Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. júní 1996 WtUWwtt 9 Marshallaöstoöin 14% af gjaldeyristekjum íslendinga á árunum 1949-1953, eba 209 dollarar á mann: Marshallaðstoð íslendinga 2-30 falt hærri en annarra Marshallaösto&in til íslend- inga nam 209 Bandaríkjadoll- urum á hvem landsmann á ár- unum 1948-1952. íslendingar fengu þannig hlutfallslega tvö- falt hærri aöstob en Hollend- ingar, sem komust næst þeim, meö 109 dollara á mann og rúmlega fjómm sinnum hærri upphæö en meöaltaliö til þeirra 15 Evrópulanda sem að- stoö fengu, aö meöaltali 48 dollara á hvern af u.þ.b. 269 milljón manns í þessum Iönd- um. Langmestur hluti Mars- hallaðsto&arinnar til íslend- inga, eða 77%, vom óaftur- kræfir styrkir. Þegar um helm- ingur Marshallaöstoöarinnar kom á ámnum 1950 og 1951 og nam hún þau ár um 6% af þjóðartekjum þessi ár, sem nú mundi svara til 28 milljaröa á ári, eöa samtals yfir 100 millj- öröum króna á tímabilinu. Upplýsingar um upphæð Marshallsaöstoðarinnar til Evr- ópuríkja koma fram í viðamikilli grein Gunnars Á. Gunnarssonar stjórnmálafræðings í Sögu, tíma- riti Sögufélagsins. Upphaflegan tilgang aðstoðarinnar segir Gunnar hafa verið að fjármagna endurreisnarstarf á stríðshrjáð- um svæðum og draga úr dollara- halla Evrópuríkja. Velgengni ís- lendinga hafi hins vegar ekki síst stafað af því að hinir íslensku samningamenn hafi kunnað að hagnýta sér hernaðarlegt mikil- vægi landsins fyrir Bandaríkin sem skiptimynt fyrir fjármögn- un framkvæmda og viðskipta, sem verið hafi undir umsjón vinveittrar ríkisstjórnar. Marshallaðstoð til íslendinga var t.d. nærri þrisvar sinnum Cullfalleg bók send á öll hótelherbergi landsins: Kæri ferðamað- ur — rándýr prentgripur Á 2.740 hótel- og gistiherbergjum á íslandi verður ab finna hótel- bókina Dear Visitor, sem Miblun ehf. sendi frá sér í gær. Þama er reyndar um ab ræba óvenju glæsi- legan prentgrip, og án efa rándýr- an í framleibslu, 256 blabsíbur meb 350 glæsilegum litmyndum eftir flesta af bestu ljósmyndur- um íslands. Bókinni er ætlað að vera ferða- fólki hér á landi til trausts og halds og fræðir þá um ýmis íslensk mál- efni. Upplag bókarinnar er 3.300 ein- tök, hún er rituð á ensku og prent- ub á besta fáanlega prentpappír. Og bókina á að nýta til fullnustu. Þegar sumarhótelin loka í september verður heilum bókum smalað sam- an og munu SAS, Atlanta og Flug- leibir dreifa þeim eintökum víða um heim í landkynningarskyni. Án efa munu einhver afföll hafa orðib, enda títt að gestir taki með sér gripi sem þessa af hótelum. Ritstjóri Dear Visitor er Helgi Steingrímsson. -JBP hærri en til Norðmanna (sem fengu 79 $ á mann), Dana, Frakka og Breta (sem fengu 63- 69 $ á mann) og um sexfalt hærri en Þjóöverjar fengu í Mars- hallaðstoð (30 dollara á mann). Af alls nærri 12.920 milljóna dollara Marshallaðstoð á árun- um 1948-1952 komu 29,3 millj- ónir dollara í hlut íslendinga, eða rösklega 430 milljónir króna, reiknað á gengi hvers árs. En aðstoðin hélt áfram að streyma til landsins, sérstaklega á árinu 1953, þannig aö alls hafði hún náð 550 milljónum kr. á árinu 1955. Á árunum 1949-53 var hlutur Marshallaðstoðarinnar að með- altali 14% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar ár hvert, eða hærri en nokkurrar annarrar atvinnu- greinar að sjávarútvegi undan- skildum, segir greinarhöfundur. Enda hafi hún átt mikinn þátt í að rétta af halla á gjaldeyrisvið- skiptum við dollarasvæöi. Að- stoðin hafi sömuleiðis liðkað mjög fyrir innflutningi og veitt aukið svigrúm til kaupa á neysluvörum. Árin 1949- 53 hafi um 17% innflutningsins að meðaltali verið fjármagnaður beinlínis með framlögum Bandaríkjanna. Fjárfestingar í atvinnulífi sam- kvæmt áætluninni skiptust þannig að ríflega þriðjungur fór í orkuframleiðslu (Sogs- og Laxár- virkjanir), um 28% í sjávarútveg, um 14% í iðnað (Áburðarverk- smiðjuna), 13% í flutningastarf- semi og 11% til landbúnaðar. Norrœna rábherranefndin — rábherrar jafnréttismála: Jafnréttissjónar- mib samofin starfi á öllum sviöum Rábherrar jafnréttismála á Norburlöndum samþykktu í gær ab setja á stofn verkefni meb þab ab markmibi ab jafn- réttissjónarmib verbi samofin starfi hins norræna samfélags á öllum svibum. í verkefninu, sem er til þriggja ára, verbur áherslan lögb á stefnu í at- vinnumálum og inálefni ungs fólks. Jafnréttisrábherrarnir krefjast einnig jafnari kynja- skiptingar í hinu norræna samstarfi. Markmib verkefnisins er að flétta jafnréttismálin inn í öll svib þjóðfélagsins og sama gildir um starfsemi Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Á þetta við um áætlanagerð, mat á árangri og gerð fjárhagsáætlana. Auk þess er stefnt að kerfi, sem gerir kleift að meta á raunhæfan hátt þau áhrif sem ákvarðanir ráðherra- nefndarinnar hafa á daglegt líf kvenna og karla á Norðurlönd- Verkefnið tekur til allra nor- rænu landanna, svo og til sjálf- stjórnarsvæðanna. Ráðherrarnir vilja að þegar verði hafist handa á þeirra eigin vettvangi og innan Norrænu ráöherranefndarinnar um að flétta jafnréttissjónarmið- um inn í alla þætti starfseminn- ar. Þess vegna eru samstarfsráð- herrar í ríkisstjórnum landanna nú hvattir til að mæla meb því að innan norræns samstarfs verbi keppt að því að jöfn kynja- skipting ríki. Markmiðið fyrir ár- ið 1999 er að lágmarkshlutfall beggja kynja fari ekki niður fyrir 40%. í frétt frá ráðherrum jafnréttis- mála innan Norrænu rábherra- nefndarinnar segir að staðan í dag sé með þeim hætti, að engar konur séu nú í fjórum embættis- mannanefndum. í einni emb- ættismannanefnd séu engir karl- menn, en þab er einmitt emb- ættismannanefnd jafnréttis- mála. - PS FORSETAKOSNINGARNAR . . . FORSETAKOSNINGARNAR . . . FORSETAKOSNINGARNAR . . . Forsetaframbob: Sumir prestar læsa kirkjudyrum á Ástþór en aörir opna þær Ástþór Magnússon var í gær- kvöldi á Isafirði og kynnti forsetaframboð sitt og fíiðar- hugsjónir. Hann hélt friðar- vöku á Hótel ísafirði en var í mötuneyti Kambs á Flateyri í hádeginu í gær og hélt þar friðarvöku. Hann mun hafa komið að læstum dyrum kirkjunnar á ísafirði að lok- inni friðarvöku. Ástþór segir að ætlunin hafi veriö að ljúka friðarvökunni í gærkvöldi með friðarbæn í ísa- fjarðarkirkju, sem sóknarprest- urinn, séra Magnús Erlingsson héldi. Séra Magnús hafi hins vegar tekið fyrir það með öllu að halda slíka bænastund. Taldi presturinn að þarna væri um innlegg í framboðsmál að ræða. Hann vildi heldur ekki ljá máls á því að kirkjan yrði höfð opin fyrir kyrrðarstund. „Ljóst má vera af afstöðu sóknarprestsins á ísafirði að hann bregst boðunarskyldu sinni sem embættismaður og þjónn íslensku þjóðkirkjunn- ar," sögðu stuðningsmenn Ástþórs í gær. En Ástþór og friðarvökufólk kemur ekki alls staðar að læst- um kirkjum og varkárum prestum, eins og á ísafirði og á Akureyri. Ástþór heldur friðar- vöku í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 21 í kvöld og að aflokinni vökunni er fólki boðið að taka þátt í blysför að Dómkirkjunni þar sem séra Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur friðarbæn og söngfólk syngur. Annað kvöld verður Astþór á Egils- stöðum og heldur friðarvöku í Valaskjálf. Þar mun sóknar- presturinn, séra Vigfús Ingvar Ingvarsson, flytja friðarbæn. -JBP Forsetaframbob: Guórún Agn- arsdóttir heimsækir Eyjamenn Guðrún Agnarsdóttir forseta- frambjóðandi flýgur á morgun til Vestmannaeyja. Mun hún heimsækja vinnustaði, verslan- ir, leikskóla, sjúkrahús og elli- heimili. Kl. 18 á morgun heldur Guðrún fund í Hótel Bræðra- borg. Fundur er opinn öllum þeim, sem vilja kynnast skoð- unum og viðhorfum Guðrúnar til embættis forseta íslands. -JBP Fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstœöismanna fordœmir Jón Steinar og Sig- urö Helgason á fundi Ólafs Ragnars á Hótel Sögu. Siguröur Magnússon: Sekir um lítilsviröingu vib fólkið í landinu Góð aðsókn var að fyrsta hverfafundi Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur á Hótel Sögu í fyrrakvöld og var þeim vel fagnað af stuðn- ingsmönnum. Fyrsti fundur- inn gaf góð fyrirheit, segir í Fréttum af kosningabarátt- unni sem berast frá skrif- stofu frambjóðandans. Á fundinum bar það til tíð- inda að Sigurður Magnússon, fyrrverandi kaupmaður og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisfiokks- ins í Reykjavík, síðast fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, réðst harka- lega að þeim Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttar- lögmanni og Sigurði Helga- syni, fyrrverandi forstjóra Flugleiða. Kvaðst Sigurður þekkja báða mætavel. Þeir hefðu gerst sekir um „lítils- virðingu við fólkið í landinu". Framgöngu Jóns Steinars lýsti Sigurður sem „lúabragði". Báðir hefðu orðið sér til skammar á opinberum vett- vangi. Lýsti Siguröur yfir per- sónulegri fordæmingu á fram- ferði þeirra. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í svari sínu að hann hefði lagt áherslu frá upphafi á að kosningabaráttan yrði háð drengilega og málefnalega. Kvaðst hann skilja að stuðn- ingsmönnum hitnaði stund- um í hamsi, en bað menn gæta hófs og stillingar um leið og hann minnti á að allir hefðu lýðræðislegan rétt til að láta í ljós álit sitt á mönnum og málefnum. Fyrir þeim rétti yrðu menn að bera fulla virð- ingu. Á fundinum lýsti Guðrún Katrín þeirri hugmynd sinni að Bessastaðir yrðu í framtíð- inni aögengilegri fyrir al- menning. Minnti hún á sögu- legt hlutverk Bessastaða og mikilvægi staöarins í íslands- sögunni. Eðlilegt og nauðsyn- legt væri að almenningi gæfist betri kostur á aö skoða húsa- kynni og sögulegar minjar þar. Ólafur Ragnar hélt hverfa- fund í Grafarvogi í gærkvöldi, en í kvöld verður hann í Öld- uselsskóla í Breiðholti kl. 20.30. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.