöðva og dvalarheimila.
Hluti af velferðarkerfinu
Heilbrigöisþjónustan er hluti af velferð-
arkerfi okkar, ásamt tryggingakerfinu sem
gjarnan er nefnt í sama orðinu. Hún er
viökvæmur málaflokkur eöli málsins sam-
kvæmt. Notendur hennar eru sjúklingar,
misjafnlega iila á sig komnir og það er
auðvelt aö tala um þennan málaflokk á
nótum tilfinninganna. Hins vegar verðum
viö íslendingar nauöugir viljugir aö ræöa
um útgjöld til þessa málaflokks í tengslum
viö önnur markmiö í efnahagsmálum, án
þess aö missa sjónar af markmiðinu sem
ég nefndi í upphafi um að allir eigi kost á
þvi aö leita þjónustunnar og engum þjóö-
félagsþegni sé meinaö þess.
Þörfin fyrir aöhald
Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir
stóbu frammi fyrir þvi verkefni síöastliðiö
vor þegar undirbúningur aö gerð fjárlaga
fyrir áriö 1996 hófst aö stemma stigu við
þeirri aukningu sem fyrirsjáanleg var á yf-
irstandandi ári í opinberum útgjöldum.
Ástæöan er augljós. Staðreyndir sem ríkis-
reikningur árið 1994 sýnir segja meira um
þörfina á þessu en mörg orö. Halli ríkis-
sjóös á fimm ára tímabili er um 73 millj-
arðar króna og skuldir ríkisins nema oröið
skatttekjum tveggja ára. Álíka sigling til
aldamóta mundi þýða að öll markmið um
þjónustu í velferöarkerfinu, í heilbrigöis-,
trygginga-, félags- og menntamálum væru
í hættu. Þaö er grundvallaratriði í öllum
umræðum um þetta mál aö gera sér þessa
heildarmynd ljósa. Til þess að snúa af
þessari braut eru ekki nema tvær leiðir: að
reyna að haida utan um útgjöld á öllum
sviðum eða hækka skattheimtuna í land-
inu, á fyrirtæki og einstaklinga. Skatt-
heimtan þykir ærin og bæöi einstaklingar
og fyrirtæki eiga fullt í fangi með annars
vegar aö halda sér á floti í heimi hörku
samkeppni eöa láta enda ná saman í lífs-
baráttunni. Þess vegna var reynt aö sníöa
sér þröngan stakk í fjárlagagerð, þó ekki
þrengri en svo að enn er
áætlað aö ríkissjóður verði
meö fjögurra milljarða
króna halla og útgjöld rík-
issjóös aukast á milli ára.
Hvers vegna
heilbrigbls-
kerfib?
Það má segja sem svo hvers vegna þurfti
að taka heilbrigbiskerfið með þegar niöur-
skurður er ákveðinn, hvort ekki hefði
mátt skipa því í forgang. Það er rétt að
velta þessari spúrningu fyrir sér.
Útgjöld Heilbrigöis- og tryggingaráðu-
neytisins samkvæmt fjárlögum eru 52,5
milljarðar króna. Innheimtar sértekjur á
ýmsum sviðum, með öðmm orbum þáttur
notenda, er 2,5 milljarðar króna, svo nettó
útgjöld eru um 50 milljarðar. Þar af kostar
tryggingakerfi landsmanna um 29 millj-
arða króna. Menntamálaráðuneytið er
með útgjöld upp á 19,2 milljarða og fé-
lagsmáluráðuneyti 8,9 milljarða. Þessi
þrjú ráðuneyti em því með útgjöld upp á
um 88 milljarða króna af heildarútgjöld-
um upp á 124 milljarða króna. Þar að auki
er samgönguráðuneyti sem margir bera
fyrir brjósti með útgjöld upp á 8,2 millj-
arða króna. Ég nefni þessi fjögur ráðuneyti
sérstaklega af því að við umræöur um fjár-
lög ársins 1996 hér á Alþingi kom berlega
í ljós í ræðum stjómarandstöbunnar hér
að þingmenn sem þar töluðu nefndu alla
þessa málaflokka sem forgangsverkefni í
ríkisútgjöldum og væri í raun óhæfa að
snerta við nokkrum þeirra. Ég er sammála
um mikiivægi þeirra verkefna sem undir
þessi fjögur ráðuneyti heyra, og undir þau
ráðuneyti sem ekki eru nefnd heyrir ýmis
þjónusta sem telja má til grundvallarþátta
þjóbfélagsins svo sem dómsmál og lög-
gæsla sem þykir bera mjög skarðan hiut
frá borði.
Ég nefni þetta hér vegna þess að þessar
tölur um útgjöld sýna ljóslega ab ekki varð
komist hjá því að stemma stigu við út-
gjaldaaukningu í menntamálum, félags-
málum, heilbrigðis- og tryggingamálum
og samgöngumálum ef markmið fjárlaga
um fjögurra milljarða króna halla á að
nást. Þar ab auki liggur fyrir ab það er
markmið stjórnarflokkanna að ná halla-
lausum rekstri fyrir árib 1997.
Stefnumótun heilbrigbis-
rábherra
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
fékk þab erfiöa verkefni að fella sinn mála-
flokk inn í þann fjáriagaramma sem
ákveðinn var, og ná
niöur fyrirsjáanlegri
útgjaldaaukningu um
nær þrjá milljarða
króna. Það er spurt
um stefnumótun í
heiibrigðismálum.
Stefnan liggur fyrir og
hefur komið fram í
þeim áhersium sem
ráðherrann leggur í
starfi sínu. í fyrsta lagi hefur veriö lögð
áhersla á forvarnir í heilbrigðisþjónust-
unni. Það er markmib til langs tíma sem
skilar sér ekki í lækkun útgjalda yfirstand-
andi árs eða því næsta. Sú vinna er gull í
lófa framtíðarinnar. í öbru lagi er ráðherr-
ann að láta vinna tillögur um breytta yfir-
stjórn heilbrigðismáia í því skyni að
styrkja stjórnskipulag málaflokksins og
stjórnir heilbrigðisstofnana og auka sam-
vinnu heilbrigðisstofnana í kjördæmum
landsins. í þriöja lagi hefur verib lögð
áhersla á aukna samvinnu og bætta nýt-
ingu fjármuna sjúkrahúsa á höfuðborgar-
svæðinu og í fjórða lagi hefur verið hægt á
ferðinni í uppbyggingu heilbrigðismann-
virkja í þeim tilgangi að fá tóm til aö sjá
þeim rekstri sem nú er farborða og endur-
meta þörfina þannig að áframhaldandi
fjárfestingar í steinsteypu nýtist sem best.
Sjúkrahúsin í Reykjavík
í umræbum um heilbrigbismál nú eftir
áramótin eru það einkum stóru sjúkrahús-
in í Reykjavík, Ríkisspítalar og Sjúkrahús
Reykjavíkur, sem eru í sviðsljósinu vegna
erfiðleika í því að fella starfsemina ab
þeim fjárlagaramma sem þeim er áskilinn.
Starfsemi þessara heilbrigbisstofnana er
mikil að vöxtum. Útgjöld vegna starfsemi
ríkisspítalanna samkvæmt fjárlögum eru
6,9 milljarbar og vegna Sjúkrahúss Reykja-
víkur um 3,9 milljarðar. Um mörg undan-
farin ár hefur gengið illa ab halda sig inn-
an fjárlagaramma í þessum rekstri og hef-
ur hann verið vibfangsefni fjáraukalaga á
undanförnum árum.
Fyrir þessum erfiðleikum eru skiljanleg-
ar ástæður. Þessi sjúkrahús eru endastöðv-
ar í heilbrigðiskerfi landsins, eru hátækni-
sjúkrahús með dýrustu aðgeröirnar og fá
til meðferðar erfibustu sjúkdómstilfellin.
Einmitt þess vegna er mikil nauðsyn á aö
þjónusta þeirra sé vel skilgreind og sam-
vinna þeirra sé sém best. Erlendir sérfræð-
ingar sem árib 1991 litu á rekstur stóru
sjúkrahússanna og gáfu út .um hann
skýrslu töldu ab þjóðfélag af þessari stærö
hefði ekki burði til þess að reka nema eitt
hátæknisjúkrahús. Mér er fullljóst að ekki
er samkomulag um það að sameina
sjúkrahúsin. Það breytir því þó ekki að
samvinna á milli þeirra þarf að vera sem
best og það er mikil nauðsyn að nýta það
fjármagn sem allra best sem til þeirra fer.
Ríkisendurskoðun hefur í gegnum tíð-
ina safnað miklum upplýsingum um
rekstur sjúkrahúsanna í landinu og nú
liggja fyrir samanburðarhæfar tölur um
sjúkrahús utan Reykjavíkur frá hendi
stofnunarinnar sem hún er að vinna úr
nánari upplýsingar. Stofnunin er nú að
líta á rekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur, ab
beiðni heilbrigðisráðuneytisins. Þær upp-
lýsingar sem þar fást munu koma ab gagni
við að meta fjárþörf þessarar mikilvægu
stofnunar.
Ein af forsendum fjárframlaga til stóru
sjúkrahúsanna var sú að samvinna og hag-
ræðing í starfi þeirra skilaði sparnaði. Það
er fullljóst aö fylgjast verður með því
hvernig þeirri vinnu mibar og meta árang-
urinn af því:
Hnútukast hefur ekki
tilgang
Umræöur um heilbrigðismál eru ekki
alltaf yfirvegaðar eða á þeim nótum sem
líklegar eru til árangurs. Stjórnmálamenn
fá sinn skammt af ásökunum um skiln-
ingsleysi og hörku í garð þeirra sem minna
mega sín. Árangur næst ekki á þennan
hátt.
Heilbrigðismálin verða ekki færð til
betri vegar með sleggjudómum í garð
stjórnmálamanna eða skeytasendingum í
fjölmiðlum milli heilbrigðisstétta og
þeirra og staðhæfingum um ab ætíð sé
ætlunjn ab níðast á þeim sem minna
mega sín. Þau verða því aðeins leyst að all-
ir leggist á eitt að skilgreina sem best þjón-
ustuna, hver hlutur ríkisvaldsins á ab vera
og hvað sé eðlilegt að notendur greiði til
þess ab markmiðið um gott heilbrigöis-
kerfi, aðgengilegt fyrir alla, sé áfram haft í
heiðri. ■