Tíminn - 24.08.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.08.1996, Blaðsíða 1
80. árgangur Laugardagur 24. ágúst 159. tölublað 1996 Þaó tekur aðeins einn ■virkan^F daq aö koma póstinum tU rí.U,, þinum til skila (Sq) OlíufélagiB hf _/kill aö insviðskiptu Norburskautsráö verbur stofnab á hausti komanda: Stofnyfir- lvsingin utvötnuö Jakob Kristinsson bridgespilari hefur vakiö mikla athygli íBandaríkjunum eftir oð hann varö „iive- master" í kjölfar velgengni á mótum á skemmri tíma en nokkur annar hefur afrekaö. jakob skýrír frá gangi mála og tilboöum um atvinnumennsku íviö- tali viö Tímann á bls. 3 í dag. Tímamynd Jak Matthías Halldórsson, aöstoöarlandlœknir, um afleiöingar lceknadeilunnar: „Fólk þurft a6 líba meira og sjúkdómar orðiö alvarlegri" „í nokkrum tilvikum hefur fólk þurft aö líöa meira og sjúkdómur hefur komist á hærra stig vegna þess aö ekki hefur veriö hægt aö ná sam- bandi viö lækni. Viö vitum þó ekki til þess að hlotist hafi varanlegt heilsutjón af né dauði. En svona deila getur alltaf leitt til þess," sagöi Matt- hías Halldórsson, abstoðar- landlæknir, í samtali viö Tím- ann eftir aö hann haföi fund- aö meö neyðarráði héraös- lækna og fulltrúa heilbrigðisráðuneytis í gær- morgun. Að sögn Matthíasar er ástand- ið verst á Austfjörðum en sjúkrahúsið á Neskaupstað hafi bjargað miklu þó sjúklingar fái þar nokkurs konar hraðlækn- ingar. „Yfirleitt er utanhéraðs- fólk um 20% þeirra sem koma inn á sjúkrahúsið í Neskaups- stað en er nú um helmingur." Á fundi neyðarráðsins var rætt um til hvaða ráða menn gætu gripið til að auka öryggi íbúa Austurlands en Matthías vildi ekki gefa upp hvaða mögu- leikar væru í stöðunni. Aðspurður um hvernig ástandið yrði ef þeir 19 heilsu- gæslulæknar sem eru í hluta- störfum við sjúkrahúsin úti á landi gengju út, eins og þeir hafa nú hótað, sagði Matthías að grípa yrði til mjög alvarleg- ara ráðstafana ef þeir hætta. „Ég veit ekki betur en að allir þessir læknar séu ráðnir á sjúkrahúsin með 3ja mánaða uppsagnarfresti. Þannig að upp- sögnin er ekkert að skella á fyrr en eftir þrjá mánuði frá og með næstu mánaðamótum," sagði Svanhvít Jakobsdóttir, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, aðspurð um samninga heilsugæslulæknanna 19. Hún sagðist einnig telja að þar giltu sömu reglur og hjá öðrum heimilislæknum, þ.e. að heil- brigðisráðherra gæti frestað gildistöku uppsagna þeirra í 3 mánuði. -LÓA Meira en 30% aukn- ing á slysadeild Vilhjálmur Ari Arason, heilsu- gæslulæknir, sem starfar á slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur segir ab um þribjungs aukning sé á komum sjúk- linga á slysadeild. „Þaö hefur veriö stöbug aukning síöan og mikil þyngsli síbustu tvo daga. Þessi tími, ágúst, hefur alltaf verið langrólegastur í heilsugæslunni. Þá er minnst um pestir og læknar oft tekiö sér frí vegna þess hve lítið hef- ur verið ab gera." „Stóra áhyggjuefnið hjá okkur er eftirlit með veikara fólkinu, gamla fólkinu, sem veigrar sér við að leita hjálpar og telur sig vera að ónáða kerfið. Þá er alltaf sú hætta fyrir hendi að sjúk- dómar komast á það stig að þeir verði hættulegir. Við lítum í raun á þetta sem stíflu sem hleðst upp og svo brestur hún." Fólk með minni háttar heilsu- vandamál getur leitað til hjúkr- unarfræðinga á heilsugæslu- stöðvunum en annars bendir heilbrigðisráöuneytið sjúkling- um á að leita sér læknisþjónustu á næsta sjúkrahúsi. -LÓA Fastanefnd þingmanna um málefni Norburskautsins fund- aöi í Reykjavík nú í vikunni og fór yfir drögin ab stofnyfirlýs- ingu fyrir væntanlegt Norbur- skautsráö sem verður stofnaö þann 19. september næstkom- andi af ríkisstjómum Noröur- landanna, Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna. Þingmanna- nefndin fagnar fyrirhugaðri stofnun ráðsins. Hún telur það skref sem með stofnun þess er stígið sé mjög mikilvægt og já- kvætt en henni *"e,r Haarde. finnst stofnyfirlýsingin vera út- vötnuð, að sögn Geirs Haarde al- þingismanns og formanns nefndar- innar. „Það er ræfilslega farið af stað. í fyrsta lagi er ekki tekið nógu djúpt í árinni varðandi vísinda- rannsóknir, í öðru lagi þyrfti að skjóta fastari stoðum undir ráðið með því að koma á fót fastri að- stöðu, skrifstofu fyrir ráðið, í stað þess að láta það flakka á milli landa, og í þriðja lagi finnst okkur alltof lítið að halda fundi á rábherrastigi á aðeins tveggja ára fresti. Þess utan hefðum við viljað að aöild þing- anna væri sterkari að ráðinu, líkt og hjá Norðurlandaráði og víðar, ab þingin hefðu einhverskonar fram- lag, pólitíska stefnumótun, að ráð- inu." Um norðurskautiö segir Geir að möguleikarnir séu miklir og tæki- færin mörg: „Þau blasa kannske ekki öll beint við núna en ef maður horfir lengra fram í tímann þá held ég að þarna geti verið margt fyrir okkur, íslendinga, á sviði auðlinda- nýtingar, atvinnustarfsemi, vib- skipti, samgangna, fjarskipta og fleira sem er skynsamlegt fyrir okk- ur að vera meb í". Þá bendir Geir á með Norðurskautsráði skapist vett- vangur fyrir skynsamlega umræbu um hvalveiðar, þar verði eflaust hægt að afla bandamanna varðandi sjálfbæra nýtingu sjávarspendýra. Grundvöllur fyrir einhverskonar samstarf á Norðurskautinu skapað- ist, ab sögn Geirs, fyrst með þýðinu sem kom eftir að kaldastríðinu lauk. „Þá stökk Norðurlandaráð inn í það, m.a. að frumkvæði Halldórs Ásgrímssonar, á ab fá fólk til sam- starfs um þessi mál." Fastanefnd þingmanna um málefni norður- skautsins, skipuð þremur fulltrúum Norðurlandaráðs og þingmönnum frá Kanada, Rússlandi og Bandaríkj- unum, auk fulltrúa frá Evrópuþing- inu og frumbyggjum heimskauta- landanna, var stofnub. Hún hefur tvívegis áður komið saman og ályktab um norburskautsmálefnin. T.d um nauðsyn þess ab standa skynsamlega ab uppbyggingu á þessum svæðum, gæta umhverfis- sjónarmiba en tryggja jafnframt sjálfbæra atvinnuþróun. -gos

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.