Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 6
6
Mibvikudagur 19. júní 1996
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
FnÉTTnnLnnm
SELFOSSI
Rangárvallahreppur og Holta-
og Landsveit deila um landa-
merki við Hrafntinnusker:
Deilt um eignar-
hald
Bréfaskipti hafa að undan-
förnu gengið milli forsvars-
manna Rangárvallahrepps og
Holta- og Landsveitar vegna
ágreinings um hreppamörk á
afréttum. Mebal annars telja
báðir hrepparnir sig eiga Hrafn-
tinnusker og þar með hugsan-
lega tilkall til innheimtu fast-
eignagjalda af húsi sem Ferðafé-
lag íslands byggði þar fyrir tæp-
um tveimur árum.
Ferðafélagið endurnýjaði hús
sitt í Hrafntinnuskeri síðla sum-
ars 1994. Félagið hafði vaðiö
fyrir neðan sig og sótti um
byggingarleyfi til beggja hrepp-
anna, þar sem það vissi að
hreppana greindi á um mörkin.
Það sem menn greinir á um er
hvar upptök syðri kvíslar Mark-
arfljóts eru, en hún er einn af
viðmiðunarpunktunum þegar
mörk eru dregin milli afrétt-
anna.
Auk Hrafntinnuskers er inni á
svæðinu hluti af Reykjadölum,
sem er eitt mesta háhitasvæði
landsins. Rangárvallahreppur
hefur sent Ferðafélaginu rukk-
un vegna fasteignagjalda. Þab
hefur Holta- og Landsveit ekki
gert ennþá, en Ferðafélag ís-
lands telur sig undanþegið fast-
eignagjöldum, þar sem húsið sé
sæluhús og að þannig bygging-
ar séu undanþegnar slíkum
gjöldum.
Tjaldstæbið í Grindavík:
Afrýjunarnefnd
felldi
úrskurö Sam-
keppnisrábs
Niðurstaða er komin úr áfrýj-
un bæjarstjórnar Grindavíkur
til áfrýjunarnefndar samkeppn-
ismála, vegna úrskuröar Sam-
keppnisráðs um framkvæmd á
skipulagi tjaldstæðisins í
Grindavík. Eru úrskurðarorðin
þau ab ákvörðun Samkeppnis-
ráðs frá 21. mars sl. er felld úr
gildi.
í niöurstöðum segir m.a. „að
við úrlausn máls þessa þykir
mega hafa það í huga að mörg
sveitarfélög hafa litið á það sem
hlutverk sitt að koma upp og
reka tjaldstæði til afnota fyrir
innlenda og erlenda ferða-
menn. Áfrýjunarnefndin lítur
svo á að lágmarksstarfsemi, svo
sem hér um ræðir, geti fallið
undir þau verkefni sem sveitar-
félögum sé skylt ab annast og
kosta má meb almennum sjóð-
um þess.
Miöað vib gögn máls þessa
þykir mega leggja til gmndvall-
ar að tjaldstæði, sem Grindavík-
urbær rekur í Grindavík og mál-
ið snýst um, fari ekki yfir þau
mörk sem eðlileg umsvif sveit-
arfélagsins útheimta.
Af þessum sökum þykir
skorta lagagrundvöll fyrir því
að beita 2. mgr. 14. gr. sam-
keppnislaga nr. 8/1993 til þess
að kveða á um fjárhagslegan að-
skilnað reksturs tjaldstæðisins
frá öðrum rekstri sveitarfélags-
ins. Ber því að fella ákvörðun
Samkeppnisráðs nr. 11/1996 frá
21. mars sl. úr gildi."
Gróbursett í
Laugardælaeyjum
Eyjavinafélagib svonefnda á
Selfossi fór út í efri og neðri
Laugardælaeyjur í Ölfusá fyrir
skömmu. Tilgangurinn með
ferðinni var ab gróöursetja
plöntur og gefa plöntunum,
sem em í eyjunum, áburð. Eyja-
vinafélagið var stofnað í kring-
um 1982 og hefur það staðið
fyrir ferðum reglulega út í eyj-
arnar á vorin.
MÚ L I
OLAFSFIRÐI
Velkominn heim, Rögnvaldur
granni. Rögnvaldur Ingólfsson er
nýkominn heim frá Flœmska hatt-
inum og voru móttökur nágranna
hans ekki dónalegar, eins og sést á
þessari mynd.
Austurland
NESKAUPSTAÐ
Öflugt starf hjá
Skógræktarféíag-
inu á Seybisfirbi
í vor tók Skógræktarfélag ís-
lands upp þá nýbreytni í starf-
semi sinni að bjóða félögum
innan sinna vébanda upp á
námskeið í trjá- og skógrækt.
Skógræktarfélag Seybisfjarðar
tók þessu góða boði og við
fyrstu hentugleika var efnt til
slíks námskeiðs, sem hófst 1.
júní sl. Þetta var eins dags nám-
skeið og sóttu það 12 manns.
Leiðbeinandinn frá Skógræktar-
félagi íslands var Arnór Snorra-
son, skógfræðingur.
Það gefur augaleið, að á svo
stuttu námskeiði verður ekki
komist yfir allt til hlítar, en far-
ið var yfir helstu fmmatriði þess
að koma plöntu í jörb og um-
önnun hennar eftir það, svo
hún megi verða gott tré. Mjög
var brýnt fyrir fólki, hversu
nauösynlegt er að vanda til vals
á þeim trjátegundum sem bjóð-
ast, með tilliti til allra að-
stæðna, jarbvegs, gróðurfars og
landshluta.
Síðari hluti námskeibsins var
gróðursetning u.þ.b. 400
plantna á Hjallasvæði, hlíðinni
milli Dagmálalækjar og Hádeg-
isár, en þab er ræktunarsvæði
Skógræktarfélagsins. Þar mun
væntanlega vaxa upp lundur
nokkurra trjátegunda, sem
minna á starf dagsins. Gestabók
félagsins geymir nöfn þeirra,
sem þar lögðu holla hönd ab
verki.
Um hvítasunnuna gróður-
settu félagar í Skógræktarfélag-
inu rúmlega 2000 plöntur á
Hjallasvæðinu. Lætur nærri að
svipaður fjöldi hafi verið gróð-
ursettur á því svæði hvert vor
frá og með 1990. Ýmsir hópar,
s.s. bekkjar- og fermingarsystk-
ina og afmælishátíðargesta í
fyrra, hafa hjálpað til.
Skógræktarfélagið og kaup-
staðurinn hafa tekið þátt í
Landgræðsluskógaátakinu frá
upphafi 1990 og hafa síðan ver-
ið gróðursettar meira en 10
plöntur á íbúa árlega. Ekki
lækkar það meðaltalið, sé á það
minnst að skólabörn hér hafa
þrisvar sinnum fengið úthlutað
plöntum úr Yrkjusjóði.
AKUREYRI
C rálúsugur nýgenginn lax íAöal-
dal. „Þaö er mikiö af grálúsugum,
nýgengnum laxi í ánni og mér sýn-
ist þetta allt lofa góöu. Viö fylgd-
umst meö fiskigengd hér viö Æöar-
fossa fyrir um tveimur vikum og sá-
um þá fimmtán laxa hér íflúöun-
um," segir jón Helgi Björnsson á
Laxamýri í Aöaldal ísamtali viö
Dag, en veiöi hófst á neöstu svæö-
um Laxár árla dags 10. júní. Á
myndinni sjást systkinin Halla
Bergþóra og jón Helgi lónsbörn
meö vœnan feng, sem fékkst úr
fyrstu veiöilotu þeirra í Laxá.
--—
jón jónsson og Rakel Pálsdóttir, starfsmenn verkefnisins „Feröaþjónusta
og þjóömenning," bera saman bœkur sínar á fyrsta vinnufundi sumars-
ms. Tímamynd Stefán Gíslason
Ferbaþjónusta og þjóbmenning — Nýsköpunarsjób-
ur námsmanna:
Styrkir ferða-
málaverkefni
Strandamanna
Frá Stefáni Gíslasyni, fréttaritara Tímans á
Hólmavík:
Héraðsnefnd Strandamanna hef-
ur rábið Jón Jónsson þjóbfræbing
og Rakel Pálsdóttur þjóbfræbi-
nema til starfa við verkefnib
„Ferbaþjónusta og þjóbmenn-
ing", en tilgangur verkefnisins er
ab útfæra Strandasýslu í ferba-
þjónustu meb áherslu á sögur og
sagnir af svæbinu.
Vinna vib verkefnið „Ferðaþjón-
usta og þjóðmenning" hófst fyrir
um það Sil ári síðan, en þá var Jón
Jónsson ráðinn til starfa við verk-
efnið, eftir að Nýsköpunarsjóður
námsmanna hafði samþykkt að
veita Héraðsnefnd Strandasýslu
styrk í þessu skyni. Jón lauk störf-
um og skilaði skýrslu um verkefnið
um síðustu áramót og á Háskólahá-
tíð í febrúar hlaut hann 2. verð-
laun í samkeppni um nýsköpunar-
verðlaun forseta íslands. Nú er ljóst
að framhald verður á verkefninu,
þar sem Nýsköpunarsjóður hefur
ákveðið að styrkja áframhaldandi
starf.
Gert er ráb fyrir að Jón og Rakel
vinni á þessu ári í 5-8 mánuði að
verkefninu. Fyrsta vikan fer í að
kynna verkefnið í héraðinu, en að
lokinni kynningu hefst undirbún-
ingur að sýningarhaldi og öðrum
uppákomum, í samræmi við tillög-
ur sem settar voru fram í skýrslu
Jóns sl. vetur. Tillögur Jóns eiga
það allar sameiginlegt að þar er
ekki gert ráð fyrir fjárfestingum í
ferðaþjónustu, heldur lögð áhersla
á samstarf og hugvit heimamanna.
Græn ferðamennska er höfð að
leiöarljósi og kapp lagt á að kynna
sérkenni svæðisins fyrir heima-
mönnum og gestum.
Um mibjan júní verður gefið út
atburðadagatal á vegum verkefnis-
ins og eftir það munu ferðamenn
væntanlega verða áþreifanlega var-
ir við nýjungar í ferðaþjónustu
Strandamanna.
Jónsmessuhátíð
á Hofsósi aflýst
Árlegri Jónsmessuhátíð á Hofsósi
hefur verib aflýst ab þessu sinni,
sökum þess ab Sinfóníuhljóm-
sveit íslands kemst ekki til hátíð-
arhaldanna, eins og ráb var fyrir
gert.
Veglegar skemmtanir, sem
haldnar hafa verið á Hofsósi um
Jónsmessuna á undanförnum ár-
um, hafa verið vel sóttar og eins
konar opnunarhátíðir fyrir ferða-
mannatímann ár hvert. Hátíðar-
dagskrá þessa árs var undirbúin
með þátttöku fjölda listamanna
þar sem gert var ráð fyrir að Sin-
fóníuhljómsveitin kæmi fram.
„Vegna óviðráðanlegra orsaka get-
ur ekki orðið af komu hljómsveit-
arinnar og var því gripið til þess
ráðs að aflýsa hinni eiginlegu há-
tíð," segir í tilkynningu frá Ferða-
þjónustunni Vatni á Höfðaströnd.
Þeir, sem skipulagt hafa ferðir
sínar meb þátttöku í Jónsmessuhá-
tíðinni í huga, em beðnir velvirð-
ingar á breytingunni, en jafnframt
boðnir velkomnir á Hofsós. „Eftir
sem áður verður margt góðra
skemmtana á Hofsósi yfir Jóns-
messuhelgina. Ýmsir leikir og
skemmtan verða fyrir alla aldurs-
hópa og dansleikur í Höfðaborg á
laugardagskvöld. Jónsmessan,
döggin og stemmningin verða
væntanlega til staðar." ■
Flugleiöir:
Flogiö til
Berlínar
Flugleiðir hófu áætlunarflug til
Berlínar í gær. Flogið verður hvern
þriðjudag í sumar til 10. sept. í
samvinnu við þýska flugfélagið
LTU. Flugið tekur þrjár klukku-
stundir og 15 mínútur í þotunni
Boeing 737-400 sem notuð verður.
I