Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. júní 1996 Merki ym batnandi hag á Islandi í dag Góðir íslendingar, nær og fjær. Nýlega var hér á ferð erlendur gestur, sem spurði mig hvort ís- lendingar hefðu aldrei efasemdir um sjálfstæði sitt og gmndvöll þess. „Þið eruð ekki nema 270 þúsund manneskjur og þurfið að halda uppi flóknu þjóðfélagi og uppfylla þarfir og þjónustu sem þvælist fyrir margfalt stærri þjób- um," bætti hann við, oröum sín- um til áréttingar. Þib hafið mörg fengið spurningar af þessu tagi og farið því nærri um mín svör. Þjóðin taldi aöeins 130 þúsund manns þegar til sjálfstæðisins var stofnað og er fjórum sinnum fjölmennari nú en þegar Hannes Hafstein gerðist fyrsti íslenski ráðherrann 1904. Fámennið vafðist ekki fyrir honum né held- ur fátækt landsmanna, og var þó flest ógert. Það hefur sem betur fer ekki tíðkast í þessu landi að nota fámenni þjóðarinnar til að draga úr henni kjark. Þvert á móti gemm við kröfur um að okkar fólk sé í fremstu röð, hvar sem þab etur kappi við aðra, og sömu kröfu gerum við til þjóðar- innar sjálfrar og stöbu hennar í heiminum. Þar miðum við okkur hiklaust við það sem best gerist og unum því illa að einhver standi okkur framar. Nýlega sendi Þjóðhagsstofnun frá sér skýrslu þar sem leitast var við að gera samanburð á lífskjör- um hér og í Danmörku, þar sem lífskjör teljast hvab best í veröld- inni. Hafa verður fjölmarga fyrir- vara á skýrslunni, eins og höf- undar hennar vekja athygli á. Segja má að miöað við árið 1993 sé kaupmáttur hér um 15% lak- ari en í Danmörku. Síöan þá höf- um við sótt á. Þótt þessi saman- burður gæti virst þolanlegur, þá er þess að geta að samkvæmt skýrslunni þurfa íslendingar að inna af hendi mun lengri vinnu- dag en gerist og gengur í Dan- mörku. Þar er heldur ekki allt sem sýnist, því á íslandi telst greidd óunnin yfirtíb til að mynda til vinnutíma og matar- og kaffitímar eru taldir til vinnu- stunda hér en ekki þar. Víðast hvar erlendis tekur menn mun lengri tima að komast í og úr vinnu en hér gerist og fleira mætti til telja. Sjálfsagt er að hafa alla þessa þætti í huga. En það breytir ekki hinu, að við verðum að taka okkur tak og endurskipu- leggja vinnumarkaðinn og leitast við ab ná sömu afköstum og framleiðni og abrir ná með styttri vinnutíma. Þjóðartekjur okkar eru sambærilegar við það sem best gerist og það þarf ekki að breytast, þótt við temjum okkur nútímalegri skipan á vinnumarkaði. Fyrir tæpum 20 árum var í harðri kjaradeilu sett á víðtækt yfirvinnubann. Auðvit- að hafði þab mikla röskun í för meb sér og fjármunir glötuðust. En það vakti einnig athygli, ab því fór fjarri ab úr framleiðslu drægi í réttu hlutfalli við færri unnar stundir. Fólk, sem veit að það verður ab inna af hendi 10 stunda vinnudag, fer sér hægar en það sem veit að þab þarf ab- eins ab vinna 8 stundir. Hlaup- ari, sem hleypur 800 metra hlaup, fer að meðaltali hægar en uppsveiflan ýti ekki undir þenslu, sem yrði meiri en hollt væri. Opinberir aðilar verða því ab sýna gætni og aðhald á sínum svibum, svo ekki þurfi ab tak- marka svigrúm einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækin hafa greitt nibur skuldir á undanförnum ámm og standa því betur að vígi en áður. Einstaklingar og heimili þyrftu að leitast við að nota hluta þess ávinnings, sem er að byrja að skila sér, til þess að grynnka á skuldum óg auka sparnað, ef þess er nokkur kostur. Til lengri tíma litið mun það auka kaupmátt margra meira en nokkuð annað. Góðir íslendingar. Gjarnan er sagt að ísland sé harðbýlt land. Nóg em dæmin sem sanna þá kenningu og sum nýleg. En ísland er einnig mörg- um kostum búið og fegurb þess mikil og náttúmfar fjölbreytt og margslungið. Þab er vaxandi skilningur á því í landinu, að gætilega verður að ganga um það og töluvert átak þarf til að bæta úr því sem aflaga fór fyrr á öldum og reyndar allt fram á þennan dag. Einstaklingar, félög og stofnanir á borð við Landgræðslu og Skógrækt ríkisins vinna gott starf við ab bæta útlit og efla styrk landsins. Stundum er haft á orbi að rétt sé að forðast að gróð- ursetja erlendar trjáplöntur og menn eigi að einbeita sér að inn- lendum tegundum. Til eru fagrir reitir meb birki og víði, sem taka vel við sér þegar friðað er. Sjálf- sagt er að byggja ræktun á slíkum svæðum á þeim tegundum. En á hinn bóginn ættum við að líta svo á, að sérhvert tré, sem hér getur þrifist í sátt við þá flóru sem fyrir er, sé þar með góður og gegn íslenskur gróbur. Mun það eingöngu auka fjölbreytni og styrkja náttúrufar. Um það gildir hib sama og um þá 132 nýju ís- lendinga, sem Alþingi veitti ríkis- borgararétt á fyrstu mánuðum ársins. Reynslan sýnir að slíkir íslend- ingar verða ekki síður þjóbhollir og trúir landinu sínu en vib hin sem rekjum ættir okkar til fyrstu komumanna hingað. Góðu landar. Vigdís forseti hefur nú lagt blómsveig frá þjób- inni að standmynd Jóns Sigurðs- sonar í sextánda og síöasta sinn. Forsetinn hefur starfað í góðri sátt við allan almenning í land- inu og verið ættjörð sinni til sóma. Henni mun því fylgja góð- ur hugur alþjóðar er hún hverfur senn frá vel unnu starfi. Forsetakosningar verða eftir 12 daga. Frambjóðendur hafa að undanförnu kynnt sig, hugðar- efni sín og hugsjónir. Þótt hér sé ekki staöur og stund til að gefa frambjóðendum veganesti, er hitt nokkuð öruggt ab: það sannast mutidi að sá nœr hæst sem sinni œttjörð stendur nœst og stýrir eftir stjömum þeim, sem steftia heim. Góbir Islendingar, nær og fjær, ég óska ykkur gleðilegrar þjóbhá- tíðar og góðra sumardaga. ■ sá sem aðeins ætlar að hlaupa 400 metra. Aðilar vinnumarkað- arins hljóta að huga að þessum málum sérstaklega í þeirri samn- ingagerð, sem framundan er á næsta ári. Fyrir nokkrum misserum var um það skrifað og skrafað að brostinn væri á fólksflótti frá ís- landi. Var þar sumt ofsagt. Hins vegar stendur vinnumarkabur nú íslendingum opinn í Evrópu með sama hætti og áður gilti á Norðurlöndum. Var beinlínis til þess stofnaö í samningi okkar um Evrópska efnahagssvæðið. Það vakti vissulega athygli hve margir virtust sækja til Danmerk- Davíb Oddsson forsætisráöherra. Ávarp forsœtisráö- herra, Davíös Odds- sonar, 17. júní 1996 ur í atvinnuleit, miðað við að at- vinnleysi þar er nær þrefalt meira en nú gerist á íslandi. Margt bendir reyndar til að úr þessari þróun hafi dregið. Hitt er einnig athyglisvert að útlending- um, sem fá íslenskt ríkisfang, fjölgar jafnt og þétt. Þannig veitti Alþingi 43 útlendingum ríkis- borgararétt árið 1986, en nú, tíu árum síðar, hafa 132 útlendingar fengið íslenskt ríkisfang fyrstu 5 mánuði ársins. Þá hefur atvinnuleyfum til út- lendinga fjölgað mjög að undan- förnu, þar sem fyrirtækjum hef- ur reynst ómögulegt að fá íslend- inga til starfa, þótt atvinnuleysi mælist enn nokkuð. Við íslend- ingar tökum auðvitað góðum er- lendum starfsmönnum vel og hina nýju íslendinga bjóðum við hjartanlega velkomna í fjölskyld- una. Öll þessi atriði eru til merkis um ört batnandi hag hér á landi. Er nú svo komið, ab við þurfum að gæta að okkur og tryggja ab

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.