Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.03.1996, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 2. mars 1996 Hagvrðingaþáttur Fyrirsögn í Tímanum um að Jóhanna lyfti pilsfaldi fyr- ir Jóni Baldvini er tilefni eftirfarandi vísu: Oft þó höldum auki tjón, ýmsa völdum svifti, en á kvöldin, elsku Jón, upp ég földum lyfti. Óskar Gíslason Tilbrigði um veikleika holdsins Sitthvað er nú rætt um þær hættur, sem háskólakenn- urum getur stafað af veikleika holdsins í návist tauga- spenntra kvenstúdenta með prófskrekk (sbr. grein Birgis Guðmundssonar í Tímanum 24.2.), og þá sið- ferðisraun sem prestar geta lent í þegar þeir eru að sinna hlutverki huggarans gagnvart syrgjendum, oftar en ekki konum (sbr. Mbl. bls. 12, 25.2.: „prestar ... þekkja það allir að þurfa að taka syrgjandi fólk í fang sér" o.s.frv.). Af þessu tilefni stafa tvær vísur, sem einnig eru til- brigði um þetta mjög svo mannlega stef, og hljóða þannig: 1. tilbrigði Meyrt er eðli manns og deigt, mótar auma og ríka. Huggarann með holdið veikt hendir slysin líka. 2. tilbrigöi Eðli manna víst er veikt sem vottar gömul saga, því huggaranum harðnar deigt holdið neðan maga. Gestur í Vík Það drífur margt á dagana um þessar mundir og þess vegna annríki mikið hjá leirbullurum, skrifar Búi og yrkir svo: Siðgæðisvernd Stórhymda dorrann minn drap ég ígaer, þann digra og ósvífna skolla. Fyrir kynferðisáreitni kœrði hann cer, ein kollótt og jarmandi rolla. „Bannsettur þrjóturinn þefaði afmér! Það eru fimmtán ár síðan! Ógróið sárið í brjósti ég ber, bölmóð og kveljandi líðan!" Éggómaði fantinn og fjárbyssuskot fékk þama kempan mín lúna, því áreitni, gredda og blygðunarbrot em bönnuð hjá sauðkindum núna. Þar kom aöðí Nú verður dansað og nú verður kátt, nú geta aðrir krœkt í'ana. Skilur við karlinn hann Kalla sinn brátt kerlingargreyið hún Díana. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Vib íslendingar erum yfirstétt Samkvæmisklæönaöur er frjálsleg- ur nú til dags og í síöasta þætti gaf Heiöar mörg og góö ráö. En núna þegar samkvæmislífiö meö öllum sínum árshátíöum er í algleymingi, þarf fólk að eiga sallafín spariföt. í flestum samkvæmum er fólk nokkurn veginn sjálfrátt um klæöaburð sinn. En á nokkrum há- tíðum er ætlast til aö konur skarti í síöum kjólum og karlar í smóking eöa kjólfötum. En þaö, sem eink- um ber að varast, er að samræmi sé í samkvæmisklæðnaði hjóna eða dömu og herra sem fara saman á hátíöarball. Ef frúin er í síöa kjóln- um sínum, skal herrann vera dökk- klæddur í hvítri skyrtu með svart hálstau og svo framvegis. Þessa reglu hefur enginn leyfi til aö brjóta. En getur daman látiö sjá sig í samkvæmiskjólnum frá því í hitt- eðfyrra? Þarf hann að vera sérsau- maður og hvar er hægt að fá sam- kvæmisfötin? Þetta eru spurningar sem umfjöllun Heiöars vakti í síð- asta þætti. Heiöar: Við íslendingar erum yf- irstétt. Það er ekkert land í heimin- um sem þarf eins mikiö á sam- kvæmisfötum að halda, þaö er aö segja venjulegt fólk. Islendingar fara þó nokkuð aö versla í Amsterdam og þær konur, sem ætla að fá sér síðkjól þar, veröa voðalega fúlar, því að þeir eru ekki til þar. Það eru nefnilega svo fáar konur í Amsterdam sem fara í síð- kjóla og þær, sem það gera, kaupa þá annars staðar. Mikib úrval af sam- kvæmisklæðnabi hér í London er aftur á móti hægt að fá síðkjóla víða. Þar er mikiö sam- kvæmislíf, öll diplómatían og fína fólkiö. Þar eru oddfellowar og frí- múrarar, sem klæöast kjólfötum og smókingum, og þar verða frúrn- ar að eiga síða kjóla alveg eins og í Reykjavík. I Reykjavík er nóg af búðum með síðkjóla og hægt að fá þá af mörgum gerðum og verðflokkum. Svo em ágætar saumakonur, sem hægt er að leita til fyrir þær sem hafa efni á slíku. Það em líka marg- ar konur sem sauma sína fínustu kjóla sjálfar og sumar á dætur sínar og vinkonur. En að sauma fínan kjól er ekki á færi annarra en þeirra sem eitt- hvað hafa lært í saumaskap og um- fram allt að hafa ánægju af því. Því má svo bæta við að sumum samkvæmiskjólum má breyta án mikillar fyrirhafnar eða kostnaðar, -------- og þannig þarf daman ekki að mæta ár eftir ár á árshátíð hjá sama fyrirtækinu eða félaginu nákvæm- lega eins klædd og í fyrra. Svo má líka breyta til, hafa slæðu eða slá yfir herðunum og velja aðra skartgripi en skartað var meö í fyrra og hárgreiðslan getur breytt yfirbragöinu mikið. Það er því ekkert vandamál að nota sama fína samkvæmiskjólinn aftur og aftur, ef hugmyndaflugið er í lagi. Oðru máli gegnir um karlana. Samkvæmisklæðn- aöur þeirra er litlaus og breytist lítiö í áranna rás. Það er helst að þeir þurfi að láta víkka buxnastreng- inn, þegar virðulegur aldur færist yfir þá. Hægt ab spara og vera fín Eins og getið var um síðustu helgi, keppast tísku- hönnuðir við aö skapa sem glæsilegastan samkvæm- isklæðnað á konur. En hann er fokdýr og er ekki á færi nema efnaðs fólks að kaupa hann og bera. En þær, sem hafa úr minna að moða, geta líka lit- ið glæsilega út, sérstaklega ef þær geta saumað sjálf- ar. Franskar konur hafa lengi verib mjög meðvitabar um tísku og leggja mikið upp úr klæðaburði og útliti sínu. Hinar efnaminni saumuðu lengi vel, og Helena Chrístensen var fylgikona Tocca á ballinu og gangandi auglýsing fyrir samkvœmiskjól sem hann hpnnabi. Fremstu hönnubir Bandaríkjanna héldu nýlega galaball í New York og þar gat á ab líta. Hér eru Mick jagger í svörtu meb hvítt um hálsinn, kona hans jerry Hall ofurmódel íljósu og síbu eftir Escada, og john F. Kennedy yngri, sem var kvenmannslaus á ballinu. Heiðar jónsson, snyrtir svarar spurningum lesenda Hvernig á égab vera? Leikkonan julia Ormond í perlu- móburkjól eftir Ralph Lauren, ein- földum og glæsilegum. kannski enn, flíkur sínar sjálfar. Með því að spara að kaupa vinnu annarra og milliliði gátu þær frönsku, og raunar allar konur, keypt mun dýrari og fínni efni í föt sín en þegar keypt er tilbúið. Þess má geta að í Reykjavík eru til ágætar álnavörubúðir og að í minnsta kosti einni þeirra, Seymu í Hafnarstræti, er hægt að kaupa mörg sams konar efni og sjá má á tískusýningum frægustu hönnuða. Glæsileikinn þarf ekki alltaf að vera dýr. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.