Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 19. júní 1996 3 Björn Bjarnason kannast ekki viö aö vinna gegn hagsmunum Reykjavíkur: „Sæki fylgi mitt til Reyk j avíkur" Evgeny Kissin geröi mikla lukku á tónleikunum í Háskólabíói. Signý Pálsdóttir, framkvœmdastjóri Listahátíöar: Dúndrandi að- sókn um helgina Bjöm Bjamason mennta- málaráöherra segir ekkert fjær sér en aö gera eitthvaö í sínum störfum sem hægt sé aö túlka sem andstööu viö hagsmuni Reykjavíkur, enda sæki hann sitt fylgi þangaö. Tilefni þessara oröa Bjöms em ummæli Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, borgar- stjóra um aö stundum sé engu líkara en hann og Hall- dór Blöndal, samgönguráö- herra séu aö refsa Reykvík- ingum fyrir aö kjósa R-list- ann. Borgarstjóri hefur nefnt tvö dæmi úr störfum Björns Bjarna- sonar máli sínu til stuönings. Annars vegar hversu langt hann hafi gengið varðandi friðun Miðbæjarskólans og hins vegar að gert skuli ráð fyrir framlagi frá Reykjavíkurborg til rekstrar Listaháskóla, en rekstur háskóla sé alfarið á verksviði ríkisins. Aðspurður um álit sitt á þess- um ummælum segir Björn Bjarnason að það sé mjög mikill misskilningur að hann sé and- vígur hagsmunum Reykvíkinga. Forseti íslands sœmdi ís- lendinga fálkaoröunni á þjóöhátíöardaginn: 20oröur Forseti íslands sæmdi 20 ís- lendinga heiöursmerkjum ís- lensku fálkaoröunar á 17. júní, samkvæmt tilögum oröunefndar. Stórriddarakrossi voru sæmdir: Björn Bjarnason, menntamálaráð- hera, fyrir störf í opinbera þágu. Hulda Valtýsdóttir, blaðamaður, fyrir störf að skógræktarmálum. Dr. Pétur M. Jónasson prófessor í Kaupmannahöfn, fyrir vísindastörf. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra, fyrir störf í opinbera þágu. Riddarakrossi vom sæmdir: Arinbjörn Sigurðssön, skipstjóri, fyrir skipstjórnarstörf. Eggert Ólafs- son, bóndi á Þorvaldseyri, fyrir ræktunarstörf. Guðrún Tómasdóttir, söngkona, fyrir tónlist. Gunnar Biering, læknir, fyrir störf að heilbrigðismálum. Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld, fyrir tónsmíðar og menningarstarf- semi. Jón Páll Halldórsson, forstjóri á ísa- firði, fyrir störf að menningar- og sjávarútvegsmálum. Dr. Jómnn E. Eyfjörð, efnafræðing- ur, fyrir vísindastörf. Kristín Pálsdóttir, fóstra, fyrir störf að málefnum barna. Laufey Jakobsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, fyrir að hlynna að ung- lingum. Magnús Óskarsson, búnaðarkennari á Hvanneyri, fyrir störf að búvísind- um. Manfred Vilhjálmsson, arkitekt, fyr- ir húsagerðarlist. Óskar Ágústsson, íþróttakennari, fyrir störf að íþrótta- og æskulýðs- málum. Sigmar Ólafur Maríusson, gullsmið- ur, fyrir störf að málefnum fatlaðra. Stefán Friðbjarnarson, bláðamaður, fyrir störf að félagsmálum. Steinunn Sigurðardóttir, rithöfund- ur, fyrir ritstörf. Þorsteinn Jónsson, skáld frá Hamri, fyrir ritstörf. ■ Ekkert sé fjær honum en að vinna gegn þeim, enda sæki hann sitt fylgi til Reykjavíkur. „Ég hef farið að tillögum Húsafriðunarnefndar varðandi Miðbæjarskólann og auk þess lagt til að innra borð hússins sé friðað. Þannig er tryggt að þau sérkenni sem húsið hefur sem gamalt skólahús glatist ekki. Ég tel að í þeim efnum hafi verið lagðar fram sanngjarnar tillög- ur." Björn segir að borgarstjóri hafi óskað eftir gögnum úr ráðuneytinu um það hvernig staðið var að málum og að sjálf- sögðu hafi verið orðið við þeim óskum. „Ég tel sjálfur að þarna hafi verið bæði efnislega og formlega rétt að málum staðið. Ég tel því alls ekki unnt að setja málin fram með þeim hætti að það sem ráðuneytið eða Húsa- friðunarnefnd hefur gert ein- kennist af óvild í garð Reykvík- inga." Hvað varðar Listaháskólann segir Björn að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir að Reykjavík- urborg yrði þátttakandi í rekstri hans. „Ég sat sjálfur í nefnd á síðasta kjörtímabili sem undir- bjó hugmyndir um Listaháskóla sem sjálfseignarstofnun með þátttöku ríkis og Reykjavíkur- borgar. í þeirri nefnd áttu sæti fullltrúar frá ríkinu, Reykjavík- urborg og listaskólunum. Það „Við höfum engar skýringar á því hvaö gerðist. Þetta er mjög skrýtiö. Viö vorum á landleið meö um 200 tonna afla, en eftir aö slagsíðan kom á skipiö komumst viö aldrei fram í hvalbakinn til aö skoöa máliö nánar. Sjórinn var strax kom- inn upp aö hurö. Þetta var ægileg lífsreynsla þótt allt hafi gengið jafn vel og orðið gat miöaö viö aðstæöur," segir Hrólfur Gunnarsson skipstjóri Skipulag ríkisins hefur fallist á þau tilmæli Þjóöminjasafns ís- lands aö gerö veröi fornleifa- könnun á vegastæði og námu- svæöum vegna fyrirhugaðrar breytingar á legu Snæfjalla- strandarvegar á milli Hvanna- dalsár og Þverár í ísafjarðar- djúpi. Jafnframt er lagt til að samráö veröi haft viö ábúend- ur um tilhögun og staðsetn- ingu girðinga, varkámi veröi gætt viö framkvæmdir í vot- lendinu neðan túnsins á Rauðamýri, gengiö verði frá námum og vinnusvæði og sáð í sár sem myndast vegna fram- kvæmdanna. Þetta kemur m.a. fram í niður- stöðum skipulagsstjóra ríkisins var enginn spurning um það í störfum nefndarinnar að Reykjavíkurborg yrði þátttak- andi að málinu. Það lá alltaf fyr- ir. Sjálfum finnst mér það mjög dapurlegt að verða síðan var við tregðu hjá Reykjavíkurborg, undir forystu núverandi borgar- stjóra, til að standa að þessu máli eins og um var talað á síð- asta kjörtímabili." Björn segir jafnframt að sér finnist það ekki samræmast þeim markmiðum sem menn hafa sett sér um Reykjavíkurborg sem menning- arborg að vilja ekki taka þátt í starfsemi Listaháskóla. „Ég held að Listaháskóli sé einn þáttur sem muni verða öflugu lista- og menningarlífi innan borgarinn- ar til styrktar og uppbyggingar. Síðan er það sagt að Reykjavík- urborg eigi ekki að taka þátt í þessu, af því að þetta er á há- skólastigi. Þau rök tel ég næsta haldlítil af hálfu núverandi meirihluta í Reykjavík vegna þess að hann hefur m.a. gert til- lögur um þab til mín að Reykja- víkurborg taki þátt í uppbygg- ingu sjávar- og matvælagarðs á háskólastigi hér í borginni. Þannig að Reykjavíkurborg hef- ur lýst áhuga á því að vera aðili að skólastarfi á háskólastigi." Ekki náðist í Halldór Blöndal, samgöngurábherra í gær, þar sem hann er staddur erlendis. -GBK Sæborgarinnar sem fórst á laugardag. Skipiö var á síldarveiðum 155 sjómílur austur af Dalatanga þegar slagsíða kom skyndilega á það rétt fyrir klukkan 12 laugar- dag. Skipsverjar komust í 2 björgunarbáta en um 40 mín. eftir að lekans varb vart sökk skipið. Tveimur og hálfri klukkustundu síðar var áhöfn- inni bjargað um borð í Jónu Eð- valds sem hafði veriö að veiðum sem hefur fallist á fyrirhugaða framkvæmd Vegagerðar ríkisins með skilyrðum um fornleifa- könnun á svæðinu, efnistaka úr námu við Hvannadalsá hefjist ekki fyrr en eftir lok þessa mán- aðar og haft verði samráð við eft- irlitsmann Náttúruverndarráðs á Vestfjörðum vegna efnistöku og frágangs námusvæða og veg- kanta. Fyrir skömmu lauk frumat- hugun stofnunarinnar á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar breytingar á legi Snæfjalla- strandarvegar í ísafjarðardjúpi. í niburstöbunum kemur fram að fyrirhugaður vegur á milli Hvannadalsár og Þverár verður greibfærari en núverandi vegur, „Það var dúndrandi aösókn um helgina. Það var uppselt á síðustu þrjár sýningar sirkuss- ins og ég reyndi mikiö aö fá aukasýningar 17. júní en það gekk ekki vegna þess aö það má ekki selja inn á neitt á þjóöhátíöardaginn. Svo var hvert sæti selt á Evgení Kissin og viö bættum viö 100 auka- stólum á sviðið," sagöi Signý Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíöar, um gengi Lista- hátíðar um helgina. Hún taldi aðsóknina þó ekki bjarga fjár- hag Listahátíðar en hins vegar vægi helgaraðsóknin mikiö upp á móti minni sætanýt- ingu á Heimskómum en gert hafði veriö ráð fyrir. um 17 sjm. frá Sæborginni. Hrólfur segir að enginn skips- verja hafi slasast og allt björgun- arstarf gengið að óskum. Áhöfn- in hefði klæbst flotgöllum og mönnum því ekki orðið kalt af volkinu. Ennfremur hefði mannskapurinn haldib ró sinni. Ekki var búib að ákveða í gær hvenær sjópróf færu fram en það verður væntanlega á næstu dögum. auk þess sem bent er á mikilvægi vegarins fyrir samgöngur íbúa Langadalsstrandar þar sem helsta þjónusta sveitarfélagsins er á Hólmavík. Þarna er um að ræða 2,3 kíló- metra breytingu á Snæfjalla- strandarvegi og verður lagður vegur fyrir neðan túnið á Rauða- mýri í stað gamla vegarins sem er fyrir ofan túnið og bæjarhól- inn á Rauðamýri. Þá verður einnig ráðist í gerð 0,2 km. kafla nýrrar heimreiðar ab Rauðamýri. Ástæða þessara breytinga á Snæ- fjallastrandarvegi er m.a. sú ab talið er að núverandi vegastæði á milli Hvannadalsár og Rauða- mýri fullnægi ekki kröfum um vegferil auk snjóþyngsla og þá „Það kom sem sagt að því í lok hátíðarinnar að það sköpuð- ust vandræði vegna þess hve vel hún var sótt." Námskeið hafa verið haldin í tengslum við komu listamanna hingað á Listahátíð. Þannig stendur nú námskeið með Maureen Fleming dansara í tengslum við Augnablik og Ástu Arnardóttur leikkonu. Setja þurfti upp aukanámskeið því færri komust að en vildu. Þá voru einnig tvö námskeið fyrir eldri og yngri börn haldin í tengslum við Circus Ronaldo. Þau sýndu svo afrakstur kennsl- unnar á sunnudaginn í tjaldi sí- gaunanna. Klúbbur Listahátíðar var op- inn fyrstu sextán daga hátíðar- innar, þ.e. á meðan Listahátíð hafði Loftkastalann á leigu. „Þab tók svolítinn tíma að spyrjast út að klúbburinn væri í Loftkastalanum. Aðsóknin var miklu betri seinni vikuna en þá fyrri," sagði Signý en bætti því við að aðsókn að Klúbbnum skipti mjög litlu máli fyrir fjár- hagslegt uppgjör Listahátíðar. Nú eru fimm atriði eftir á há- tíðinni: David Bowie, Björk, Pulp, þýska sinfóníuhljómsveit- in frá Berlín og Gulltáraþöll í Borgarleikhúsinu. Að sögn Sig- nýjar er búið að selja nokkur hundruð miða á sinfóníuhljóm- sveitina en hún spilar í Laugar- dalshöllinni á kjördag og verður frú Vigdís Finnbogadóttir kvödd þar með tónum sveitar- innar. LÓA einkum austan bæjarhólsins á Rauðamýri. En síðast en ekki síst er markmið vegaframkvæmd- anna að auka umferðaröryggi og tryggja greiðari samgöngur um Snæf j allastrandarveg. í úrskurði sínum bendir skipu- lagsstjóri ríkisins ennfremur á að vegarstæði nýja vegarins sé að mestu leyti gróið land meb stöku ógrónum melum. Þá er svæðið fyrir neðan túnið á Rauðamýri metib sem birkiskógur sem hefur verið ofbeittur. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 63 frá 1993 má kæra úrskurð skipu- lagsstjóra ríkisins til umhverfis- ráðherra innan fjögurra vikna frá birtingu. -grh Sœborgin fórst 155 sjómílur austur Dalatanga. 11 skipverjum bjarg- aö um borö í jónu Eövalds. Hrólfur Gunnarsson skipstjóri: Þetta var ægileg lífsreynsla -BÞ Skipulag ríkisins um breytingar á legu Snœfjallastrandarvegar í Isafjaröardjúpi: Fornleifakönnun á vegastæöi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.