Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: A og NA stinningskaldi og skýjab meb köfl- um. • Breibafjörbur: NA stinningskaldi og léttir til. Allhvasst síbdegis. • Vestfirbir: A kaldi, en NA stinningskaldi þegar kemur fram á dag- inn. • Strandir og Norburland vestra og Nl. eystra: A stinningskaldi og þykknar upp sfödegis. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: A stinningskaldi og fer ab rigna nálægt mibjum degi. • Subausturland: Allhvasst og rigning fyrri partinn, en hægari SA og skúrir þegar kemur fram á daginn. • Hiti á landinu verbur á bilinu 4 til 11 stig. Forsœtisráöherra vill endurskipuleggja vinnumarkaö- inn. Auka framleiöni og stytta vinnutíma. ASÍ: Davíö tekur undir kröfur launafólks „Þab er út af fyrir sig ánægju- legt að forsætisrábherra skuli taka undir kröfu verkalýbs- hreyfingarinnar um styttingu vinnutímans og bæta kjör launafólks í landinu. Vib bíb- um bara spenntir eftir því ab hann leggi sitt lób á vogarskál- irnar og taki þátt í því ab gera þetta ab veruleika," segir Hall- dór Grönvold skrifstofustjóri ASÍ um þjóbhátíbarræbu Davíb Oddssonar forsætisrábherra. í ræbu sinni lagbi forsætisráð- herra m.a. áherslu á nauðsyn þess að endurskipuleggja vinnumark- aðinn í því skyni að bæta lífskjör almennings í landinu. í því sam- bandi vék hann að styttri vinnu- tíma og aukinni framleiðni. Hann benti einnig á að í yfir- vinnubanninu árið 1978 hefði ekki dregið úr framleiöni og því líklegt að hægt væri að stytta vinnutímann án þess að það kæmi niður á afköstum í atvinnu- lífinu. Ráðherra minnti sömuleið- is á að hlaupari sem hleypur 800 metra færi að jafnaði hægar en sá sem hleypur styttri vegalengdir og hið sama gæti gilt um fram- leiðni í vinnutímanum. Sam- kvæmt því ætti að vera mögulegt að slá tvær flugur í einu höggi, stytta vinnutíma og auka fram- leiðni. Skrifstofustjóri ASÍ sagöi að for- sætisráðherra vissi það jafnvel og samtök launafólks að hérlendis hafa skapast forsendur til þess að bæta verulega kaupmátt launa. Halldór segir að það sé hugsan- legt að forsætisráðherra sé með þessu að leggja til styttingu vinnutíma og aukinnar fram- leiðni í stað beinna kauphækkana við gerð næstu kjarasamninga. „Menn taka hinsvegar ekki undir slíkt, enda allar forsendur til að gera hvorttveggja, hækka kaupið og stytta vinnutímann," segir Halldór. Hann segir að þetta innlegg for- sætisráðherra hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart, enda hefur ráð- herra ýjað að þessu þáttum áður og þá sérstaklega þegar hann kynnti á Alþingi skýrslu Þjóð- hagsstofnunar um samanburð á lífskjörum hér og í Danmörku. Þá sé þaö kannski ekki útilokað að þetta verði til þess að ríkisstjórnin ætli að snúa sér að einhverju upp- byggilegu í staö þess að „djöflast" í skipulagsmálum og innri mál- efnum verkalýðshreyfingar. -grh HátíbarhöSd fóru ab mestu leyti vel fram um land allt á 17. júní. Myndin var tekin í Reykjavík, en mikib var um leikrœnar uppákomur í tilefni dagsins. Annars vel heppnuö þjóöhátíöarhöld fengu dapurlegan endi á Lœkjartorgi. Hlutfall lögreglu og ungmenna í miöbœnum I á móti 1.000. Aöalvaröstjóri lögreglunnar: u ft Þeir voru aö lenda undir Uppákomur og mannfagnað- ir í tengslum vib þjóbhátíbar- daginn heppnubust vel um allt land meb mikilli absókn ef undan er skilinn loka- punktur dagskrárinnar í Reykjavík. Upp úr saub í mibbænum ab loknu tón- leikahaldi um klukkan tvö- leytib í fyrrinótt meb þeim afleibingum ab lögreglan handtók um 40 ungmenni og beitti gasi til ab tvístra hópn- um. Fóru nokkrir á slysadeild eftir ab hafa fengib gas í aug- un. Talið er að um 12.000 manns hafi verið í miðbænum þegar ungur maður klifrabi upp á 4 mannhæða hátt hlið í mið- bænum, Gullna hliðið svokall- aða, og neitaði að koma niður þrátt fyrir ítrekuð tilmæli lög- reglu. Taldi lögreglan nokkra hættu á að maðurinn slasaðist, enda mikið ölvaður, og var sent eftir körfubíl Slökkviliðs- ins til að ná honum niður. Ná- læg ungmenni töldu afskipta- semi yfirvalda af hinu illa og upphófust í framhaldinu róst- ur. Meðal annars lögðu ung- mennin undir sig miðbæjar- lögreglustöðina og tóku þar hluti traustataki. „Það voru bara tveir menn á vakt í stöö- unni og um 12 manns á vakt- inni í bænum. Þetta leit hreint ekki vel út," segir Geir Jón Þór- isson, aðalvarðstjóri hjá Lög- reglunni í Reykjavík. Allur tiltækur mannafli lög- reglunnar var síðan kallaður út og loks beitti lögreglan gasi til að tvístra hópnum. Ekki er þó um eiginlegt táragas að ræða að sögn Geirs Jóns heldur varn- aðarúða í litlum brúsum sem notaður er á einn mann í einu. „Mér sýnist þegar ég fer yfir stöðuna í dag að það hafi ekki verið um neitt annað að ræða. Þeir voru að lenda undir. Þetta var það stór hópur sem stóð á bak við þessar óeirðir." Þetta er í annað sinn á til- tölulega stuttum tíma sem lög- reglan í Reykjavík beitir gasi gegn ungmennum. Sl. vetur var úðað á framhaldsskóla- nema eftir að ólöglegt skemmt- anahald þeirra var leyst upp en aðgerðir sem þessar eru sérstak- lega skoðaðar hjá yfirstjórn lögreglunnar og gerð skýrsla um málið. Athygli vekur að rétt fyrir óspektirnar hefur að- eins verið um einn lögreglu- maður fyrir hverja 1000 manns og fyrr um kvöldið e.t.v. 1 á móti 2.500. Leiðir þetta atvik hugann að því hvort auka beri gæslu frá því sem nú er þegar mikið stendur til. Að öðru leyti fóru hátíðar- höld mjög vel fram um allt land sem áður segir í ágætu veðri. -BÞ Kjósendum fjölgaö um meira en þriöjung í forsetatíö Vigdísar: Kjósendum í útlöndum hefur fjölgað um 23% á einu ári Kjósendum meb lögheimili erlendis hefur fjölgab um 23%, eba tæplega 1.440 Reykjavíkurhöfn heldur alþjóölega ráöstefnu. Heill dagur tileinkaöur Islandi: íslendingar vel staddir í umhverfismálum hafna European Harbour Masters As- sociation, EHMA, heldur nú sjöttu rábstefnu sína í boði Reykjavíkurhafnar á Scandic Hótel Loftleiburn. Rábstefnan hófst sl. mánudag og lýkur 22. júní nk. Þema rábstefnunnar er „verndun umhverfisins — Sam- eiginleg vitund. EHMA eru samtök hafnarskip- stjóra og halda samtökin nú 6. ráð- stefnu sína. Hún er sú fjölmennasta til þessa, en alls eru um 80 erlendir gestir. Bergur Þorleifsson, forstöðu- maður fjármálasviðs hjá Reykjavík- urhöfn, segir að íslendingar standi framarlega i heiminum hvab varðar umhverfismál. „Við erum mjög vel staddir i þessum málum og mein- ingin er að árið 2000 verði þessi mál komin í toppstand. Þab þarf helst ab bæta vitund fólks örlítið betur um þýðingu þessara mála." Bergur nefnir sem dæmi um framfarir ab skip losi nú æ meira af sorpi við Reykjavíkurhöfn en áður. Fyrrum hafi tíðkast að henda mikl- um hluta úrgangs beint í sjóinn. „Eftir að við settum upp gáma á hafnarsvæðinu hefur ástandið stór- batnað," segir Bergur. Um 20 erlendir fyrirlesarar flytja erindi um efni tengd umhverfis- vernd, höfnum og hafnarstarfsemi. Heill dagur verbur sérstaklega til- einkaður íslandi og munu 9 íslensk- ir fyrirlesarar fjalla um mál er tengj- ast höfnum, sjósókn, fiskvinnslu og flutningum. -BÞ manns frá síðustu alþingis- kosningum. í heild hefur kjósendum fjölgað um rúmlega 2.800 manns á þessu tímabili, þannig að ríflega helm- ingur þeirrar fjölgunar er búsettur í útlöndum. Þessi mikla fjölgun íslendinga með lögheimili er- lendis skýrist af fólksflutningum til útlanda síðan í apríl í fyrra, samkvæmt fréttatilkynningu frá Hagstofunni. Alls eru kjósendur með lögheimili erlendis nú tæp- lega 7.770 talsins, eða 4% kjós- enda. íslendingar með lögheimili erlendis halda kosningarétti í 8 ár eftir að þeir flytja lögheimili sitt úr landi, en geta sótt um að halda honum lengur. Kjósendur sem búsettir eru erlendis hafa allir ut- an 180 manns, flutt af landi brott á síðustu átta árum. Kjósendur á kjörskrárstofni fyr- ir forsetakosningarnar 29. júní eru tæplega 194.800, hvar af karl- ar og konur eru næstum jafn mörg. Um 39% þessara kjósenda, eða kringum 76.800 þeirra sem nú eru á kjörskrá voru of ungir til að kjósa í forsetakosningunum 1980, þegar Vigdís Finnbogadótt- ir var kjörin. Við forsetakosningarnar 1980 voru um 143.200 manns á kjör- skrá. Kjósendum hefur því fjölgað um 51.200 manns í forsetatíö Vigdísar, eða um 36%. Þessi fjölgun skiptist hins vegar mjög misjafnlega eftir landshlut- uni. Þannig hefur kjósendum í Reykjaneskjördæmi fjölgað um 66% í forsetatíð Vigdísar og eru nú tæplega 50 þúsund manns. í Reykjavík hefur kjósendum fjölg- að um 40% og eru um 79.400. Um 2/3 allra kjósenda eru nú skráðir í þessum tveim kjördæm- um. Á Norðurlandi eystra og á Suðurlandi hefur kjósendum fjölgað um 23% á sama tímabili, um 16% á Austurlandi, 11% á Vesturlandi og tæplega 10% á Norðurlandi vestra. Á Vestfjörð- um er á hinn bóginn 62 nöfnum færra á kjörskránni nú en við for- setakosningarnar 1980. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.