Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 19. júní 1996 13 Kjörskrá Kjörskrá vegna kjörs forseta íslands, sem fram fer 29. júní nk., liggur frammi almenningi til sýnis á Manntalsskrif- stofu Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæö, alla virka daga frá 19. júní til kjördags, þó ekki á laugardögum. Kjósendureru hvattirtil þess a& athuga hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Reykjavík, 19. júní 1996. Borgarstjórinn í Reykjavík. Varnarli&ib — laust starf: Tölvumabur á hugbúnabar- svibi á Sjúkrahús Flotastöövar varnarlibsins „Computer specialist, Software" for Naval Hospital Sjúkrahús Varnarli&sins á Keflavíkurflugvelli óskar ab ráða tölv- unar- eða kerfisfræðing á hugbúnaðarsviði. Starfið felur í sér að samræma tölvuþáttinn vib stjórnunarlega stefnu sjúkrahússins, sjá um öryggismál kerfisins samkvæmt stöðlum og meta áhættuþætti hverju sinni hvab varöar öryggi gagna og aögang a& kerfinu og gera tillögur þar um ef þurfa þykir. Starfið felur einnig í sér uppsetningu og þjálfun starfsfólks sem m.a. tengist nýjungum sem teknar eru í notkun. Kröfur: Umsækjandi sé tölvunar- eða kerfisfræ&ingur með sem víðtæk- asta reynslu á sviði vélbúnaðar og hugbúnaðar, sérstaklega fyrir netkerfi. Þarf að geta unnib sjálfstætt og að eiga gott meb samskipti við annað fólk sem er stór hluti starfsins. Mjög góðrar enskukunnáttu er krafist, bæði á talað mál og skrif- að. Skriflegar umsóknir á ensku berist til Varnarmálaskrifstofu Utan- ríkisráðuneytis, ráðningardeildar, Brekkustíg 39, 260 Reykjanes- bæ, eigi síðar en 30. júní 1996. Starfslýsing liggur frammi á sama stað og er mjög nauðsyn- legt að væntanlegir umsækjendur lesi hana áður en þeir sækja um, þar sem að ofan er aðeins stiklað á stóru um eðli og ábyrgð starfsins. Melanie spjallar viö Valeríu og montar sig af kúlunni. Tangóinn virðist vera í upp- sveiflu, ekki bara á íslandi, heldur og á Ítalíu. Bisnessmenn eru fljót- ir að taka við sér þegar pöpullinn hrífst og það hafa sokkabuxna- framleiðendur nú gert. Antonio Banderas flaug þannig frá Lond- on, þar sem hann vinnur að tök- um á Evítu, til Ítalíu þar sem hann dansaði eldheitan tangó við leggjalanga og síðhærða argent- ínska mey, Valeríu Mazza — til að auglýsa sokkabuxur. Líklega væri öllu erfiðara fyrir hann að þrífa eiginkonu sína, Melanie Griffith, í tangóinn, því hún er orðin ansi framstæð og síðumikil, enda stutt í að ávöxtur ástar þeirra komi í heiminn. Mel- anie fylgdist áhyggjulaus með auglýsingatökunum, vissi sem var að um leið og þeim lyki myndi Antonio ekki sjá sólina fyrir henni, þó að milli hans og Valeriu neistaði og fnæsti meðan kvik- myndatökuvélin var á ON. ■ í SPEGLI TÍIVIANS Þau nýgiftu á flugvellinum á Ítalíu. Þeim er ekki viöbjargandi. Hve lengi skyldi þessi ástarbrími endast?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.