Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 4
4 iJtaiwip® Mi&vikudagur 19. júní 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Cu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mána&aráskrift 1700 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Leiðin til baka er lokuö Þeim, sem fjalla um úrslit forsetakosninganna í Rúss- landi, ber yfirleitt saman um að Boris Jeltsín, sitjandi forseti, hafi unnið varnarsigur í fyrstu lotu kosning- anna. Nú er síðari umferðin eftir og víst er að baráttan verður hörð og ekki hægt að segja til um hver úrslitin verða. Það kann í fljótu bragði ekki að virðast glæsileg út- koma fyrir sitjandi forseta að fá aðeins um einn þriðja greiddra atkvæða. Þessi úrslit verður hins vegar að skoða í ljósi stjórnmálaástandsins í þessu víðlenda ríki. Það má búast við því þar eins og annars staðar að hug- sjónir og pólitísk sannfæring ráði afstöðu hluta þjóðar- innar, en fjöldinn greiði atkvæði eftir því hvern hann álítur geta komið á röð og reglu og bætt lífskjörin. Það er fullljóst að stór hluti þjóðarinnar hefur lítt orðið var við umskipti síðustu ára í sinni afkomu. Það er risavaxið verkefni að breyta um skipulag í jafn stóru ríki og Rússland er og taka upp markaðskerfi í stað miðstýrðs áætlunarbúskapar. Á sama tíma hefur fjöl- mennt rússneskt herlið verið kallað heim frá Austur- Evrópu og þarf að koma því fyrir í þjóðfélaginu og fá því nýtt hlutverk, hernaðarlegt eða borgaralegt. Ekki má gleyma því að hið miðstýrða hagkerfi bauð upp á fastmótað skipulag og umskiptin þegar þjóðfélagið opnaðist eru ekki jafn augljós þeim sem eru undir í samfélaginu. Þeir, sem standa sterkar að vígi, fá hins vegar aukna möguleika eins og gerist í samkeppnisþjóð- félögum. Umrót af því tagi, sem nú er í Rússlandi, er kjörið umhverfi fyrir glæpastarfsemi og hún hefur vissulega vaðið uppi í landinu og heit um að berjast gegn henni hafa dugað til fylgis. Þegar á allt þetta er litið má vissulega færa rök að því að Jeltsín hafi unnið varnarsigur í kosningunum, þótt brugðið geti til beggja vona um framhaldið. Hann er persónugervingur þess ástands sem nú er í landinu. Úrslit í forsetakosningunum í Rússlandi og þróun mála þar skipta umheiminn miklu. Ekki má gleyma því að þó að efnahagur sé bágborinn í landinu er ríkið kjarnorkuveldi og miklu máli skiptir hver heldur um stjórnvölinn þar. Það er hins vegar ekki sjálfgefib ab leiðin liggi til baka til lokaðs alræðisríkis, þótt Jeltsín tapi völdum. Aðstæbur eru gjörbreyttar og leiðir til upplýsinga og viðskipta á alþjóðavettvangi eru svo greiðar að slíkt er nær útilokað. Breytingarnar í átt að vestrænu hagkerfi í Rússlandi eru risavaxnar. Framleiðslutækjunum hefur ekki verið viðhaldið á vestræna vísu og umhverfismál eru víða í miklum ólestri. Úrbætur í þessum efnum kosta mikla fjármuni, sem verbur að ná í hjá vestrænum fjárfestum. Það er ótrúlegt annað en ab sú þróun, sem hafin er á þessu sviði, haidi áfram. Hinu má ekki gleyma að vest- rænu hagkerfi fylgir ekki tóm sæla. Misrétti, bil milli ríkra og fátækra, atvinnuleysi og fylgifiskar þess eru vel þekkt í hinum vestræna heimi og þar takast menn á vib vandamál ekki síður en í ríkjum Austur-Evrópu. Hins vegar er sú skoðun á hröðu undanhaldi að hægt sé að sigrast á þeim vandamálum með miðstýringu og alræði ríkisvaldsins. Slík tilraun hefur verið gerð með komm- únismanum og það er ólíklegt að hún verði endurtekin. Ný þróun í forsetakosningum Svo virðist sem Davíð Oddsson hafi þurft aö brjóta odd af oflæti sínu fyrir þessar forsetakosningar með því að lýsa yfir stuðningi við Pétur Kr. Hafstein í embætti forseta. Þessi yfirlýsing kemur þó seint og er bú- in í glæstan búning, eins og búast mátti við af forsætisráðherranum. Hún fór þó hvorki framhjá Garra né þeim stjórnmálaskýrendum sem hann hefur hvað mest sam- neyti við. í lok 17. júní ræðu sinn- ar beindi Davíð orðum sínum til forsetaframbjóðendanna og vitn- aði í vísuorð þeim til heilræðis og var engum blöðum um það að fletta að þar var Davíð að mælast til að næsti forseti sinnti fyrst og fremst þeim verkefnum, sem lytu að þjóðinni hér heima og málefn- um innanlands: „... það sannast mundi að sá nær hæst / sem sinni ættjörð stendur næst / og stýrir eftir stjörnum þeim / sem stefna heim." Þetta getur varla talist stuöning- ur við farandsendiherra eða friðargæsluliða í forseta- embættið. Af forsetaframbjóðendunum fimm er ljóst að einn er áberandi mest á þessari línu, og það er Pétur Kr. Hafstein, maðurinn sem einu sinni gagnrýndi Davíð Oddsson harkalega í Morgunblaðs- greininni „Freistingar". Pétur sakaði þá Davíð um að vera sundrungarmaður, sem ekki gat haft taumhald á metnaði sínum og staðist þá freistingu að fara í for- mannsslag við Þorstein Pálsson. Eftir þá grein Péturs urðu margir til þess að afskrifa með öllu að Davíð myndi nokkru sinni styðja þennan mann til nokk- urra verka. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar og menn sjá fram á að ef ekkert dramatískt gerist, gæti Ólafur Ragnar Grímsson endað sem næsti for- seti lýðveldisins. Pólitískir kamikaze-hermenn Margir málsmetandi sjálfstæðismenn hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að gera Ólaf tor- tryggilegan með því að rifja upp eitt og annað úr for- tíð hans og frá umdeildum ferli, en allt kemur fyrir ekki, fylgið hrynur ekki af Ólafi í nægjanlega ríkum mæli. Þvert á móti hefur hann fengið samúð manna, ef eitthvað er, og það er ekki að ófyrirsynju sem menn eru farnir að kalla þá Jón Steinar Gunn- laugsson, Sigurð Helgason og Magnús Óskarsson, svo nokkrir séu nefndir, pólitíska „kamikaze- hermenn", því um leið og þeir hafa lagt til atlögu gegn mann- orði og drengskap Ólafs Ragnars hafa þeir sjálfir spillt sinni eigin ímynd og mannorði í hugum fjölda fólks, sem er farið að kalla þá „skítkastara" eða „mykjudreif- ara" íhaldsins. Á móti kemur auðvitað að þeir eru líka margir sem telja þá vera hetjur sem þora að stinga á kýlum. Forseti í útlöndum En tólf dögum fyrir kosningar kemur þungavigtin til skjalanna með þessari athyglisverðu yfirlýsingu Davíðs um að næsti forseti eigi að „stefna heim" í starfi sínu. Auðvitað væri hægt að skilja þessi orð þannig að þau gætu átt við aðra frambjóðendur en Pétur og eflaust eru þau líka hugsuð þannig. Hins vegar er ekki hægt að skilja þau öðruvísi en sem varnaöarorð gegn þeim sem horft hafa út á vib og lagt áherslu á hlutverk forsetans í ab færa út íslensk- ar kvíar í útlöndum. Þab er jú einmitt eitt af því sem Ólafur Ragnar hefur gert og eitt af því sem margir telja honum helst til tekna. Nú er ab sjá hvort sjálfstæðismenn og abrir að- dáendur Davíðs í stubningsliði Ólafs, hlýði kalli síns pólitíska foringja og láti af stuðningi við Ólaf. Til þessa hefir því gjarnan verið haldið fram ab stjórn- málaflokkarnir hefðu ekki lögsögu í forsetakosning- um. Margt bendir til að þab gæti verið að breytast og þess vegna er framhaldið einmitt svo spennandi. Garri Amlóbarnir á vinnumarkaði Afköst vinnandi fólks eru léleg hér á landi og framleiðni lítil, því er vinnudagurinn langur og kaupið lélegt. Þessi var boðskapur forsæt- isráðherra til þjóðar sinnar þegar hún fagnaði 52ja ára afmæli lýð- veldisins. Vafalaust má finna þessum orð- um stað og sannarlega má taka undir með Davíð Oddssyni að vinnutíminn er langur og kjörin bágborin, að minnsta kosti hjá meginþorra þeirra sem era að reyna að framfleyta sér og sínum meb vinnum sínum. Á hitt minntist forsætisráðherra ekki einu orbi að víðar er pottur brotinn í atvinnulífinu en hjá þeim sem skila lélegum afköstum fyrir lítið kaup. En það ætti að liggja ljóst fyrir að stjórnun fyrirtækja og stofnana er víba bágborin, svo ekki sé meira sagt. Því til sönnunar má minna á nýút- komna skýrslu um gjaldþrot fyrirtækja í ríki Davíðs. En þau era sjö sinnum fleiri hér en í Bandaríkjunum og þykir þarlendum þó meira en nóg um þær fallítta- hrinur sem gengið hafa yfir þar vestra undangengin ár. Drjúgan hluta íslensku gjaldþrotanna má rekja til stjórnunar peningamála og geta landsfeður velt fyrir sér hverjir skópu þann vanda. Verklitlir stre&arar Oftar en ekki er það gálaust tal þegar einhver þyk- ist þess umkominn ab kveða upp úr um að íslenskt vinnuafl sé hyskið og skili ekki þeim afköstum sem krafist er í velmegunarlöndum. Hafa þessir umvöndunarsinnar hugmynd um hver framleibni íslenskra sjómanna er? Hafa afköst fisk- vinnslufólks verið mæld þegar verið er að bjarga verðmætum frá skemmdum? Hafa þeir komið á síld- arplan þar sem veriö er ab margfalda verðmæti aflans sem berst á land? Skyldi það vera verklítill vinnu- kraftur sem borar sig gegnum fjallgaröa og reisir stór- virkjanir á veðurbörðu hálendinu? Hér er aðeins fátt eitt taliö af þeim atvinnugreinum sem halda þjóðar- skútu Davíðs og Þórarins V. á floti. Það mun sönnu nær að vond stjórnun alltof margra fyrirtækja og stofnana heldur framleiðni í lágmarki, og hið ömurlega við það er að það eru óhæfir aular sem njóta bestu launakjara og ótal fríðinda fyrir að búa hvorki yfir þekkingu né færni til að stjórna af sæmilegu viti. En svo er forsjóninni fyrir að þakka að mörgum fyrirtækjum er vel stjórnað og þar skilar vinnulýð- urinn ágætum afköstum eins og vera ber. Ella væri fyrir löngu búið að kafsigla skútuna sem kennd er við íslenska þjóð á tyllidögum. Vinnuvit stjórnendanna Davíð & Co mættu gjarnan líta sér nær þegar rætt er um slakleg vinnubrögð. Hvers konar vinnuvit er það, þegar Alþingi situr verklít- ið hálfan þingtímann og fleiri tug- ir óafgreiddra mála hrúgast upp undir þingfrestun og eru ýmist af- greidd í ofboði af svefnlitlum þingmönnum um miðjar nætur eða daga uppi eins og nátttröll? Hvers virði er sú vinna sem þannig er staðið að? Ef farið er yfir alla langlokuna, sem hefur ab geyma samantekt um nefndir og ráð á vegum ríkisins, læðist að manni granur um að þar sé margur amlóðinn á ferð, sem ekki er margra aura virði. Og að sé tekið mebaltal af afköstunum, sé framleiðnin ekki aðeins undir lágmarki heldur langt fyrir neðan allt velsæmi. Þegar leitað er orsaka fyrir því að sjöunda auðug- asta ríki veraldar ræbur ekki við að greiöa vinnandi fólki laun nema sem svarar til kjara fátækustu land- svæða í Vestur-Evrópu, er eitthvað meira en lítið bog- ib við allan þjóðarbúskapinn. Úrelt vinnulöggjöf og ónýtir launþegaforkólfar er hluti skýringarinnar. Há- launaöir stjórnendur sem ekki eru starfi sínu vaxnir, er önnur, og af sama meiði er vitlaus fjárfesting sem dregur úr hæfni fyrirtækja til framleiðniaukningar í stað þess að auka hana. Og dálítið er það ankannalegt að þegar vel gengur skuli það eingöngu vera hlutabréfa- og fjármagnseig- endur sem hagnast, á meöan vinnandi fólki er núib því um nasir að það eigi ekki annað skilið en bág kjör vegna þess að það vinni ekki fyrir sér. Vonandi mun Davíð Oddsson vera búinn ab læra eitthvað meira um afköst og framleiðni þegar hann flytur þjóð sinni boðskap á gamlárskvöld, en þá um miðnætti verða nær allir kjarasamningar lausir. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.