Tíminn - 10.07.1996, Page 5
Miðvikudagur 10. júlí 1996
5
Árni Gunnarsson:
Illa launar þú stuðninginn
Opib bréftil Gubrúnar Agnarsdóttur, lœknis og fyrrverandi forsetaframbjóbenda
Nokkru fyrir kjördag tók
ég þá ákvörðun að ljá
þér atkvæði mitt í nýaf-
stöðnum forsetakosningum. Ég
gerði þetta að vel ígrunduðu
máli. Mér fannst mikilvægt að
friður og sátt ríkti meðal þjóðar-
innar um embætti forseta ís-
lands og af þeim frambjóðend-
um, sem gáfu á sér kost, treysti
ég þér best til þess sitja á Bessa-
stöðum.
Nú eru kosningar afstaðnar og
Ólafur Ragnar Grímsson vann
yfirburðasigur. Engu að síður
mátt þú mjög vel við una, en
ríflega fjórði hver kjósandi
treysti þér best til þess að verða
forseti Islands, þrátt fyrir að þú
blandaðir þér aldrei í toppbar-
áttuna. Þar á meðal var fjöldi
framsóknarmanna og margir
þeirra lýstu yfir stuðningi við
þig opinberlega, s.s. Sigrún
Magnúsdóttir borgarfulltrúi,
Herdís Sæmundardóttir á Sauð-
árkróki, Halldóra Jónsdóttir á
Siglufirði, ég og fleiri. Nokkrir
makar flokksforystunnar (og
aðrir sem kusu að gefa upp af-
stöðu sína) í Alþýðubandalag-
inu lýstu yfir stuðningi við þig,
sömuleiðis þekkt fólk úr Al-
þýðuflokki og að minnsta kosti
einn gildur sjálfstæðisbóndi á
Suðurlandi var á stuðnings-
mannalista þínum.
Eftir forsetakjörið hef ég síðan
heyrt og lesið að þú ætlir að
halda kosningabaráttunni
áfram og nota sama hóp stuðn-
ingsmanna til þess að koma þér
„ Viljir þú mín ráð að
einhverju hafa, þá
vertu ánœgð með
þann árangur sem
náðist í forsetakosn-
ingunum, en viður-
kenndu að þú tapað-
ir. Að því er engin
skömm."
VETTVANGUR
inn á þing að nýju, hugsanlega
sem leiðtoga einhverskonar nýs
jafnaðarmannaflokks. Guð láti
gott á vita, en ekki færð þú mitt
atkvæði þar. Ekki geri ég heldur
ráð fyrir að flokkssystkini mín í
Framsókn, makar Alþýðubanda-
lagsforystunnar, eða gildir
íhaldsbændur styðji þig í kosn-
ingum til Alþingis. Reyndar er
ekki fallega launaður stuöning-
urinn í forsetakosningunum
með því að gefa í skyn að við
sem ljáðum þér atkvæði okkar
séum það óánægð með núver-
andi pólitíska stöðu að við séum
gengin í björg með þér í nýrri
stjórnmálahreyfingu. Svo er
ekki um mig.
Ágæta Guðrún. Ég lýsi því
formlega yfir og að gefnu til-
efni, að ég styð þig ekki í þínu
pólitíska brölti. Ég bendi þér
jafnframt á í fullri einlægni, að
ég tel að þú hafir sáralítinn
stuðning sem formaður nýs
stjórnmálaflokks, og látir þú til
skarar skríða veldur árangurinn
sennilega ekki öðru en von-
brigðum. Ég vil alls ekki láta
bendla mig við hugmyndir um
sameiningu jafnaðarmanna á
íslandi. Ég er formaður ungliða-
samtaka þar sem manngildið er
sett ofar auðgildinu, starf okkar
er öflugt, málefnalegt og gengur
vel.
Viljir þú mín ráð að einhverju
hafa, þá vertu ánægð með þann
árangur sem náðist í forseta-
kosningunum, en viðurkenndu
að þú tapaðir. Að því er engin
skömm. Ekki blanda saman
embætti forseta íslands og
flokkspólitík. Úrslit kosning-
anna eru gott dæmi um að for-
setakosningar snúast ekki um
pólitík.
Höfundur er absto&armabur félagsmála-
rá&herra og formabur Sambands ungra
framsóknarmanna.
Tónskáld og bókmenntir
Tímarit Máls og menningar, 2. hefti
1996, er komið út. Efni þess er nú
sem fyrr ab mestu bókmenntalegs
eðlis, en þó er tónlistinni gert hærra
undir höfði í þessu hefti en oft áður
meb grein um tónskáld af yngri
kynslóðinni, Þorstein Hauksson, og
viðtali við ungan jazzgítarleikara,
Hilmar Jensson.
Ljóðskáld, sem birta efni í TMM
nú, em Nína Björk '___________________
Árnadóttir, Kjartan | | |y|/\|^|
H. Grétarsson, Gub-
brandur Siglaugs- ----------------------------------
son og Arni Bergmann, auk slóv-
ensku skáldkonunnar Makarovic og
bandarísku skáldanna Patchen og
Creeley. Landa þeirra, bandaríska
skáldkonan Alice Walker sem
þekktust er fyrir bókina Purpuralit-
inn, á smásögu í tímaritinu og einn-
ig Guðbergur Bergsson.
Greinar af margvíslegum toga
prýða þetta hefti. Gyrðir Elíasson
ritar grein um blindan ritsnilling,
Skúla Guðjónsson frá Ljótunnar-
stöbum, Ólafur Sveinsson skrifar
grein um menningarástandið í
Þýskalandi eftir sameininguna og
Gísli Sigurðsson fjallar um strauma
og stefnur í bókmenntagagnrýni
undanfarinna ára.
Jóhann Páll Árnason er íslenskur
heimspekingur sem hefur verið bú-
settur í Ástralíu undanfarna áratugi,
en hann er líklegast sá hugsuður ís-
lenskur sem hvað lengst hefur náð í
heiminum, þótt lítið hafi heyrst frá
honum hér heima lengi. Nú kveður
hann sér hljóðs hér á landi í nýrri
grein þar sem hann veltir fyrir sér
því sem hann kallar „20. öldina
hina styttri". Enn-
fremur ritar Ágúst
Þór Árnason stutta
kynningu um Jó-
hann Pál.
Steinunn Sigurðardóttir sló eftir-
minnilega í gegn meb skáldsögunni
Hjartastaður fyrir síðustu jól, en
hún segir í ítarlegu viðtali við Úlf-
hildi Dagsdóttur frá tilurð bókar-
innar og hugmyndum sínum um
skáldskapinn og rithöfundarstarfið.
Loks eru vandaðar umsagnir um
bækur á sínum hefðbundna stað.
Tímarit Máls og menningar, 2.
hefti 1996, er 136 bls. Sigurborg
Stefánsdóttir gerði kápumyndina.
TMM kemur út fjórum sinnum á ári
og kostar árs áskrift 3300 kr., auk
þess sem það er selt í lausasölu í öll-
um skárri bókaverslunum. Ritstjóri
TMM er Friðrik Rafnsson. ■
Lög og ljóð Kristjáns frá Gilhaga
Ut er komin ný geislaplata og
hljóðsnælda sem ber heitið Minn-
ingamál. Höfundur laga og ljóða
er Kristján Stefánsson frá Gilhaga
í Skagafirði, en hann er einnig út-
gefandi.
Á síðastliðnu sumri kom á
markaö geislaplata og snælda
með sönglagasafninu Mitt hjart-
ans mál, ásamt nótnabók eftir
þennan sama höf-
und, og náði mikl-
um vinsældum. __________________
Á þessari nýju út-
gáfu eru hinir sömu skagfirsku
söngvarar og sungu „Mitt hjart-
ans mál". Þar að auki syngja þau
nú Ásdís Guðmundsdóttir og
Baldvin Kr. Baldvinsson, og koma
nú einnig landskunnir hljóðfæra-
leikarar við sögu. Um útsetningar
og undirleik á harmonikku sá
Kristján sjálfur, á gítar leikur
Hlynur Guðmundsson, Jón
Rafnsson á kontrabassa, Sveinn
Sigurbjörnsson á trompet og Árni
Friðriksson á trommur.
Upptökur fóru fram í apríl-júní
1996 í H.S. stúdíói á Sauðárkróki.
Upptökumaður var Hilmar Sverr-
isson, sem sá einnig um hljóð-
blöndun og hljómborðsundirleik.
Minningamál er nokkuð frábrugð-
in hinni fyrri útgáfu og fjölbreytt-
-------------- ari. Þar er að
GEISLADISKAR ke“:
söngslög og dú-
etta meb píanóundirleik, eldri dan-
salög án söngs leikin á harmonikku
og danslög með fjölbreyttum út-
setningum þar sem m.a. má finna
blandaðan kvartett og dúetta.
Japis sér um dreifingu, en einn-
ig geta væntanlegir kaupendur
snúib sér til höfundar og útgef-
anda, Kristjáns Stefánssonar, í
síma 453 8131. ■
VETTVANGUB
„Nú blasir við að
uppgangur í atvinnu-
og efnahagsmálum
mun styrkja stöðu
höfuðborgarsvaeðis-
ins og hafa þegar
komið fram skýr
merki um að þessi
landshluti hafi dregið
til sín fólk og umsvif
frá landsbyggðinni."
Magnús Stefánsson:
Akranes.
Landmælingar til Akraness
Eins og kunnugt er hefur
Guömundur Bjarnason um-
hverfisráðherra tekið þá
ákvörðun að starfsemi Landmæl-
inga íslands skuli flutt frá Reykja-
vík til Akraness. Mál þetta hefur
nokkra forsögu, en stjórnvöld
hafa um nokkurra ára skeið haft
uppi áform um að færa starfsemi
ríkisstofnana frá Reykjavík og út á
landsbyggðina og eru Landmæl-
ingar ein þeirra ríkisstofnana sem
bent hefur verið á í þessu sam-
bandi.
í tíð síðustu ríkisstjórnar voru
gefin fyrirheit um að Landmæl-
ingar íslands yrðu fluttar til Akra-
ness. Bæjaryfirvöld höfðu unnið
að því að taka við stofnuninni og
tryggt starfseminni aðstöðu í
stjórnsýsluhúsinu í bænum. Það
urðu því vonbrigði fyrir Akurnes-
inga þegar horfið var frá flutningi
stofnunarinnar og má segja að
þáverandi umhverfisráðherra hafi
snúið við með stofnunina á miðri
leið yfir flóann og aftur til Reykja-
víkur.
Það hefur lengi verið baráttu-
mál fyrir landsbyggðina að hluti
af starfsemi og þjónustu ríkis-
stofnana væri staðsett utan höf-
ubborgarsvæðisins. Nú blasir við
að uppgangur í atvinnu- og efna-
hagsmálum mun styrkja stöðu
höfuðborgarsvæðisins og hafa
þegar komið fram skýr merki um
að þessi landshluti hafi dregið til
sín fólk og umsvif frá landsbyggð-
inni. Þetta er mikið áhyggjuefni
og það blasir við að ef stjórnvöld
gera ekkert til þess að bregöast við
þessari þróun, þá mun staða
landsbyggðarinnar veikjast enn
meira en orðib er.
Það er því ánægjulegt og já-
kvætt að Guðmundur Bjarnason
umhverfisráðherra hefur sýnt
frumkvæði og viðleitni til þess að
bregbast vib þessu með því að
ákveba að flytja starfsemi ríkis-
stofnunar út á landsbyggðina.
Þessi ákvörðun er mjög mikilvæg
og hún sýnir það að stjórnvöld
hafa vilja til þess að styrkja stöbu
landsbyggöarinnar. Með flutn-
ingi Éandmælinga íslands til
Akraness sýna stjórnvöld þennan
vilja í verki og það ber ab þakka.
Hins vegar er það svo að slíkar
ákvarbanir sem þessar kalla fram
snörp viðbrögð og andmæli ým-
issa aðila, það er út af fyrir sig
skiljanlegt, enda snertir þetta
einkahagi starfsmanna og þeirra
fjölskyldna. Hins vegar hefur það
legið í loftinu um nokkurt skeið
að þessi ákvörðun um flutning
Landmælinga íslands yrbi tekin
og það er mikilvægt að allir aðilar
málsins sameinist um ab leiða
það til farsælla lykta og framfylgja
þeirri ákvörðun sem umhverfis-
ráðherra hefur tekib.
Höfundur er 3. þingma&ur Vesturiands-
kjördæmis.