Tíminn - 24.02.1996, Qupperneq 4
4
Laugardagur 24. febrúar 1996
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Fréttastjóri:
Ritstjórn og auglýsingar:
Sími:
Símbréf:
Pósthólf 5210,
Setning og umbrot:
Mynda-, plötugerb/prentun:
Mánabaráskrift 1550 kr. m/v<
Tímamót hf.
jón Kristjánsson
Oddur Olafsson
Birgir Gubmundsson
Brautarholti 1, 105 Reykjavík
5631600
55 16270
125 Reykjavík
Tæknideild Tímans
ísafoldarprentsmibja hf.
k. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Skuldarar eru ekki
einu sökudólgarnir
Greiðsluerfiðleikar og gjaldþrot einstaklinga eru orðin
slík samfélagsvandamál að stjórnvöld verða að grípa í
taumana. Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefur bob-
að aðgerðir og lagafrumvörp til að freista þess að færa
málin til betri vegar.
Skuldir einstaklinga og heimila eru vægast sagt of-
boðslegar, og er athugunarefni út af fyrir sig að komast
að hvernig þær verða til og hlaða síöan utan á sig þar til
menn og heilu fjölskyldurnar sökkva í skuldafenin.
Umtalsverður hluti skuldanna er til kominn vegna
húsnæðiskaupa, en ræturnar liggja víðar. Lánastofnanir
og viðskiptafyrirtæki lána ótæpilega og sýnast sjaldan
hafa áhyggjur af greiðslugetu, en láta mistryggar
ábyrgðir vina og vandamanna duga. Eða taka veb í bíl-
um, mublum eða hverju því sem fengiö er upp á krít.
Skuldirnar eru til komnar með ýmsum hætti. Hætt er
við að einhverjum hafi brugðið í brún, þegar upplýst
var á blaðamannafundi félagsmálaráðherra að ógreidd
barnsmeðlög næmu nær sex milljörðum króna og að
bróðurparturinn af því innheimtist aldrei.
Nú á ab gefa megnið af þessum skuldum eftir og
freista þess að fá eitthvaö af þeim greitt. Vel má vera að
hér takist vel til og að ríkissjóður fari ekki alltof illa út úr
viðskiptunum. En óneitanlega hlýtur þeim, sem ávallt
bera allan kostnað af uppeldi barna sinna, ab þykja sem
hér sé mismunun á ferðinni.
Skattaskuldir einstaklinga eru einnig miklar og verður
reynt að létta undir með þeim, sem verst eru settir, með
greiðsluerfiðleikaaðgerðum. Þarna er svipað uppi á ten-
ingnum og hjá þeim sem skulda barnsmeðlög, að það er
borin von að skuldir fáist greiddar. Þá þarf ab semja og
kemur þá til kasta Ráðgjafarstofu í fjármálum heimil-
anna.
Við þá skattgreiöendur, sem alltaf standa í skilum, þarf
aldrei að semja um eitt eða neitt. Þeir bara borga, líka
fyrir skattsvikarana og þá sem geta helst aldrei staðið í
skilum.
Ráðgjafarstofnun til hjálpar einstaklingum í fjárhags-
erfiðleikum er tímabær stofnun og á áreiðanlega eftir að
koma mörgum til góöa. Þeir, sem misst hafa tökin á eig-
in fjármálum, ráða sjálfir illa við að koma þeim í lag, en
með faglegri aðstoð og eftirgjöf einhverra skulda geta
vonandi sem flest illa stæð heimili rétt úr kútnum og
komist til bjargálna.
En jafnframt þarf að herða tökin á nýjum lántökum.
Lánastofnanir verða að bera meiri ábyrgð á gjörðum
sínum en nú er. Það er óhæfa að bankar og krítarkorta-
fyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt, ausi út peningum í van-
skilafólk í trausti þess að „ábyrgðarmenn" greiði skuld-
irnar.
Einstaka menn eiga ekki að komast upp með að greiða
ekki meðlög eða skatta á tilskildum tíma, því það býður
aðeins skuldasöfnun heim og síðan mismunun, vegna
þess að gengið er ab flestu fólki og það látið greiða
skuldir á gjalddaga og skattar teknir með staðgreiðslu.
Ábyrgðin er ekki aðeins skuldara, heldur einnig þeirra
sem lána og þeirra sem láist ab innheimta gjöld sem
renna eiga í almannasjóði.
Birgir Cuömundsson:
Með opnar kirkjudyr
Fyrir rúmum áratug var ég við nám í Manitobahá-
skóla í Kanada og haföi þá m.a. að aukastarfi aðstoð-
arkennslu við stjórnmálafraeðideildina eins og títt er
um fólk í framhaldsnámi. í þessu fólst m.a. aö sjá
um umræðutíma og fara yfir ritgerðir og gera nem-
endunum einstaklingslega grein fyrir niðurstöðu
ritgerða, styrkleika þeirra og göllum. Allt eru þetta
hversdagslegir hlutir og varla frásagnarverðir nema
kannski fyrir það, að þáverandi deildarforseti tók
mig tali í upphafi þessa starfs og gaf mér nokkur
heilræði varðandi samskiptin
við nemendur, einkum kven-
nemendur. Hann benti mér á
aö gæta þess að vera helst ekki
einn með kvenstúdenti inni á
skrifstofu minni þegar ritgerð
var skilað og í öllu falli yrði ég
að gæta þess að hafa huröina á
skrifstofunni opna þannig að
hver sem er gæti séð inn til mín
ef svo bæri undir. í fyrstu þóttu
mér þetta einkennilegar ráð-
leggingar en var þá bent á aö
þess væru mörg dæmi að stúd-
entar hefðu komið fram opin-
berlega og sakað kennara um
að hafa lofað sér hærri ein-
kunnum gegn því ab þær gerðu
þeim einhvern kyngreiða.
M.ö.o. deildarforsetinn var að
vara mig við því aö ég gæti átt
von óréttmætum ásökunum
um kynferðislega áreitni ef ég
gerði ekki tilteknar varúbarráð-
stafanir. Þetta var í fyrsta sinn
sem ég heyrði um kynferðis-
lega áreitni á vinnustað. Ég
lenti aldrei í neinu veseni með
þessi mál, hvort sem það var nú
vibvöruninni að þakka eða
ekki. Hins vegar komu upp mál
sem fóm beina leið inn á
kvennréttindasíöur Stúdenta-
blabsins og uröu þeim kennur-
um sem í slíku lentu ekki til
framdráttar svo ekki sé meira
sagt.
Fælingaráhrif opin-
berrar umfjöllunar
Eflaust hefur þessi opinbera
umfjöllun og umræða um að
konur ættu að láta vita um
kynferöislega áreitni orðið til
þess að halda aftur af einhverj-
um kennurum sem annars heföu áreitt nemendur.
Og vissulega haföi þeim fækkað málunum sem
náðu því að komast í almenna umræðu. Hins vegar
var það líka viðurkennt (túlkað sem ákveðinn fórn-
arkostnaður) að eitthvað væri um grá svæbi þar
ásakanir byggðust á miklum oftúlkunum eba jafn-
vel hreinum uppspuna þar sem námsmenn væru ab
ná sér niðri á kennara fyrir ab hafa gefið lágar ein-
kunnir. Ekki var nærri alltaf hægt að vinsa af neinu
viti þau mál sem voru raunveruleg frá þeim málum
sem voru tilbúningur. Það breytti ekki því að nibur-
staðan var sama ærumorðið, hvort sem menn eru
sekir eða saklausir, enda almannarómur samur við
sig: lendi Jón í því að stolið sé frá honum eru tals-
verðar líkur á því að hann verði kallaður Jón þjófur.
Þab á við hvar sem er í heiminum.
Aö sanna sakleysi sitt
Svona var veruleikinn sem kennarar skólans urðu
ab búa við, en þeir voru ekki og eru ekki einir á báti
því svipaba meðvitund um kynferðislega áreitni
mun vera að finna í háskólum og öðrum vinnustöð-
um víba um heim. Hér á landi hefur þessi umræða
annað slagib skotib upp kollinum, nú síðast í vetur,
en ekki náb almennilegri fótfestu. Allsstaðar eru
menn þó sammála um að aubvelt sé að brenna sig
illa á svona málum. Um leið og kynferðisleg áreitni
sé vissulega óþolandi, þá standi menn nánast ber-
skjaldaðir gagnvart óréttmætum ásökunum um
slíka áreitni. Menn standi frammi fyrir því að þurfa
einhvern veginn að sanna sakleysi sitt í máli þar
sem orb stendur gegn oröi, eba túlkun gegn túlkun.
Aðalreglan í svona málum verður því ab vera sú,
að reyna ab fá einhvern abila til leysa málið í kyrr-
þey og komast ab raun um hvort ásakanir eiga við
rök ab styðjast, hvort um sættanlegan misskilning
er aö ræba og þá taka á málinu i samræmi við efnis-
aöstæður hverju sinni. Hættan á tilefnislausu
mannorbsmorði er einfaldlega átakanlega raunveru-
leg og þó opinberar aftökur geti haft heilmikil fæl-
ingaráhrif er ekki þar með sagt að þær fullnægi rétt-
lætinu. Sannleikurinn mun líka vera sá í háskólum
t.d. ab þessi mál hafa í auknum mæli flust af síðum
stúdentablaðanna og inn í stjórnsýslu skólanna þar
sem reynt er að leysa málin í rólegheitum.
Illdeilur innan kirkjunnar
Þjóðkirkjan íslenska hefur verib merkilega óum-
deild með þjóbinni í gegnum tíðina, en virðist nú
standa á miklum tímamótum.
Þessi tímamót hafa leikmenn úti
í þjóðfélaginu þó ekki kallab yfir
hana nema ab óverulegu leyti.
Innan þjóðkirkjunnar sjálfrar
virðast nú þrífast slíkar illdeilur
ab með ólíkindum hlýtur ab
teljast. Sjálfur biskupinn stend-
ur í óskemmtilegu máli þar sem
hann er sakaöur um kynferðis-
lega áreitni, jafnvel nauðgunar-
tilraun fyrir 17 árum og hefur
gripib til þess að óska eftir opin-
berri rannsókn á málinu. Konan
sem ber fram hinar alvarlegu
ásakanir á biskupinn hefur lýst
því yfir ab tilgangur sinn hafi
fyrst og fremst veriö sá að koma
málinu áfram innan kirkjunnar.
Hún hefur hvergi allan þennan
tíma sem liðinn er lagt fram
kæru á hendur biskupi, sem þó
hefði verið hinn eðlilegi fram-
gangur málsins. Þrátt fyrir að
mörgum fjölmiðlum hafi vissu-
lega verið kunnugt um ab til
væri kona sem taldi sig hafa ver-
ið áreitta af biskupi hefur eng-
inn þeirra séð ástæðu til ab gera
neitt í málinu enda ekkert hand-
fast um það ab segja. Þab voru
hins vegar deilur innan kirkj-
unnar sjálfrar sem gáfu þessa
handfestu og þab er þaðan sem
málinu er ýtt úr vör og komiö á
framfæri við fjölmiðla, sem
margir- tóku málið upp. Enda
fréttnæmt að greina frá því sem
gerist innan siðanefndar presta-
félagsins — þab er ekki oft sem
mál þaðan eru rædd opinber-
lega.
Siöanefndarmál í
fjölmiölum
Stóra spurningin í þessu máli öllu er því kannski
ekki endilega einhver atburður sem hugsanlega gæti
kannski hafa gerst fyrir 17 árum en enginn er til frá-
sagnar um nema einn biskup og ein kona. Stóra
spurningin lýtur hins vegar að þeirri málsmebferð
sem þetta mál fær innan kirkjunnar. Kastljósið hlýt-
ur að beinast að deilunum í kirkjunni því þab eru
greinilega þær sem leiða til þess að einhverjir innan
kirkjunnar kjósa að gera málið að fjölmiðlamáli. Og
eftir að málib er komib af stab í fjölmiðlum verður
einfaldlega ekki aftur snúið. Ekki spillir þaö fyrir
umfjölluninni að nóg virðist vera til af kirkjunnar
mönnum sem eru tilbúnir tii að velta opinberlega
fyrir sér fram og aftur hugsanlegri þýðingu þess að
þetta og hitt sé svona eða hinsegin og ljá vangavelt-
um fjölmiðla vigt: Kirkjunnar menn sjálfir séu jú ab
senda bréf og föx fram og aftur um málið. Efnislega
hafa þeir eða aðrir þó fátt til að styðjast við umfram
það að orð stendur gegn orði. Mannorðsmorð er
niðurstaðan og enginn veit eba getur í raun verið
viss um raunveruleg efnisatribi málsins.
Dæmin sanna að ásakanir um kynferðislega
áreitni geta skotiö upp kollinum á ótrúlegustu stöð-
um á ótrúlegustu tímum og kirkjan er þar engin
undantekning. En það virbast hins vegar vera ill-
skiljanlegir þverbrestir í íslensku þjóðkirkjunni
sjálfri sem koma í veg fyrir ab hún geti tekið á slíku
vandamáli meb nauðsynlegri gætni og tillitssemi
við alla aðila.
Tími hinna opnu dyra?
Það væri kannski athugandi, í ljósi þess sem nú er
að gerast, að prestar landsins tileinkuðu sér ný
vinnubrögb í umgengni sinni við kvenkyns sóknar-
börn sín og gættu þess að hafa alltaf þriöja aðila inn-
an seilingar. Ég get líka lagt til, á grundvelli fram-
haldsnáms erlendis, að reynandi væri að tryggja að
kirkjudyrnar stæðu ávallt opnar í slíkum viðtölum.a
I
tímans
rás