Tíminn - 03.07.1996, Qupperneq 14
14
Miðvikudagur 3. júií 1996
HVAÐ E R Á SEYÐI
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Síðdegisferð 9. júlí kl. 17 frá
Risinu. Farið verður í Heiðmörk
og Vatnsveitan heimsótt þar sem
ferðafólkinu verður boðin hress-
ing og sagt verður frá sögu Vatn-
sveitunnar. Fararstjóri Páll Gísla-
son.
Við viljum hvetja eldri borgara,
sem áhuga hafa á pútti, að fara
inn á Laugardalsvöll. Þar hefur
púttklúbbur Ness til umráða 2
púttvelli.
Hafnagönguhópurinn:
Cengib um Engey
í kvöld, miðvikudagskvöld 3.
júlí, stendur Hafnagönguhópur-
inn fyrir gönguferð um Engey.
Gengið verður með strönd eyj-
unnar og heim að bæjarstæðun-
um. Náttúru- og mannvistar-
minjar skoðaðar í leiðinni. Mæt-
ing í Hafnarhúsportinu kl. 20.
Síðan verður farið með Skúla-
skeiði út í Engey. Áætlað er að
koma til baka milli kl. 23 og 24.
Allir eru velkomnir í ferðina.
Frá Trygginga
stofnun ríkisins
í júlí eru greiddar 24% lág-
launabætur á upphæð tekjutrygg-
ingar, heimilisuppbótar og sér-
stakrar heimilisuppbótar. Lág-
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í
KRINGUM LANDIÐ
MUNIÐ ÓDÝRU
HELG ARPAKK AN A
OKKAR
REYKJAVÍK
568-6915
AKUREYRI
461-3000
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
launabæturnar bætast við tekju-
trygginguna, heimilisuppbótina
og sérstöku heimilisuppbótina.
Þær skerðast því vegna tekna á
sama hátt og þessir bótaflokkar
og falla niöur um leið og þeir.
Akureyri:
Söngvökur í Minja-
safnskirkjunni
Undanfarin tvö sumur hefur
Minjasafnið á Akureyri, í sam-
vinnu við Listasumar, boðið upp
á Söngvökur í Minjasafnskirkj-
unni og hafa þær vakið mikla
hrifningu, ekki síst hjá erlendum
ferðamönnum.
Þau Þórarinn Hjartarson og
Ragnheiður Ólafsdóttir flytja ís-
lenska tónlist, forna og nýja —
nokkurs konar yfirlit íslenskrar
tónlistarsögu — á þriðjudags- og
fimmtudagskvöldum frá 2. júlí til
20. ágúst.
Dagskráin hefst kl. 21 og stend-
ur í u.þ.b. klukkutíma. Þessi
kvöld er Minjasafnið opið frá kl.
20-23 og er aðgangur að því inni-
falinn í verði á Söngvöku.
Miöaverð er 600 kr., en fimm-
tán manna hópar og fjölmennari
greiða 500 kr. á mann. Með að-
göngumiöa er afhent efnisskrá á
þremur tungumálum: íslensku,
ensku og þýsku. Þar er að finna
stutta greinargerð um íslenska
söngva í aldanna rás.
Hægt er að panta Söngvökur á
öðrum tímum fyrir a.m.k. 40
manna hópa eða fast verð, kr.
20.000. Sé þess óskað, hafið þá
vinsamlegast samband viö Minja-
safnið með góðum fyrirvara.
Safnið var opnað 1. júní og
verður opið daglega frá kl. 11-17
fram til 15. september. Aðgangs-
eyrir er 250 kr. Hópar, fimmtán
manna og fjölmennari, greiða
200 kr.
Norræna húsiö
Dagskrá Norræna hússins fram
yfir helgina er á þessa leiö:
í dag, miðvikudag, kl. 17 verö-
ur opnuð sýning á olíumálverk-
um eftir Nínu Tryggvadóttur í
anddyri Norræna hússins.
Hér er um aö ræða verk frá ár-
unum 1936-1967 og hafa þau
aldrei verið til sýnis áður. Verkin
eru öll í eigu Unu Dóru Copley,
dóttur listakonunnar. Una Dóra
hefur valið verkin á sýninguna
og gefa þau gott yfirlit yfir feril
Nínu.
Sýningin verður opin daglega
kl. 9-19, nema sunnudaga frá 12-
19. Henni lýkur sunnudaginn 14.
júlí.
Hrafn Gunnlaugsson kvik-
myndaleikstjóri verður fyrirlesari
kvöldsins í Opnu húsi í Norræna
húsinu fimmtudagskvöldið 4. júlí
kl. 20.
Hrafn ætlar að fjalla um kvik-
myndagerð á íslandi og segja frá
hugmyndum sínum um víkinga
og hvernig hann hefur túlkað
þær í kvikmyndum sínum. Hann
flytur mál sitt á sænsku.
Dagskráin í Opnu húsi er eink-
um ætluð ferðamönnum frá
Norðurlöndum, en íslendingar
eru að sjálfsögðu velkomnir að
hlýða á fyrirlesturinn. Kaffistofan
verður opin til kl. 22 og býður
upp á íslenska sérrétti á vægu
verði.
Á sunnudögum kl. 17.30 er
dagskrá einkum ætluð ferða-
mönnum frá Norðurlöndum.
Borgþór Kjærnested fjallar um ís-
lenskt samfélag og það sem er
efst á baugi í þjóðfélaginu. Borg-
þór mælir á sænsku og finnsku
og gefst fólki tækifæri til fyrir-
spurna. Kaffistofan hefur á boð-
stólum ýmislegt gott úr sjónum á
sunnudögum.
Mánudaginn 8. júlí kl. 19 verð-
ur íslenskt kvikmyndakvöld.
Sýnd verður myndin Bíódagar
(Movie Days, 1994). 90 mín.
Enskur texti. Leikstjóri: Friðrik
Þór Friðriksson. Allir eru vel-
komnir, aðg. ókeypis. Kaffistofan
býður upp á fiskipaté, 400 kr.
Karen Kunc sýnir
í Gallerí Úmbru
Laust fyrir síðustu mánaðamót
var opnuð í Gallerí Úmbru á
Bernhöftstorfu sýning á nýjum
verkum bandarísku grafíklistak-
onunnar Karenar Kunc.
Karen er þekkt fyrir stór, kröft-
ug tréskurðarþrykk í sterkum,
heitum litum, expressjónískum
formum og línum, en slík verk
voru á sýningu hennar í Hafnar-
borg síðastliðinn vetur. Á þessari
sýningu hennar nú í Gallerí Úm-
bru eru smáar, kyrrari myndir,
einfaldari í efni og lit, en í sama
kröftuga leik að línu og formum.
Sýning Karenar Kunc er sú
þriðja í röð bandarískra lista-
manna, sem Gallerí Úmbra býður
uppá nú á vordögum í tilefni
Listahátíðar í Reykjavík og er í
hópi Lauren Piperno ljósmyndara
og Roberts Shay leirlistamanns.
Sýningin stendur til 17. júlí og
er galleríið opið þriðjudaga til
laugardaga kl. 13-18 og sunnu-
daga kl. 14-18.
LEIKHUS
LEIKHUS
LEIKHUS
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
SÍMI 568-8000
SSi
Samstarfsverkefni vib Leikfélag Reykjavíkur:
Leikfélag íslands sýnir á Stóra svib kl. 20.00
Stone free eftir )im Cartwright.
Handrit: Cunnar Gunnarsson
Leikstjóri: Asa Hlín Svavarsdóttir
Leikmynd, búningar og grímur: Helga Arnalds
-Tónlist: Eyþór Arnalds.
Leikarar: Ásta Arnardóttir, Ellert A. Inglmund-
arson og Helga Braga jónsdóttir.
Frumsýning föst. 12/7,2. sýn. sunnud.
14/7, 3. sýn. fimmtud. 18/7.
Forsala abgöngumiba hafin
Mibasaian er opin frá kl. 15-20 alla daga.
Lokab á mánudögum
Tekib er á móti mibapöntunum í síma 568
8000. Skrifstofusími er 568 5500. Faxnúmer
er 568 0383.
Creibslukortaþjónusta. \
ím
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200
Stóra svibib kl. 20.00
Taktu lagið Lóa
eftir jim Cartwright
Á Blönduósi í kvöld 3/7, kl. 20.00
mibasala á stabnum.
Á Egilsstöbum föstud. 5/7 og
laugard. 6/7, kl. 21.00
mibasala á stabnum.
Lesendum Tímans er bent
á að framvegis verða til-
kynningar, sem birtast
eiga í Dagbók blaðsins, að
berast fyrir kl. 14 daginn
áður.
Absendar greinar
sem birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og
vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa
Macintosh umhverfi. Vélrit-
aöar eöa skrifaöar greinar ?
geta þurft aö bíöa birtingar
vegna anna viö innslátt.
TIL HAMINGJU
Þann 15. júní 1996 voru gefin
saman í Víðistaðakirkju af séra
Sigurði Helga Guðmundssyni,
þau Hulda Sigurveig Helgadóttir og
Þröstur Ásgeirsson. Þau eru til
heimilis ab Háholti 5, Hafnar-
firði.
Ljósm. MYND, HafnarfirOi
Þann 15. júní 1996 voru gefin
saman í Garðakirkju af séra
Bjarna Þór Bjarnasyni, þau Aldís
Baldvinsdóttir og Víðir Már Atla-
son. Þau em til heimilis ab Þrúb-
vangi 22, Hafnarfirði.
Ljósm. MYND, Hafnarfirdi
Dagskrá útvarps og sjónvarps
Miðvikudaqur
3. júlí
06.45Veburfregnir
6.50 Bæn
7.00 Fréttir
7.30 Fréttayfirlit
7.31 Fréttir á ensku
8.00 Fréttir
8.10 Hér og nú
8.30 Fréttayfirlit
8.50 Ljób dagsins
9.00 Fréttir
9.03 Laufskálinn
9.38 Segbu mér sögu,
Hallormur - Herkúles
9.50 Morgunleikfimi
10.00 Fréttir
10.03 Veburfregnir
10.15 Árdegistónar
11.00 Fréttir
11.03 Samfélagib í nærmynd
12.00 Fréttayfirlit á hádegi
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Veburfregnir
12.50 Aublindin
12.57 Dánarfregnir og auglýsingar
13.05 Hádegisleikrit Utvarpsleikhússins
13.20 Heimur harmóníkunnar
14.00 Fréttir
14.03 Útvarpssagan, Hib Ijósa man
14.30 Til allra átta
15.00 Fréttir
15.03 Kenya - Safaríparadís heimsins og
vagga mannkyns
15.53 Dagbók
16.00 Fréttir
16.05 Tónstiginn
17.00 Fréttir
17.03 Þjóbarþel
17.30 Allrahanda
17.52 Umferbarráb
18.00 Fréttir
18.03 Víbsjá
18.45 Ljób dagsins
18.48 Dánarfregnir og auglýsingar
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Auglýsingar og veburfregnir
19.40 Morgunsaga barnanna endurflutt
20.00 Tónlist náttúrunnar,
21.00 Leyndardómur vínartertunnar
22.00 Fréttir
22.10 Veburfregnir
22.15 Orb kvöldsins: jónas Þórisson
flytur.
22.30 Kvöldsagan: Kjölfar kríunnar,
á skútu um heimsins höf
23.00 Sé tunglib allt úr tómum osti:
Ingibjörg Þorbergs, líf hennar og
störf.
24.00 Fréttir
00.10 Tónstiginn
01.00 Næturútvarp á samtengdum
rásum til morguns. Veburspá
Miðvikudaqur
3. júlí
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Fréttir
18.02 Leibarljós (424)
18.45 Auglýsingatími -
Sjónvarpskringlan
19.00 Myndasafnib
19.25 Úr ríki náttúrunnar
20.00 Fréttir
20.30 Vebur
20.35 Vfkingalottó
20.40 Hvíta tjaldib
Kvikmyndaþáttur í umsjón Valgerbar
Matthíasdóttur.
21.05 Höfubsyndirnar sjö (4:7
Leti (Seven Deadly Sins) Ástralskur
myndaflokkur þar sem fjallab er um
höfubsyndirnar sjö í jafnmörgum
sjálfstæbum myndum. í myndunum
sameina krafta sína nokkrir
efnilegustu leikstjórar Ástrala og
úrvalsleikarar. Leikstjóri þessarar
myndar er Paul J. Hogan og
abalhlutverk leika Frank Callacher,
Robyn Nevin, Helen jones og
Monica Maughan. Þýbandi: Veturlibi
Cubnason.
22.05 Ólympiustjörnur (1:3)
(Olympic Glory) Bandarísk þáttaröb
um sögu Ólympíuleikanna á þessari
öld, íþróttamennina og reynslu
þeirra. Þýbandi er Cubni
Kolbeinsson og þulur Ingólfur
Hannesson.
23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok
Miðvikudagur
3. júlí
12.00 Hádegisfréttir
Qsiím „'■
13.00 Vesalingarnir
13.10 Skot og mark
13.35 Súper Maríó bræbur
14.00 Skólaklíkan
16.00 Fréttir
16.05 Sumarsport (e)
16.35 Glæstarvonir
17.00 í Vinaskógi
17.25 Mási makalausi
17.45 Doddi
18.00 Fréttir
18.05 Nágrannar
18.30 Sjónvarpsmarkaburinn
19.00 19 >20
20.00 Beverly Hills 90210 (2:31)
Ný í syrpa þessum vinsæla mynda-
flokks um tvíburasystkinin Brendu og
Brandon og vini þeirra. Þættirnir
verba vikulega á dagskrá Stöbvar 2.
20.55 Núll 3
21.30 Sporbaköst (e)
Víbidalsá
22.00 Brestir (e)
(Cracker 2) (1:9)
22.55 Skólaklíkan
(School Ties) Lokasýning
00.40 Dagskrárlok
Miðvikudaqur
3. júlí
/7 cnn 17.00 Spítalalíf (MASH)
3TII 17.30 Gillette-
sportpakkinn
18.00 Jaumlaus tónlist
20.00 í dulargervi
21.00 Morbingi í lögreglubúningi
22.30 Star Trek
23.15 llmur Emmanuelle
00.45 Dagskrárlok
Miðvikudagur
3. júlí
18.15 Barnastund
19.00 Skuggi
19.30 Alf
19.55 Ástir og átök
20.20 Eldibrandar (6:13)
21.05 Madson (1:6)
22.00 Næturgagnib
22.45 Tíska
23.15 David Letterman
00.00 Framtíbarsýn (E)
00.45 Dagskrárlok Stöbvar 3