Tíminn - 24.08.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.08.1996, Blaðsíða 9
ízijDB lupsbierusJ Laugardagur 24. ágúst 1996 wmwiwi® 9 Þann 19. ágúst 1987 var Sue God- frey, 34 ára, í lautarferö í Saver- nake- skógi í Berkshire ásamt tveimur börnum sínum, fjögurra og tveggja ára. Þá kom mabur á bíl, vopnaöur skammbyssu sem hann miöaöi á Sue og neyddi hana til aö setja bömin upp í bílinn. Sue hélt aö hann ætlaöi aö nauöga sér og lagöi á flótta. Þá skaut hann á eftir henni og hún féll helsærö, hæfö 13 kúlum. Þetta var upphafið að fjöldamorðun- um í Hungerford, einum blóðugasta degi í breskri sögu á þessari öld. Öll morðin voru framin af einum manni, Michael Ryan, 27 ára. Moröin, sem voru tilefnis- laus með öllu, vöktu mikinn hrylling, sem verður aöeins jafnað viö þau við- brögð sem fjöldamorðin í Dunblane í Skotlandi fyrr á þessu ári vöktu. Einfari Michael Ryan fæddist í Hungerford ár- iö 1960. Faðir hans, Alfred Ryan, sem þá var hálfsextugur, lét konu sína Dorothy, sem var 20 árum yngri, að mestu um uppeldi sonarins. Michael ólst upp sem mikið dekurbarn og fékk flest það sem hann óskaði sér. Hann var fremur ein- rænn og átti fáa leikfélaga. Einnig gekk honum frekar illa í skóla. 16 ára hætti hann í skóla og vann síðan við eitt og annað, síðast sem vinnumaður á sveita- bæ. Snemma fékk Ryan mikinn áhuga á byssum. Hann eignaðist fyrst loftriffil og varði seinna miklum tíma og peningum til kaupa á allskyns skotvopnum, sem hann geymdi í skúr í garðinum við hús foreldra sinna. Löngum stundum varði hann til að pússa og fægja byssurnar, smyrja þær og laga til miðin. Hann hafði byssuleyfi og yfirvöld höfðu enga ástæðu til að ætla annað en að Ryan væri grand- var maður. Hann hafði enda aldrei kom- ist í kast við login, utan einu sinni fyrir of hraðan akstur. A sömu skoðun var heimilislæknir Ryans, sem gaf honum umyrðalaust læknisvottorð er hann sótti um byssuleyfi. í nóvember 1986 keypti Ryan sér 9 mm Beretta-skammbyssu og í júlí árið eftir Norico-hríðskotariffil, en það er kín- versk útgáfa af hinum fræga AK-47 „Ka- lashnikov" riffli. Seinna keypti hann líka gamlan amerískan stuttriffil. Þessi þrjú skotvopn notaði hann við morðin. Frænka Ryans, Constance, sagði seinna svo frá: „Michael var alltaf stór- hrifinn af byssum. Mér virtist sem hann fyndi meira til sín vegna þeirra, því að hann var ekki það stórvaxinn, ég veit það eiginlega ekki. En ég man eftir því að Mi- chael sagði mér einu sinni frá því að eitt sinn hefði hann verið á kanínuveiðum. Þá hefði komið til hans maður og farið að rífa kjaft við hann. Michael dró þá skammbyssu upp úr vasa sínum og mið- aði henni á manninn. Maðurinn hljóp í burtu, en Michael horfði hróðugur á eft- ir honum. Ég man greinilega þá lexíu sem hann dró af þessu atviki. ,Þetta/ sagði hann, ,sýnir það vald sem byssa gefur manni, frænka.'" Fuglaskyttirí Ryan æfði sig af kappi með nýja riffil- inn sinn. Félagi í skotfélaginu, sem hann var í, minnist hans svo: „Hann sat í stól við efri enda riffil- brautarinnar. Hann var nýbúinn að tæma heila hleðslu úr hríðskotarifflinum sínum. Ég hafði aldrei séð hann áður. Ég kastaði á hann kveöju og hann sagðist vera nýbúinn að fínstilla nýja riffilinn sinn. Byssan virtist í mjög góðu ásig- komulagi. Meinið var bara það, að þegar við skoðuöum skotmörkin hjá honum höfðu skotin hitt út um allt. Mér fannst hann ekki nein ýkja góð skytta." Ryan skaut reyndar á fleira en skot- mörk í skotfélaginu. Stundum rak hann byssu út um glugga heima hjá sér og skaut á fuglana í trjánum fyrir utan, ná- grannanum til angurs og skapraunar. Nágranni þessi hafði gæsir og hænsni og sagði við Ryan að hann skyldi eiga sig á fæti, ef hann skyti á alifuglana sína. Ryan hélt áfram að æfa sig þar til hann hafði náð fullum tökum á hríðskotariffl- inum og bætt skotfimi sína. Á næstu vik- um keypti hann ótölulegan fjölda skot- hylkja. Félagar hans í skotfélaginu héldu Eitt óhugnanlegasta moröœbi í Evrópu á seinni árum rifjaö upp Morðin í Hungerford að hann væri að æfa sig fyrir komandi skot- keppni. Annað átti eftir að koma á daginn. í vígamób Eftir að Ryan hafði drepið Sue Godfrey virðist sem hann hafi gjörsamlega brjál- ast. Hann stefndi frá Savernake-skógi í áttina til Hungerford og áður en dagur- inn var á enda höfðu fimmtán manns til viðbótar látið lífið og enn aðrir særst. Kona ein á bensínstöð var lánsöm. Ry- an ók að dælunni og setti hana í bensín- opið á bílnum. En hann hafði ekki í huga að borga fyrir bens- ínið. Hann skaut á afgreiðslukonuna gegnum rúðuna, en hæfði ekki. Kon- unni til mikillar skelfingar gekk hann þá inn í stöð- ina og miðaði hríð- skotarifflinum á höfuð hennar. „Hann deplaði ekki auga. Hann brosti ekki. Hann gerði ekki neitt. Hann horfði bara í gegn- um mig eins og ég væri ekki þarna," sagöi konan seinna. Ryan tók í gikkinn, en aðeins nokkrir smellir heyrðust. Byssan virtist orðin skotfæralaus. Ryan ók þá frá bensínstöðinni og heim til sín í South View Lane í Hunger- ford. Hann tæmdi þar úr nokkrum bens- ínbrúsum og kveikti í húsinu. Hann sett- ist síðan aftur upp í bílinn sinn, en bíll- inn fór ekki í gang. Þá fór hann inn í skúrinn og hóf að hlaða skotvopn sín. Hann fór í felulitajakka og setti á sig byssuhulstur, hengdi bakpoka um öxl og tók síðan hálfsjálfvirka Kalashnikov-riff- ilinn, stuttriffilinn, Berettuna og öll þau skotfæri sem hann komst með. Hann settist síðan aftur upp í bílinn og reyndi að ræsa hann. En bíllinn fór enn ekki í gang og þá skaut Ryan nokkrum kúlum á bílinn og lagði síðan af stað fótgangandi. Roland Mason var í garðinum sínum skammt frá og heyrði skothríð. Hann gekk á hljóðið og mætti þá Ryan. Sex kúlna hryðja hæfði Mason og lést hann samstundis. Því næst skaut Ryan konu Masons, Sheilu, í höfuðið. Slátrunin var hafin af alvöru. „Ég þekktl hann varla" Næsta fórnarlamb var annar nágranni, Margery Jackson. Hún varö vitni að morðum Masonhjónanna og hringdi strax í mann sinn, sem var á leið heim úr vinnunni, til að vara hann við hættunni. Hún hafði rétt lagt frá sér símann er hún sá Ryan horfa innum gluggann. Hún fleygði sér í gólfið um leið og kúlurnar þutu inn á heimili hennar. Frú Jackson fékk skot í bakið, en gat þó staulast á fætur. Hún heyrði annan ná- granna, hina 77 ára Dorothy Smith, hrópa og komst til hennar og gat komið henni inn til sín. Ryan hljóp á meðan um, skjótandi í allar áttir. Hávaðinn var gríðarlegur. „Augu hans voru skelfilega tómleg og hann brosti undarlega," sagði frú Jack- son frá. „Mér sýndist sem hann væri heiladauður. Ég gerði mér ljóst að ég var að tala við Michael Ryan. Ég var nú búin að þekkja hann í 20 ár. En hann virtist svo undarlegur þenn- an dag, ég þekkti hann varla." Ryan hélt för sinni áfram og skaut næst á 14 ára stúlku, Lisu Mildenhall. Hún særðist alvarlega, en yngri systir hennar, sem var með henni, gat forðað sér. Svo vel vildi til að sjúkraliði, sem bjó í næsta húsi við Lisu, gat hlúð að henni þar til sjúkrabíll kom á staðinn. Ken Clements var ekki jafn heppinn. Hann hafði heyrt að óður byssumaður væri á stjái, en taldi það ýkjur og fór út að viðra hundinn sinn eins og ekkert hefði ískorist. Ro- bert syni hans var um og ó og fór í humátt á eftir föö- ur sínum. „Allt í einu birtist þessi náungi í her- mannafötum á stígnum fyrir fram- an okkur. Hann miðaði byssunni sinni og skaut. Fað- ir minn féll aftur fyrir sig. Ég starði á manninn með byssuna, leit á girð- inguna og hugsaði ég verð að stökkva yfir, og ég stökk. Mér var ókleift að koma föður mín- um til hjálpar," sagði Robert seinna. Ken Cle- ments dó rétt á eftir. Hann reyndi að hugga hundinn sinn, sem sat skjálfandi af ótta við hlið hans. Skaut móöur sína Nú hafði lögreglu verið gert viðvart og Roger Bereton, lögregluþjónn í bíl, hélt af stað og hugðist handtaka byssumann- inn. Á leiöinni heyrði hann í talstöðinni: „Stöð til allra bíla. Farið varlega. Síðustu fréttir herma að maðurinn sé vopnaður haglabyssu og hafi sært eina mann- eskju." Þessi skilaboð komu of seint. Skyndi- lega hæfði bíl Beretons hröð og samfelld skothríð bæði úr hríðskotariffli og skammbyssu. Fjögur skot hæfðu Bereton. Eitt þeirra hæfði hann í hálsinn og særði hann ólífissári. Hinn hugrakki lögreglu- þjónn gat tilkynnt í talstöðina áður en hann gaf upp öndina: „Tíu-níu, tíu-níu, tíu-níu. Ég hef verið skotinn." Ryan skaut nú á allt sem hreyfðist. Hann var orðinn kaldur, tilfinningalaus, vélrænn drápari. Þetta sást þegar Labra- dorhundur hans, Blackie, sem honum hafði alltaf þótt vænt um, hljóp upp að honum. Án þess að hika miðaði Ryan skammbyssunni og skaut dýrið til bana. Dorothy Ryan, móðir Ryans, var að koma heim úr verslunarferð og aðkoman við húsið var hræöileg. Einn nágranni, George White, sat dauður í bíl sínum skammt frá húsinu og annar sat illa særð- ur við hlið hans. Húsið stóð í björtu báli. Frú Ryan ætlaði samt að fara inn, en Mi- chael varnaði henni vegarins. Hún fórn- aði höndum í reiði og örvilnan. „Hættu, Michael. Hví gerirbu þetta?" æpti hún. Ryan leit snöggvast á móbur sína og lyfti svo byssunni. Þegar frú Ryan varð vör viö þá hættu sem hún var í, breyttist rödd hennar. Amanda Grace, nágranni, lýsti því sem gerðist næst: „Ég heyröi konu SAKAMÁL Michael Ryan. veina: ,Ekki skjóta mig' og síðan heyrði ég tvo hvelli með stuttu millibili." Víkingasveit kölluð út Núna vissi lögreglan að alvarlegir at- burðir voru að gerast á götum bæjarins, sem venjulega er kyrrlátur kaupstefnu- bær. Þyrlur með hátalara flugu í hringi yfir Hungerford og fluttu þeim, sem staddir voru innan afgirts svæðis fyrir neðan, uggvænlega viðvörun: „Ef þib metið líf ykkar einhvers, verið þá innan- dyra." Lögreglumenn í Bretlandi, eins og á ís- landi, eru almennt ekki vopnaðir og því verður, þegar fást þarf við glæpamenn vopnaða skotvopnum, að kalla út sér- staka víkingasveit. Það var víkingasveit lögreglunnar í Thames Valley sem gert var viðvart og Paul Brightwell libþjálfi, 35 ára, hélt þegar af stað, ásamt nokkrum öðrum lögreglumönnum, á ómerktum bíl. „Við vissum fátt í fyrstu og vorum því ekkert sérlega uppveðraðir. Oft reyn- ast tilkynningar um skotárásir úr lausu lofti gripnar. ... En á leiðinni niðureftir heyrðum við ab þarna gengi maður um og skyti niður fólk og að minnsta kosti þrír menn hefðu verið drepnir. Einnig að lögreglumaöur hefði verið skotinn. Þá gerði ég mér ljósa alvöru málsins," segist Brightwell frá. í Hungerford héldu morðin áfram. Ry- an skaut til bana sex karlmenn og tvær konur í morðæði sem stóð í næstum klukkustund enn. Rétt fyrir klukkan 5 e.h. heyrðist skothvellur í áttina frá John O'Gaunt-skólanum og fékkst þá fullvissa fyrir ab Ryan hefði búið um sig í skólan- um. Brightwell liðþjálfi og menn hans fóru til skólans og tóku sér stöbu fyrir ut- an. Þó vissu þeir ekki hvort Ryan var ennþá þar inni. Skólalóðin var stór og því ekki gott að fylgjast með henni allri. „Vondur draumur" Klukkan 5.25 sást til Ryans við einn skólagluggann og nokkrum sekúndum seinna henti hann hríðskotarifflinum út á skólalóðina. Lögreglumaöur kallaði til hans: „Þú ert umkringdur af vopnaðri lögreglu. Gerðu eins og þér er sagt og þá verður þér ekkert mein gert." Ryan svar- abi engu. Brightwell liðþjálfi og aðrir lögreglu- menn héldu uppi samræðum við Ryan. Þar kom fram að hann var enn vopnaður Berettaskammbyssunni og var einnig með handsprengju. Ryan sagði: „Segðu mér frá móður minni." Brightwell svaraði: „Ég skal reyna aö komast að því hvernig móður þinni líð- ur. Vertu bara rólegur." Ryan: „Ég kem ekki út fyrr en ég hef frétt af móður minni." Brightwell sagði seinna: „Maðurinn var augljóslega snarvitlaus og algjör stofnanamatur. Þegar hann spurði hve margir væru fallnir reyndi ég ab gera sem minnst úr hlutunum." Samræðurnar héldu áfram: Ryan: „Það er víst ekki sjón að sjá Hungerford." Brightwell: „Rétt er það. Veistu hvab þú hefur skotið marga?" Ryan: „Ég veit það ekki. Þetta er eins og vondur draumur." Brightwell: „Skeb er skeö. Því fyrr sem þú kemur út, því auðveldara verður að finna út úr því." Ryan: „Ég veit að það er skeð. Ég er enginn asni." Brightwell: „Ég veit það, góði." Ryan: „Hvernig líður móður minni? Er hún ekki dáin? Þess vegna viltu ekki segja mér það. Ég ætla ab henda skot- hleðslunni úr skammbyssunni út til ykk- ar. Ég á þó eitt skot eftir." Brightwell: „Til hvers?" Ryan: „Liggur það ekki í augum uppi?" Brightwell: „Ég vil að þú komir óhultur út. Ekki gera neina vitleysu." Ryan: „Þetta er allt í lagi. Ég hef ekkert á móti þér. Þú ert bara að sinna þínu starfi." Klukkan 6.52 heyrbi Brightwell lið- þjálfi kæfðan skothvell. Ryan hafði svipt sig lífi og varð þar með 17. maðurinn sem dó í fjöldamorðunum í Hungerford. Þannig lauk blóðugasta glæpadegi í sögu Englands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.