Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.06.1996, Blaðsíða 1
I NWREVOÍl/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar Sftft **** 90 W«# *#V áfii4Sá STOFNAÐUR1917 80. árgangur Miðvikudagur 19. júní 113. tölublað 1996 Gullleit í Mosfellsbæ Fyrirtækib Melmi ehf mun í sumar leita aö gulli á svæb- um sem hafa gefib jákvæbar niburstöbur í fyrri rannsókn- um. Til ab byrja meb verbur leitab í löndum jarbanna Þormóbsdals og Búrfells í Mosfellsbæ, en þar hefur fundist vottur af gulli á gömlu jafrbhitasvæbi. Áætl- ab er ab bora fimm til tíu kjarnaholur skáhallt í gegn- um jarbhitasprungurnar, en gullmagn í borkjarnanum verbur mælt nákvæmlega svo ab reikna megi magn af gulli í hverju tonni. Reiknað er meb að niður- stöbur um hvort nægjanlega mikið sé þarna af gulli til að standa undir námarekstri liggi fyrir í árslok. Fyrirtækið Melmi ehf var stofnað í apríl sl. í þeim til- gangi að leita að gulli og öðr- um góðmálmum og er það í 80% eigu Kísiliðjunnar en Iðn- tæknistofnun á 20% eignar- hlut. Bæði Kísiliðjan og Iðn- tæknistofhim hafa um nokkr- urra ára skeið stundað gullleit hér á landi, og hefur vottur af gulli fundist á nokkrum stöð- um án þess þó að fjármagn hafi verið fyrir hendi til að fullrannskaka svæðið. Nú hins vegar hefur tekist að fá erlenda fjárfesta með í damið og er gert ráð fyrir að leitin við þennan næsta áfanga verði um 30 milljónir króna. ¦ BSRB fagnar ræbu Davíbs í yfirlýsingu sem stjórn og formenn abildarfélaga BSRB sendi frá sér í gær er því sér- staklega fagnab ab Davíb Oddsson forsætisrábherra hafi talab fyrir styttri vinnu- tíma í hátíbarræbu sinni á 17. júní. Er bent á ab þetta hafi verib krafa BSRB um langt skeib en atvinnurek- endur hafi jafnan spyrnt vib fótum í þessu máli. Sjá ræðu forsætisráðherra bls. 5 og einnig viðbrögð ASÍ á baksíðu. ¦ Knattspyrnuskólar íþróttafélaganna í Reykjavík eru nú ífullum gangi og drengirnlr ískólanum hjá Fram, en skólinn er'á 18. starfsári, sýndu mikla~snilldartakta í Safamýrinni ígcer. Fyrirmyndirnar eru líka óvenju ab- gengilegar í sjónvarpinu þessa dagana vegna útsendinganna frá EM. Atvinnuleysi minnkaö töluvert á landsbyggdinni en ekkert í höfudborginni frá maí í fyrra: Atvinnulausum fækkar mikib á landsbyggbinni Fækkun atvinnulausra hefur fyrst og fremst orbib á lands- byggðinni. Atvinnulausir utan höfubborgarsvæbisins voru um 2.000 núna í maí í staðinn fyrir 3.000 á sama tíma í fyrra. Á höf- ubborgarsvæöinu voru um 4.200 manns án vinnu og hefur nær ekkert fækkab milli ára. Hlutfall atvinnulausra á höfub- borgarsvæbinu (5,4%) er því óbreytt milli ára, en á lands- byggðinni hefur þab lækkab um fjórbung á sama tíma (í 3,6%). Atvinnuleysi í maí var hlutfallslega þribjungi minna á landsbyggbinni en á höfub- borgarsvæbinu. Eina hlutfalls- talan sem ekki er hæst á höfub- borgarsvæbinu er 8,4% at- vinnuleysi mebal kvenna á Sub- urnesjum. Skráð atvinnuleysi í maímán- ubi samsvaraði um 6.300 manns án vinnu aö meðaltali, eba 4,7% af mannafla, sem er hámark þess sem Vinnumálaskrifstofan spáði fyrir mánubi. Arvinnulausum körlum fækkabi um 370 milli mánaða (12%), þar af um 210 á landsbyggðinni. Atvinnulausum konum fjölgabi aftur á móti um nærri fjóra tugi á höfuðborgar- svæðinu, en fækkaði lítillega á landsbyggðinni. Atvinnuástandib virbist hafa batnað mest á Norðurlandi, Aust-urlandi og Suðurlandi. Hlutfall atvinnulausra af mannafla var sem hér segir í maí: Höfubb.svæði 6,8% 4,3% 5,4% Landsbyggð 5,6% 2,3% 3,6% Landið allt: 6,4% 3,5% 4,7% Heildaraflinn 1.485 þús. tonn á fiskveiöiárinu, eba á tímabilinu 1. sept. 1995 til maíloka 1996: Með betri aflaáram í sögunni Heildarafli landsmanna fyrstu fimm mánubi árins nam um 1.111 þúsund tonnum og hef- ur sjaldan eba aldrei verib meiri á þessum árstíma. Verb- mæti aflans upp úr sjó á þessu tímabili nemur um 24,9 mil- jörbum króna. Þab er 2% meira en á sama tíma í fyrra þegar verbmætib var um 24,4 iniljarbar króna. Þab sem af er fiskveibiárinu, eba frá 1. sept- ember 1995 til maíloka í ár nemur heildaraflinn hinsveg- ar 1.485 þús. tonnum. Mibab vib magn er þetta meb betri aflaárum í sögu landsins. Þetta kemur m.a. fram í bráðabirgðatölum um fiskafl- ann í sl. maímánubi í Útvegstöl- um. Þar kemur einnig fram að þessi mikli afli er einkum vegna góbrar lobnu- og síldveiði, en heildarafli þessara tegunda nam um 850 þúsund tonnum fyrstu fimm mánuði ársins á móti 690 þús. tonnum á sama tíma í fyrra. Af afla annarra fisktegunda á þessu tímabili mibað við fyrstu fimm mánuði ársins í fyrra, þá jókst þorskafli um 8%, steinbíts- afli um 30%, skarkoli um 11%, úthafskarfinn um 58% og 7% aukning varð í rækjuafla, eða 32.400 tonn á móti 30.200 í fyrra. Samdráttur varð hinsveg- ar í ýsu, eða um þriðjungur, 20% í ufsa, 16% í karfa og grá- lúðuafli minnkaði um þriðjung. Svipað er uppi á teningnum á fiskveibiárinu, eða frá 1. sept. 1995 til maíloka 1996 miðað við sama tímabil þar á undan. Á þessu tímabili hefur þorskur aukist um tæp 9%, steinbítur um 27%, úthafskarfi um 66% og annar botnfiskur um 7%. Aftur á móti hefur ýsuafli dreg- ist saman um 23%, ufsinn um 18%, karfi um 11% og grálúða um 16%. -grh Atvinnulausir karlar voru þannig orbnir nærri helmingi færi hlutfallslega á landsbyggb- inni en á höfuðborgarsvæðinu. Og atvinnuleysi meðal karla var líka nærri helmingi minna heldur en meðal kvenna. Síðasta virkan dag í maí voru um 6.300 manns á atvinnuleys- isskrá, eða jafn margir og að meðaltali í mánuðinum öllum. Vinnumálaskrifstofan áætlar samt ab atvinnulausum fækki þó nokkuð í júní og verði á milli 3,9% til 4,4% af mannafla. Útgefin atvinnuleyfi í maí- mánuði voru alls 87, þar af 75 ný og/eða framlengd tímabund- in leyfi, en 10 ótímabundin. Alls hafa þá verið gefin út rúm- lega 420 atvinnuleyfi það sem af er árinu. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.