Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 19. júní 1996 7 ísland er enn fyrir EFTA-dómstólnum, fyrst allra þjóöa, vegna vörugjaldanna. Alþingi hefur samþykkt ný lög um gjaldtökuna, en nœgir þaö til? Stefán Guöjónsson hjá íslenskri verslun: Engan veginn víst að dóms- málið verði afturkallað Abalskoöun hf. annast eftirlit meb leikföngum og rafföngum sem seld eru hér á landi: Hættulegar göngu- grindur inn- kallaðar ísland er fyrsta landiö sem dregiö er fyrir EFTA-dómstól- inn. Þaö er gert vegna kæru sem Eftirlitsstofnunin ESA fékk frá samtökunum ís- lenskri verslun í ársbyrjun 1994, viö gildistöku EES- samningsins. Kaupmenn telja vörugjöld ósamrýman- leg þeim skuldbindingum sem ísland hefur gengist undir á Evrópska efnahags- svæöinu og kæröu til Eftir- litsnefndarinnar, sem aftur kæröi til EFTA-dómstólsins. Ný lög um vörugjöld á ís- landi sem eiga aö ganga í gildi 1. júlí næstkomandi, hafa ekki fengiö grænt ljós frá Evrópu. Dómsmáliö hef- ur ekki veriö afturkallaö. 12 milljarða gjaldstofn - lögmætur eba ekki? Ríkissjóður áætlar að inn- heimta vömgjöld af innflutn- ingi aö upphæö 11,9 milljarð- ar á þessu ári. Hlutur almenns vörugjalds af ýmsum innflutn- ingi er áætlaður 3,1 milljarður króna. Það eitt út af fyrir sig þýðir næstum 12 þúsund króna „tolla" á hvern íslensk- an borgara. Einkum snýr vöru- gjaldið þó aö bensíni og bíl- um. Vegna eldsneytis er gert ráð fyrir 6,4 milljaröa tekjum, en 2,2 milljörðum af ökutækj- um. Um vörugjöldin gilda ný lög frá og með 1. júlí næst- komandi. Á Alþingi urðu engar deilur eða umræður um réttmæti vörugjalda. Landsfeðurnir virt- ust einhuga um réttmæti þeirra. En stórkaupmenn kvarta og kveina og kveinstafir þeirra berast alla leið til Evr- ópu. Þar stendur fyrir dyrum úrskuröur Eftirlitsstofnunar- innar ESA, sem fylgist meö framkvæmd EES- samningsins í EFTA-löndunum. Lögin brjóta EES- samninginn sem fyrr Stefán S. Guðjónsson hjá Fé- lagi íslenskra stórkaupmanna sagði að þegar ESA gerði at- hugasemd í fyrravor og gaf ís- lendingum frest, hafi ekkert verið aðhafst hér á landi, utan það að skipuð var nefnd sem ekki hafi lagt neitt til sem farið var eftir. ESA vísaði því málinu til EFTA-dómstólsins síðla hausts í fyrra. Þar er málið nú. „Stjórnvöld hér á landi gerðu sér vonir um að með þessu frumvarpi mundi ESA afturkalla dómsmálið. En ég var að frétta það í morgun að það væri engan veginn víst að það verði gert. Úr því þarf að fá skorið fyrir mánaðamót. ESA hefur ekki sett niður fyrir sér verklagsreglur sem gilda í svona málum hjá stofnuninni, enda ísland fyrsta landið sem kært er fyrir dómstólnum. Það er engan veginn víst að kæran verði afturkölluð," sagði Stef- án S. Guðjónsson í gær. Stefán sagði að menn væm engan veginn sáttir vib nýja frumvarpið, lögin brjóti sem fyrr EES-samninginn varðandi gjaldstofninn og einnig álagn- ingu gjaldsins, þótt ESA hafi leitt það hjá sér að svara til um það atriði. Fari svo að ESA aft- urkalli dómsmálið, þá muni kaupmenn á íslandi án efa áfrýja þeim úrskurði. íslendingar virba ekki samninga „Þetta skref sem var stigið í vörugjaldsmálinu var ekkert annað en klór og kák, annað sér maður ekki í þessu. Til dæmis hækka lífsnauðsynleg heimilistæki, til dæmis elda- vélar, en síðan lækka vöru- gjöld á öðmm hlutum sem flokkast undir lúxusvörur," sagði Ingvi I. Ingvason í Rafha, en hann er formaður Félags raftækjasala. Ingvi sagði að menn í sínu félagi væm sammála samtök- um verslunarmanna um að vömgjöldin væm ólöglega á lögð á hér á landi. „ESA, eftir- litsstofnun EFTA, hefur enn ekki tekið afstöðu í málinu og kærunni frá íslenskri verslun verður haldið til streitu. Það em ekki nein efnisleg rök til að halda þessu gjaldi á einstökum vömflokkum. Hvernig sem menn líta á þetta, þá er þetta tollur sem verið er að leggja á. Ef við gerum samninga við aðrar þjóðir, þá verðum við að halda þá. Við njótum mikilla fríðinda í sambandi við fiskinn okkar. Það væri ekki óhugs- andi að viðskiptaþjóðir okkar legðu á vörugjald á fiskinn, og það er heldur ógeðfelld til- hugsun," sagði Ingvi. Vörugjald á ab leggja nibur íslensk verslun telur að vömgjöld eigi að leggja niður. í röðum innflytjenda er engin ánægja með nýju lögin um vömgjöldin. Vörugjöldin hafa lengi verið við lýði. En við gildistöku EES var vömgjaldaflokkum fjölgað og fleiri vömtegundir fengu á sig vörugjöld en áður höfðu haft, enda voru tollar felldir niður en vörugjöld tekin upp í staðinn. Af þessari ástæðu kærðu samtök kaupmanna til ESA. Þeir töldu í fyrsta lagi að vörugjald væri ígildi tolla, í öðru lagi að gjaldstofninn væri rangur því tollverð vöm væri reiknað að viðbættu 25% heildsöluálagi, og loks var kært út af gjaldfrestinum. ESA hefur leitt hjá sér að taka á fyrstnefnda atriðinu en tekið undir tvö þau síðari. „Þetta frumvarp var í raun tilraun til að púkka upp á vörugjaldakerfið. Með því að leiðrétta tvo síðarnefndu lið- ina hefur tekist að mestu leyti varðandi gjaldfrestinn, en eng- an veginn gjaldstofninn," sagði Stefán S. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra stórkaupmanna og starfsmaður íslenskrar verslun- ar. -JBP Abalskobun hf. vill vekja at- hygli á því ab verði fólk vart vib leikföng eba rafföng á markabi hér, sem þab telur hættuleg, skal ábendingum um það komið til Aðalskob- unar hf. Aðalskoðun hf. annast mark- aðseftirlit með leikföngum og rafföngum á íslandi, samkvæmt samningi við Löggildingarstof- una og Rafmagnseftirlit ríkisins. Aðalskoðun vill koma því á framfæri vegna fréttar um hættulega göngugrind fyrir smábörn að málið hefur þegar fengið skjóta afgreiðslu. Aðal- skoðun barst ábending um göngugrindina í byrjun síðustu viku. Strax var kannað hvort varan væri hér á markaði og reyndist svo vera. Þetta er í fyrsta skipti sem leikfang, sem ábending hefur borist um er- lendis frá, finnst á markaði hér- lendis. Sala á göngugrindunum hefur verið stöðvuð og fyrir liggur að innkalla þær sem þeg- ar hafa verið seldar. ■ Trésmiöjan Mógil á Svalbarösströnd framleiöir hús á vinsamlegu veröi: Einbýlishús á verbi 3 j a herbergj a íbúöar Trésmiðjan Mógil á Svalbarbs- strönd hefur í meira en 20 ár framleitt sumarhús og selt þau í tugatali. Nú hefur tré- smibjan hafib framleiðslu á einbýlishúsum úr timbri, sem fullnægja öllum ströngustu kröfum byggingamefnda í landinu og em því fullkom- lega lánhæfar fasteignir. Húsin verða smíðuð á Sval- barðsströnd og flutt þaðan, landveg eða á sjó eftir atvikum. Kristján Kjartansson tré- smíðameistari sagði að í fyrstu yrði aðeins um að ræða eina gerð einbýlishúsa, en þeim yröi fjölgað síðar. Þá væri hægt að hanna húsin í öðrum útfærslum og nokkurn veginn eftir óskum kaupanda. „Einn kosturinn sem fólk sér við svona hús er sá að húsið má flytja. í dreifbýlinu getur af- koman bmgðist, hvort heldur er í sveit eða í sjávarkauptúnum. Ef ekki er hægt að selja eignina, þá er hægt að taka húsið af grunninum og flytja hvert á land sem er," sagði Kristján. „Annar kostur er sá að gmnnur- inn undir húsið er ódýrari en undir hefðbundin hús. Aðeins þarf að steypa sökkul sem er eins og úthringur hússins. Síðan eru tvær stoðir sem koma undir stálbitana undir þessum grunni. Svo er gert ráö fyrir plássi fyrir stiga í kjallara, vilji fólk hafa hann. í kjallaranum koma allar lagnir þannig að sáralítið er af lögnum í húsinu," sagði Krist- ján. Mógilshúsiö frá Svalbaröseyri — hagstœöur kostur fyrir þá sem vilja eiga lítiö einbýlishús. Veröiö er svipaö og á notaöri 3 herbergja blokkaríbúö. Myndin var tekin ífyrrasumar á Hrafnagili. Húsin em byggð á stálbitum við verkstæðið og hífð á dráttar- vagn. Flutningar hafa verið reyndir landveginn og gengu vel. Húsið fór á iðnsýninguna á Hrafnagili á síðasta sumri. Fullinnréttað hús vegur um 15 tonn en fokhelt um 10 tonn. Það er því ekki mikið vandamál að flytja hús, nema hvað mjóar brýr koma í veg fyrir landflutn- ing til sumra byggða landsins, en þá er sjóleiðin valin. Einbýlishús eins og það sem nú er framleitt hjá Mógili, sam- tals um 100 fermetrar að stærð, kostar fokhelt 3,5 milljónir króna, en fleiri útfærslur em til af því húsi. Kjartan sagði að innrétta mætti allt að 5 her- bergja íbúð í húsinu og að full- búið mundi húsið kosta um 7 milljónir króna. Það er hagstætt verð, ígildi góðrar 3 herbergja íbúðar í fjölbýli. Fyrsta húsið sem Mógil fram- leiðir er senn á förum austur í Kelduhverfi til kaupanda og fer landveginn. -JBP Ummœli vegna Vestur- hlíöarskóla: Ofsögum sagt í frétt blaðsins af deilum vegna skólastefnu Vesturhlíðaskóla fyrir helgina var sagt að Gunn- ar Salvarsson skólastjóri liti á aðgerðir menntamálaráðu- neytisins um að ráðstafa hluta af skólabyggingu til Öskju- hlíðaskóla sem „árás" á skóla- stefnu skólans. Það er oftúlkun á orðum hans því Gunnar talar um að þetta sé, að gefnum ákveðnum forsendum, höfnun á skólastefnunni. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.