Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 13
12 ffcKÍIt* Laugardagur 2. mars 1996 Einu sinni stóö þjóöin á öndinni vegna dœgurlagsins Dómínó sem Frakkar töldu sig eiga. Lagiö var, lögum samkvœmt, eftir Skúla Halldórsson tónskáld: Tónlistaráhuginn byrjaði víst strax í móðurkviði Skúli Halldórsson tónskáld er Flateyringur. Þar átti hann níu fyrstu ár sín í faömi fjallanna. Faöir hans var Húnvetningur og móöir- in ættuö frá Breiöafiröi. „Ætli ég sé ekki bara Vest- firöingur/' sagöi Skúli í spjalli viö Tímann í tilefni af geisladisk sem kominn er út meö fjölbreyttum og stór- kostlegum verkum hans. Skúli situr nú sem aldrei fyrr og semur tónlist. Skúli hefur veriö áberandi í borgarlífinu í Reykjavík um áratuga skeiö. Lög hans, mörg víökunn, hljóma í eyrum landsmanna, bæði í útvarpi og hjá kórum, einsöngvurum og rútubílasöngvurum. Ætli Smaladrengurinn sé ekki allra þekktast þeirra? En tónlist Skúla er fjölbreytt, lipur og létt sönglög, kórverk, píanó- verk og stórkostlegar sinfón- íur. Alþjóblegur hasar út af Dómínó Það var árið 1951, þegar Skúli var 34 ára gamall, sem nafn hans fiaug um landið allt. Tíminn haföi fyrstur blaða birt þá frétt að topplag- ið þá stundina, franska lagið Domino, væri stolið. Raun- verulegur höfundur þess væri Skúli Halldórsson en ekki ein- hver Frakki. Skúli segir að hann hafi ver- ib staddur á balli í Mjólkur- stöðinni innst á Laugavegi, en þar var þá helsta danshús bæj- arins. Þar spilaði hljómsveitin meðal annars þetta vinsæla „franska" dægurlag. Skúli óskaði þá eftir því ab fá að leika eitt lag. Hann lék lagið Skemmtileg umfjöllun á mánudögum! FiX*2 Bílar I DV-bílum erfjallaö um allt sem viökemur bílum á fróölegan og skemmtilegan hátt. QS3 íþróttir í DV-íþróttum eru ferskar frásagnir af íþróttaviöburöum helgarinnar. -fjölbreytt útgáfa alla dagafyrir þig! %. b. -fjölbreytt útgáfa alla dagafyrir þig! Skemmtileg umfjöllun á þriðjudögum! n >lfil Tilveran Skemmtileg og ööruvísi neytendaumfjöllun um alltsem viðkemurfjölskyldunni, heimilinu, vinnunni og áhugamálum fólks. Tippfréttir í DV-tippfréttum finnur þú allt sem viðkemur enska ogítalska boltanum og Lengjunni. m sitt, sem hann hafbi samið til samstarfskonu sinnar hjá Strætó, Steinunnar Guðnýjar. í ljós kom að lögin voru meira en lítið lík. Skúli segir að Hallur Símon- arson, þá blaðamaður Tímans, og jafnframt bassaleikari í hljómsveit Kristjáns Kristjáns- sonar, hafi komib til sín eftir píanóleikinn, og spurt hvort hann mætti ekki eiga fréttina. Og hún kom daginn eftir í Tímanum og reyndist eldfim í meira lagi. „Þetta lag samdi ég sem einskonar „veiðivals", ástaróð til Steinu, konu minnar og gaf henni þennan vals að skilnaði þegar hún hætti hjá Strætó. Þetta endaði svo að þab var skipuð dönsk dómnefnd. Hún dæmdi svo að þetta franska lag væri eftirlíking á mínu lagi sem ég samdi 16 árum fyrr. En svo var Dómínó allt í einu orðib svona vinsælt, ég kannaðist strax við lagið," segir Skúli. „íslenska STEF sem Jón Leifs stýrði, sendi þennan úrskurð Dananna til franska Stefs. Þeir hótuðu öllu illu og voru hinir verstu. Ef við hættum ekki þessu röfli, þá færu þeir í mál við okkur og það yrði okkur dýrt spaug. Mér er sagt í dag að slíkt mál mundi vinnast, það hefur verib að gerast und- anfarið. Sex fyrstu taktarnir eru eins, og samkvæmt lögum er það merki um að lagið sé tekið í leyfisleysi, enda þótt úrvinnslu sé síðar breytt," sagði Skúli Halldórsson. Hann segist aldrei hafa sætt sig fylli- lega við málalokin. Tónlistaráhugi í móburkvibi En hvenær byrjaði tónlistar- áhuginn hjá Skúla? „Hann vaknaði víst strax í móöurkviði. Hún mamma mín sagði að þegar hún gekk með mig hafi hún heyrt mikla tónlist. Þar hefur þetta kviknað. Mamma var mjög næm og fór sálförum," sagði Skúli. Foreldrar Skúla voru þau Halldór Stefánsson héraðs- læknir og kona hans, Unnur, dóttir Skúla og Theódóru Thoroddsen. Skúli segir að hann hafi í frumbernsku farið ab gutla á píanó á Flateyri. Skúli Thor- oddsen gaf Unni dóttur sinni forláta Washburn- píanó, sem hann lét kaupa í Chicago.á ár- Skúli Halldórsson tónskáld viö flygilinn sem hann keypti af frœnda sínum í Esjubergi. Á þetta hljóöfœri hefur hann samiö megn- iö af lögum SÍnum. Tímamynd: GS um fyrri heimsstyrjaldarinnar, líklega 1916. Þab hljóðfæri er enn notað og prýðir stofu Skúla Halldórssonar að Bakka- stíg 1 í Vesturbæ Reykjavíkur. Og þar er líka Hornung & Möller flygill sem Skúli hefur notað mest. Hann keypti hann 1941 af Pétri Johnson frænda sínum sem var að flytja vestur um haf. Sá flygill var lengst af í Esjubergi við Þingholtsstræti, húsinu þar sem Borgarbókasafn er í dag. „Pabbi var húmoristi og sagði: „Strákurinn hefur ekki tónlistina frá Thoroddsen- pakkinu. Hann hefur hana frá mér." Hann var nefnilega ná- skyldur Haraldi Sigurðssyni prófessor frá Kaldaðarnesi, sem var prófessor og píanó- leikari í Kaupmannahöfn. Og svo var Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði í ættgarði pabba," segir Skúli. Kvöld og helgar fyrir listina Skúli lauk lokaprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1948. Þá tók vib kennsla með vinnunni hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Fljótlega fór Skúli að kynnast söngvurum og vinna með þeim. Það hafði hann reyndar gert áður, því Skúli spilaði undir hjá Pétri Jónssyni óperusöngvara. Þá lék hann undir hjá Olafi Frið- rikssyni, föður Friðriks skák- kappa, sem var góður tenór á sinni tíð. „Ég hafði kvöldin og helg- arnar til ab sinna tónlistariðk- un. Konan var svo góð við mig að gefa mér tóm til að vflsuwí* t iw. |£> m m rnenro FLUGLEIDIRa SimvliiiiulepilirLaiiilsj/a Refkjavik: AusturslræU 12 • S. 569 1010 • Simbrél 552 7796 og 569 1095 Telflx 2241 • Innanlandsleröir S. 569 1070 Hótel Sögu við Hagalorg • S 562 2277*Sfmbrif 562 2460 Halnirljöröur Bxjarhrauni 14 • S. 565 1155* Slmbrtl 5655355 Keflavlk: Halnargötu 35 • S. 421 3400 • Slmbrél 421 3490 Akranei: Breiöargötu 1 • S. 431 3386 • Slmbrél 431 1195 I E3 ATTA5 Á Akureyrl: Ráöhústorgi 1 • S. 462 7200 • Slmbrét 461 1035 VeitnuuiMeylar Vustmannabraut 38 • S. 481 1271 • Simbrél 481 2792 B® —-------------------- Einnlg umboðimenn um land allt Kaupmannahöfn, Osló, Glasgow, Stokkhólmur, London, Luxemborg, Amsterdam, París, Baltimore, Hamborg, Boston, Halifax I ** I I H a 4iu J | u * SMfilffSÍMrplflffl íll. llill Nijtt ITmabil 8. mars Laugardagur 2. mars 1996 13 iðka tónsmíðarnar," segir Skúli, en kona hans er Stein- unn G. Magnúsdóttir, en börn þeirra eru Magnús arki- tekt og Unnur fiskifræðingur. Samdi fyrsta lagið 15 ára „Þab var nokkuð snemma sem ég fór ab semja lög, lík- lega var ég fimmtán ára. Fyrsta lagið stenst ennþá og heitir Um Barmahlíð, samið við Ijóð eftir Jón Thoroddsen iangafa minn, hann orti þessa ferskeytlu 13 ára gamall. Ég samdi seinna lag við ljóðið hans, Hlíðin mín fríða....", sagði Skúli. Skúli hefur eins og fyrr greinir samið tónlist af ýmsu tagi. Á nýja geisladiskinum „Bláir eru dalir þínir" eru tvö tónverk fyrirferðarmest, bæði áhrifamikil og stórfengleg. Það eru Pourquoi pas? og Sin- fónía nr. 1 í þrem köflum. Pourquoi pas? slys- iö á Mýrum Slysiö á Mýrum haustið 1936, þegar hinn heimsfrægi vísindamabur, dr. Charcot fórst ásamt skipshöfn sinni, hafði mikil áhrif á Skúla eina og aðra landsmenn. Hann átti eftir ab semja verk sem bygg- ist á þeim voðaatburöi. Þetta tónverk varb til þess að Karlakór Reykjavíkur og tónskáldið fengu boð um ab koma til Frakklands til að flytja verkið. „Verkið var flutt hér heima 1986, þegar um hálf öld var liðin frá slysinu. Síðan kom Frakklandsferbin til. Þegar ég samdi verkið fór ég með handritiö í franska sendiráðið og fékk sendiherranum. Hann sendi það til St.-Malo þar sem dr. Charcot bjó, en þar er stórt safn um vísindamann- inn og nóturnar að verki mínu eru þar sýndar undir gleri. Safnstjórinn Lallier skrifaði utanríkisráðherra Frakklands um að verkið yrði flutt við minningarathöfnina. Það endaði með því að franska stjórnin ásamt þeirri íslensku greiddu fargjaldið fyrir Karlakór Reykjavíkur og mig. Við fengum sinfóníu- hljómsveit í St.- Malo til libs við okkur og fluttum verkið. Áreiðanlega hefur þetta kost- að margar milljónir," sagði Skúli. Bakkus í afmælis- gjöf Skúli segir að Sinfónía nr. 1 sé sú eina sem hann hefur samið. Það verk var ekki hrist fram úr erminni. Tónskáldib vann sleitulaust að því að semja sinfóníuna í meira en hálft ár. Skúli situr enn við flygilinn sem hann á ásamt gamla Washburn- píanóinu og sem- ur tónlist enda hefur hann góðan tíma eftir að störfum fyrir SVR lauk. „Ég samdi um daginn.lag sem ég gaf vini mínum sem varð þrítugur, Guðjóni Erni Ingólfssyni sem vinnur á Rauða ljóninu. Það er samib við ljób Theódóru Thorodd- sen. Árni Pálsson prófessor orti um Bakkus og Theódóra svaraði honum. Lagib er fyrir althorn og píanó og var flutt á Sexbaujunni á Eiðistorgi í afmælisveislunni. Guðjón Örn blés sjálfur á althornið, þetta tókst afbragðs vel, en auðvitað vantaði sönginn, því ljóðin eru stórkostleg," sagði Skúli Halldórsson að lokum. -JBP *®K) Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás ehf., Langholtsvegi 84, s. 533 1330. Frásögn konu sem leitar tilbreytingar Hún vildi kynnast karlmanni. Hún kærði sig þó ekki um fast samband: hana langaði einfaldlega í tilbreytingu. Það hefði verið auðvelt fyrir hana að leita slíkra kynna á veitingastað en slíkt þótti henni fáránlegt. Drukkið fólk í hrönnum, hávaði og læti - og þar að auki hefðu fjölmargir þekkt hana. Nei. Það hlaut að vera til betri aðferð. Henni var ráðlagt að notfæra sér kynningaþjónusturnar. Notaðu símatorgin, sagði ein vinkona hennar. Þau eru góð. Þú ert með auglýsingu á einhverju þeirra, karlmenn leggja inn skilaboð hjá þér, þú svarar þeim það getur ekki verið einfaldara. Hún lagðist í símann og kannaði málið af kostgæfni og komst að því að það eru í það minnsta átta kynningaþjónustur starfandi á íslandi í dag. Átta símatorg! Hvert áttu þessir fínu herramenn að hringja til að finna hana? í öll símatorgin? Það hefði ekki nokkur maður ráðið við þann kostnað. Og ekki nóg með það: fyrstu sex símatorgin sem hún hringdi í voru svo til alveg eins. Þar var henni boðið að hringja í tölvu og þar gat hún hlustað á auglýsingar frá öðrum - og svo var henni boðið að lesa inn sína eigin auglýsingu. Með sinni eigin rödd. Og jú, mikil ósköp, hún hefði alveg getað lesið inn sína eigin auglýsingu. Rétt eins og hún hefði getað sett auglýsingu í útvarpið og kynnt sig fullum fetum með nafni og hvaðeina og sagst vilja kynnast karlmanní með tilbreytingu í huga! Nei. Þetta var ekki aðferð sem hentaði henni. Hún hafði samband við vinkonu sína, lífsreynda konu, og sagði farir sínar ekki sléttar. Á íslandi hefði fullorðið fólk með sómatilfinningu og ef til vill viðkvæmar aðstæður ekki nokkurn möguleika á að kynnast með tilbreytingu í huga. Vinkonan kímdi. Þú hefur leitað langt yfir skammt. Hún fletti upp á einkamáladálk DV og benti henni á litla auglýsingu. Þar stóð: "Rauða Torgið. Fjölbreytt og vönduð þjónusta fyrir einstaklinga og pör sem leita tilbreytingar." Er þetta ekki bara enn eitt símatorgið? spurði hin dauflega. Alls ekki, svaraði vinkonan. Þetta er raunveruleg þjónusta. Ég er búin að vera með auglýsingu hjá þeim í nokkrar vikur. Það gerist ekki betra. Ertu ekki hrædd um að röddin þín þekkist? Vinkonan brosti lítillega. Þeir lásu auglýsinguna mína inn fyrir mig. Mín rödd kemur hvergi fram. Hvað með trúnaðinn? Nú brosti vinkonan breitt. Þeir spurðu mig ekki einu sinni að nafni þegar ég skráði mig! Rauda Torgid 905-2121 kr. 66,50 mín síminn á skrifstofunni er 588-5884

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.