Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 1 3. júní 1996 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Mánaöaráskrift 1700 kr. m/v< Tímamót hf. Jón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Gubmundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmiðja hf. <. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Þekking nýrrar kynslóðar Gamalt máltæki segir ab „bókvitið verði ekki í ask- ana látið". Þarna var í orð færð sú skoðun, að það væri verkþekkingin en ekki bóknámið sem skæri úr um lífsafkomuna. Þessi skoðun var afsprengi hins einfalda og frum- stæða lífs tæknin var ekki komin á það stig sem nú er. Það er deginum ljósara að við þær aðstæður, sem ríkja í dag, eru tengsl menntunar, atvinnulífs og lífs- afkomu augljós. Nútíma verkaskipting, þjónusta, framleiðsluaðferðir og sölumennska í hvaða at- vinnugrein sem er byggist á þekkingu. Þeir sem búa yfir góðri menntun og færni, verða ofan á í hinni hörðu samkeppni sem ríkir um allan hinn þróaða heim. Það er mikil nauðsyn að skólakerfið taki mið af þessum staðreyndum; ekki aðeins háskólamenntun- in, heldur sé framhaldsskólakerfið þannig úr garði gert að það undirbúi nemendur sína undir árangurs- ríka verk- og tæknimenntun á háskólastigi. Á Alþingi í vetur voru samþykkt ný lög um framhaldsskóla, sem eiga að gera verkmenntun hærra undir höfði. Það ber nauðsyn til þess að framkvæmd þeirra laga verði með þeim hætti að svo verði. Menntakerfi nítjándu aldar var fyrst og fremst ætl- að til þess að framleiða embættismenn og svo var langt fram á þessa öld. Það er ekkert nema gott um það hlutverk að segja. Það ævistarf þarfnast þekking- ar og færni. Hitt er þó staðreynd að sú hátækni, sem nútíma framleiðslustarfsemi byggir á, þarf á að halda mjög vel hæfu og menntuðu fólki í sem flestum greinum. Okkur íslendinga skortir ekki efniviðinn í gott starfsfólk á þessum sviðum. Ungt fólk, sem farið hef- ur inn á nýjar brautir, hefur sýnt að það er gjaldgengt til samkeppni á sviðum hátækninnar. Útflutningur á hugbúnaði hefur vaxið stórlega og virðist vera sam- keppnisfær á alþjóölegum mörkuðum. Þessi hug- búnaður er framleiddur með hugviti nýrrar kynslóð- ar á íslandi. Hins vegar hefur verið talið að aukna al- menna færni skorti í stjórnun og markaðssetningu. Ráðning Rannveigar Rist sem framkvæmdastjóra álversins í Straumsvík hefur vakib athygli. Sú athygli er vissulega fyrir það að óvenjulegt er að kona sé ráð- in til svo veigamikilla stjórnunarstarfa í þessum iðn- aði, þótt engin rök séu fyrir því að kona geti ekki stjórnað framleiðslu áls. í framtíðinni þykja ráðning konu til þessara verka vafalaust engin tíðindi. Hitt er vert að benda á ab þarna er um að ræða vel mennt- aðan og hæfan einstakling, sem er falinn mikill trún- aður í harðri alþjóðlegri samkeppni þar sem hægt er að velja úr miklum fjölda hæfileikafólks. Rannveig Rist er ekki aðeins brautryðjandi fyrir konur á nýjum sviðum atvinnulífs, heldur er hún glæsilegur fulltrúi hinnar nýju og vel menntuöu kynslóðar, sem komin er á vinnumarkaðinn hérlendis og tekur hlutina nýj- um tökum. Mannauðurinn og þekkingin er ein af auðlindum okkar, og sú aublind er í framtíðarþjóðfé- laginu forsendan fyrir nýtingu allra hinna auðlind- anna. Loks fundin lausn í Langholti Fjölmarga undanfarna mánuði hefur þjóöin ram- baö á barmi taugaáfalls og innlagnar á Klepp vegna innri vandræða kirkjunnar. Trúarlíf land- ans hefur kvalist af opnu magasári, sem kemur til af streitu vegna samskipta á vinnustað. Hiö órjúf- anlega samspil orös og tóna við helgihaldið hefur veriö rofið og hyldýpisgjá hefur myndast milli fylkinga í einni af stærstu kirkjum landsins. Mað- ur hefur gengið undir manns hönd — og það meiraðsegja engin smámenni — að leita sátta, en hvorki gengur né rekur í sáttfýsisátt og standa allar gáttir galopnar í átt til ósamlyndis og sundur- þykkju. Kompás klerksins segir annað en áttaviti organistans og sáttasemjarar eru rammáttavilltir í dimmri og drungalegri þokunni, sem umlykur hinar raunverulegu ástæður fyrir þessum lang- vinnu deilum. Þar eru sáttasemjararnir reyndar í sama fúafeni og þjóðin öll og jafnvel má ætla að ásteitingarefnin séu óljós og þokukennd þeim sem mest deila. Lausnin fundin! En nú er komin lausn mála og allt að verða gott. Eftir langvinnar deilur, vandræðagang á öllum stjórnsýslustigum, ráðaleysi kirkjulegra yfirvalda og að því er virðist vonlausa stööu mála í Lang- holti er skyndilega komin ósköp einföld lausn á öllu heila veseninu. Lausnin er svo einföld og skýr að það er í rauninni merkilegt að engum skuli hafa dottið hún í hug fyrr. Lausnin felst í því ab sóknarnefndin segi af sér. Sóknarnefnd, sem ekki getur unnið með presti, skal segja af sér, seg- ir lögfræðingur prestsins. Þar með er lausnin á Langholtsmálinu fundin. Nú segir sóknarnefndin barasta af sér og ný sókn- arnefnd tekur við. Þá verða allir hamingjusamir á ný í Langholtssókn og allir fara aö mæta í messur hjá síranum og sírann fer að leyfa organistanum ab spila á orgelið við messur. Áttavitarnir snúast í sömu átt og söfnuðurinn fyllir hyldýpisgjár ósam- lyndis og sundurþykkju að börmum af náunga- kærleika og kristilegri samhygð þar sem prestur og organisti ganga í broddi fylkingar með sínar hjól- börurnar hvor, yfirfullar af samstarfsvilja og sam- lyndi. Ekki satt? Langholtsmálið er í rauninni einn allsherjar brandari, en þó er varla hægt að hlæja að því, þar sem aðstæðurnar eru eiginlega grátlegar. I mörg- um kirkjum landsins eru prestar og sóknarnefndir í sameiningu að berjast við af veikum mætti að halda uppi einhvers konar tónlistarlífi. Tónlistar- líf og hæfileikar, sem búa innan múra Langholts- kirkju, eru eitthvab sem þeir láta sig ekki dreyma um, ekki einu sinni í sínum villtustu draumum. Tvennur lærdómur Lærdómurinn, sem menn hafa dregið af Lang- holtsmálinu, er fyrst og fremst tvennur: Kirkjan er gersamlega máttvana þegar kemur að því að leysa innri deilur, en það er beinlínis hjákátlegt, þar sem tilgangur þessarar stofnunar er að breiða út kristilegan kærleika og samhygö. Hinn er að ævi- ráðning opinberra starfsmanna er fyrirbæri sem ekki á að þekkjast í nútímasamfélagi. Við eðlileg- ar aðstæður er hægt að leysa starfsmann frá störf- um, séu þeir sem hann þjónar ekki ánægðir með störf hans. Þar eru opinberir starfsmenn öðruvísi settir en venjulegt launafólk, þeir þurfa ekki að hafa neinar sérstakar áhyggjur af því að standa sig í starfi. Það er löngu tímabært að fyrirmenn kirkjunnar hysji upp um sig og taki á þessu máli, í stað þess ab láta það reka á reiðanum um ófyrirsjáanlega framtíð. Einhver lausn, af hvaða tagi sem er, er margfalt betri en þær eilífu frávísanir og undan- skot undan ábyrgð, sem einkennt hafa málið hingað til. Garri GARRI Fribartal í forsetaslag Sigur Ástþórs Magnússonar í þessum forsetakosningum er mikill. Honum hefur tekist — með 30 milljóna tilkostnaði að vísu — að auglýsa upp sjálfan sig og samtök sín, Frið 2000, langt umfram það sem fyrirfram hefði mátt búast við að hann kæmist upp með. Málflutningur hans hefur líka breyst nokkuö í gegnum aðdraganda baráttunn- ar. Nú virðist Ástþór í raun stefna að því að komast í emb- ætti forseta og nota það til land- vinninga í friðarmáli sínu. í upphafi var hins vegar ekki hægt að skilja hann öðruvísi en að hann ætlaði fyrst og fremst að nota þá athygli, sem forseta- kosningarnar fá hjá lands- mönnum, til þess að kynna frið- arboðskap sinn og samtök. Mikið fyrir mikib Hvort heldur sem er, að Ástþór hafi ætlað að sækjast eftir embættinu sjálfu eða einungis að notfæra sér kosningarnar í auglýsinga- og áróburs- skyni, þá er ljóst að hann er búinn að ná hreint ótrúlegum árangri við að kynna sig og sín mál. Þannig að út frá sjónarmiði auglýsingamennsk- unnar og kynningarstarfseminnar hefur heilmik- ið fengist fyrir þessar 30 milljónir. Það út af fyrir sig hlýtur að teljast stórsigur fyrir mann, sem dúkkar skyndilega upp í íslensku samfélagi og ætl- ar að bjarga heiminum með því að tala um fyrir vondum mönnum. En stóri sigurinn í kosninga- baráttunni sjálfri hjá Ástþóri er þó ekki sú gríðar- lega kynning, sem hann hefur fengið. Sigurinn felst í því að hann hefur náð að þröngva sínum hugmyndum um hvernig beri að leysa vandamál heimsbyggðarinnar inn á dagskrá umræðunnar um forsetakjörið. Aðrir frambjóðendur hafa allir — í mismiklum mæli þó — farið að tala meira um einhvers konar fribarmál en þeir heföu annars gert. Þeir hafa jafnvel gengið svo langt í þeim efn- um, að málflutningur þeirra orkar mjög tvímælis miðað við þá hefð og þann ramma sem forseta- embættið á að vera innan, samkvæmt núverandi stjórnskipan. Fullyrða má að sumt af því, sem fram hefur komið í þessum kosningaslag varðandi utanríkis- og friðarmál, hafi síöur en svo orðið þeim frambjóðendum, sem með slík framlög komu, til framdráttar. Svo virðist sem þessi til- finning, að friðarmál í einhverj- um afar illa skilgreindum skiln- ingi séu mikilvægur hluti for- setaembættisins, sé alls ekki ein- skorðuð við frambjóðendurna. Kannanir sýna aö kjósendur eru frekar hlynntir „friðarforseta", séu þeir spurðir, þó hvergi komi fram hvað það sé í raun sem átt er við þegar spurt er um friðar- starf eða friðarboðskap hjá for- seta lýðveldisins. Fylgi Ástþórs Magnússonar í skoðanakönnunum gefur ná- kvæmlega ekkert tilefni til að ætla að hann geti ógnað öðrum frambjóðendum eða að mál- flutningur hans eigi sérstakan hljómgrunn hjá þjóðinni. Engu að síður hefur honum tekist ótrúlega vel meb hjálp auglýs- ingamagnsins að snúa umræðu frambjóöenda að sér, samtökum sínum og bobskap og einhvers konar fribartali. Honum hefur líka tekist að fá fólk til að tengja saman í huga sér embætti forseta og heimsfriðinn, þannig ab þegar það er spurt beint í könnunum svarar það því játandi að tengsl beri að vera mikil þar á milli. Efnisskránni breytt Sannleikurinn er hins vegar sá að heimsfriður- inn er ekki og hefur til þessa ekki verið talinn vera með einhverjum sérstökum hætti á verksviði for- seta íslands, og því er ótrúlegt ab allt þetta friðar- tal hefbi verið eins áberandi, ef ekki hefbi komið til framboð og auglýsingaherferð Ástþórs. Efnis- skrá kosninganna hefur þannig verið breytt veru- lega frá því, sem hún hefði aö öllum líkindum orðið, með 30 milljónum hugmyndaríks mann- kynsfrelsara sem allt í einu skýtur upp. I sjálfu sér skal enginn dómur felldur yfir fram- taki eða hugsjónum Ástþórs Magnússonar hér, þó það sé dregið í efa að embætti forseta íslands sé heppilegt ræöupúlt fyrir mannkynsfrelsara. Hitt er ljóst að þau miklu áhrif, sem Ástþór hefur haft á umræðuefnið í þessum kosningaslag, benda til þess að hvorki þátttakendurnir sjálfir né við hin séum nógu örugg á því um hvab forsetakosningar eiga að snúast og hvað forsetaembættið gengur út á. -BG * A víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.