Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. júní 1996 Elín Jónsdóttir, Ráögjafarstofu um fjármál heimilanna: Ábyrgöir og há bankalán eignalausra hvab mest sláandi: Greibsíubyrbi fóíks aíít að 300% hærri en tekjur þess „Það er tvennt sem stendur upp úr aö mínu mati: annars vegar hvað fólk er búib að ábyrgjast gífurlegar fjárhæðir með uppá- skriftum fyrir aðra, og hins veg- ar hvað fólk sem hefur enga greibslugetu er meb há banka- lán," sagbi Elín Sigrún Jóns- dóttir, forsvarsmaður Rábgjaf- arstofu um fjármál heimilanna. En Tíminn spurbi hvort eitt- hvað hefbi öbru fremur komið á óvart varbandi vandamál þeirra mörg hundruð einstak- Iinga, sem leitab hafa rábgjafar þá þrjá mánubi síban stofan opnabi. Ástæbur fyrir greibslu- vanda fólks segir Elín jafnan margar og samverkandi. Og ekki sé heldur um neina ein- falda lausn ab ræba. Þótt hvað algengast sé að ræða um greiðsluerfiðleika í tengslum vib íbúbalán og íbúbakaup, kem- ur hins vegar í ljós að greiðslu- vandi virðist ekki síður gífurlegur meðal eignalausra en hjá húseig- endum. Raunar virðast vandinn kannski hlutfallslega sjaldgæfari meðal almennra íbúðareigenda en annarra. Stærsti hópur skuldara eignalaus Af þeim, sem leitað hafa að- stoðar Ráðgjafarstofunnar, segir Elín einungis 35% eiga húseign keypta á frjálsum markaði, en 25% búi í félagslegum íbúbum. Séu þessar tölur skoðaðar í ljósi þess að félagslegar íbúðir eru aöeins um 10% íbúba í landinu, en kringum 70% landsmanna eru almennir íbúðareigendur, sýnist þetta geta bent til þess, að greiðslu- vandræði íbúðareigenda í fé- lagslega kerfinu kunni að vera hlutfallslega allt að 5 sinnum algengari en annarra íbúðareig- enda. Stærsti hópurinn, 40% þeirra sem leitað hafa til Ráðgjafar- stofunnar, eru síðan þeir sem enga fasteign eiga, að sögn Elín- ar. Frá Ráögjafarþjónustu heimilanna. Þeir skuldugustu á sex- tugs- og sjötugsaldri „Þetta er mjög athyglisverð skipting og sýnir líka að skuld- irnar eru í mörgum tilfellum ekk- ert lægri hjá þeim, sem eru á al- mennum leigumarkaði, en íbúð- areigendum. Sjálfsagt em líka margir þeirra á meðal sem hafa misst sínar eignir," segir Elín. Meðaltalsskuldir þeirra eigna- lausu segir hún kringum 5 millj- ónir. En meðalskuld fasteigna- eigenda á frjálsum markaði sé um 9,5 milljónir og þar af séu 2 milljónir í vanskilum að meðal- tali. Langfjölmennasta hópinn, sem leitab hefur aðstoðar, segir Elín vera fólk fætt á áratugnum 1950-59 (þ.e. 37-46 ára). Þeir skuldugustu séu á hinn bóginn fæddir 1930-40 (57-66 ára). Það vekur spurningu um hvort meg- inástæban sé hugsanlega sú, að þessi hópur hafi tekið á sig mikl- ar ábyrgðir fyrir abra. Hátekjur og geysilegar skuldir Um það hvort lág laun séu meginástæða greiðsluvanda segir Elín erfitt að fullyrða. Mörg dæmi séu um að fólk með háar tekjur sé líka með alveg geysilegar skuldir og erfiða skuldasamsetningu. Þannig að í mörgum tilfellum virðist raunverulega lítil tengsl vera á milli launa og skulda. í lang- flestum tilfellum virðist lág laun þó vera meginástæða vandans, þar sem þau hrökkva kannski rétt fyrir brýnustu framfærslu fjölskyldunnar, en dugi engan veginn til að borga af öðrum lánum. — En er þess að vœnta að sæmilega fcer leið finnist út úr vandanum fyrir almennan laun- þega með 2-3 milljónir í vanskil- um? „Það finnst oft einhver leið, en það er ekki alltaf sú leið að Tímamynd CS fólk haldi áfram að búa í við- komandi fasteign. Þegar við sjáum að tekjurnar standa eng- an veginn undir heimilisrekstri ásamt afborgunum af lánum, leggjum við oft til að fólk selji og þá annað hvort minnki við sig eða fari á almennan leigu- markað eða í félagslega íbúð." Greiöslubyröi jafnvel 300% hærri en tekjurnar — Benda ekki milljóna meðal- vanskil til þess að ofmargir hafi ekki horfst í augu við vandann fyrr en kannski allt ofseint? Elín segir það hluta vandans að fólk hefur ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða nógu fljótt, heldur haldið kannski áfram að skuldbreyta og skuld- breyta. „Og það eru þessar skuldbreytingar sem eru kannski oft á tíðum mjög óraunhæfar. Áherslur okkar eru aðrar en tíðkast hafa. Við drög- um upp heildarmynd af stöð- unni hjá fólki. í mörgum tilfell- um kemur í ljós að mínusinn um hver mánaðamót er stór. Við höfum séð dæmi þess að fólk er með umsamda greiðslu- byrði af lánum, sem er jafnvel 300% hærri en ráðstöfunartekj- ur þess em." Mikil þörf á breyttum vinnubrögöum varö- andi bankalán Spurð hvort þetta bendi ekki til þess að bankarnir fari of frjálslega í lánveitingum sín- um, segir Elín: „Það er alveg ljóst, að það er mikil þörf á því að taka upp breytt vinnubrögð og fara að meta greiðslugetu einstaklinga í hverju tilfelli. Það er alveg ljóst að það verður að snúa þessu við — beita þarf forvörnum." Á Ráðgjafarstofunni segir El- ín nú verið að vinna að töl- fræðilegri greiningu á greiðslu- vanda fólks. Komi þar án efa margar athyglisverðar stað- reyndir í ljós, er bæði geti nýst stjórnendum og lánastofnun- um í framtíðinni. Skúli Sigurösson hjá Loftferöaeftirlitinu um opnu huröina í flugvél Péturs Kr. Hafsteins og fylgdarliös: Óþægilegt, en engin hætta var á feröum „Ég tel að þama hafi ekki ver- ið hætta á ferbum, en þetta er auövitað óþægilegt. Það myndast sog og hávaði og brælu leggur frá mótornum. Þama var ókyrrð í lofti og hugsanlegt ab einhver hafi tekið í húninn í ógáti, en vera má líka að hurðinni hafi ekki verib rétt lokað, þó þab sé ótrúlegt," sagbi Skúli Sigurðs- son hjá Loftferöaeftirlitinu í samtali vib Tímann í gær. Skúli telur ab hurbin hafi ekki getab opnast meira en um 3-5 sentímetra, þrýstingurinn ab utan heldur henni ab vélinni. Skúli sagði að atvik sem þetta ætti ekki að skerða flughæfni flugvéla og ætti ekki að skapa hættuástand. Aukin mótstaða skapaðist vissulega, en flugmað- ur ætti auðveldlega að hafa fulla stjórn á hlutunum. „Það gerist einstaka sinnum að hurð opnast, og þab hef ég sjálfur upplifað í DC-3 flugvél, en þá opnast aðeins smárifa, og erfitt aö ýta hurðinni upp," sagbi Skúli. í öðrum fjölmiðlum er haft eftir Pétri Kr. Hafstein forseta- frambjóðanda að hurbin hafi opnast upp á gátt. Skúli kannast ekki við að svo geti veriö. Skúli segir að það sé föst regla að farþegar í litlu vélunum í innanlandsflugi séu í sætisbelt- um alla flugleiðina. Flugmaður vélarinnar gaf Loftferðaeftirlit- inu skýrslu. Þar kemur fram að hann átti eftir 3 mínútna flug að Rifsflugvelli og þar lenti hann eðlilega. Ekkert athuga- vert kom fram varðandi skrána á hurðinni. „í sjálfu sér verður þetta skoð- ab nákvæmlega, en engin veru- leg rannsókn verður gerð, enda var þarna ekki hætta á ferðum," sagði Skúli Sigurðsson í gær. -]BP Frá setningu Menningarhátíðar í Munaöarnesi þann 1. júní síöastliöinn. F.v. Magnús Ingi Magnússon, veitingamaöur í Munaöarnesi, jón Reykdal, Þóröur Hall og Ögmundur jónasson, formaður BSRB. Menningarhátíb í Munaöarnesi: Myndlistarsýn- ing Þórðar Hall Menningarhátíb í Munaðamesi er hafin og sem hluti af henni var opnuð myndlistarsýning Þórbar Hall og Jóns Reykdals í þjónustumiðstöð BSRB í orlofs- húsabyggb samtakanna í Mun- aðamesi. Þeir Þórður Hall og Jón Reykdal hafa haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum sam- sýningum, innanlands og utan. Menningarhátíðin hefur nú fest sig í sessi og er orðin árviss viðburður í Munaðarnesi nálægt upphafi orlofstímans. Að þessu sinni var söngur og upplestur á dagskránni auk opnunar mynd- listarsýningarinnar. Signý Sæ- mundsdóttir óperusöngkona söng nokkur lög og Hrafn Harðar- son skáld las úr verkum sínum, auk annarra atriða. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.