Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. júní 1996 3 Samningsferli vœntanlegra kjarasamninga vegna Hvalfjaröaganga gcetu oröiö þaö síöasta fyrir gildis- töku nýrra laga um stéttarfélög og vinnudeilur: Rætt um 20- 25% álag ofan á taxtakaupið „Þa5 strandar fyrst og fremst á því a& þeir vilja gera vinnu- stabasamning sem viö höfum út af fyrir sig ekki hafnað. En þá viljum vib líka ab innihaldib sé í samræmi vib þab. Vinnustaba- samningur nær utan um öll þau atribi sem snerta vinnuna, en þeir vilja vera meb sem allra minnst inní samningnum og visa í almenna kjarasamninga og lög o.s.frv. Þab köllum vib ekki vinnustabasamning," segir Snær Karlsson starfsmabur Verkamannasambandsins um stöbu samningavibræbna 6-7 stéttarfélaga vib Fossvirki og VSÍ um gerb kjarasamnings vegna jarbgangagerbar undir Hvalfjörb. Eftir því sem best er vitað kann yfirstandandi samningaferli að verða þab síðasta í þeirri hefð- bundnu mynd sem samningar Lyfjaútflutn- ingur 20-fald- aðist 1995 Vörur til lækninga, fyrst og fremst skráð sérlyf í smásölu- pakkningum, voru flutt út fyrir 610 milljónir á síðasta ári, sem var 20 sinnum meira en árið áð- ur bæði í magni og verðmæti. Þjóðverjar voru kaupendur að 95% sérlyfjanna, en einnig fór nokkuð til Danmerkur og smá- vegis til fleiri landa. ■ um kaup og kjör hafa veriö í á libnum áratugum, áður en ný lög um stéttarfélög og vinnudeilur koma til framkvæmda, þann 1. júlí n.k. Snær segir að menn hafi fund- ab annan hvorn dag upp á síð- kastið eftir rólega byrjun og ekki enn komið að þeim tímapunkti að menn séu farnir að ræða hugs- anlegar aðgerbir. Aftur á móti sé langlundargeð manna ekki óþrjótandi og ekki hægt að úti- loka eitt eða neitt í þeim efnum. Hann segir að það sé hinsvegar ekki mikið sem ber í milli aöila vegna launakröfu verkalýbsfélag- anna en rætt hefur verib um allt að 20-25% álag ofan á almenna verkamannataxta. Athygli vekur að þab er nokkru lægra en jarð- gangataxtinn í virkjanasamning- um, en þar er álagið um 30% ofan á almenna verkamannataxta. Hann tekur þó fram að launakrafa verkalýðsfélagana hefur ekki ver- ið útfærð neitt sérstaklega enn sem komið er. Gert er ráð fyrir að þessi vinnustaðasamningur, ef af verður, muni ná til 80-90 manns þegar einna fjölmennast verður á svæðinu en til 40-50 starfsmanna í venjulegri mönnun á vettvangi. Snær vekur einnig athygli á því að á vinnustað í Hvalfirði séu er- lendir starfsmenn sem eru með allt ab tvisvar til þrisvar sinnum hærri laun en íslensku starfs- mennirnir. Þarna er ekki um ræða menn í yfirmannastöðum heldur menn með reynslu við sambæri- lega vinnu. -grh Reykvíkingar kjósa í Rábhúsi, í listasafni og i tennishöll vib forseta- kosningarnar 29. júní nk.: Kjörstöðum fækkar úr sextán í ellefu All nokkur breyting verbur á kjörstöbum í Reykjavík vib forsetakosningamar 29. júní nk. frá því sem verib hefur vib undanfarnar kosningar. Vib breytingamar fækkar kjörstöbum um fimm, úr sextán í ellefu. Helsta ástæba breytinganna er ab abgengi fyrir fatlaba er algerlega ófullnægjandi í ýmsum skól- um þar sem kosið hefur verib til þessa. Breytingarnar á kjörstöðum eru eftirfarandi: Rábhús Reykja- víkur kemur í stað Melaskóla og Miðbæjarskólans að hluta. Kjar- valsstaðir koma í stab Austurbæj- arskóla, Sjómannaskóla og Mið- bæjarskóla að hluta. Hús TBR í Gnoðarvogi 1 er einnig nýr kjör- stabur og kemur í stað Álftamýr- ar-, Langholts- og Laugarnes- skóla. Kjörsvæði Fellaskóla stækkar frá því sem verið hefur og þar kjósa nú einnig þeir sem áður hafa kosið í Breibholtsskóla. Aðrir kjörstaðir eru þeir sömu og áður, þ.e. Breiðagerðisskóli, Ölduselsskóli, Árbæjarskóli, Foldaskóli, Sjálfsbjargarhúsið Hátúni, Hrafnista DAS og Elli- heimilið Gmnd. Með þessum breytingum næst ásættanlegt aðgengi fatlaðra og hreyfihamlabra að öllum kjörstöb- Norski Dressman varpar sprengju inn á karlmannafatamarkabinn fyrir 17. júní. Áróra Cúst- um, að mati forstöðumanns Mann- talsskrifstofu Reykjavíkur. -GBK BÆIARMÁL Akureyri Hálf milljón í styrk Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að veita handknattleiks- deild KA 500 þúsund króna styrk í tilefni af bikarmeistaratitli sem deildin vann á s.l. vetri. Viður- kenningin hefur þegar verib af- hent og bæjarráð hefur staðfest veitinguna. afsdóttir verslunarstjóri: Nú þurfa karlarnir ekki aö fara í búöir í Glasgow Dressman segist varpa sprengju inn á karlmannafatamarkabinn Sameiginleg innkaup og sam- starf um þau milli Norburlanda- búa kemur sífellt meira ab gagni í smásöluversluninni, ekki síst í fataverslunum. Gott dæmi um þetta var verbsprengj- an sem féll á kvenfatamarkabi meb opnun Vera Moda, og í kjölfarib Bleu de Bleu og Monsoon, sem byggja á sömu hugmyndafræbi í verslun. Núna sjá fullvaxta karlmenn fyrir sér ódýrari innkaup á fatn- aði. Verslanakeðjan Dressman varpar inn verösprengju á karl- mannafatamarkaðinn rétt fyrir 17. júní, þegar margir eru einmitt að fata sig upp fyrir sumarið. Mun það án efa kynda undir nokkurt verðstríð milli verslana á íslandi. „Ég get lofað því ab núna geta íslenskir karlmenn farið til Glasgow til ab skemmta sér og hafa það gott, en geta gallaö sig upp hér heima fyrir sama eða lægra verð. Þetta verður bylting í verblagningu á öllum karl- mannafatnaði, verðlagib mun verða mjög ólíkt því sem við höf- um átt að venjast til þessa," sagði Áróra Gústavsdóttir verslunar- stjóri Dressman, nýrrar og mjög stórrar karlmannafataverslunar að Laugavegi 18b þar sem Li- verpool var áður. Verslunin er á tveim hæðum hússins og opnar í dag. Áróra segir að sameiginleg inn- kaup norsku Varner-samsteyp- unnar, sem mun vera stærsta verslanakeðja Norðurlanda, valdi því að hægt er að bjóða upp á verðlag, sem til þessa hefur ver- ið fátítt eða óþekkt hér á landi. Um gæbi fatnaðarins og útlit hans sagbi Jón Þórisson, klæb- skerameistari, að það væri allt í mjög góðu lagi. „Varan er fyrir venjulega herramenn, sem vilja vera vel til fara, karlmenn á öllum aldri, unglinga á öllum aldri og alveg upp í nírætt í það minnsta, en síður fyrir unglingana," sagði Áróra. Dressman er með 90 búðir í Noregi, tvær í Riga og er ab opna í Póllandi. Þá eru framundan opnanir búða víba um veröld. Varner-keðjan í Billingstad rétt fyrir utan Osló velti í fyrra 25 milljörðum íslenskra króna í fatasölu í 350 búðum sem þeir ráða yfir, en þeir reka einnig keðju sem selur kvenfatnað. Dressman er eigandi búðarinnar við Laugaveg, og innréttingar eru allar hannaðar í hönnunar- deild fyrirtækisins í Noregi. -JBP Umsóknir um styrki Alls hefur verið sótt um styrk, af aöilum á Akureyri, vegna ýmissa atvinnuskapandi verkefna úr at- vinnuleysistryggingasjóöi sem svarar til 148,5 mannmánaða. Þar af er sem svarar 120 mannmán- aða vegna vinnu fyrir skólafólk. Jafnréttislög ekki brotin Lögb hefur verið fram álitsgerð kærunefndar jafnréttismála, þar sem Áskell Örn Kárason kærði Ák- ureyrarbæ fyrir brot á jafnréttis- lögum, vegna ráðningar í stöðu svibsstjóra félags og fræðslusviðs hjá Akureyrarbæ. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu ab ráðning Valgerðar Magnúsdóttir brjóti ekki í bága við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Styrkir ÍTA íþrótta og tómstundaráð hefur samþykkt að úthluta eftirtöld- um aðilum rekstrarstyrki: Skátafélagiö Klakkur 700.000 Æskulýösstarf Akureyrarkirkju 50.000 Æskulýösstarf Glerárkirkju 50.000 Hjálræöisherinn 50.000 KFUM og K 100.000 Hestamannafélagiö Léttir 300.000 ÍBA 10.000.000 KA 1.000.000 Þór 1.000.000 Golfkl.Akureyrar 600.000 Skautafélag Ak. 300.000 Svifflugfélag Ak. 90.000 Fjallhlífakl. Akureyrar 90.000 Skákfélag Ak. 350.000 Flugmódelfélag Ak. 50.000 -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.