Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. júní 1996
mmtmn
5
Ingólfur Hannesson:
Fótboltafjör og forsetakjör
Iljóðrænum og skemmtileg-
um leiðara Tímans á þriðju-
dag eru fótbolti og forseta-
kjör spyrt saman, sagt að bolt-
inn rúlli þessa dagana yfir alla
aðra dagskrá Sjónvarps, þannig
að jafnvel forsetaframbjóðend-
ur verði hornreka í dagskránni.
Talað er um að „hefðbundin
dagskrá gangi meira og minna
úr skorðum", „nánast öllu
venjulegu sjónvarpsefni ýtt til
hliðar" og „heilu efnisflokkarnir
færast langt aftur eða hreinlega
falla niður". Allt til þess að „sjá
afmörkuðum áhugahópum fyrir
skemmtiefni", sem kallaöir eru
háværir kröfuhópar.
Nú er að sjá sem glaðbeittur
leiðarahöfundur Tímans hafi
ákveðið að láta kné fylgja kviði í
baráttu sinni við skrílinn og láta
helvítin hafa það óþvegið.
Margt bölið þurfum viö víst að
umbera, íþróttaáhugamenn, og
VETTVANGUR
er í sjálfu sér í lagi að bæta við
einum Tímakappa í hlutverki
hins hugumstóra riddara sann-
girni og sannleika. Reyndar
verðum við líklega að biðjast
vægðar í orrahríðinni og biðja
kappann um að hvíla vopnin
um stund, áður en í meiri
ógöngur er komið í ímynduðu
vopnaskaki.
Knattspyrnuvertíð, eins og nú
stendur sem hæst, er hvarvetna
í heiminum eitt eftirsóttasta
sjónvarpsefni sem á boðstólum
er. Almenningssjónvarpsstöðv-
ar í nágrannalöndum eru t.a.m.
undirlagðar Evrópumótsfót-
bolta. Þar má tala um að öll
„hefðbundin dagskrá fari úr
skorðum", m.a. vegna tímasetn-
ingar leikja. Hér á landi eru
breytingar á dagskrá fremur litl-
ar, þar sem leikir eru annaö
hvort utan venjulegs dagskrár-
tíma, kl. 15.30-17.30, eða á bil-
inu frá 18.30-20.30 (einungis 9
leikir).
Hinn „háværi kröfuhópur"
samanstendur af fleirum en alla
jafna horfa á sk. venjulegt sjón-
varpsefni. Fyrir fjórum árum
voru t.a.m. fleiri sem horfðu á
fótboltaleiki HM en horfðu á
alla dagskrárliði beggja sjón-
varpsstöðva, að fréttum einum
undanskildum. Jafnvel fréttir
þola ekki samjöfnuð við bolta-
sparkið þegar best lætur. 58%
landsmanna fylgdust með Evr-
ópuleik 1989, 54% með úrslita-
leik EM fyrir fjórum árum, 47%
með undanúrslitum á HM fyrir
tveimur árum og 68% með úr-
slitaleiknum.
En hvað með fréttir? Er rétt-
Urvals fjölskyldu-
skemmtun í Hljóm-
skálagarðinum
Belgíska leikhússirkusnum Circ-
us Ronaldo er í dagskrárkynn-
ingum Listahátíðar lýst sem litl-
um, listrænum fjölskyldusirkus
— fjölleikahúsi án dýra og leik-
húsi án orða. Sú lýsing er afar
rétt. Circus Ronaldo, sem frum-
sýndi í litlu sirkustjaldi í Hljóm-
skálagarðinum í fyrrakvöld, rek-
ur uppruna sinn langt aftur, eða
til ársins 1827 þegar forfaðir nú-
verandi sirkusstjóra, Jonny Ron-
aldo, flakkaði um Evrópu með
sirkusum. Þessi forfaðir og leik-
kona eru sögð hafa fellt hugi
saman og gifst og stofnað Circ-
us Ronaldo — og sá sirkus sé í
raun hjónaband sirkussins og
leikhússins. Núverandi útgáfa af
sirkusnum er hins vegar frá ár-
inu 1971.
Sýning Circus Ronaldo er
fyrst og síðast skemmtisýning,
ærslaleikur þar sem auðvelt er
að hrífast með gamansömum
fjölleikum og hundakúnstum
Jonnys Ronaldo. Sýningin er að
mörgu leyti hefðbundin fjöl-
leikasýning, en inn á milli
koma leikræn tilþrif og þættir
þar sem leikhúseðli þessa út-
halds kemur sterkt fram. Ekki er
þó um samfellu í atburðarás að
ræða út í gegn, heldur eru atrið-
in sjálfstæð, þó sýningin í heild
sé sæmilega samtengd.
Umgjörðin er skemmtileg og
allir munir og búnaður virkar
gamall og mikið notaður, þann-
ig að maður fær á tilfinninguna
að hér sé á ferðinni — eins og
líka er raunin — sýning með
langa reynslu og hefðir að baki.
Sirkusstjórinn sjálfur, Jonny
Ronaldo, er einn í aðalhlutverki
í þessari sýningu og má segja að
hann beri hana algerlega uppi.
Hann er mjög fær í sirkusatrið-
unum, auk þess sem hann leik-
ur listavel, eins og raunar aðrir
þátttakendur gera líka. Tónlist-
in er hress og fjörug og hjálpar
mikið til við að fá áhorfendur til
ab taka þátt í sýningunni.
Húmorinn er allsráðandi sýn-
inguna út í gegn og greinilegt af
kröftugum hlátrinum á frum-
sýningunni að þetta var sú teg-
und fyndni sem hitti í mark hjá
íslendingum.
Circus Ronaldo býður upp á
úrvals fjölskylduskemmtun,
sem er alveg óhætt að mæla
með.
Sirkusinn skemmtir í Hljóm-
skálagarðinum kl. 20 11.-16.
júní.
Birgir Guðmundsson
lætanlegt að þær færist til vegna
einhvers íþróttagutls útlend-
inga? 54% þeirra, sem svöruðu
spurningu þar að lútandi, sögðu
já árið 1990 (HM). Á EM tveim-
ur árum síðar svöruðu 78% á
sömu lund og 66% sögbu að í
lagi væri að hnika til fréttum
vegna útsendinga frá HM 1994.
Skynugur leiðarahöfundur
Tímans sér það vafalítið í hendi
sér að fótboltaleikirnir koma í
raun umfjöllun Sjónvarpsins
um forsetakosningar ekkert við
og hefur ekkert með framgöngu
stofnunarinnar að gera í þeim
efnum. Þar frábiðjum við á
íþróttadeildinni okkur þá veg-
semd aö vera blórabögglar, jafn-
vel þó vel fari í fyrirsögn að tala
um fótbolta og forsetakjör.
Riddarinn verður að beina at-
geir sínum í aðra átt.
Að lokum langar mig til þess
að biðja fyrir kveðju til Garra
þriðjudagsins, sem rifjar upp
skondna prakkarasögu af mér
fjögurra ára pissandi í saltkjöts-
tunnu á Svarfhóli í Borgarnesi.
Þessi saga (og aðrar keimlíkar)
eru reyndar ekki á hvers manns
vitorði og því vandséð hvar
Garri gróf upp heimild sína. Ég
vona einungis að hann hafi ekki
verið í tunnunni góðu þegar
gusan reið yfir.
Höfundur er íþróttastjóri RÚV.
Fomminjar og niðurskurður
Hverjar hefðu framfarir orðið ef
aldrei hefði mátt hrófla við
neinu, mannvirkjum eða öðru,
jafnvel þótt ónýtt væri?
Þetta datt mér í hug þegar
ótrúlega íhaldssöm sjónarmið
um friðun fóru á flug fyrir
nokkrum dögum, en þá hafbi
verið ákveðib að rífa húskofa
sem staðið hafa í Laugarnes-
hverfi frá fyrstu árum aldarinn-
ar.
Kofarnir höfðu ekkert sögulegt
gildi annað en það, að þar hafði
einhver atvinnurekstur ein-
hvern tíma verib. Þeir voru ljót-
ir, þeir voru fyrir og af þeim var
ekkert gagn.
Hafi þeir þrátt fyrir allt haft
eitthvert gildi, mátti festa þ4 og
umhverfi þeirra á filmu, gera af
þeim líkan eða skrifa sögu þeirra,
en að sjálfsögðu átti að rífa kof-
ana.
Upp rifjaðist minning frá því
að ég sat í flugvél á heimleið frá
gömlu Evrópu þar sem ég hafði
skoðað 1500 til 2000 ára gömul
mannvirki og listaverk. Eftir
langa ferð þyrsti mig í íslenskar
fréttir og las blaðið í flugvélinni
spjaldanna á milli.
Ein aðalfréttin var um forn-
leifauppgröft vib Arnarhól. Þar
var því slegið upp að fundist
hefði hnappur eða tala í veggjar-
broti og væri hún álitin frá síð-
ustu aldamótum. í uppgröftinn
hafði veriö varið miklu fé auk
þess sem verklegar framkvæmdir
höfðu tafist, en menn höfðu þó
vitað fyrir ab ekkert merkilegt
Frá
mínum
bæjar-
dyrum
væri þarna að finna. Og í stað
þess að benda á vitleysuna þótti
blaðinu fréttaefni að fundist
hefði tala, sem ég er viss um að
er ekkert öðruvísi en fjölmargar
tölur sem finna má í töluboxum
eba fataskápum víða um land.
Þarna var bruðlað með pen-
inga.
Mér finnst alveg sjálfsagt að
fornleifafræðingar bregðist við
þegar óvænt verður vart við
fornar minjar sem fengur gæti
verið í. Mér finnst jafn sjálfsagt
að varðveita sýnishorn mann-
anna verka. Mér finnst hins veg-
ar alveg ótrúlegt hvað oft er mik-
ið látið með svokallaðar forn-
minjar á íslandi.
Gjarna mætti hefja gagnrýna
umræðu um þessi mál á íslandi.
Þab mætti móta heildarstefnu
um fornminjavernd og rann-
sóknir sem ekki verður vart að sé
fyrir hendi.
Þegar maður fer að hugsa nán-
ar út í þessi mál brenna margar
spurningar á vörum.
Mér hefur til dæmis fundist
undarlegt að verndaðir sveita-
bæir séu aðeins gömul stórbýli
eða höfðingjasetur.
Var þab ekki í hálfgerðum
jarðhýsum sem þjóðin lifbi líkt
og moldvörpur, dró fram lífib
við sult og seyru svo aðeins þeir
harðgerustu lifðu?
Hvar sjáum við þessa íveru-
staði? Væri það ekki fróðlegt fyr-
ir borgara allsnægtaþjóðfélags-
ins að líta með eigin augum
hvernig þær aðstæður voru sem
langalangafi og amma ólust upp
við?
Eða spurningin um peninga-
mál: Hefur engum dottið í hug
að skera niöur framlög til forn-
minjarannsókna og fresta þeim á
sama tíma og skorið er niður í
heilbrigðiskerfinu? Þar er þó líf
og heilsa í húfi, en fornminjarn-
ar geta beðið. Þær hafa verið svo
lengi í jörðu hvort sem er. ■