Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 13. júní 1996 Guömundur Jóhannesson Guðmundur Jóhannesson, hóndi frá Króki í Grafningi, fœddistað Eyvík í Grímsnesi 12. október 1897. Hann lést á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 6. júrií s.l. Foreldrar hans voru Jóhannes Einarsson, Ein- arssonar Einarssonar, allir bœndur að Eyvík, og Guðrún Geirsdóttir frá Bjamastöðum í Grímsnesi. Þau áttu fimm syni og tvœr dœtur, sem öll komust upp. Eiginkona Guðmundar var Guð- rún Sœmundsdóttir, faedd í Reykja- vtk 7. ágúst 1904, d. 17. júní 1987. Foreldrar hennar vom Sœmundur Þórðarson, múrari í Reykjavík, œtt- aður frá Lœkjarbotimm í Landsveit, og Guðlaug Jóhannsdóttir frá Baugsstöðum í Flóa. Guörím og Guðmundur eignuðust 8 böm. Þau em: Egill, f. 13. maí 1921 í Eyvík; Guðrún Mjöll, f. 17. september 1923 að Nesjavöllum, d. 29. marz 1995; Áslaug Fjóla, f. 25. febrúar 1926 að Nesjavöllutn; Jóhannes Þórólfur Gylfi, f. 20. maí 1931 að Króki; Sœunn Gunnþómnn, f. 15. júní 1933 að Króki; Jóhanna, f. 12. ágúst 1936 að Króki; Elfa Sonja, f. 28. mars 1945 í Reykjavík, og Er- lingur Þór, f. 1. desember 1947 í Reykjavtk. Afkomendur Guðrúnar og Guðmundar em 99 talsins í dag, en Itundraðasti afkomanditm er vœntanlegur eftir þrjár vikur. Útfór Guðmundar Jóhannessonar fer fratn frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfhin kl. 15:00. Jarðsett verðttr í kirkjugarðinum að Úlfljóts- vatiti í Grafttingi. Guðmundi Jóhannessyni mun hafa liðið vel í föðurgarði sínum, Eyvík. Hann lýsti föður sínum svo, að hann hefði verið greindur maður og frjálslyndur í hugsun. Aldrei varð honum sundurorða við móður sína og enga óvildarmenn mun hún hafa átt. Gætu þessar lýsingar átt við Guðmund sjálfan, þegar litið er yfir æviveg hans. Vorið 1921 hófu þau Guðmundur og Guðrún búskap í Eyvík, þeirra félagi gerðist Jóhann, bróðir Guðmundar. Kolbeinn bróðir þeirra hóf um sama leyti búskap á hinum helming jarðarinnar. Guðmundur fann að þröngt var um í Eyvík, en hvergi var jarðnæði að fá í Grímsnesi. Gnægt var lausra jarða við Þing- vallavatn. Honum var ljós sú staðreynd að eyðijarðir við Þingvallavatn væru illa hýstar, girðingar engar, en beitiland nokkurt og veiði mikil. Rétt er að geta hér einnar ferðar Guð- mundar í leit að jörð til ábúðar: Einn dag í fögru veðri í mars- mánuði árið 1922 lagði hann af stað í jarðarleit. Ferðinni var heitið að Þingvailavatni. Frá Ey- vík fór hann á skíöum að Svína- vatni, þaðan norður á Lyngdals- heiði. Á háheiðinni skildi hann skíðin við sig vegna slæms skíðafæris. Stakk hann þeim í skafl og gekk eftir það. Eftir lið- lega tveggja tíma ferð frá Svína- vatni kom Guðmundur að helli nokkrum, skammt ofan við Laugardalsveili. Veðrið var milt, krapaelgur eftir hláku og ungi bóndinn bullvotur í fæturna. Hann sá enga skepnu, beitarhús hellisbúanna voru úti í Bjarna- skarði. Allt var hvítt af snjó. Mjög stór gluggi var á timbur- gafli í hellismunnanum. Er hann kom að dyrum hellisins, birtist húsfrévjan útifyrir, heils- aði og bauö Guðmundi inn. Kannaðist hún viö föður hans. Var honum boðið upp á kaffi og meðlæti inni í hellinum. Hús- næði þetta var þiljað innan og fannst Guðmundi vistlegt þar. Innst í hellinum var bergleki, t MINNING notaður sem vatnsból. Hlýlega var þarna í hellinum tekið á móti lúnum ferðamanni, en eft- ir skamma viðdvöl lá leiðin að Gjábakka, sem þá var í eyði. Síð- an að Skógarkoti þar sem gist var um nóttina hjá Jóhanni Kristjánssyni bónda og konu hans. Morguninn eftir hélt Guðmundur enn gangandi að Svartagili, sem þá var í eyði með afar lélegum moldarkofum, en beitiland fagurt. Þaðan fór Guðmundur að Þingvöllum til séra Jóns. Eggj- aði prestur Guðmund á að taka Gjábakka til ábúðar. Hafði Guð- mundur hug á því, en féll frá því síðar, m.a. vegna vand- kvæða á að hemja fé sitt frá Ey- vík þar. Mun það hafa valdið séra Jóni vonbrigðum að ná ekki þessum unga manni í sveit- ina. Frá Þingvöllum fór Guð- mundur að Arnarfelli við Þing- vallavatn. Þar var jörðin til leigu og húsin til sölu, en ekki samd- ist þar. Á bakaleið til Eyvíkur tók Guðmundur skíði sín úr skaflinum á Lyngdalsheiðinni. Kom hann að Stóru-Borg ör- þreyttur og matarþurfi. Síðan kom hann heim til Eyvíkur, jarðarlaus. Þessi frásögn gefur lítinn út- drátt um þeirra tíma erfiðleika, samgöngur, ákveðni og dugnað þessa fólks að sjá sér og sínum farborða. Jörðin Nesjavellir í Grafningi losnaði til ábúðar 1923. Tóku þeir bræður, Guðmundur og Jó- hann, jörðina á leigu. Fagran vormorgun í áliðnum júní var Guðmundur ferðbúinn ásamt skylduliði sínu á hlaðinu í Ey- vík. Söknuður var í sinni unga fólksins, ekki síst Guðrúnar, en henni hafði liðið vel í Eyvík. Jó- hannes gamli var kvaddur, en Guðrún kona hans var þá látin. Þrír hestar voru til ferðarinn- ar, einn sat Guðrún í söðli þá 19 ára gömul með Egil son sinn tveggja ára, bundinn við hana með trefli. Laufey systir hennar sat annan hest, þeim þriðja var beitt fyrir vagn. Guðmundur og Jóhann teymdu vagnklárinn og kýrnar. í vagninum var m.a. sængurfatnaður, pottar og önn- ur eldhúsáhöld. Seinna voru ýmsir aðrir munir og féð sótt til Eyvíkur. Um kvöldmatarleytið komu þau að Úlfljótsvatni og gistu þar hjá þeim hjónum Kol- beini frá Hlíð og Geirlaugu frá Nesjavöllum. Næsta dag var komið að Villingavatni til Magnúsar Magnússonar og Þjóðbjargar Þorgeirsdóttur. Svo feginn var bóndinn á Villinga- vatni, er hann heimti þetta unga fólk í sveit sína, aö hann leiddi kýr Guðmundar beint í slægju. Síðan hélt fólkið áfram með kerruna upp Grafning og eng- inn vegur þar, en rudd hafði verið kerrubraut frá Villinga- vatni að Hagavík. Það gerði Guðbjörn í Hagavík, en hann fór síðar í vatnið. Frá Hagavík var skrönglast eftir gamalli hestagötu aö Nesjavöllum. Þar var fátæklegt og frumbýlings- legt um að litast. Moldargólf var í gangi og eldhúsi, sem var hlóðaeldhús, timburgólf annar- staðar og gamall baðstofustíll að öðru leyti. Nóg var til matar, rjúpan ropaði á stéttinni, rjúpnasúpa þótti góð. Bleikja og urriði veiddur í Þingvallavatni, étinn saltaður og nýr. Silungur gaf nokkuð í aðra hönd, mikið fyrir því haft, rekið í nótt eftir nótt, veiðin borin heim á bak- inu sem var klukkustundar- gangur frá vatni og þung, ef vel veiddist. Síðan var farið með sil- ung Dyraveg að Kolviðarhóli, sem var þriggja tíma lestarferb og erfið með baggahest. Þaðan flutt með bifreið til Reykjavíkur. Árið 1927, eftir fjögurra ára búsetu á Nesjavöllum, festu þeir bræbur kaup á jörðinni Króki í Grafningi. Þetta var talin drjúg bújörb ásamt veiði í Þingvalla- vatni frá Hagavík að Ölfusvatns- fjalli. Að Króki var unnið af dugnaði að uppbyggingu stab- arins, túnrækt og áveitum. Virkjun kom þar árið 1929 og var með þeim fyrstu á landinu. Áður en nokkur traktor kom, var bústærðin 550 ær, 8 kýr í fjósi og 8 hross. í Króki var veiöi stunduð jafnhliða búskap. Þar var gestkvæmt mjög og búskap- arreisn hin mesta hjá þeim Guðmundi og Guðrúnu. Jó- hann bróbir Guðmundar lést fyrir aldur fram 9. nóvember 1937, þá 38 ára að aldri; var þá höggvið mikið skarð í fylkingu unga fólksins sem lagði upp frá Eyvík í upphafi. Guðmundur og Guðrún lögðu af búskap í Króki árið 1958. Egill sonur þeirra tók þá við búinu. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu hafbi Guðmundur aldr- ei misst sjónar af því marki sem hann leitaði að. Hann hafði unnað fegurð, leitað hennar og fundið hana í hrikalegu og und- urfögru umhverfi sögufrægra slóða við Þingvallavatn. Fagra sjáðu Grafhingsgmnd, gróðri stráðan völlinn. Vötnin bláu, laufgan lund, Ijósbrýn háu fjöllin. (Guðm. Jóh.) Þau hjón festu kaup á íbúð að Ljósheimum 4 í Reykjavík og hefur hann búið þar síðan. Hann tók jörðina Krýsuvík á leigu og bjó þar árin 1962 og 1963. Guðmundur vann eftir það við rif á mótatimbri utan af nýbyggingum og vann við það fram á 93ja ára aldur. Þá missti hann vinnuna, því allir hans vinnuveitendur voru hættir eða látnir. Hann var víðlesinn og unni mjög ljóöum Einars Benedikts- sonar og einn vísasti maður hér- lendis um þann kveðskap. Sjálf- ur orti hann talsvert og ekki síð- ur nú á seinni árum. Andleg og líkamleg orka þessa manns var undraverð. íslenska heilbrigðiskerfið náði aldrei til hans, fyrr en undir það síðasta, er hann féllst á að fara á sjúkra- hús og var hann þar einn sólar- hring áður en yfir lauk; var það hans fyrsta og síðasta spítala- vist. Guðmund Jóhannesson lang- aði að mæta á kristnitökuhátíð- ina á Þingvöllum árið 2000 og hefði hann þá um leið séð inn í þrjár aldir. Hann beið eftir að haft væri viötal við sig vegna bókar um urriðann í Þingvalla- vatni, en af því viðtali verður ekki. Ég vil þakka Gubmundi tengdaföður mínum fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar við hann. Gylfi Guðjónsson, Mosfellsbœ Fallinn er frá aldni sveitarhöfð- inginn Guðmundur Jóhannes- son, fyrrum bóndi að Króki í Grafningi. Það er margs að minnast þeg- ar slíkur fróðleiks- og mannvin- ur fellur frá og þar með stór þekking og saga um Þingvalla- svæðið, sem Guðmundur unni svo mikið. Guðmundur var einn af þeim, sem þekktu einna best til sögu svæðisins og ekki hvað síst veiðisögu Þingvalla- vatns, þar sem hann undi hag sínum afar vel. Guðmundur hóf ungur að ár- um búskap að Nesjavöllum ásamt Guðrúnu Sæmundsdótt- ur, eiginkonu sinni, sem lést fyrir nokkrum árum. Á Nesja- völlum bjuggu þau hjónin frá 1923-1927 ásamt bróður Guð- mundar, Jóhanni Jóhannessyni. Guðmundur unni staðnum afar vel og orti mörg kvæði um fagrar vornætur og hvamma er hann var þar við veiðar og bú- störf, kvæði sem virt skáld gætu verið stolt af. Þau kvæði fór hann ekki hátt með, nema þá helst fyrir þá sem þekktu til staðhátta. Guðmundur var mikill og stórhuga athafnamaður og fluttu þau hjónin ásamt Jó- hanni að Króki 1927, eftir að hafa keypt jörðina, og bjuggu þar til ársins 1958, er sonur þeirra Egill Guðmundsson tók við búskap á jörðinni. Jafnframt stórhug í bústörf- um var veiðimennska Guð- mundi í blóð borin og Þing- vallavatn því honum afar kært, enda stundaði hann vatnið og veiðiskap allt til síðustu ára. Það fór ekki framhjá neinum, sem umgekkst Guðmund, hversu léttur hann var alla tíð í lund og á fæti. Ég minnist þess er hann var vib murtuveiðar á Þingvallavatni, þá hátt í áttræb- ur, og sá að fjársafn var að sleppa í smalamennsku yfir eitt af hæsta fjallið í Grafningnum, Sandfell. Guðmundur réri þá báti sínum að landi og lagði í vör og hljóp í veg fyrir fjársafn- ið og kom því til réttar. Þetta var eitt af því, sem Guðmundur lét sig ekki muna um að gera á efri árum, og sýnir glöggt hversu hugur hans var ríkur við bú- skapinn og athafnagleðin mikil. Eftir að Guðmundur flutti til Reykjavíkur stundaði hann byggingarvinnu og þá helst mótarif allt til síðustu ára og þótti ekki mikið til koma þótt aldursárin væru að nálgast 10. tuginn. Það færi betur að fleir- um væri gefin sú lífsgleði og at- orka, sem Guömundi fylgdi alla tíð, hvort sem um var að ræða í leik eða starfi. Hjálpfýsi var honum rík og lagði Guðmundur víða hönd að verki hjá sveitungum sínum og víðar. Til dæmis má sjá hand- verk Guðmundar á hleðslu á kirkjugarðsvegg við Úlfljóts- vatnskirkju, sem hann hlóð án verkfæra og sýnir að mikil alúð var lögb í verkið sem og önnur verk sem hann lagði hönd á. Það væri hægt að skrifa langa minningargrein um sögu og störf Guðmundar, en það væri þá ærið löng ritsmíð. Lífsgleði, heiðarleiki og ljúf- mennska var hans lífsstíll við hvern sem var. Það var öllum mannbætandi að umgangast Guðmund, hvort sem um var að ræða unga eða aldna. Slíkur var hans heiðarleiki og ekki skemmdi fyrir ab frá honum streymdi kímnigáfa og léttleiki. Ég átti því láni að fagna að hafa kynnst Guðmundi ungur að árum og minnist þess enn í dag hversu það þótti skemmti- legt þegar Guðmundur kom í heimsókn að Nesjavöllum. Hann var ætíð hress og kátur í bragði, víðlesinn og frásagna- maður góður og því þótti okkur krökkunum þessar heimsóknir Guðmundar ekkert síðri en þeim sem eldri voru. Síðar á lífsleiðinni, er ég hóf störf í Reykjavík, átti ég því láni að fagna að fá að leigja húsnæði hjá þeim heiðurshjónunum Guðmundi og Gubrúnu í Ljós- heimunum. Þeirra stunda minnist ég ætíð með hlýhug, því þau hjónin voru mér afar góð á allan hátt. Þótt aldursmunurinn væri mikill, þá voru oft fjörugar um- ræður í Ljósheimunum. Slíkur var ferskleikinn hjá þeim hjón- um ab þau voru ekkert síðri samræðufélagar en þeir sem yngri voru. Guðmundur var víðþekktur og ekki síst fyrir það hversu létt- ur hann var í lund og á fæti, þótt aldursárin væru orðin nærri 99. Rithöndin hélst og mátti það sjá er hann skrifaði kærar jólakveðjur til mín og fjölskyldunnar um síðustu jól. Ég mun ætíð minnast vinar míns Guðmundar með virðingu og hlýhug og var farinn að hlakka til þeirrar stundar að sjá áform hans rætast að skauta á Þingvallavatni á 100. afmælisár- inu. Svo undarlega vildi til að kvöldið sem Guömundur lést var ég að segja ungum kunn- ingjum mínum úr Þingvalla- sveit frá þessu áformi Guð- mundar og þótti þeim mikið til koma, ef þetta væri hægt af svo öldruðum manni. Mannlífið væri líflegra og betra, ef vib ætt- um stærri hóp slíkra heiðurs- manna í orði og verki sem Guð- mundur var. Hvíl í friði, aldni vinur og sveitungi. Ljómi Guðs vem líður nú um landsins fjallasal. Gengur afhimni geislabrít í gegnum jarðar dal. (Rósa B. Blöndals) Vottum fjölskyldum Guð- mundar samúð og óskum þeim góðra stunda. Ómar G. Jónsson og fjölskylda Aðsendar greinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á disklinga sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélritaöar eöa skrifaöar reinar geta þurft aö íöa birtingar vegna anna viö innslátt. 'rP <S>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.