Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. júní 1996 n 7vœr gamalkunnar stjörnur úr kvikmynda- og músíkgeir- Leikstjórinn Robert Aitman ásamt Anjeiicu Huston, unum: Elizabeth Taylor og Elton John. Drógu bresku stjömum- ar að sér athyglina? Hér með tilkynnist að Pa- mela Anderson Lee, hið há- eðla megabeib Strandvaröa, varð léttari fyrir skömmu þegar hún ól sveinbarn. Að því er best er vitað heilsast móður og barni vel, en enn verjast þau og þeirra skyldu- lið allra nákvæmari frétta af fæðingunni, sem heims- byggðin bíður eftir í ofvæni. En þá út í aðra sálma. Sam- kvæmt breskum blöðum drógu bresku stjörnurnar að sér megnið af athygli press- unnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Ekki sáust þess víða merki í bandarískum blöð- um. Þó er rétt að Bretar fengu í sinn hlut einhver af eftir- sóttustu verðlaunum hátíð- arinnar að þessu sinni. Breski leikstjórinn Mike Leigh fékk verðlaun fyrir leikstjórn og stjarnan í mynd hans Secrets and Lies, Brenda Blethyn, var valin besta leikkkonan. Mikil spenna skapaðist þegar dómnefndin var í þann mund að tilkynna hver hefði hlotið verðlaunin fyrir besta leik í karlhlutverki og brutust út geysileg fagnaðarlæti þeg- ar þau komu í hlut Daniels Auteuil og mótleikara hans, Creta Scacchi átti sœti í dóm- nefnd og mœtir hér á eina sýn- inguna. Liz og Hugh áttu leiö hjá Can- nes og stöldruöu þar stutt vib til oð heiisa upp á gamia kunn- ingja. Frönsku leikararnir Daniel Auteu- il og Pascal Duquenne halda á verölaunaskjaiinu sem þeir hlutu fyrir leik sinn í myndinni The Eighth Day. Crár og gugginn öldungur, aö nafni Marcello Mastroianni, mœtti á verölaunaafhendinguna ásamt dóttur sinni og mótleik- ara, Chiara. mongólítans Pascals Duqu- enne sem þótti sýna framúr- skarandi leik í myndinni The Eighth Day. Ekki var slíkur samhugur í fólki gagnvart öllum verð- launaveitingum hátíðarinn- ar. T.d. var sú ákvörðun meirihluta dómnefndar mjög umdeild að verðlauna mynd Davids Cronenberg The Crash fyrir dirfsku, frum- leika og þor með sérstökum dómnefndarverðlaunum. Nokkrir meðlimir dóm- nefndar neituðu að vera bendlaðir við þessa ákvörð- un, einkum vegna þess að nokkrum dögum fyrir hátíð- ina skrifaði Dustin Hoffman ástríðufulla hugvekju til kvikmyndaiðnaðarins um að fara nú að framleiða kvik- myndir með minna ofbeldi og færri sálrænum truflun- um. ■ Breski leikstjórinn Mike Leigh og leikkonan Brenda Blethyn meö sín eftirsóttu verölaun. Framsóknarflokkurinn Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1996 Dregib var í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 6. júní 1996. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 26546 2. vinningur nr. 11487 3. vinningur nr. 2022 4. vinningur nr. 30646 5. vinningur nr. 37564 6. vinningur nr. 34412 7. vinningur nr. 12022 8. vinningur nr. 35594 9. vinningur nr. 2118 10. vinningur nr. 15970 11. vinningur nr. 9187 12. vinningur nr. 17679 13. vinningur nr. 6449 14. vinningur nr. 31457 15. vinningur nr. 34925 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá útdrætti. Frekari upplýs- ingar eru veittar í síma 552 8408 og 562 4480. Framsóknarflokkurinn Sumartími á flokksskrifstofunni Frá og meb 15. maí og fram til 15. september verbur opib á skrifstofu flokksins ab Hafnarstræti 20 alla virka daga frá kl. 8.00 til 16.00. Skrifstofa Framsóknarflokksins Fjölskyldudagur viö Seltjörn Sumarib er brostib á meb allri sinni dýrb. Nú hyggjumst vib endurtaka leikinn frá því í fyrra og efna til fjölskyldudags vib Seltjörn (vib Crindavíkurveg) laugardaginn 22. júní og byrjum um kl. 15.00. Veitt verba verblaun margvísleg fyrir hin ýmsu veibiafrek. Þá er ætlunin ab skella góbmeti á grillib vib Sólbrekku hjá Seltjörn. Hver sér um sitt, en abstaða er fyrir hendi á stabnum. Þetta tókst vel í fyrra og verbur enn betra núna. Fjölmennum, tökum meb okkur gesti og verjum saman góbum eftirmibdegi í fínum félagsskap vib frábærar abstæbur. Meb góbri sumarkvebju. Stjóm kjördœmissambands Reykjaness og þingmenn kjördœmisins Afmælisfagnaður Rey kj a víku r I i sta n s Afmælisfagnabur Reykjavíkurlistans verbur haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 13.06. '96. En þann dag fyrir tveimur árum tók Reykjavíkurlistinn vib stjórnartaumunum í Reykjavík. Húsib opnar klukkan 20.00. Ókeypis abgangur. Dagskrá: • Kynnar kvöldsins verba þau Tómas R. Einarsson og Linda Blöndal. • Ávarp borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. • Ávarp, Skúli Helgason. • Strengjakvartett, nemendur úr Tónlistarskóla Reykjavíkur flytja strengjakvartett eftir Kolbein Einarsson. • Margrét Sigurbardóttir söngkona syngur nokkur lög. • Nemendur úr Listdansskóla íslands dansa ballett eftir David Creenall vib Bolero Ravels. • Ávarp, Gubmundur Andri Thorsson rithöfundur. • Hljómsveitin SOMA leikur nokkur lög. Vib, sem fögnubum sigrinum fyrir tveimur árum, fögnum nú þessum áfanga sam- an. Sjáumst! Venjum unga hestamenn strax á að N0TA HJÁLM! mÉUMFERÐAR Uráð @ efjtíx (folta t íamux Iraxn ! WÉUMFERÐAR Uráð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.