Tíminn - 23.03.1996, Side 11

Tíminn - 23.03.1996, Side 11
Laugardagur 23. mars 1996 wmmm 11 Ólafur Ólafsson landlœknir segir samtökin Lífsvog ekki fara meö rétt mál: Heilbrigbiskerfið tekur á mistökum Landlæknir segir þaö stablausa stafi ab heilbrigöiskerfiö viöur- kenni ekki mistök. Hann segir aö veröi læknar uppvísir aö endur- teknum mistökum í starfi sé tek- iö á því máli. Læknar hverfi úr starfi eöa séu fluttir til í kerfinu. Samtökin Lífsvog segja reynslu sína af kerfinu vera aöra. Kvörtunum og kæmmálum sem berast Landlæknisembættinu hef- ur fjölgaö mikiö á síöustu árum. Á ámnum 1990- 1994 bárust emb- ættinu að meðaltali 211 erindi á ári en meðaltal fimm ára þar á undan var 100 mál á ári. Samtökin Lífsvog voru stofnuð fyrir u.þ.b. ári í þeim tilgangi aö aöstoða fólk sem telur sig hafa orö- iö fyrir læknamistökum. Frá stofn- un samtakanna hafa á annað hundrað manns leitaö til þeirra að sögn Guörúnar Maríu Óskarsdótt- ur, stjórnarkonu í Lífsvog. Guörún María og tvær aörar konur úr stjórn Lífsvogar rituðu lesendabréf í Morgunblaðið sl. fimmtudag þar sem þær segja m.a. að heiibrigöiskerfiö viðurkenni ekki mistök og því sé ekki reynt að koma í veg fyrir þau innan kerfis- ins. Þær segja ennfremur aö fá- mennur hópur lækna sé valdur að þeim mistökum sem fólk telji sig hafa orðið fyrir. Ólafur Ólafsson landlæknir seg- Ólafur Ólafsson. ist lýsa því sem staðlausum stöfum aö heilbrigöiskerfið viöurkenni ekki mistök. Hann segir aö emb- ætti sínu hafi borist tugir erinda frá Lífsvog. Hvert þeirra hafi verið skoðað vandlega og leyst úr þeim eftir bestu getu. Ólafur segir þó aö allmörg erindanna séu fyrnd eöa leysist ekki vegna „óheppilegrar löggjafar". Meö því vísar hann til þess aö slysasjóður er ekki aftur- virkur, þ.e. mál sem komu upp fyr- ir árið 1989 eru ekki afgreidd. Lög- in voru samþykkt þvert gegn vilja landlæknisembættisins, aö sögn Ólafs. „Ef læknir veröur uppvís að end- urteknum mistökum er tekið á því máli. Læknar hverfa úr starfi eða eru fluttir til í kerfinu. Sum tilfelli eru erfiö, þótt vel og rétt sé staðið að meðferö getur útkoman verið léleg. í þeim tilfellum kemur slysa- sjóður til hjálpar en því miður gegnir hann ekki því hlutverki sem hann ætti að gera vegna óheppi- legrar löggjafar. Landlæknisemb- ættið hefur óskað eftir breytingum á þessum lögum en ekki hefur ver- ið orðið viö því." Samkvæmt tölum frá landlækn- isembættinu bárust því 227 alvar- legar kærur og kvartanir á árunum 1991-1992. í 35-45% tilfella er tal- ið að um læknamistök hafi verið að ræða. Yfir 90% málanna voru afgreidd innan árs. 56 málanna leiddu til ábendingar, 23 til áminningar og 16 til tilmæla. Al- varlegar áminningar voru veittar í fjórum tilfellum og ein tillaga um leyfissviptingu kom í kjölfar þess- ara mála. A árunum 1976-1993 hafa 6 læknar verið sviptir leyfi og 3 hjúkrunarfræðingar. Þá hafa 4 læknar veriö látnir hætta störfum og 3 fengið takmarkað leyfi. Loks hafa 4 kandidatar ekki fengið leyfi. „Af þessu tölum má sjá að eftirlit með heilbrigðisstarfsfólki er virkt á íslandi þar sem hlutfallslega mun fleira heilbrigöisstarfsfólk verður fyrir sviptingu eða takmörkun á starfsleyfi hér á landi en á hinum Noröurlöndunum," segir Ólafur. -GBK Um 21% allra atvinnulausra kvenna í febrúarlok voru í hlutastörfum: Atvinnulausum fækkabi um þribjung Atvinnulausum á landsbyggð- inni fækkaði ab jafnaði um nærri því þribjung milli janú- ar og febrúar, eba úr 5,9% nib- ur í 4%. Fækkunin var svipub mebal karla og kvenna. Á höf- ubborgarsvæbinu fækkabi at- vinnulausum miklu minna, úr 6,2% nibur í 5,7%, enda voru 2/3 allra atvinnulausra í febrúar (eba 4.300 af 6.400) búsettir á höfubborgarsvæb- inu. Skráðir atvinnuleysisdagar í febrúar svara til þess ab 5% af mannafla hafi jafnan verib án vinnu í mánuðinum, eba ámóta og Vinnumálaskrifstofan spábi í janúar. Mest dró úr atvinnuleysi á Austurlandi, úr 7,4% niður í 3% eða um miklu meira en helming. Atvinnulausir voru nú um 1.300 færri en í febrúar í fyrra. Þótt 7.050 manns hafi verið án vinnu í lok febrúar, eba 650 fleiri en ab mebaltali í mánub- inum, er ekki búist við ab at- vinnuleysi verbi ab rábi meira í mars en í febrúar. Gott tíbarfar og ágæt aflabrögð muni að miklu leyti vega upp samdrátt eftir lobnuvertíbina. Af 7.050 á atvinnuleysisskrá í febrúar voru nær 15%, eða rösk- lega 1.030 samt í hlutastörfum. Af þeim voru tæplega 790 kon- ur, eða tæplega 21% þeirra 3.770 kvenna sem voru á skrá. Hlutfall atvinnulausra í hluta- starfi var hæst á Austurlandi (28%) og Nl. vestra (26%), og litlu lægra á Suðurlandi, Vestur- landi og Norburlandi eystra. Mibab vib heildartölurnar má því ætla að jafnvel í kringum 40% atvinnulausra kvenna á þessum svæöum séu í hluta- störfum. Á höfuðborgarsvæðinu voru einungis tæplega 11% at- vinnulausra í hlutastörfum .■ BÆNDUR Pantiö ^ Kverneland féUjjspíli RÚLLUBAGGAPLASTIÐ TÍMANLEGA 50 cm kr. 4.300,- + vsk. 75 cm kr. 5.200,- + vsk Hafiö samband vió sölumenn okkar, sem gefa allar nánar/ upplýsingar. Ingvar irj- = i Helgason hff- vélasala C ' Landsvirkjun Útboð Sandblástur og málun Landsvirkjun óskar hér meö eftir tilboðum í að sandblása og mála stálklædda vatnsvegi Steingríms- og írafoss- stöðva í samræmi við útboðsgögn SOG-07. Verkið felst í að sandblása og mála vatnsvegina sem eru um það bil 2400 fermetrar og útvega í því skyni og leggja til allt efni og alla vinnu, svo og allt annað sem þarf til að framkvæma verkið og Ijúka því að fullu. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með þriðjudeg- inum 26. mars 1996 gegn óafturkræfu gjaldi að upp- hæð kr. 3.000,- m. VSK fyrir hvert eintak. Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík til opnunar miðvikudag- inn 10. apríl 1996, kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. Aösendar greinar sem birtast eiga í blaðinu þurfa að vera tölvusettar og vistaðar á diskling sem texti, hvort scm er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar getá þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt. mm ■0 eAiit Ifolta lemut vatn! mIUMFERÐAR Uráð -------------------------------------------- 'TJ* Faöir okkar, tengdafabir, afi og langafi Egill Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður, Hringbraut 110 veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudag- inn 26. mars kl. 13.30. Ebba Urbancic Agla Egilsdóttir Ingibjörg Egilsdóttir jón Axel Egilsson Cubrún Egilsdóttir Ásta Egilsdóttir barnabörn og Pétur Urbancic Tryggvi Ásmundsson Svavar Ármannsson Sigríbur Magnúsdóttir Axel Cómez Karl Ásgeirsson barnabarnabörn V (---------------------------------------------------------------\ H1 Kæru vinir. Af alúö þökkum vib ykkur fyrir alla þá hjálp og samúb er þib veittub okkur vib andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móbur, tengdamóbur, ömmu, dóttur og stjúpdóttur Agnesar Kristínar Eiríksdóttur Sólvöllum 11, Selfossi Sérstakar þakkir til allra er önnubust hana f hennar veikindum. Cubs blessun fylgi ykkur. Óli jörundsson Kristbjörg Óladóttlr Cestur Haraldsson María Óladóttir Svanur Ingvarsson Eiríkur Cubmundsson Margrét Benediktsdóttir Barnabörn og abrir abstandendur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.